Morgunblaðið - 24.12.1937, Side 8

Morgunblaðið - 24.12.1937, Side 8
'8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. dés. 1937. Jfaujts/Uifuu? % Ef ykkur vantar góSar skemtibækur að lesa um jólin, þá eru þær ódýrastar á Frakkast. 24 Hinn vinsæli vals HVAR ERTU. . .? er tilvalin jólagjöf handa tón- listarvinum. — Fæst í hljóð- færaverslunum. Flestar húsmæður þekkja Glo-coat viðurkent hið besta á gólf. Nokkrir dunkar fyrir- liggjandi. Haraldur Sveinbjarn- arson, Hafnarstræti 15. Silkiundirfatnaður kvenna. Mikið úrval, settið frá kr. 9.85. Verslun Kristínar Sigurðardótt- ur, Laugaveg 20 A. Mjög fallegir vetrarfrakkar kvenna. Ágætt úrval, gott snið. í !Verslun Kristínar Sigurðardótt- ur. Silkisokkar, Silkislæður, Ilm- ’ vötn og margt fleira til jóla- I gjafa. Verslun Kristínar Sig- ; urðardóttur. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Saft í heilflöskum 1.35. Saft f hálfflöskum 0.75. Tómatflask- an (stór) 1.75. Likörar fl. teg. frá 1.75. Dr. Otkes búðingar, Maggi-súpur og teningar, Blá- ber þurkuð, Sveskjur. Horna- fjarðar kartöflur, Alexandra hveiti, Egg og alt til bökunar best og ódýrast í Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Hvar er Stína? Hún skrapp bara í „Freia“, Laufásvegi 2, og þar er nú margt að fá, t. d. Piparhnetur, ostastengur, laufa brauð og allskonar kökur og sajlgæti m. fl. Og ekki má gleyma hinu óviðjafnanlega „Freia“-fiskmeti, sem er hrein- asti jóla- og veislumatur. Ger- ið pantanir yðar tímanlega. „Freia“, Laufásvegi 2. Sími 4745. _________________________ Dúkkur í stóru og miklu úr- vali frá kr. 1.75 1 Leikfanga- kjallaranum, Laugaveg 18. — Einnig hlaupahjól, sjerlega vönduð, borð og stólar. Elfar. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Nýkomið úrval af fallegum kvenblúsum, verð frá kr. 13.85. j Tilbúnir kvenkjólar og pils.1 Röndótt silki í svuntur og slifsi.; Kjólaefni í mörgum litum.1 Kjólakragar og georgette háls-! klútar frá kr. 3.75. Tilbúnirí jólakjólar á telpur, 1 til 10 ára.! Saumastofan Uppsölum, Aðal-! stræti 18. Hildur Sívertsen. Sími 2744. Tækifæriskökur. Allir þeir, sem þurfa að fá Fromage, ís eða tertur ættu að athuga, að það er ódýrast eins og alt ann- að í Fjelagsbakaríinu. Pantið í tíma. Sími 3292. Ódýr borð, margar stærðir og gerðir. Blómasúlur, borðstofu- stólar, eldhússtólar og barna- stólar, hentugt til jólagjafa og fleira. Ódýra Húsgagnabúðin, Klapparstíg 11. Sími 3309. Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — (Grettir). Til jólagfafa Spænskar smásögur Fæst í næstu bókabúð- EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — ÞÁ HVER? Til jólagjafa: Egils saga. Laxdæla saga. Eyrbyggja saga. Grettis saga. Bókaversl. Sigi. Eymundwonai og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34. Ljósið er einkenni jólanna. Alt á að vera bjart og hreint og ljós í hverju horni. Eldinn hafa menn þekt frá ómunatíð, en lif- andi ljós, höfð í þeim eina til- gangi að lýsa upp húsakynni, eru mikið yngri en eldurinn. 