Morgunblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagnr 4. janúar 1938. Árás Roosevelts á einræðisríkin í heiminum Boðar aukin afskifti Bandaríkjanna af utanrikismálum London í gær. FÚ. TRÚIN á lýðræðið í heiminum og sú á- kvörðun Bandaríkjastjórnar að láta taka tillit til rjettar síns á alþjóðleg- um vettvangi, voru aðaluppistöðurnar í boðskap Roosevelts forseta til þingsins í Bandaríkjunum í gærkvöldi. I „Þegar jeg í þetta sinn ávarpa þingið“, sagði Roosevelt í upphafi máls síns, „þá krefst bæði nú- tíðip og framtíðin þess að jeg tali hreinskilnislega um þær ástæður, sem liggja til grundvallar á- standinu, bæði utanlands og innan. „SKILYRÐI“ TIL STYRJALDAR Forsetinn vjek fyrst að ófriðarástandi því sem ríkti í heim- inum, og sagði meðal annars að vegna gætni stjórnarinnar og stillingar þjóðarinnar hefði tekist að halda þjóðinni utan við stríð, enda þótt þau skilyrði hefðu verið fyrir hendi sem óhjá- kvæmilega hefðu leitt til styrjaldar samkvæmt hugsunum ^g venjum fyrri tíma. Hann taldi þó, að oflangt mætti ganga í því að halda sjer utan við þau mál, sem snertu aðrar þjóðir og ef Bandaríkin ættu að geta haldið áfram að vera öndvegis- þjóð, þá þyrftu þau að hafa nægilegt hervald til þess að tillit væri tekið til rjettar þeirra á alþjóðlegum vettvangi. LÝfiRÆÐIÐ ---------------- Á yfirborðinu væri stefnan í dag í burtu frá lýðræði til ein- veldis, sagði forsetinn, en Bandaríkin ætluðu sjer hjer- eftir ,sem hingað til að fylgja lýðræðisstefnunni. Hann taldi það hafa sýnt sig að friðinum væri mest hætta búin af þeim þjóð- um sem annaðhvort hefðu kastað frá sjer lýðræðinu eða aldrei eflt það hjá sjer. Hann kvaðst hafa notað orð- in „á yfirborðinu“ vegna þess að hann tryði því ekki að þær þjóðir sem byggju við einræði lytu því nema að nokkru leyti í hjarta sínu, en myndu fyr eða síðar slíta af sjer höftin. „Vjer trúum því“, sagði for- setinn, „að á vegi lýðræðisins muni heimurinn í framtíðinni ganga inn í hið fyrirheitna ríki iiiðarins“. ÖRÐUGLEIKARNIR INNANLANDS Forsetinn vjek síðan að inn- anríkismálum Bandaríkjanna og boðaði m. a. takmarkaða framleiðslu landbúnaðaraf- urða, sem landbúnaðurinn sjálfur ætti að ákveða og fram fylgja. Landbúandinn, sagði hann hefði ekki frjálsræði til þess að fara illa með sitt land, eða yfirhlaða markaðinn. En þetta hefði hann gert á und- anförnum árum til tjóns fyrir sjálfan sig, stjett sína og alt þjóðfjelagið. —Rússneski— möndullinn FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆK. Rússar eru að undirbúa að senda fimm flugvjelar til suðurpólsins og setja þar upp vísindalega rannsóknarstöð, svipaða rannsóknarstöðinni á Norðurpólnum. Jörðin á að snúast um bolsjevistiskan öxul, segja Rússar. FRAMH. Á SJÖTTU SfÐU. Franco kominn til Xeruel Hersveitir Francos hafa und- anfarna daga haldið uppi ákafri sókn á Terúel-víg- stöðvunum þrátt fyrir stórhríð og ógurlegan kulda. Þúsundir hermanna Francos eru sagðir hafa kalið í hel. Franco heldur því fram að barist sje á götum í Teruel. Þrír blaðamenn voru drepn- ir á Teruel-vígstöðvunum í dag er sprengja lenti á bifreið þeirra- Blaðamenn þessir voru frá Reuter, New York Weekly og Associated Press. (Samkv. einkask.) Friðarskilinálar Japana Chiang Kai Shelí hefir Iátið af forsætisráðherraembætti í Kína til þess að helga alla krafta sín a yfirherstjórninni. Svili Chi- angs hefir tékið við forsætis ráðherraembætti. Japanir trúa ekki að Bretar geti dregið Bandaríkin út í styrjold gegn sjer FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Ðaily Telegraph skýrir frá því, að sendi herra Þjóðverj^ í Kína hafi enn reynt að miðla málum milli Kínverja og Japana. Tilraun þessi hefir þó þegar farið út um þúfur. Þjóðverjar virðast fyrir hvern mun vilja Tíoma í veg fyrir bandalag milli 'Kínverja og Rússa, en þar sem Japanir hafa lagt undir sig öll frjósömustu hjeruð Kína, er óttast að bandalag þetta verði að raunveruleika, ef styrjöldin verður ekki stöðvuð. The Times skýrir frá því, að ítalir hafi látið í Ijós ósk um að taka þátt í málamiðlun, en að Japanir hafi beðið þá að gera það ekki. Tillögur þær, sem Traut- mann lagði fyrir Chiang Kai Shek, en hann hafnaði voru svo hljóðandi: 1) að Kínverjar gerðust að- ilar að andkommúnistabanda- lagi, Japana, Þjóðverja og ítala, 2) Japanir fengju sjerleyfi til að vinna auðæfi úr jörðu í Kína, 3) japanskt herlið verði sett í hinar mikilvægustu borgir í Kína, 4) Kínverjar greiði Japön- um stríðsskaðabætur. Það er talið að í þessari upp- talningu felist eVki öll skilyrði Japana. Markmið Japana. í samtali við japanska innan- ríkismálaráðherrann í einu að- almálgagni japönsku stjórnar- innar í dag segir, að binir ákveðnustu leiðtogar hers- ins vilji ltoma á laggirnar sjer- stakri stjórn fyrir Norður-Kína, þannig að sameinaðar verði stjórn irnar fyrir Nanking og Peiping, sem báðar eru aðeins til hráða- birgða. Hvítir menn. Ráðberrann var spurður að því, hvað hæft væri í því, að Jap- anir stefndu að því að útrýma hvítuni mönnum algerlega úr Kína. Þessu svaraði ráðherrann á þá leið, að nú fari fram svo stórfeldar breytingar á ýmsum sviðum, að þeir sem vilji að drott invald hvítra manna líði nndir lok í Asíu, sjái sjer nú fremur tækifæri til þess að koma því í framkvæmd en einatt áður, og vitanlega verði það að taka enda. Hinsvegar sje sú hætta á ferð- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Útvarps- styrjöld Breta og Itala FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. f eærkvöldi hófst út- * varpsstyrjöld Breta gegn ítölum. Um sex leytið skv. breskum tíma var útvarpað frjettum frá London á arabisku, en áður hafði l*onur konungsins í Y- emen flutt ávarp ásamt fleiri. málsmetandi mönnujm. Breska útvarpið ákvað að hefja útvarp á ara- bisku vegna áróðurs I- tala gegn Bretum á ara- biskri tungu frá útvarps- stöðinni í Bari á ftalíu. B.B.C. á að útskýra utanrík- isstjórnmál Breta og lýsa her- styrk þeirra og sýna fram á að fullyrðing Itala um úrkynj- un Breta hafi við engin rök að styðjast. Daily Express skýrir frá því að í ráði sje að hefja útvarp á ítölsku frá B. B. C„ þar sem skýrt verði frá fjárhags og við skiftaörðugleikum ítala, og ýmsu öðru, sem ítölum kemur óþægilega og haldið er leyndu fyrir þeim. EKKERT LÁN London í gær. FÚ. „Financial News“ segir í dag að það sje mjög ósennilegt að sá orðrómur hafi við rök að styðjast að enskir bankar fari nú að lána Ítalíu peninga, því tð undanfarið hefir reynslan verið sú, að þeir bankar, sem átt hafi fje í Ítalíu, hafi fyrst og fremst gert sjer far um að fá það endurgreitt. Auk þess sem fjármálamenn í Bretlandi líti með vaxandi tor trygni á alt fjármálaástand í- talíu, megi einnig á það minn- ast að ítalskir bankar hafi und- anfarið rekið stórkostlega lána- starfsemi til Palestínu, Sýr- lands og Arabíu, beinlínis með það fyrir augum að stofna breskum hagsmunum í hættu. Það mundi því vera að koma á alveg öfugan vettvang fyrir ítölsk stjórnarvöld að leita eftir peningum í Englandi. Tankskipið „Bassethound“ frá London fór frá Siglufirði í fyrra dag með 1300 smálestir af síld- arlýsi ríkisverksmiðjanna áleiðis til Hðllands. (FÚ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.