Morgunblaðið - 24.12.1937, Síða 3

Morgunblaðið - 24.12.1937, Síða 3
3 Föstudagur 24. des. 1937. Síðari hhiti dagsiris var helg- aður hvíld og fögrum þönkurii. 27. des. kl. 9. Ileidur er nú að hitna í kof- anum. Hitinn er kominn upp í 15 stig. Óli húkir við eldavjelina og er búinn að kveikja upp. Fylti það hann miklu stolti, en gladdi Dódó öllu minna; í sinni Ijósbláu bjartsýni og uppfylt ekta löngun að gera eitthvert afreksverk og „sýna sig á hinni stífu línu“ skreið hún fram úr sinni „efri koju“ klukkan 7.30, þar við stofn- andi borði og stól ásamt eigin lífi í stóran háska. Hugðist hún nú kveikja upp, en því miður tókst verkið ekki eins vel og ungfrúin í draumórum sínum hafði vonað, og situr hún nú all- stúrin með prjóna í höndum og hefir iítið um sig. Gærdagurinn var með miklum ævintýrum. Um morguninn var á- kveðið, að við Eiríkur, sem höfum gortað helsti mikið af skíðafimi okkar, færum niður á hótel til að sækja mat og olíu, því það var að verða ljóslaust í kofanum. Hin skyldu hreinsa til í kofanum á meðan og eida mat. Áður en við fórum lögðum við ríkt á við þau að snerta nú ekki okkar einu rommflösku, okkar dýrustu klen- ódíu, sem við höfðum gæ'tt sem sjáaldurs augna okkar á leiðinni upp eftir. Um 10 leytið lögðum við Eidi af stað. Færið var ágætt til að byrja með og vindur á eftir, enda rniðaði okkur vel, en er niður í skóginn kom tók jeg að heyra muldur mikið og ragri og formæl- ingar að baki mjer, og ágerðist þetta æ meir, jeg varaðist í lengstu lög að líta við, því mjer var á unga aldri innprentað, að líta ekki við, ef jeg heyrði ein- hvern djöfúlgang á eftir mjer. Loks Ijet jeg þó undan forvitn- inni, og sá þá vin minn Eirík bera við efstu símaþræði, hafði hlaðið svo geysilega undir skíðin hans, enda hafði hann ekki nennt að smyrja þau um morguninn. Yið skófum nú neðan úr skíðunum og pjökkuðum áfram, en brátt tóku að heýrast fdrmælingar, ennþá háværari og minna eftir hafandi en áður og er jeg leit við sá jeg sama mann, nú vaðandi snjó í klof og berandi sín skíði á sínum breiðu öxlum. Leist okkur nú þnnglega á allar horfur um að ná til hótelsins, en brátt tók færið að batna, því það hlýnaði mjög í lofti og klukkan 13 komumst við til hótelsins. Þar var okkur tekið með mestu virktum og við spurðir spjörunum lir um okkar líðan. Eftir miklar umþenkingar og ekki án samviskubits ákváðum við að kaupa lunch og hressti hann okk- ur bæði á líkama og sál. Kl. 15 lögðum við aftur af stað með þunga poka. Færið er þungt og allhvasst á móti og er upp fyrir skóginn kom var veðrið litlu betra en á jólanóttina, en nú viss- um við livar kofinn var — og það sem betra var — að ekki var að tómum kofa að koma. Þó bjuggumst við altaf hálft í hvoru við að mæta Óla & Co. veifandi tómri rommflösku og syngjandi falskt halelúja ( þetta síðara gild- ir þó aðeins aðra persónuna), en enginn kom og við keifuðum á- fram. Tunglsljós var með köflum Stendalsfjöllin. Útidyrahurðin fundin! og grilti í slóðina frá því um rnorguninn. Kl. 18.40 komumst við loksins heim og sáum ljós í kof- anum og tvö andlit flatþrykt út að rúðunum eins og þegar lítil börn pressa andlitin út í rúðuna á aðfangadagskvöld til að sjá snjókorn falla og skima eftir jólasveininum. Hin fyrstu kveðju- orð Óla voru: „Farið ekki inn á skónum, hjer er briið að gera hreint“ og sjá, er inn í kofann kom var alt hvítt og þvegið eins og í fínasta heimasætukamesi — og rommflaskan var nær ósnert. Maturinn var tilbúinn — og það var svo sem enginn venjulegur fjallabræðingur heldur dýrindis steik og krinstferðuður búðing- ur, sem jók álit, vort á kvenmann- inum um fleiri decimala (stór heil tala fanst áður). Það eina er á gleðina skygði var það, að Eidi fekk tannpínu og gat ekki sagt brandara. 