100 árum eftir Kristsburð var ljósmaturinn ekki annað en þræðir, sem vættir voru í tjöru eða lýsi. Alt frai^ á 14. öld var Ijós sjaldgæft í híbýl- um manna og þótti hinn mesti luxus. Jafnvel keisarar og aðrir þjóðhöfðingjar spöruðu ljósið og kveiktu ekki ljós nema á stórhá- tíðum og þegar mikið var viðhaft. Kertaljósin komu fyrst til sög- unnar í upphafi 19. aldarinnar. H- Jólatrjeð eins og það er notað nú, sem ytra tákn jólahá- tíðarinnar, á 200 ára afmæli á þessum jólum. Það voru Þjóð- verjar, sem fyrstir tóku upp þann sið að skreyta jólatrje og þau eru skreytt með sama hætti nú og fyr- ir 200 árum. Efst á toppnum var stjarna, kertaljós á greinum trjes ins og „englahár“ og annað skraut glitraði milli grænna barrnálanna. Á Norðurlöndum var þessi siður ekki tekinn upp fyr en um miðja síðustu öld, eða um 1850. Sú venja, að senda vinum og kunningjum jólakort, er ekki fullra 100 ára gömul. Jóla- kort voru fyrst notuð í Englandi árið 1846 og voru þá handskrifuð, kveðja og heillaóskir skrifaðar á hvítt kort. Síðar var siður að hafa teikningar öðrum megin á kort- iriu. Nú eru jólakort framleidd í öllum regnbogans liturn og oft gerð af mikilli list. H Danskur bóndi, sem uppi var um miðja 19. öld, Niels nokkur Möller í Vedessö, var orð- lagður fyrir hagsýni og sparsemi. Hann var mjög vel fjáður, en barst lítið á í klæðaburði. Hann gekk altaf í lieimaunnum vað- málsfötum. Eitt sinn orðaði sóknarprestur hans það við hann, að vel hæfði það honum að vera betur til fara, og eins gæti hann verið rífari við þær konu sína og dóttur svo þær gætu verið betur búnar á hátíðum og tyllidögum. En Niels Möller svaraði þessu til; Ef jeg vildi gefa mæðgunum, konunni minni og dóttur okkar, silkikjóla, þá mundi jeg sennilega vera borgunarmaður fyrir því. En svo er smiðurinn nágranni minn, kona hans og dóttir hans sem eru alveg eins góðar og mín kona og dóttir, og eiga það eins skilið að ganga í silkikjólum. Og þá verða þær að fá sinn silkikjólinn hver. En smiðurinn nágranni minn hefir enganveginn efni á því. Jeg lít svo á, að verstu kvað- irnar sem við leggjum á fátæk- lingana, sje það, þegar við förum að eyða fje í glys og skraut. Þá leiðast þeir út í að kaupa ýmis- legt, sem er þeim alt of dýrt. H Ræðumaðurinn: Tímarnir krefj ast einfaldara lífs — alt sem er þungt og gamaldags á að hverfa. Áheyrandi: Jæja, það er þá best fyrir mig að losa mig við í kerling-una mína! Fiskbúðin Bára, Þórsgötu 17J Sími 4663. Befania. Jóladag kl. 6 e. h. Rein talar. Síonskórinn syngur.. Hafið sálmabækur með. Heimatrúboð leikmanna, —- Bergstaðastræti 12 B. Jóla- 'messur: I. og II. jóladag kl.8 * e. h. — Hafnarfirði, Linnetsstíg 2: I. og II. jólad. kl. 4 e. h. — Allir velkomnir. Filadelfia, Hverfisg. 44. Jóla guðsþjónustur á aðfangadaginn, kl. 8 e. h., á jóladaginn kl. 5- e. h. og á annan í jólum kl. 8 y% e. h. Verið velkomin! „Freia“-fi,skbúðingur er reglu: legur jólamatur. „Freia“, Lauf- ásvegi 2. Sími 4745. Friggbónið fína, er bæjarina besta bón. Munið hið lága brauðverð. Þið, sem eigið ættingja og vini í; ■ sveit, sendið þeim kökur og- brauð fyrir jólin frá Fjelags- jbakaríinu, Klapparstíg 17. — Sími 3292 Slysavarnafjelagið, skrifstofa. I Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti ’ gjöfum, áheitum, árstillögum: Sóðar jolagjafir: Baðherbergisspeglar. Forstofuspeglar. Hand- speglar, skrautslípaðir- Nýtt. Töskuspeglar, tvöfaldir, glerhillur o. fl. LUDVIG STORR, Laugaveg 15. Geri við saumavjelar, skrár' og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Fjölritun og vjelritun. Friede Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. — Sími 2250. Otto £J. Arnar, iögglltur Út- vtrpsvirki, Hafnarstræti 19. — &ími 2799. Uppsetrdng og við-> gerðir é útvarpstækjum o@ loftntítum Sokkaviðgerðin, HafnarstrætL* 19. gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum. ANTHONY MORTON; ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 