Morgunblaðið - 24.12.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1937, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. des. 1937. - Hin fagra dómkirkja í Sofín, höfuðborg Búlgaríu. hann á fætur, gengur inn í hús- ið og segir: „Þú skalt fæðast þar, sem plógurinn fer, og einn- ig þar, sem hann fer ekki!“ Að þessu loknu er neytt veitinga og gesturinn er leystur út með gjöfum og góðum orðum. Gestirnir geta einnig verið dýr í stað manna. Tekið er einnig á móti þeim með gleði og þökk, sjerstaklega hundin- um, hananum og kálfinum. Þeir eru einnig leystir út með gjöfum, helst brauði, og heim- sókn þeirra þykir góð, einkum ef þeir fara yfir þröskuld húss- ins. Söngvar jólahátíðanna hefj- ast einnig með „Ignae“-degi (Eld-degi) : „Þjáðist guðsmóðir frá Ignae-degi til Koledo vegna þess að hún var að fæða ungan guð“. Ef Ignae-dagshátíðin er inn- gangur, hefst fyrsti þáttur jóla- sorgarleiksins 24. desember og kallast: Malka Koleda (litlu jól). Djóðtrúin segir, að guðsmóð- ir hafi tekið sótt á Ignae- degi og fætt ungan guð á litlu „Koleda“, en gert það heyrum kunnugt næsta dag, eins og venja er nú með þjóð vorri um ungar eiginkonur, þegar þær fæða í fyrsta sinn. Þessi dagur er hátíð barnanna og ungu eigin- kvennanna. Aðalpersónur þessa þáttar eru drengir „Koledár- ceta“ 8—10 ára að aldri. Árla morguns hinn 24. des. býr sjerhver drengur sjer til smástaf úr rósaviði, sem nefnd- ur er „Koledárka“. Þeir fara í smáhópum, flokkaðir eftir aldri, og ganga í hús frænd- fólks, nágranna og annarra. Þegar þeir ganga inn í húsin, stappa þeir með fótum og hrópa: „Viljið þið vegsama ungan guð?“ Húsmóðirin og húsbóndinn svara: „Við veg- sömum hinn unga guð“. Snemma þennan morgun hef- ir húsmóðirin tekið að undir- búa þátttöku hinna litlu „Kole- dárceta“ með því að baka lítil kringlótt brauð. Brauðunum skiftir hún nú milli þessara smávöxnu gesta, sem eru nokk- urskonar fyrirboðar þess að fæðst hafi ungur guð. Þá syngja þeir undurfagra barnalega söngva, en í þeim felast óskir um heilbrigði og ríkulega upp- skeru. Á þeim degi, sem kallast litla „Koledo“ eru bakaðar ýms ar tegundir brauða: Kvöld- brauð, brauð hirðisins, plæg- ingamannsins, heimilismanns- ins o. s. frv. Hvert brauð er tákn og holdgun þess, sem það er tileinkað. Þessvegna eru brauðin oft skreytt ýmsum táknrænum myndum, svo sem staf hirðisins, kind, hundi o. s. frv. Annar þáttur jólahátíðanna gerist kvöldið 24. des., sem nefnist: Badnivecer (vöku- kvöld) fyrir jólahátíðina. Hjer stendur hátíðin,hæst — fæðing hinnar yfirnáttúrlegu veru, Jesú Krists. Færðar eru fórnir honum til heiðurs með söngv- um, dönsum og leikum. Kræs- ingarnar á borðunum, hinir mörgu helgisiðir, þýðing þess- ara venja gera kvöldið fyrir jóladag að hámarki hátíðarinn- ar í vitund Búlgarans. — Þá fæddist hinn ungi Drottinn, það er hátíð ljóssins, hinnar vakn- andi náttúru, hins komandi vors, sem birtist undan hinu hvíta klæði vetrarins. Hið mik- ilvægasta á þessu heilaga kvöldi er: „bádnik“, matborð- ið, reykelsisburðurinn, helgi- brauðin og „Koledari“. „Badnik“. Þegar drengirnir „Koledár- ceta“ eru farnir á brott aftur á litlu „Koleda“, klæðist unnust- inn eða ungi eiginmaðurinn há- tíðafötum sínum, leggur leið sína út í skóg til að leita að þriggja ára gömlu eikitrje, heggur það upp, lagar það til með öxinni og ber það heim. Þar bíður unnustan eða unga eiginkonan eftir honum í há- tíðabúningi sínum. Þegar ungi maðurinn kemur að dyrunum, spyr hann: „Vegsamið þið hinn unga drottinn? “ Konurnar svara játandi og fagna komu hans. Ungi maðurinn gengur i svomælandi: „Jeg kem inn og guð veri með mjer“. Síðan leggur hann trjeð hjá