Morgunblaðið - 24.12.1937, Side 5

Morgunblaðið - 24.12.1937, Side 5
IFöstudagur 24. des. 1937. MÓRGTUNBLAÐIÐ 5 SKEMTflNlR UM JQLIN Þjer getið valið á miili: Ungu elskendurnir. „Burgtheater“ í Nýja Bíó Paula Wesseley og Attila Hörbiger „Uppskera“ í Gamla Bíó Fáar kvikmyndir hafa hlotið almennari vinsældir hjer á iandi en þær, sem snillingurinn Willy Forst hefir gert, en það eru .„Maskerade", „Episode“ og „Ma- :zurka“, sem mest hefir kveðið að. Nú hefir Willy forst sent frá sjer íkvikmynd, sem heitir Burgtheater • og stendur hún ekki þeim fyrri að baki hvað leik og myndatöku snertir. Þessi mynd er jölamynd Nýja Bíó í ár. Efni myndarinnar er ekki marg- þætt, en þó verður það ekki sagt í fáum orðum og skal heldur ekki tgerð tilraun til þess hjer. Þó má •geta þess að myndin fjallar ekki um neina sjerstaka atburði, sem skeð hafa við þetta sjerstaka leik- 'hús í Yínarbörg. Aðalhlutverkið liefir með hönd- um þýski leikarinn Werner Kraus, sem af mörgum er talinn einn ‘fjölhæfasti leikari heimsins. Wern- er Kraus er enginn Clark Gable eða Bobert Taylor, enda er hann kominn af æskuskeiði. En Werner Kraus hefir um margra ára skeið túlkað hugsanir og tilfinningar merkustu leikritapersóna heims- bókmentanna með þeim hætti, að hann er nú af mörgum talinn mesti leikari veraldar, eins og fyr er getið. Willy Forst hefir einnig kunnað .að velja leikara í önnur hlutverk. Þeir sem á annað borð vita eitt- hvað um þýska leiklist þekkja Hans Moser, sem er einn af vin- sælustu skopleikurum Þjóðverja. Moser er ólíkur flestum öðrum ■skopleikurum í látbragði, en kæk- ir hans og hreyfingar eru þannig, að það er dauður maður, sem ekki brosir. Enginn mun þó líkja hon- um við fífl. Aðrir ledkendur, sem framarlega standa í þessari mynd eru Olga Tsehechowa, ITortense Ralcy og Willy Eiehberger. Þau tvö síðastnefndu eru hjer lítt þekt. Þegar maður sjer kvikmynd •eins og Burgtheater undrast mað- ur ekki þó á stundum heyrist raddir um það að leikhús sjeu orðin gamaldags og eigi engan rjett á sjer lengur. Á barnasýningu á annan jóla- dag sýnir Nýja Bíó kvikmynd 'þar sem Shirley Temple leikur aðalhlutverkið. "T ólakvikmynd Gamla Bíó, aust- J urríska kvikmyndin „Upp- skera“, hefir hlotið fádæma góða blaðadóma alstaðar þar sem hún hefir verið sýnd. Sjerstaklega eru gagnrýnendur blaðanna hrifnir af leik hinnar ungu þýsku leikkonu, Paulu Wesseley, sem hefir aðalhlutverk- ið með höndum. Efni myndarinnar er sótt til Ungverjalands og gerist að mestu leyti á stórum búgarði þar í landi fyrir heimsstyrjöldina. Karl von Tamassy er ungur liðsforingi í hinum keisaralega austurríska her. Þegar faðir hans deyr af slysförum, ásamt öku- manni sínum, kemst hinn ungi aðalsmaður að því að faðir hans var í raun og veru bláfátækur. Sonurinn verður að selja mestan hlutann af hinum víðlendu og frjósömu ökrum og skóglendi, en fær að halda liöllinni og öðrum húsum ásamt 60 ekrum lands til ræktunar. Hann verður að segja öllu þjónustufólki sínu upp nema dóttur ökumannsins, sem fórst með föður hans,Juliku. Hún vill ekki yfirgefa búgarðinn og fær hinn unga aðalsmann til að rækta það litla, land, sem hann átti eftir og leiðir honum fyrir sjónir hvern ig hann geti með ástundun og dugnaði keypti sjer land í við- bót á hverju ári fyrir afgang upp- skerunnar. Ýmsir erfiðleikar verða á vegi sveitastúlkunnar ungu og aðalsmannsins, sem gerist erfiðis- maður og ræktar jörðina. Skal það ekki rakið frekar hjer. Paula Wesseley leikur hlutverk sveitastúlkunnar, en aðalsmann- inn leikur Attila Hörbiger. Það er engum vafa undirorpið' að