Morgunblaðið - 19.12.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1937, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. des. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 giiimiiiiiimmuuuuuuiiummimiiiuiiiiiimiiiiiimiimmji I Þýskum ( I stúdenl ( 1 vísað vlr 1 | landi | I Fyrir tilmsli þýska \ ( ræðismannsins [ Tmmiiiiiiiimiiiim miiiiimimmimm Þegar Brúarfoss lagði af stað lijeðan í gærkvöldi, urðu menn þess varir, að óvenjulega margir Þjóðverjar voru saman komnir á hafnarbakkanum. Þar var og hópur stúdenta. Aður en skipið lagði frá landi varð öllum, sem þar voru saman komnir, ljóst, að mannsöfnuður þessi var þangað kominn til þess að kveðja þýskan læknisfræðis- stúdent, Fritz Walterseid að nafni, er verið hefir hjer við há- skólanám í vetur, og kom hingað í júlí í sumar. Hann hefir verið til heimilis hjá Sigurjóni Pjeturs- syni frá Álafossi í skiftum fyrr 3on Sigurjóns, sem er við nám í Þýskalandi. Bn eftir því sem blaðið frjetti í gærkvöldi hefir brottför þessa þýska námsmanns borið að með einkennilegum hætti. Hei’ra Waþt- erseid var sem sje vísað úr landi. Heimildarmenn blaðsins fullyrtu, að brottvísun hans hefði átt sjer stað fyrir tilmæli þýska ræðis- mannsins hjer, hr. Timmermanns, útaf alvarlegum árekstri sem hafði orðið milli hans og ræðismanns- ins. Bn um nánari atvik að þessu er blaðinu ekki kunnugt. Fritz Walterseid stundaði iiám sitt hjer af kappi, og virtist, eftir kveðjum þeim er hann fjekk á hafnarbakkanum í gærkvöldi, hafa átt vinsældum að fagna hjer, bæði meðal landa sinna og há- skólastúdenta. Reykvíkingar eru góðir þegar skattarnir eru á þá lagðir Ósamhljéða raddir sljórnarliða Þeir Reykvíkingar, sem lesið hafa stjórnarblöðin undanfarna daga, hafa án efa veitt því eftir- tekt, að bæði eru þau innilega sammála um, að Reykjavíkurbær sje í þann veginn að verða gjaldþrota. En þegar svo þessir sömu Reykvíkingar liafa komið niður á Ai- þing og hlustað þar á umræður um fjárhag bæjar- og sveitarfjelaga, hafa þeir vafalaust ekki komist hjá að heyra frá munni stjói'narliða, að Reykjavíkurbær sje svo vel stæður, að undanskilja megi hann í hvert skifti, þegar um er að ræða, að rjetta eitthvað hlut bæjar- og sveitarfjelaganna. Samskotin til fólksins í Vík Kærar þakkir Keykvíkingar! Morgunblaðið sendi í gær aust- ur í Vík í Mýrdal það sem blaðinu hafði borist til fólksins, er misti aleiguna í brunanum á dögunum. Sendingiu var: Kr. 886.70 í peningum (og í gær bættust við kr. 83.80, eða alls safnast kr. 970.50), 5 sekkir rúmfatnaður, tvö x'ixmstæði, 2 sekkir með \samtals 15 biiggla, senx í var fatnaður o. fl. Reykvíkingar hafa enn á ný sýnt, að þeir eru fljótir til hjálp- ar þegar á liggur. Og þeir gera ■ engan greinarmun á því, hver sá maður er eða hvar hann er, sem er hjálparþurfi; þeir eru ætíð boðnii'' og búxxir til þess að rjetta hjálparhönd. Um leið og Morgunblaðið nú lýkur þessum samskotuxn sendir það Reykvíkingum bestu þakkir fyrir hina rausnarlegu jólagjöf til bágstadda fólksins í Vík. Hvernig stendur á því, að þess- ar ósamhljóða raddir koma fram samtímis frá stjórnarliðum ? Hvernig stendur á því, að stjórnarblöðin erh sí o.g æ að hamra inn í lesendur sína, að fjárhagur Reykjavíkur sje svo bágborinn, að algert hrun hljóti þar að vera yfirvofandi, en á sama tíma eru svo stjórnarliðar á Alþingi að xxtmála hinn glæsilega fjárhag bæjarins, og sníða lög- gjöfina eftir því? Borgarar