Morgunblaðið - 24.12.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1937. GLEÐILEGRA JÖLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Auglýsingaskrifstofa íslands. plllllllllllllllll!lllllilllll!lllilllll| GLEÐILEG JOL! Brjóstsykursgerðin Nói h.f. GLEÐILEG JÓL! H.f.Súkkulaðiverksmiðjan Sirius. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum síuum Braunsverslun. imjallhvíta dúk var ofurlítill rúg- brauðsendi og nokkrar brauð- sneiðar. Miðbikið á einu fatinu huldu fimm þunnar kjötsneiðar, á öðru var dálítill ostbiti og hnífur og á því þriðja og síðast var kristalskál með jarðaberjasultu. Annað var þar ekki og þetta var vægast sagt lítill matur og fátæk- legur í miklum umbúðum — en hann var lystugur og framreiddur af smekkvísi og prvði. Og aldrei hefi jeg sjeð neina fjölskyldu neyta matar síns með jafn fölskva- lausri velþóknun og djúpri virð- ingu og þessa götusóparafjöl- skyldu. Er húsmóðirin hafði hátíðlega beðið afsökunar á því, að matur- inn væri lítill, af því hún hafði ekki verið við því búín .að fá gest að kvöldborðinu. bað götusóparinn hana að vera ekki að afsaka mat- inn, því hann væri nógur og meira en það. Síðan leit hann glottandi á mig og mælji: „Einu sinni vor- um við ímiklu fátækari en við er- um núna og áttum miklu minni mat. Þá var jeg atvinnulaus dög- um og vikum saman, en nú er jeg í fastri vinnu og vinn fyrir 29 mörkum á viku.“ Gaf ég þá í skyn, að 29 mörk mundu nú ekki vera nein ósköp og gekkst hann fúslega inn á það. „En mjer er trygö vinnan og sú trygging er margra marka virði, ásamt öðr- um hlunnindum,“ bætti hann við og hnyklaði brýrnar, eins og jeg hefði svipt hann tryggingu þess- ara 29 marka! Eftir andartaksþögn áræddi jeg að spyrja hvað hann borgaði í húsaleigu fyrir 1 þessa snotru tveggja herbergja íbúð í nýju húsi. Eg borga 12 mörk á viku í húsa- leigu og 7 mörk í skatta, hita og ljós. — Og þá eru eftir 10 mörk? — Já, 10 mörk af vinnulaunum mínum — og svo vinnur konan mín tvo tíma á dag við uppþvott á veitingahúsi og fær fyrir það tæp fimm mörk á viku. Auk þess þöfum við ókeypis afnot af stórum matjurtagarði utan við borgina, og þar vinnum viS öll í frístundum okkar á suimrin og ræktum kartöflur, kál og ýmsar berjategundir. Uppskeruna seljum við og höfum til heimilisnota. í garðinum okkar eru tvö gamal- gróin eplatrje og af þeim höfum við nægar ávaxtatekjur fyrir okk- ur. Gróði þessarar garðyrkju er það, sem ríður baggamuninn í bú- skap okkar og fjárhagslegri af- komu og velmegun — því okkur líður vel. En jeg get trúað yður fyrir því, að við mundum búa við þröngan kost, ef við ættum að lifa af vinnulaunum mínum einum. En okkur eru líka tryggðar þessar aukatekjur og hverjum, sem vill afla þeirra. Alþýðugarðarnir eru lífæð og kjölfesta hundrað þúsuna þýskra heimila, og laun þeirra, sem nenna og vilja, eru allsnægtir og ánægja — því guð hjálpar þeim, sem hjálpar sjer sjálfur! Eftir nokkra málhvíld spurði götusópárinh, hvort jeg væri á- nægður meS þenna þýska verka- mannakvöldverð og kvað jeg svo vera. Spurði jeg þá, hvort algengt. væri að sjá smjör á borðum þýskra verkamauna, og kom gestgjafa imínum sií