eldstónni. Þá er kveikt í trjenu. Elsta kon- an á heimilinu lætur það aftur við hliðina á eldstónni meðan ungmeyjarnar og ungu kon- urnar slá hring um það með því að taka höndum saman yf- ir axlir hver annarar og syngja fallegan söng, sem er bæn um frjósemi og vellíðan. Loks er trjeð, sem kallast „Badnik“ lagt á eldinn í eldstónni og þar á það að brenna og smá eyðast alla nóttina — tákn hins eilífa lífs. Brauðið, sem bakað er fyrir hið heilaga kvöld, skift- ist eftir eðli sínu og hinum MORGUNBLAt)IÐ táknrænu skreytingum í þrjá flokka: Fyrsti flokkurinn er til- einkaður „Koledá-hátíðinni. Það er fóm án blóðsúthellinga og ber nafnið „Zogóvica“ (brauð guðs). Annar flokkurinn er til- einkaður almennum lifnaðar- háttum: jarðrækt, kvikfjár rækt, húsi, húsmunum og iðn- greinum. Þriðji flokkurinn er ætlaður „Koledar“-söngvurun- um, sem koma í heimsókn á jól- unum. By^uðin eru hnoðuð, skreytt og bökuð með hinni mestu kostgæfni. Það er einn- ig tákn fegurðarinnar. Matborð hins h«ilaga kvölds er mjög ríkulega búið matföng- um. Það er hátíðlegt og í sam- bandi við það ýmsir helgisiðir Auk hinna áður umgetnu brauða, eru settar á borðið margar tegundir matvæla og drykkja til þess að þær hljóti einnig blessun stundarinnar: Hríssnúðar vafðir í vínviðar- blöð, rauður pipar, ertur, hrís- grjón, matreitt hveiti, ávaxta- stappa, plómur, epli, perur o. fl. Til þess að búskapur bænd anna blessist, er einnig borin á borð mykja, persónugerving- ur gróðrarins, sandur, tákn mannfjölgunarinnar, hálmur, fæðingarsæng Krists, peninga- pokí, árgæska á heimilinu o. s. frv. PENINGURINN. Að kvöldi safnast öll fjöl- skyldan saman að mat- borðinu þannig búnu, stendur þar upp með húsbóndanum, sem þar gegnir sama hlutverki og prestur: tekur reykelsisker- ið með eldi í og blóðbergi, sign- ir sig fyrir framan vegginn, sem helgimyndirnar hanga á, og helgar öfluglega með blessun- arorðum ög fögrum smávers- um, alt, sem borið hefir verið á borðið: hveitið, vínið o. s. frv., og ber að því reykelsið. Alls staðar loga vaxkerti. Allir standa í trúarlegri andakt og auðmýkt, meðan þessu fer fram. Húsbóndinn ber reykelsið að öllum, sem við eru staddir og gengur með það út í hvert horn í húsinu og hverja útúr- byggingu. Vegna þessa er vökukvöldið einnig kallað reyk- elsiskvöld. Þá vakir kvenfólk- ið og gætir eldsins, ljóss og yls lífsins, að hann slokkni ekki. Þegar búið er að bera um reykelsið og flytja bænirnar, hluta húsbóndi og húsfreyja einskonar tertu, „Bogovica“, sem í er fólginn pening- ur úr gulli eða silfri. Úthlutar hann fyrstu sneiðinni Maríu mey, annari Jesú Kristi, þriðju hinum heilaga Koleda, fjórðu hinum heilaga Jóhanni og þeim, sem eftir eru, fjölskyld- unni, og segir um leið: Lifið í hamingju og líf ykkar verði ljúffengt eins og hunang og margfaldist eins og býflugurn- ar í býflugnabúinu. Hver tekur sína sneið og þakkar og leitar að fólgna peningnum. Ef hann finnst ekki í neinni sneiðinni, sem úthlutað hefir verið, þá boðar það eitthvert óhapp, er fyrir kemur á heimilinu. Að þessu búnu sötra þeir allir lítið glas af plómuvíni og eta brauð- GLEÐILEG JÓL! Matardeildin, Hafnarstrœti. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúð Austurbæjar, Laugaveg 82. Kjötbúð Sólvalla. Kjötbúðin, Týsgötu 1. GLEÐILEG JÓL! Verslunim, 0. ElUngsen h.f. GLEÐILEG JÓL! Verslun Sig. Þ. Shjaldberg. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftaviuum sínum H.f. Efnagerð Reykjavíkur. V9L GLEÐILEG JÓL! Bókaverslun Sigfúsar Eymundsisonar GLEÐILEG JÓL! G. Helgason & Melsted h.f. ysiyeiyeiuciyciyciyciyauauciuciyciuciuciuciucaLiciuciiLfc:-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.