Reykjavíkurbæjar fá ekki risið undir xxtsvarsbyrðinni, segja stjórnarblöðin. Okkur vantar 2—3 milj. króna auknar tekjur í ríkissjóð, segja stjórnarliðar á Alþingi. Við verð- um að koma því þannig fyrir, að þessi skattauki lendi fyrst og fremst á Reykvíkiugum; þeir eru svo ríkir! Fátækraframfærið er að vaxa Reykjavíkurbæ yfir höfxið, segja stjórnarblöðin. Við þurfuixx að fá 700 þús. króxi- ur í jöfnunarsjóð, og skal honxxm varið til þess að jafna fátækra- bj'rði bæjar- og sveitai’fjelaganixa, segja stjórnarliðar á Alþingi. Við látum Reykjavík ekki fá einn eyri xxr þessuin sjóði; hún er svo vel stæð! Skuldir Reykjavíkurbæjar vaxa hröðum skrefum og bærinn getur ekki staðið í skilum, segja stjórn- arblöðin. Við þurfum að fá kreppulána- sjóð, til þess að lána skuldugum bæjai'- og sveitarfjelögum, segja stjórnarliðar á Alþingi. Bn við hitxxnx ekki Reykjavík fá einn ein- asta eyri úr þeim sjóði. Hún skuldar svo lítið og er svo vel stæð, að hxxu þarf ekki á kreppu- hjálp að lialda! Svona hatramlega stangast á skrif stjói’narblaðanna og orð og athafnir stjórnarliða á Alþingi. Ef nokkurt mark á að taka á skrifum stjórnarblaðanna, hlýtur í þeim að felast þung ásökun til samherjanna á Alþingi. En ein- kennilegt er, að aldrei heyrist nein rödd frá stjórnai’blöðunum í þá átt, að víta framkomu stjórn- arliða á Alþingi. Þvert á móti; þau lofsama stjórnarflokkana í hvert sinn, er þeir gera hlut Reykjavíkur verri en annara bæj- ar- og sveitarfjelaga. Skyldu það ekki vera kosning- arnar framundan, sem valda þess- um skrifuxn stjórnarblaðanna? Eldhúsumræðurnar. Frammistaða Alþýðu- flokksmanna áber- andi Ijeleg Síðari hluti eldhúsumræðanna fór fram í gæi’kvöldi og var xxtvarpað. Fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins talaði Jón Pálmason auk Ólafs Thors, er talaði tvisvar. Um- ræðurnar stóðu yfir til kl, 1 eftir miðnætti. Það fór á sömu lund hið síðara kv seni hið fyrra, að atvinnu- ni:' áðherra átti mjög í vök að verjast, og gat óvenjulega litlum vörnum komið fyrir sig. Það vakti sjerstaka athygli að hvorki for- maður flokksins, Jón Baldvinsson, nje Hjeðinn Valdimarsson tóku til máls til liðsinnis ráðherranum. Aftur á móti talaði Finnur Jóns- son um síldarmálin, og munu flest- ir hafa verið sammála um, að fyrir Alþýðuflokkinn hefði það verið betra, ef hann hefði ekki tekið þátt í umræðunum. Bændaflokksþingmennirnir báð- ir, Þorsteinn Briem og Stefán Stefángson, tóku til máls í gær. Er Stefán skörulegur ræðumaður. Yfirleitt voru deilur fremur hóf- legar í umræðum þessum, að und- anskildu fali köhimúnista. Hermann Jónasson talaði í gær- kvöldi. Um vinnulöggjöfina komst hann svo að orði í umræðum þess- um, að rjett væri að reyna að ná samkomulagi við verkamenn. En fari svo að Framsóknarflokknum axxðnist það ekki, verður vitan- lega að leiða verkamönnum naxið- syn þessa máls fyrir sjónir á ann- an liátt. Er hann var spurðxxr hvaða að- ferð hann hugsaði sjer, svaraði hann því engu. Elín Gísladóttir. Stulkan á Fróðárheiði fundin BarOist alein við hrfö og myrkur i sðlarhring Stúlkan er alheil heilsu eftir volkið plín Gísladóttir frá Öl- keldu, sem varð við- skila við fylffdarmann sinn í hríðarveðri á Fróðárheiði aðfaranótt föstudavs, fanst í fyrrakvöld klukkan 11 heil heilsu ov furðu lítið eftir si£. Var hún flutt að Búðum og kom þangað klukkan 2 í fyrri nótt. Elín lá í rúminu í gær, en bú- ist var við að hxxn gæti farið á