spurning harla kynlega fyrir sjónir, svo hon um lá við að hlæja.. Kvaðst jeg Göring á vefnaðariðnsýningu í Hamborg. Hann er að skoða akker- istaug sem er 2200 pund að þyngd. spyrja um þetta vegna þess, að sumstaðar væri feitmetisþrönginni í Þýskalandi mjög haldið á lofti og staöhæft, að smjör fengist þar oft ekki, eða væri svo dýrt, að að- eins hinir fjáðu gætu veitt sjer það. — Þetta eru ósannindi, sagði garðsóparinn byrstur og hnyklaði brýrnar sem fyr. Hjer geta allir fengið eins mikið af smjöri eins og þeir eru borgunarmenn fyrir — eða ekki veit jeg betur. Smjörið kostar 1 mark og 40 pfenninga kílóið og mjólkurlíterinn er á 20 pfenninga. Það er heldur enginn hÖrgull á mjólk. * Þegar þær mæögur höfðú borið fram af borðinu, settust þær báð- ar við sauma. Heimasætan litla var á að giska 12 ára og saum- aði í kaffidúk, og vel getur verið að hún sje byrjuð að sauma í búið. Snáðinn litli, sem er varla meira en sex ára, krýpur upp á stól og raðar tinsoldátum í breiðar fylkingar á borðið, og brosir. Það er þegar ákveðið, að hann skuli veröa starfsmaður hjá ríkinu, þeg- ar honum vex fiskur um hrygg. Húsbóndinn setur straum á litla, svarta alþýðuviðtækið í stofuhorn- inu og veitir þungum holskeflum af dillandi Straussvölsum og há- værum tilkynningum, um styrj- aldir og mannfall, inn á þetta friðsæla heimili. Þessa sjerstöku viðtælcjategund hefir „foringinn“ látið smíða og útbýta ókeypis og endurgjaldslaust meðal fátækra f j ölskyldumanna. I miðjum útvarpsglymjandan- um tók ég eftir því, að gestgjafi minn einblíndi á nýju fötin mín í senn rannsakandi og dálítið ágirndarlega. Loks hóf hann máls á því, að þetta væru allra fallegustu fÖt og spurði hvort þetta væri íslensk framleiðsla. Jeg kvað fötin vera ensk og hafa kost- að 46 shillinga í Hull fyrir fjór- um dögum. Þá hristi hann ásak- and'i höfuðiö og grátklökkva brá fyrir í röddinni, þegar hann sagði: — Englendingar eiga nóg hrá- efni til eins og annars. Yið mund- um líka géta framleitt ódýran fatnað, ef við fengjum aftur ný- lendur okkar! * Ef við rennura forvitnum gests- augunum einu sinni enn um þessa snotru stofu, þá munum við sjer- staklega taka eftir því, að hjer er ekkert óþarfa glingur og prjál og engu ofaukið — nema ef til vill gætu orðið skiftar skoðanir um nauðsyn stóru svartkrítarmyndar- innar af Hitler, sem hangir á I veggnum gegn dyrunum — ein mynda í þessari stofu. En þýðing þessarar myndar skýrist nokkuö, er við rjettum litla snáðanum höndina í kveðjuskyni. Þá sprett- ur hann niður af stólnum eins og elding og um leið og hann rjettir fram höndina og hneigir sig djúpt, skellir hann saman hælunum svo bylur í gólfinu. Á bak við þennan hælaslátt dröngsins bergmálar skó- hljóð miljónanna og vilji „foringj- ans“ : Þýskaland vantar nýlendur! Mahlzei,t. «•«••••»•0 •••••• ••••••••• GLEÐILEG JÓL! Húsgagnavinnustofa Arna J. Árnasonar} Skólastræti 1B. k B s GLEÐILEG JÓL! Þvottahúsið >,tírýta“ wssæ/sssswmi Kssæ ísm kkkkkkkkkk GLEÐILEG JÓL! Verslunin Vegur. GLEÐILEG JÓL! Smjörhúsið IRMA. GLEÐILEG JÓL OG GOTT NÝÁR! Þakka viðskiftin. Amatörav erslunin. Þ. Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.