það er leikur Paula Wesseley, sem ber uppi alla þessa kvikmynd og gerir hana þess verða, sem liún er. — Þeir, sem sáu Paula Wesseley í „Episode“ og „Maskerade" gleyma seint leik hennar þar. List hennar er þó enn áhrifameiri í þessari kvikmynd. Leiklistarunnendur munu komast að raun um að öllu lengra verður ekki komist í sannri leiklist. A barnasýningu sýnir Gamla Bíó skopmynd með Harold Lloyd í aðalhlutverkinu. Söngleikurinn , Liljur vallarins“ er nafnið á leikritinu, sem Leikfjelag Reykjavíkur tekur t<il meðferðar á annan dag jóla. Leikurinn liefir náð stórfrægð á fáum árum í hin- um enskumælandi heimi. Ber þar margt til, sem þessu veldur, því að saman fer hugnæmt efni, gam- ansamt og í fögrum búningi, auk þess, sem ofin eru inn í leikinn sjerstaklega unaðsleg sönglög. Hefir blaðið fengið þær fregnir af undirbúningi sýningarinnar, að Leikfjelagið hafi sjaldan gert sjer eins mildar vonir um að geta vak- ið gleði og ljett og þægilegt skap eins og með þessum leik. * Indriði Waage hefir leikstjórn- ina með höndum og hafa þeir Lárus IngóLfsson lagt sig í lima við að hinn ytri búningur leik- ritsins yrði með þeim hætti, að hann bæri af flestum fyrri sýning- um. Tjöldin eftir Lárus eru ó- venju fögur, svo og klæðnaður kvenna. Fjör leiksins eykst mikið við hóp af ungu fólki, sem syng- Liljur vallarins“ ur af kæti og dansar af því það ræður ekki við lífsfjör sitt. „Liljur vallarins“, þ. e. prests- dætur tvær, leika Þóra Borg og Alda Möller. Eru þetta sennilega stærstu hluttverkin, sem þær, hvor um sig, hafa áður fengist við. Reynir mjög á leikmátt þeirra, því að bæði eru hlutverkin vanda- söm. Prestinn, föður þeirra, leik- ur Brynjólfur Jóhannesson og fær þar tækifæri til að skapa þar enn eina myndina í safni sínu, sem nú er orðið að mörgu leyti svo f jölskrúðugt. Hins sama er vænst af Mörtu Indriðadóttur, sem hefir með höndum ágætt hlutverk og mikið. Kristján Kristjánsson og Ragnar E. Kvaran fara báðir með sönghlutverk. Emil Thoroddsen stjórnar und- irleiknum að söngvunum, sem eins og áður er getið, eru óvenjulega fallegir. Það verður áreiðanlega hátíða- bragur á leikendum og áhorfend- um annan jóladag, bragur, sem sennilega helst áleiðis inn á hið nýja ár. Skíðaferðir um jólinn. Iþróttafjelögin efna til skíða- ferða á 2. jóladag ef veð- ur og færi leyfir. Snjór er nú ekki eins mikill og hann var um síðastliðna helgi, en ef eitt- hvað snjóar í viðbót, má búast við ágætu skíðafæri. SkíSaf jelag Reykjavíkur mun fara í skíðaferð upp á Hellis- heiði ef veður og færi leyfir á annan jóladag og leggja upp frá Austurvelli kl. 9 f. h. Ármeinningar ætla að dvelja í skála sínum í Jósefsdal um jólin. Verður farið á jóladag og annan jóladag kl. 9 f. h. Farmiðar að ferðinni á 2. jóla- dag ver^a afhentir á skrifstofu fjelagsins í Iþróttahúsinu á morgun kl. 2—3. K.R.-ingar efna til skíðaferða að skála sínum á Skálafelli á jóladag og annan í jólum. Upp- lýsingar í síma 2130 á jóladag kl. 1—2. Farið verður frá K.R.- húsinu. Skíða- og skautafjelag Hafn- arfjarðar fer skíðaferð á 2. jóladag ef veður leyfir. Þátt- takendur vitji upplýsinga í síma 9230. I GLEÐILEG JÓL! | o o o £ 0 £ O C | Efndlaugin Glœsir g 0 O Hafnarstræti 5. g O o 0 C 0 O o £ o £ o O QOOOOBOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQOOOQO^Or GLEÐILEG JÓL! Ásgeir Ásgeirsson, Versl., Þingholtsstræti 21. * GLEÐILEG JÓL! Gott og farsælt komandi ár! Versl. Vík. y Y V y ? £ »*<h{h^«****«**<M>**«*M****««*»«*M*»«*M**4*M**«** ****** •*♦♦*•♦*♦ ********* ♦*«

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.