Morgunblaðið - 24.12.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1937, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. des. 1937, MORGUNBLAÐIÐ Frá ferðalagi S. B. til Þýskalands. ” Útsýni yfir Alster í Hamborg. Kvöldverður garðsóparans IÞýskalandi er sparneytnin dygð,' hreinlætið skýlaus siðferðis- krafa og hugkvæmnin hverri gáfu betri. Hversdagslífið er þrungiö þess- um hugsunarhætti — eða rjettara ■sagt: hugsunarhátturinn er mótiað- ur af þessum þremur veigamiklu grundvallarreglum. Alt er fágað og hreint, alt ber vott hugkvæmni ■og hagsýni og allir eru hvattir til að spara, spara, spara. * Undir háu trje á afskektum stað ií stórum sjúkrahúsagarði stendur lítill timburskúr, söm notaður er fyrir tannsmíðaverkstæði viS tann smiðadeild hásiiólans í Hamborg. Það koma fáir í þenna skúr og þó hefir það þótt svara kostnaði, að prenta eftirfarandi ljóðlínur á stórt skilti og hengja það í and- dyrið til aðvörunar öllum, sem •hlut eiga að máli. Uns’re Anstalt ist uher dann. Sparen heizt es Mann fur Mann. Wasser, Heitzung, Wásehe, Licht -Sparen ist hesondere Pfliclit. Það er ekki hægt að ganga lijer uan án þess aS taka eftir þessu slrilti, og vart er hægt að lesa á- letrunina án þess að læra hana og muna. Og þó öllum beri saman um það, að vísa þessi hafi rýrt listr rænt gild'i, þá er hiin gott dæmi um aðferð Þjóðverja til að segja það, sem þeir ætla sjer að segja á þann hátt, að eftir því verði tekið. Og þannig er allt morandi í upphrópandi áletrunuin með vitur- legum áminningum um það, hvern- ig góðum borgara beri að koma fram, sjer og öðrum til gagns og sóma. Algengustu upphrópanirnar eru, að: koma í veg fyrir um- ferðaslysin, heiðra verkamanninn og störf hans, hjálpa börnunum, virða ellina — og spara. Og aftur og enn að spara! Bkkert er jafn rækilega brýnt fyrir fólki og ekk- ert virðist vera jafn rótgróið eðli og athöfnum einstaklinganna eins og þaö — því hvar, settn, einhver vinna er framkvæmd er grumd- -vallarhugsunin altaf sú, að ekkcrt fari í súginn, engin ve;ðmæti glat- ist og sjerhvert atriði sje tæmt að notagildi. Þegar þannig er á haldið er oft hægt að gera mikiS úr litlu og þá list kunna Þjóð- verjar öðrum mönnum betur. En það er ekki nískan og naumhyggj- an, sem hvetur til þessa, lieldur er það fyrirhyggja og knýjandi þörf. Það þarf, og það verður, og það má til. Bftirminnanlegt dæmi um þessa fyrirhyggju — sparneytni, eru sfarfshættir þýskra tollvarða. Þeir ganga ötullega fram í því að innsigla alt og spara ekkert til að framkvæma skyldustörf sín rækile'ga. En þegar slcipin eru í þann veginn að leggja úr höfn, koma þeir um borð og br.ióta inn- siglin til að Jiirða blýið. * Þýska almenningsálitið varpar dýrðljóma um þann, sem virðir landslögin og liiýðir, þann, sem nennir að vinna og vill eitthvað á sig leggja fyrir heill þjóðfjelags- ins. En þanþol jafnvægisdómgreind arinnar er lítið, — því í Þýska- landi er litið svo á, að annaðhvort sje fólk gott eða vont. í meðvitund þýsku þjóðarinnar er verkamaðuriim — maðurinn, sem vinnur erfiðisvinnuna — í- mynd framtaks og lireyst'i — enda imunu verkamenn í engu landi öðru vera jafn djarfleitir og stoltir af stöðu siirni eins og einmittl í Þýska landi vorra daga. Þeir eru blátt áfram drýldnir. — Þegar þýskur verkamaður kemur heim frá vinnu sinni fagnar konan iionum eins og hafi hún heimt hann úr margra mánaða herþjónustu. Hún tindrar af umhyggjusemi og ást- úð, ræður sjer ekki fyrir gleði og veit vart hvernig hún á að snúast til að gleðjast honum í einu og öllu og vera honum til sem mesitrar ánægju. Þetta er hin þýska eiginkona, sem er talin að taka fram öðrum konum um vel- flesta kos,ti. aðra en fríðleikann. Hún er hundrað prósent lcona, —kona, sem ekki hefir látið bleltkj- ast af geldmeyjaskvaldri og hvoru- kynsþrá samtíðarinnar. Hún hefir virt að vettugi allar predikanir þeirra, sem ala á kynþykkju og úlfúð í nafni jafnrjettis og menn- ingar, og aldrei hefir hún átt glæst ari framtíðardraum en þann, að eignast lieimili og börn og fá að lielga þeim dskifta krafta sína. Möguleika æskuáranna hefir hún hagnýtt sjer betur en títt er um nútímameyjar annara þjóða með það eitt fyrir augum að reynast hæf og dugandi hús- móðir, þegar lífið kallar hana til starfa. I daglegri umgengni her mikið á blossandi hrifning og á- huga ungra kvenna fyrir búi og börnum. Sjáist ung stúlka mæta grátandi barni á förnum vegi á húii aldrei svo annríkt, að hún gefi sjer ekki tíma til aS hugga það og greiða úr vandræðum þess, því sjálf býður hún þess með kitl- andi eftirvæntingu að fá að ala þjóð sinni grátandi börn — og hugga þau. Og konan, sem ekki flýr eðli sitt og köllun er metin og virt, elskuð og dáð í þriðja rílrinu, en stokkfreðnar óbyrjur eiga þar ekki upp á háborðið. En þó þýska húsmóöirin muni vera urn margt fyrirmynd annara liúsmæðra og því sje fyllsta ástæða til að öfunda þýska verkamanninn af slíkri konu og þeirrar virðing- ar, sem hann nýtur með þjóðinni, þá verður liann aldrei meö sann- girni öfundaður af einu: kaupinu sínu. Það er lítið. * Af hendingu fjekk jeg einu sinni tælrifæri til að snæða kvöldverð lijá þýskum garðsópara og fjöl- skyldu lians, konu og tveitmur börnum. Kvöldverð sinn nefna Þjóðverjar: Abendbrot, eða kvöld- brauö. Nafnið lofar ekki miklu og lætur ekki sjerlega vel í eyrum matvandra oflátunga — en það er eingin umhyggja borin fyrir slíku fólki í Þýskalandi. Yið sátum fimjn til borðs. Borð- ið var s.tórt og þakiS glervarningi. Á því miðju stóð mikill og föngu- legur teketill og kringum hann var rað,að þremur fyrirferðarmiklum le’irfötum, auk brauðdisks og smjör krúsar. Brauðdiskurinn var xir málmþynnu og á hann var breidd- ur hvítur dúkur, og á þessum GLEÐILEGRA JÓLA óskar GLEÐILEG JÓL! Brœðurrwr Ormsson. Óskum öllum GLEÐILEGRA JÓLA Verslunin Björn Kristjánsson. Jón Björnsson & Co. GLEÐILEG JÓL! IÁfla bílastötJin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.