Morgunblaðið - 24.12.1937, Side 4

Morgunblaðið - 24.12.1937, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ PöstudagUr 24. des. 1937. KVENDJÓÐIM OQ HEIMILIM Sonja segir frá: Eftir beiðni lesenda. % Svart er og verður tískulit- urinn o Ottinn við stuttu piísin fer vaxandi O Kvöidhattar eru bannaðir © Tískufréttir frá London .... Einn af lesendum Morgunblaðsins skrifaði mjer um daginn og bað mig um að lýsa klæðnaði kvenna, er þær heimsæktu aðal skemtistaði Lundúnaborgar og næturklúbba. Jeg ákvað að gera mitt besta og kaus þriðjudag, til þess að fara í kynnisför í þessu augnamiði. Þann dag vikunnar sjest helsta fólkið á skemtistöðunum að kvöldi dags. Fyrir utan „Embassy Club“ er Ritz aðal tískustaður borgarinnar, og það kvenfólk, sem þangað kemur, er jafnan klætt nýjustu „model“- klæðum frá helstu tískuhúsunum. Jeg byrjaði því á því að fara í hádegisverð á Hotel Ritz. í HÁDEGISVEEÐI: Schiaparelli var þar, í mjög snotrum klæðnaði; var jakkinn saumaður með gull- og „gler“- þræði. Hálsmál xipp að höku. Þar var önnur þekt tískudrotn- ing, frá París, Maggy Rouff, sem nýlega er búin að opna tískusal í London. Hún var í alveg sljett- um, svörtum kjól, sem var svo hár upp í háls, að hálsmálið náði nærri því upp að höku. Ermarnar á kjólnum voru langar og þröng- ar, og ekkert skraut á kjólnum, nema lítið gullhjarta. Þá var ein hefðarfrú í svörtum kjól, með handskjól (,,múffu“), sem skreytt var fjólum, í stíl við hattinn, sem einnig var með fjólu- vendi. Svart og aftur svart. Svart er bersýnilega aðal tísku- liturinn; næstum því alt kvenfólk, sem þarna var, var svart-klætt. Þó var ein glæsilegasta konan þarna í sterkgrænni kápu. En það sást varla í græna litinn, því að kápan var bæði bak < og fyrir þakin mjóum, svörtum selskinns- ræmum, með löngum hárum. * Hattarnir sem jeg sá voru ýmist afar kollháir, eða alveg flat- ir. Þar voru öfgar á báðar hliðar. €ttinn við stuttu kjólana. Dagkjólarnir eru orðnir svo stuttir, að sumum er ekki farið að verða um sel. Eru stúlkurnar farnar að bera kvíðboga fyrir þvi, að „stuttu kjólarnir“ sjeu að koma aftur í tísku. * COCTAIL-PARTY: „Cocktail“-klæðnaðir eða kjól- ar, sem svo eru nefndir og kendir eru við „cocktail-party“, þykja fallegastir með þröngum og sljett- xim pilsum. Ermar á þeim eru ekki hafðar víðar nje áberandi, en of- urlítið troðið í axlirnar. Þeir eru hafðir þröngir í mitti, og breið helti mikið notuð. Allavega út- sauinaðir jakkar tíðkast mjög. Þeir eru ýmist með gull-útsaumi, eða lagðir perlum. í LEIKHÚSI: ftir að hafa litast um og skoðað búning helstu tísku- kvennanna í hádegisverði á Ritz og í „cocktail-party“ í Mayfair, fór jeg á frumsýningu í leikhúsi einu, til þess að vita, hvað nýtt hæri þar fyrir augu. Þar sá jeg Douglas Pairbanks og frú. Hún var í svörtum silki- klæðnaði, og sást í gult fljettað silkipils niður undan. Einn kjóllinn, sem jeg kom auga á, var borðalagður með bönd um í öllum regnbogans litum, og annar var mjög sjerkennilegur, úr svörtu blúnduefni, en ljósrauð- ur kjóll undir. * r leikhúsinu hjelt jeg ferð- inni áfram á „Café de Paris“. Sennilega myndi margur rit- handarsafnarinn vilja gefa mikið, til þess að vera kominn þangað þetta kvöld. Sá, sem Garbo elskar? Þar var sem sje sjálfur Robert Taylor, hin mikla og elskaða hetja meðal kvikmyndaleikara (sem sagt er að Greta Garbo unni hug- ástum), og var hann sannarlega ekki síðari þarna en á leiksviðinu. Þarna var líka önnur „stjarna“; úr kvikmyndaheiminum, Merle j Oberon (sem Reykvíkingar munu kannast við lir kvikmynd, sem sýnd var í Nýja Bíó ekki alls fyrir löngu og hjet „Við þrjú“). Merle Oberon er ein fegursta kona Lundúnaborgar. Hún er suðræn gulleitur fölvi á andliti hennar, og hárið fallega svart. Hún var í snjóhvítum „chiffon“-kjól, með feikna víðu pilsi og ermum. Um mittið hafði hún svart flauelsbelti ísaumað hvítum blómum. Margar stúlkurnar voru með höfuðskraut, en engin var með kvöldhatt, því að eins og jeg gat um í síðustu tískufrjettum, þá eru þeir bannaðir! * íðasti áfangi ferðarinnar var næturklúbburinn „400“, sem er helsti klúbbur sinnar tegundar í London. Tískan Þegar þangað kom, var einmitt verið að vísa tveimur konum á dyr, vegna þess að þær voru með barðastóra kvöldhatta. Varð sá endirinn á, að þær fengu að fara inn, en hattarnir urðu eftir í fata- geymslunni. * Þetta kvöld var hertoginn af Kent og frú hans þarna. — Þau fara venjulega einu sinni í viku á einhvern skemtistað, veitingahús eða næturklúbb. Hertogafrúin var ljómandi fög- ur og drotningarleg, í svörtum flauelskjól með víðu krínólínpilsi og stóra demantsnál eins og fiðr- ildi í lögun í hálsmálinu. ' * Margar fleiri konur voru þarna í skrautlegum klæðum. T. d. var lafði Plunkel í fylgd með her- togahjónunum. Var hún hvít- klædd. Kjóllin'n var með sljettu og þröngu pilsi með „rifu“ í ann- ari hlið upp að hnje. Kjóllinn var hár upp í háls, með löngum erm- um, sem voru alsettar silfurlitum perlum. Höfuðskrautið var „fugl“ með hvítum fjöðrum, er sat á ; höfði frúarinnar. Sonja. } Því verður ekki neitað, að klæðaburður nú á dögum er ólíkt hentugri en tíðkaðist hjer áður fyr, þegar gamli íslenski búning- urinn var eingöngu notaður og annað þektist ekki. Að vísu hefir nokkur tilbreyting verið í klæðn- aði, eftir því við hvaða tækifæri hann var notaður. En eftir mynd- um að dæma, hefir hann aldrei verið sjerlega þægilegur. Myndir þær, sem hjer eru sýnd- ar að ofan, eru frá 18. öld. Efst í miðju skartar ung brúður í ís- lenskum skautbúningi. Brúðurin er tignarleg og búningur hennar skrautlegur og mikið í hann bor- ið. En það er óhætt að fullyrða, að engin nútíma stúlka myndi taka hann fram yfir yndislegan, hvítan og engilslegan brúðarkjól frá árinu 1937, með viðeigandi næfurfínu slöri og blómum. Eða búningur kornungu stúlk- unnar! Hver myndi trúa því, að myndirnar sitt hvorum megin við brúðurina væru af stúlkubörnum innan 14 ára aldurs? Það er eitt- hvað ljettara og frjálslegra yfir klæðaburði telpunnar yst t. h. Eða þá sportbúningurinn, reiðföt- in, sem tíðkuðust í gamla daga. Það er hætt við að nútímastúlkan myndi ekki sitja hestinn lengi í þannig útbúnaði. ITún kýs heldur nýtísku sportföt, Ijetta treyju eða peysu og buxur, síðbuxur eða pokabuxur. )Og hún tæki aldrei í mál að sitja í söðli. Heldur heimt- ar hún hnakk að karlmannasið. »**t****,X**t**X*‘M**X4‘X‘*IM!*,í*,X,*!*‘X*,t**t“Xt4t* I | o X úrval 0£ ódýrar 1*1 ♦|* hentugar jólagriafir. ♦-* X X Blómaverslun % | J. L. JACOBSEN Vesturerötu 22. Sími 3565. H^X^H^X^H^XK^H^H^X^MK**************!4 | Túlipanar X Mikið úrval oer ódvrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.