Morgunblaðið - 24.12.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1937. § GLEÐILEG JÓL! X ^ Kjötbúðin Borg. I GLEÐILEG JÖL! Málarinn. M) GLEÐILEGRA JÖLA og NÝJÁRS óskar öllum viðskiftayinum sínum Nýja Efnalaugin. m lllllllllllllllllillllllllllllillllllilllll 1 GLEÐILEGRA JÖLA j= óskar Óllum viðskliftavinum sínum ■ Verslurvm Vísir. §H Wk Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. 1 ■llllillllllllllllllllllllilllillillIiH GLEÐILEG JÓL! Okaupíélaqiá GLEÐILEG JóL! Eggert Kristjánsson & Co. !*wp GLEÐILEGRA JÓLA ósha jeg öllum mínum viÖshiftavinum, nær og fjœr, og gótJs og farsœls nýárs með þöhh fyrir viðskiftin á liðna árimu. GutJjón Jónsson, Everfisgötu 50. Ivan. H. Krestanoff: Jól í Búlgariu Fyrst af öllu verð jeg að láta þess getið, að búlgarska þjóðin er að fjórum fimtu hlut- um bændafólk og lifir mest á jurtafæðu. Fyrir áiirif grísk- kaþólsku trúarferagðanna, sem þjóðin telst til, fasta menn oft, og einn dag í 'hverri viku neyta menn einskis matar, til þess að hvíla magann og er það mjög heilsusamlegt. Föstur eru 4 vikur fyrir jól og 6 vikur fyr- ir páska og ein vika eða nokkr- ir dagar á undan öðrum kirkju- legum hátíðum. Hjá oss í Búlg- aríu er þessum föstum þannig háttað, að þá borða menn ekk- ert af því, sem fæst úr dýrarík- inu, hvorki kjöt nje fisk, smjör, mjólk, ost, egg nje hrogn, held- ur aðeins grænmeti og ávexti, annaðhvort hrátt, soðið eða nið- ursoðið. Búlgarar eru hispurslausir, vingjarnlegir, starfsamir. Þeir bera mikla virðingu fyrir prest- um sínum og trúarbrögðin eru þeim mikið áhugamál. Prest- arnir lifa sem óbreyttir bænd- ur, starfsamir eins og þeir. Bún- ingar fólks, einkum kvenfólks- ins, eru marglitir og glæsilegir og hver bygð hefir sinn sjer- staka búning. Fólkið er frítt, glaðlegt og vel vaxið. Siðferði manna er gott, enda mikil á- hersla lögð á siðgæði meðal þeirra. Hið þunga ok Tyrkja, sem stóð í fimm aldir og Búlgarar voru fyrst leystir undan með hjálp Rússa fyrir tæpum 60 ár- um, hafði það meðal annars í för með sjer, að Búlgarar, sem bjuggu upp í fjöllum, þar sem erfitt var að sækja að þeim, hafa varðveitt þar ýmsar mjög fornar siðvenjur, sem liðnar eru undir lok annars staðar í Evrópu. Búlgarar voru fyrsta slafneska þjóðin, sem tók kristni og útbreiddi kristin- dóminn þegar á 9. öld. Þeir halda því jólin hátíðleg. En meðal þeirra helgisiða og há- tíðahalda, sem tíðkast hafa hjá Búlgörum á jólunum frá ómuna tíð, stafa sum aftan úr elstu forneskju, frá heiðindómi, þeg- ar allar þjóðir voru „Indo- germanskar“, þ. e. þegar allar rómanskar, germanskar og slaf- neskar þjóðir voru ein þjóð, með sömu tungu og sömu trú- arbrögð, hinir svonefndu „arí- ar“, er þjóðfræðavísindi nútim- ans kalla „Indo-germana“. Mesta hátíðin hjá þessari þjóð voru jólin á vet- urna. Það er kunnugt, að sólin sýnist dofna smámsaman á hverjum vetri 'fram að 21. des- ember, þeim degi þegar hún er fjærst miðbaugnum. En nokkrum dögum þar á eftir sýnist sólin endurfæðast á ný og dagarnir smálengjast, alt þar til sumarið kemur með fögnuði fyrir alla. En jólin voru ekki aðeins endurfæðingarhátíð sólarinnar, Búlgarskur blaðamaður, Ivan H. Krestanoff, hefir skrifað eftirfarandi fróðlegu grein um jól í Búlgaríu og ýmsa forna og fagra helgisiðu, sem við þau eru tengd. Hr. Krestanoff hefir dvalið hjer í Reykjavík um þriggja vikna skeið og ætlar síðar að ferðast norður í land og skrifa um ísland í búlgörsk blöð. Búlgaría er á stærð við ísland, 106 þús. ferkílómetrar, en íbúar hennar eru 60 sinnum fleiri, eða sex miljónir. Búlgarar eru bændaþjóð og heilbrigði er þar svo mikil að það þykir alls ekki fátítt þótt menn verði hundrað ára gamlir og jafnvel talsvert eldri. heldur líka hátíð eldsins, því að fyrir jarðarbúa er sólin um- fram alt eldhnötturinn, sem færir þeim hitann, frjósemina, hið