Morgunblaðið - 24.12.1937, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 24. des. 1937.
GLEÐILEG JÓL!
Verksrmðjan Fönix.
Hjálmars Þorsteinssonar.
GLEÐILEG JÓL!
Bókaversl. Þór. B. Þorlákssonar.
GLEÐILEG JÓL!
Tóbaksversl. London
GLEÐILEG JÓL!
MilnersbúS.
GLEÐILEG JÓL!
Benóný Benónýsson.
KossfifaaaHfiifi 'ssæ mm
L
§, Oskmn öllum viðskiftavinum
GLEÐILEGRA JÓLA
OG NÝÁRS!
Jónas Bergmann.
Reykjavíkurveg 19.
Fjórir
íslendingar
haida jói í fjalla
kofa í Svíþjóð
Fjörleg frásögn
Sigurðar Þórarinssonar
,Eftir klukkutíma var rólyndislega brosið komið á Óla. — Dódó
situr all
að bar til eitt hráslagalegt
desemberkvöld í fyrravetur,
að Eiríkur Briem, rafmagnsfræði-
nemi við hinn kónglega tekniska
liáskóla í Stokkhólmi, komst að
þeirri merkilegu niðurstöðu, að
það væri lítil tilhlökkun í að eyða
jólaleyfinu í auraþroti og ævin-
týraleysi niðri í Stokkhólmi — og
að bragðlaus og slepjulegur lút-
fiskur væri þunnar trakteringar
á sjálfa jólanóttina. Næstu daga
minntist hann á þessar niðurstöð-
ur sínar við ýmsa af löndunum,
og kom þá í Ijós, að þrír þeirra
höfðu: komist að mjög svipuðum
niðurstöðum. Þessir voru: Hall-
dóra Briem tilvonandi arkitekt,
Ólafur Sigurðsson, skipasmiður
„in spe“ og svo undirteiknaður,
Yatnajökulsprílari og jarðfræði-
nemi.
Nokkrum dögum síðar hjelt svo
„kvartettinn" svokallaði fund í
herbergiskytru Eiríks við Val-
hallarveginn. Þar var ákveðið, að
reyna að komast eitthvað upp í
fjöll um jólin. Þeir möguleikar
sem fyrir hendi voru til þess að
koma þessari áætlun í framkvæmd
voru: 1) Von um að geta fengið
leigðan fjallakofa hjá sænska
ferðamannaf jelaginu fyrir lítinn
pening, 2) loforð um þurkaðan
mat hjá körlunnm sem þurkuðu
matinn handa Vatnajökulsleið-
angrinum, 3) líkindi fyrir að fá
lánaða svefnpoka o. fl. hjá pró-
fessor Ahlmann, 4) ,,krít“, sem
jeg hafði hjá Landströms skíða-
verslun, 5) draumur um að geta
„slegið“ einhvern góðan Svía um
300 kall, og svo 6) síðast en ekki
síst góður vilji og samhugur
„kvartettsins". Sumum myndi ef
til vill þykja all-bjartsýnt að á-
ætla ferð upp á svona forsendur
— en að kvöldi 23. desemher stóð
„kvartettinn“ ferðbúinn á járn-
brautarstöðinni í Stokkhólmi, og
beið næturlestarinnar til Jamta-
lands. Alt hafði gengið að óskum.
Ahlmann hafði lánað svefnpoka,
Landströms höfðu selt upp á krít,
þurkkarlarnir höfðu gefið þur-
mat, ritari fjelagsins Sverige-Is-
land hafði lánað þrjúhundruð-
kallinn og við höfðum fengið
leigðan kofa þann er Stendals-
stugan nefnist og liggur sá kofi
upp af Váládalen í suðvestur-
hluta Jamtalands. Var ákveðið að
fara með lest til Undersáker, sem
liggur í miðju Jamtalandi, fara
þaðan í bíl til ferðamannahótels-
ins í Váládalen og keifa svo á
skíðum upp í kofann.
Og nú læt jeg dagbókina mína
taka við og skrifa orðrjett upp
úr henni, enda þótt málið sje
sumstaðar dálítið brogað, en
Stokkhólms-íslenskan er ekki alt-
af upp á átta:-------—-
Váládalens Turist-
station 23. des. kl. 21.
„Hár ár guda gott att vara“.