fætur strax í dag. EKn er um þrítugt. Hefir hxxn í þessxxm hrakniixigum sýnt mikið þrek og festu, því að frá því hún varð viðskila við fylgd- armanu sinn og þar til hún fanst var hún á sama stað með hestun- um og helt ó sjer hita með því að ganga um. Þegar pósturinn, Ágúst Ó.lason frá Mávahlíð, kom að Búðum t" fyrradag var safnað saman um 30 ínanxxs ,til að leita. Fundu þeir Elínu/. og hestana klukkan 11 um kvöldið. Höfðu þau Elín og Ágúst vilst rnjög af rjettri leið á heið- inni. Áigúst póstur uáði sjer brátt eftir volkið og helt hann áfram póstferð sinni x gærmorgun. EKnu Gísladóttur hefir ekkert orðið meint af volkinu, en mikið þrek hefir þurft til þess að hald- ast við hjá hestunum í myrkri og kulda hálfa nótt og heilan dag án þess að æðrast. Elín helt á sjer hita með því að ganga kringum hestana. Nesti hafði hún með sjer og borðaði hxin nokkuð at' því. : I farangri hennar var nokkuð af fötunx og klæddi hxxn sig í þau til að verjast kulda. Dálitla stund gat Elín hvílt sig. Spretti hún reiðtýgjum af hest- unuin og lagðist á milli þeirra. Elín gekk á móti leitarmönnum er hún varð þeirra vör. Sagðist hxxn hafa verið þess sannfærð, að sín yrði leitað og því beðið róleg. Hjxxskapur. I dag verða gef- in saman í hjónaband uhgfrú Anna Björnsdóttir og Ári Jó- hannesson sjómaður. Heimili þeirra er á Bárugötu 19. Ylfingablaðið, 10. tbl. 1. árg. verður selt á götunum á þriðju- daginn. Að þessu blaði standa nokkrir 12 ára drengir í ylf- ingafjelaginu Ernir. Ylfinga- blaðið flytur: Ylfingajól, eftir síra Bjarna Jónsson, Minning- arorð um Axel V. Tulinius skátahöfðingja, frjettir með myndum úr skátahreyfingunni, Kaflar úr Ylfingabókinni o. fl. o. fl. Blaðið er 28 síður og frá- gangur ágætur. Cain og Mabol f Nýia 8íó Nýja Bíó sýnir • í fyrsta skifti í kvöld ameríska kvikmynd, sem mun falla unga fólkinu vel í geð, að minsta kosti. Kvikmyndin heitir Cain og Mabel og aðalleikendurnir eru Clark Gable og Marion Davies. Þetta er skemtimynd, fyndin og fjörug. Hún segir frá hnefaleikamanni (Clark Gable) og frammistöðustúlku (Marion Davies) sem gerist leikkona. Kvikmyndin er full af skemti- legum atvikum, sumum spreng- hlægilegum, auk þess eru fal- legar „revy“ sýningar og dans- músík. Myndin verður sýnd kl. 7 og 9 í kvöld. GAMLA BÍÓ: Kvennagull í útlegð I /vennagull í útlegð“ heitir ”1 * gamanmynd ein amerísk, sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld á tveimxir sýning- um, kl. 7 og 9. Kvikmynd þessi heitir „Petti- coat feever‘‘ og lxefir hlotið mikl- ar vinsældir erlendis, þar sem liún liefir verið sýnd. Aukamynd nxeð þessai’i kvik- mynd er teiknimynd, sem sýnir Cab Calloway og Mills Brothers o. fl. þektai’ persónur. A harnasýningu kl. 5 verður sýnd „Litla hjartans yndið", þar sem Shirlev Temple leikur aðal- hlutverkið. Eldingin á Brunnastöðum. — Hinn 10. janúar s.l. sló eldingu niður í íbúðarhúsið á Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd, af svo miklu afli, að hún braut alt og bramlaði. Voru það mestu undur að fólkið skyldi komast lífs af, það er var í húsinu. Ó- fullkomnar lýsingar komu af þessum atburði í blöðunum þá, en nú hefir bóndinn á Brunna- °töðum gefið út prentaða frá- sögn um hvað gerðist þessa skelfingarnótt, og verður bækl- ingurinn seldur á götunum í dag. Til merkis um hervirki eldingarinnar, er gripur til sýn- is í glugga Morgunblaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.