daglega brauð og ham- ingjuna. Það er kunnugt af jarðsög- unni, að áður fyr var jarðar- hnötturinn ákaflega heitur, en ’'ðar ískaldur, og að hinir fyrstu íbúar Evrópu liðu alveg undir lok á ísöldinni, en loks kom hinn hvíti kynstofn, sem þá þegar kunni að nota eldinn. Hvaðan fengu menn í fyrstu eldinn? Af eldingu, sem laust niður í þurt trje. í trjágreim um var hann fluttur og honum viðhaldið í hreysum eða hell- um manna. Síðar tókst hinum skapandi mannsanda að fram- leiða eld með því að núa sam- an þurrum trjábútum. Það var erfitt verk að varðveita eldinn og margar Vestumeyjar urðu að láta lííið þess vegna, en bygðin varð um langan tíma að vera án eldsins. Af þessum hugleiðingum er það Ijóst, hversvegna frum- þjóðirnar dýrkuðu sólina og eldinn. Forfeður allra Evrópu- þjóða þektu einnig þá dýrkun og vottur hennar finst í helgi- siðum og hátíðahöldum, sem enn tíðkast í Búlgaríu um jól- in. Eins og jeg sagði í upphafi, eru Búlgarar mjög trúhneigðir. Líf þeirra hefir aldrei eingöngu verið bundið við hið sýnilega og áþreifanlega, við hinn veru- lega jarðneska heim. Hið jarð- neska líf þeirra hefir ætíð verið lífgað og laðað eða rjettara sagt upptendrað af öðru lífi, öru og andlegu — lífi trúar þeirra og hugmynda, himnesku lífi hugsjóna og siðgæðis. Búlg- arar hafa skapað heilan heim fyrir sig af andlegum verkum — spakmæli, æfintýr, vísur og munnmæli, sem tengd eru við allskonar atburði úr lífi þeirra. Einna einkennilegastar eru þær siðvenjur, sem tengd ar eru við jólahátíðina í Búlg- aríu, sem nefnd er hjá oss Kóleda eftir hinu slafneska nafni þeirrar fornu gyðju, sem stýrði hátíðinni. Hún er haldin 25. desember eftir gamla stíl (eða 6. janúar eftir nýja stíl, svo að jólin eru í Búlgaríu eft- ir nýár). En hátíðahöldin byrja nokkrum dögum fyr, eða 20. desember, hinn svokallaða Ignatiusardag, en þann dag var Ignatiusi hinum helga, sem var næstfyrsti biskupinn í Antiokíu og lærisveinn Jóhannesar post- ula, . varpað fyrir villudýr í Rómaborg. Þessi dagur er fyr- ir kristna menn, og þá líka fyrir Búlgara, upphaf að nýjum tíma, byrjun á nýju ári. Þrautir og þjáningar hins heil- aga Ignatiusar hafa ummynd- ast í meðvitund hinna trúuðu í ljós og æsku, er færa heim- ilinu eitthvað nýtt. Búlgörum þykir sjerstaklega mikið undir því komið, hver kemur og heimsækir heimilið þann dag, því að það taka menn til marks um, hvernig alt næsta ár verði. Góð eða slæm heimsókn merkir gott eða slæmt ár fyrir heimil- ið. Þess vegna bíður hver heim- ilisfaðir , frá því snemma um morguninn órólegur eftir því, hver muni koma í heimsókn. Hann fer ekkert út, en heldur kyrru fyrir heima. Á næstum hverjum bæ er þennan dag slátrað svíni, sem alið hefir verið alt árið og oft vegur 100 —150 kg. Snemma morguns kveikja konurnar eld, hnoða brauð, elda og undirbúa alt til að taka á móti og veita beina hinum kærkomna gesti. Alt er tilbúið. Hundarnir taka að gelta. Þarna kemur gestur í sparifötunum. Hann kallar glað- lega: „Góðan morgun. Farsælt nýár!“ gengur svo beint að arninum, staðnæmist þar og tek ur ofan hattinn, signir sig og snertir eldinn með lítilli trjá- grein, sem borin er í hægri hendi og mælir fram eftirfar- andi blessunarorð: „Svo margir sem neistarnir eru, svo margir verði kjúklingarnir, lömbin, kiðlingarnir, kálfarnir, folöldin, smábörnin og sjer í lagi hunang og smjör og ljóst hveiti handa tfátækum og allri þjóðinni!“ Allir svara standandi: „Amen, það gefi guð!“ Gesturinn sest utar með eld- stónni. Honum er fenginn sár með hveiti í, og í kringum hann er sáldað ertum, flatbaunum, hnetum og ýmsum tegundum frækorna. Hann sest til þess að hænurnar vilji sitja á eggjum sínum, og það flýtir einnig fyr- ir því, að ungu stúlkurnar eignist elskhuga. Síðan rís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.