Það er dásamlegt að sofna niðri á
endalausum skógasljettum Mið-
Svíþjóðar og vakna milli fann-
þaktra fjalla í heilnæmu og hress-
andi háfjallalofti. Lestarferðin
gekk eins og í sögu. Af eðlilegum
ástæðum hafði „kvartettinn“ ekki
tekið svefnklefa — en við náðum
í tóman dagklefa og til þess að
fæla anriað fólk frá klefanum var
það ráð tekið, að taka upp gítara
þá sem með voru í farangrinum
og kyrja grallaralög og rímur
sem ákafast. Tókst þetta vonum
framar. Aðeins ein manneskja
vogaði sjer inn í klefann. Það var
þýsk blómarós sem "Weissglas hjet
og reyndist sú vera mjög lítið
músíkölsk og söng ennþá falsk-
ara en Óli. Þegar sýnt var, að
eigi myndi fleira leita inn í klef-
ann fór mannskapurinn að bæla
sig. Stúlkurnar sváfu I svefnpok-
uin á gólfinu. Eiríkur og Óli sváfu
hvor á sínum bekk, en jeg, sem
var mjóstur og minstur, klifraði
upp á bögglahilluna og sofnaðist
mjer vel þar, en Eiríkur, sem lá
á bekknum undir, kvaðst hafa
orðið andvaka af hræðslu um að
hillan myndi detta ofan á hann.
Fröken Weissglas skildi við
okkur í Undersáker og það með
sárum trega, en varðist þó gráti,
enda kann kvenfólk vorra tíma
vel að stilla í hóf tilfinningum
sínum.
Gestgjafinn hjer á hótelinu
heitir Gösta Olander. Hann er
einn af fremstu fjallferðagörpum
Svía og hefir skrifað ágæta bók
um fjallferðalög. Hann er nú mið-
aldra maður en á unga, fallega og
elskulega konu. Hótelið er rekið
á vegum sænska ferðamannafje-
lagsins og er líkt hinum öðrum
hótelum þess fjelags, þjóðlegt og
myndarlegt, án alls hjegómlegs
ofskrauts. Okkur var prýðilega
tekið er við komum þarna í morg-
un og við leidd inn að hlöðnu
matarborði, varð mikið hljóðskraf
og pukur í salnum um það hvaða
fólk þetta væri. Eidi uppástóð, að
ein blómarósin hefði blikkað sig
ákaflega, en þar sem þetta kemur
ákaflega oft fyrir Eida að hans
eigin frásögn var því lítill gaum-
ur gefinn. Dódó þreytist ekki á að
tala um að Olander hafi hælt
henni fyrir sænsku hennar og er
þetta niður skrifað til að sýna
hvað Olander er kurteis maður.
Fyrir góð orð og bítalíngu
fengum við ljeðan bjálkakofa
rjett fyrir utan hótelið til að
liggja í yfir nóttina. Með sam-
eiginlegri hjálp hefir okkur loks-
ins tekist að kveikja upp í ofnin-
um og nú er hjer að verða ósköp
heitt og notalegt. Á morgun er
ákveðið að halda upp í Stendals-
kofann. Má drottinn vita hvernig
þeirri ferð reiðir af, því hvorki
Óli, Eidi nje Dódó hafa komið á
skíði í fleiri ár.
24. des. kl. 23.
Stendalsstugan.
Slíka jólanótt sem þessa hafði
víst ekkert okkar dreymt um, og
var það kannske gott, því ef til
vill hefði einhvern brostið kjark
til ferðarinnar, ef hann hefði vit-
að fvrir öll ævintýr þeirrar næt-
ur. Þegar við vöknuðum í morg-
un var veður hálf andstyggilegt,
hvasst á vestan og snjódrif. Um
ellefu leytið vorum gið ferðbúin,
höfðum etið morgunverð og troð-
ið út bakpokana með mat og föt-
um og virtust þeir nú vera þung-
ir sem blý. Við fengum sem fylgd-
armann unglingspilt, sem Glson
hjet, því við höfðum meiri far-
angur en við gátum borið. Þessi
fýlgdarmannsútvegun var á móti
vilja Óla, sem áleit lítið karl-
mannsverk að rölta tvær mílur
meðfram símalínu, en er við höfð-
um gengið klukkutíma var jafn-
vel Óli orðinn klár á því, að tvær
mílur gætu treynst, færið var
mjög þungt í skóginum, laus
nýsnjór, auk þess var þjettings-
gola á móti og var altaf að
hvessa, og hefðum við ekki reikn-
að vitlaust fjarlægðina milli síma-
stauranna (við giskuðum á 100
metra og töldum svo staurana)
og álitið oss hafa miðað miklu
betur en okkur hefði í raun og
veru miðað áfram, hefðum við
líklega snúið við.