27. des. kl. 23. Ef þú, tilvonandi lesari þessar- ar ágætu dagbókar, vildir fá dá- litla hugmynd um það hvernig er að aka á illa köntuðum skíðum í skarafæri, þú ættir því að vera kominn á eftir „kvartettinum“ á ferð eins og í dag. Lagt er af stað frá kofanum kl. 1. Þegar í litlu brekkunni niður að ánni verður glisa, það er eins og einhverjir illir árar togi skíðin hvort frá öðru. Svo kemur önnur brekka, skíðunum er beitt á kant, ekkert dugir, þau skrensa út á hlið, maður reynir að „saxa“; ár- angurinn er ekki betri, skíðin krosslegg’jast að baki manns, renna svolítið aftur á bak — og maður á nasirnar. Eftir óútmæl- anlegt erfiði ná allir brekkubrún- inni og standa þar þreyttir og másandi. Það er eins og hnjen sjeu úr deigi. — — Nii kemur undanhaldið, ógnalöng brekka. Menn signa sig í hljóði, loka augunum, og steypa sjer út í glötunina. Brátt fellur einn. Þeir sem á undan eru heyra há óp að baki og svo mikinn hlunk. Enginn þorir að líta við, M ORGUNBLAÐIÐ menn biðja fyrir sjer að nýju, því altaf eykst ferðin; brátt fellur sá næsti; fall hans verður því meira en hins fyrsta sem ferðin var nú meiri — ein tönn losnar, kjálkabörðin skrapast á harðfenn- inu eins og það væri sandpappír. Ennþá starida tveir. Þeir eru löngu orðnir of hræddir til að hugsa eða biðjast fyrir, hnjen skjálfa sem blæösp í austangjólu, tárin renna niður kinnarnar. Alt í ainu kemur anriar út á staman foksnjóblett, tekst á loft og fellur margöfugur niður — ofan á hinn kumpáninn sem þegar fiatmagar í sama skafli. Fætur og skíði fljettast saman í flækjur, og tek- ur langan tíma að greiða úr og átta sig á, livaða fætur tilheyra hvorum. Á meðan þeir eru að greiða úr flækjunni njóta þeir ánægjunnar af að sjá þau sem fyrst fjellu falla í annað, þriðja og" fjórða sinn. —----- — Annars hefir þetta verið ágæt- ur dagur. Sól og tungl hafa skipst á um að skína. Lengi dags var slalom æft í bakka einum og var árangurinn svo mikill, að Óli liefir í kvöld ekki gefið sjer tíma til að tala um sitt skegg, sem hann þó er svo óumræðilega stoltur yf- ir, helcter talað um sínar plý- sveiflur, en Eidi „eyðir“ honum með því að lauma út úr sjer orð- inu „parallell-Kristjania“. Miðdagurinn í dag var grænar baunir og pönnukökur hvort tveggja frá þurkkörlunum. Eidi bakaði pönnukökurnar og sýndu handbrögðin, að hann mun oft hafa átt leið út í eldhúsið í Viðey. Hvort fagrar vinnukonur eða venjuleg- unglingsmatargræðgi hefir valdið skal látið ósagt. Kvöldprógrammið byrjaði með upplestri, síðan hófst bridgespil, sem dróst von úr viti, að síðustu mátti kalla spilamensku sumra „ett drömspel“ (sbr. Strindberg). Á eftir var súkkulaðidrykkja og kleinuát. Blessuð stúlkan okkar hafði af sjnni dæmafáu umhyggju bakað kleinur áður en hún fór frá Stokkhólmi og hafði þó ærið annað að starfa. — Nú er að koma værð á mann- skapinn. Sumir skoða á sjer tærn- ar. Aðrir naga neglur sínar og enn aðrir gera ekki neitt. Hitinn hjer inni er 24° C. Úti er glaða tunglsljós og stirnir á endalausar hjarnbreiður, en fannhvít fjöll gnæfa upp í stjörnnm stráðan ómælisgeiminn. Eiginlega er lífið ákaflega ynd- islegt. Sig. Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.