24. Bristow var líka orðinn óþolinmóður. — Þá heyrði hann alt í einu fótatak, sem nálgaðist herbergið, sem hann var í og rödd, sem sagði -. — Nei, þjer verðið kyr, þar sem þjer eruð kominn! Skiljið þjer mig? Bristow stóð hægt á fætur og hafði handjárnin í vasa sínum tilbúin. Það var að vísu ótrúlegt, en þó ekki aldeilis útilokað, að maðurinn væri kominn aftur, til þess að fá meiri peninga. Bristow vissi líka, að hepnin gat jafnvel stundum verið með lögreglnþjón- um eins og öðrum, og asnar voru á hverju strái. Hann læddist upp tröppurnar og faldi sig á bak við hin veðsettu föt, sem hjengu alstaðar, þar sem því varð við komið. Alt í einu kom hann auga á manninn og gat ekki að sjer gert að brosa. Lýsing Levy á honum hafði verið stutt og laggóð. Þarna stoð hann, þjofurinn, sem hafði stolið Kenton-brj óstnálinni, hár og dökkur á hörund, með hattbarðið niður fyrir augu og kragann á slitinni regnkápunni hrettann upp fyrir eyru. Hann einblíndi á Levy, sem þrýsti sjer óttasleginn upp að veggnum. Bristow sá rjett aðeins í nefbroddinn á honum og hvítt og fitugt hárið. — Já, en jeg fullvissa yður um, að hún er-------- sagði Levy. — Nú er nóg komið, tók maðurinn fram í fyrir honum og hjelt áfram í sama rómi: — Bristow, komið hingað upp! * * Dauðaþögn var i veðlanabúðinni. Bristow fanst sem hefði honum verið rekinn löðrungur. Hann varð eins og utan við sig og máttleysi færðist í hendur og fæt- ur. Hann heyrði andardrátt Gyðingsins og tifið í öll- um úrunum. — Það er mín skoðun, að yður sje ofaukið í þessum heimi, Levy! Trúið þjer á guð?, hjelt maðurinn áfram. Levy tautaði eitthvað fyrir munni sjer, án þess að nokkurt svar lieyrðist, og lögreglufulltrúinn fekk ein- hverja einkennilega aðkenningu í þindina og fanst kuldagustur í búðinni, þó heitt væri úti. — Ef Bristow herðir ekki upp hugann og kemur hingað upp, er úti um yður! Svona nú----------- Bristow fekk kökk í hálsinn og þokaðist hægt og hægt í áttina til þeirra. Maðurinn var með eitthvað í hendinni, sem hann beindi að Bristow. Hann virtist ekkert tillit taka til Levy. — Þjer fáið stranga refsingu eftir þetta, sagði Bristow. — Leggið frá yður þessa byssu! Honum tókst að tala nokkurnveginn rólega. Maðurinn hóf byssuna á loft, og Bristow horfði á hann ógnandi á svip, en var þó ekki um sel. Þetta stóð ekki yfir nema fáein augnablik. Brístow fekk rjett aðeins ráðrúm til þess að hugsa óljóst um dauð- ann — — — Þá harst sætukend og kæfandi lykt í gegnum búðina. Bristow byrjaði að hósta og- sæskja sig; hann tók andann á lofti og skjögraði. Ilann vissi, hvað þetta var! Eitnrgas! Hann heyrði, að þjófurinn. hló og Levy gamli hneig niður. Hann greip út í loftið með hendinni, eins og kló. Bristow sortnaði fyrir aug- um. Hann stritaði á móti af alefli, en síðan varð alt svart fyrir augum hans. Maðurinn flýtti sjer að leita í vösum lögreglumanns- ins. Þar fann hann Kenton-brjóstnálina og stakk henni í vasa sinn. Eftir það skundaði hann út úr búðinni og beygði inn í næstu hliðargötu. Þar rak Mannering upp skellihlátur, því að hann var maðurinn með gas- byssnna. *• * Eins og einn af undirmönnum Bristow sagði síðar,. hefði bæði hann og veðlánasalinn getað legið þarna meðvitundarlansir marga klukkutíma ef kona ein, sem ætlaði að veðsetja skó, hefði ekki rekist inn í búðina. Þegar hún sá tvo karlmenn liggja þar rænulausa, hljóp hún út. á götu dauðskelkuð og veinandi og /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.