Þegar upp úr skóginum kom
versnaði veðrið um allan helming
og var nú varla stætt lengur. Eidi
og Óli, sem höfðu ljeleg skíði,
og þó einkum ljeleg skíðabönd,
sem altáf voru að bila, voru farnir
að dragast aftur úr og var nú
ákveðið að skilja þá eftir, reyna
að ná kofanum sem fyrst, og fara
svo á móti þeim. — Dódó, sem
hafði þrevtst nokkuð í byrjun,
virtist aftur á móti vera búin að
fá nýja krafta og fylgdist vel með
okkur Olson og sýndi nú hvílík-
ur boldangs kvenmaður hún er.
Veðrið gerðist æ verra^Við urð-
um að sitja af okkur verstu bylj-
ina, það sá varla út úr augunum
fyrir snjóroki, á hverri hæð þótt-
umst við grilla í kofann — en
það reyndist altaf missýning.
stúrin‘
Dódó fór nú að þreytast og mjer
leist ekki á blikuna. Alt í einu
rofaði örlítið til, svo að við sáum
fjallatoppa, gátum við þá áttað
okkur á hvar við vorum og að
kofinn hlaut að vera rj.ett fram-
undan. Olson var nú sendur á und-
an til að finna kofann, en við
Dódó keifuðum á eftir. Bakpoka
Dódó skildum við eftir við einn
símastauranna.
Olson kom von bráðar og
hafði sjeð kofann og hjelt nú
áfram til móts við Eida og Óla,
en við Dódó hjeldum til kofans.
Aðkoman þar var lítið jólaleg.
Utidyrnar höfðu fokið burt í byln-
um og fordyrið var fult af snjó.
Olíu fundum við enga, eldspýtur
grófum við upp eftir langa leit.
Síminn hafði bilað svo ekki var
liægt að hringja niður til hótels-
ins. En ekki var um annað að
gera en skilja Dódó þarna eftir
og fara að huga að Eida og Óla.
Sem betur fór mætti jeg piltunum
rjett fyrir utan kofann, voru þeir
þá lítið beisnir og var þó Óli
þreyttari, því Eidi var þó að
myndast .við að segja brandara.
Óli ber skíðin sín, sem höfðu bil-
að, auk þess hafði hann skorið
j sig í fingur og leit yfirleitt út
; fyrir að hafa verið að hugsa um
j að banka ti.ppá hjá Pjetri gamla.
Eftir að hafa fengið vænan romm-
sopa hresstist hann þó fljótt og
eftir klukkutíma var rólyndislega
brosið aftur komið á hans varir.
í komanum varð brátt heitt og
huggulegt, enda var ekki sparað
að kynda, og nóg var af höggn-
um við. En enginn treystist til
að fara að eiga við rjúpnasteik-
ingu og hafði því þó verið heitið
er ferðaáætlunin var gerð, að
jeta rjúpur og brúnaðar kartöfl-
ur á jólanóttina, nú ljetu menn
sjer vel smakkast niðursoðna lif-
úr. —
Annars var ekkert upp á jóla-
| stemninguna að klaga, á rúm-
stöplum loguðu rauð kerti og
jóladúkur var breiddur á borðið
og jólasálmarnir gömlu voru raul-
aðir rámum en ánægðum röddum.
Jóladagskvöld.
Jóladagurinn var dagur áts og
hvíldar. Nú voru rjúpurnar tekn-
ar í gegn. Sjaldan hefi jeg kross-
bölvað svo með sjálfum mjer á
hátíðisdegi eins 0g þegar Dódó
hrópaði út úr eldhúsinu: Rjúpurn-
ar eru óreyttar! Sem betur fór
reyndist þetta lygi, það var bara
svolítið fiður á fótunum á greyj-
nnum. Rjúpnasteikingin tókst
vonum framar, enda var öllum
klókum hö,fuðum saman slegið,
kartöflur voru brúnaðar og síðan
eldaður ávaxtagrautur.