Morgunblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. janúar 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
3
8TRÆTISVA6NARNIR ST0ÐVAÐIR:
SAMKOMULAG í GÆRKV0LDI
Listi Sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði
við bæjarstjórnarkosningarn-
ar 30. þessa mánaðar, hefir
þegar verið ákveðinn, og
verður hjer getið 10 efstu
manna listans:
Þorleifur Jónsson framkv,-
stjóri,
Loftur Bjarnason úlgerðar-
maður,
Guðmundur Einarsson verk-
smiðjustjóri,
Stefán Jónsson framkvæmd-
arstjóri,
Bjarni Snæbjörnsson alþingis
maður,
ólafur Tr. Einarsson útgerð-
armaður,
Guðrún Einarsdóttir frú,
Sigurgeir Gíslason sparisjóðs-
gjaldkeri,
Jón Mathiesen kaupmaður,
Júlíus Nýborg skipasmiður.
1000 krðnum
stolið úr mann-
lausri Ibúð
Brotist inn meðan
fólkið var á jóla-
trjesskemtun
Brotist var inn í mann-
lausa íbúð í gærkvöldi
kl. 6—8 og stolið þar pen-
ingakassa með 1000 krónum
og sparisjóðsbókum með
töluvert háum innstæðum
Innbrot þetta var framið í hús-
inu við Njálsgötu 54. Húsið er
Mtið og aðeins ein íbúð í því og
býr Runólfur Eiríksson rakari
þar ásamt fjölskyldu sinni.
Oll fjölskyldan var jólatrjes-
skemtun í gærkvöldi og húsið því
mannlaust.
Innbrotið var framið með þeim
hætti, að brotist var inn í kjall-
ara hússins og síðan komist það-
an upp í íbúðina á hæðinni.
Peningakassinn, sem stolið var,
var geymdur í ólæstum skáp í
einu herberginu. Lögreglunni var
strax tilkynt innbrot þetta, en í
gærkvöldi hafði henni ekki tek-
ist að hafa upp á þjófnum eða
þjófunum.
Annað innbrot.
Brotist var inn í skóbúð Þórð-
ar Pjeturssonar í Bankastræti í
fyrradag kl. 7—8 um kvöldið og
stolið þar nokkru af skófatnaði
úr baklierbergi. Yar brotist inn
frá bakhlið hússins. Einnig þetta
innbrot er óupplýst enn.
„Hreyfill“ hafnar tilboði
Strætisvagnafjelag sins
Skipulagsnefnd fólksflutn-
inga bíður átekta
Bifreiðastjórafjelagið „Hreyfill“ hafnaði
í gærkvöldi tilboði frá Strætisvagna-
fjelagi Reykjavíkur h.f. um lausn á
deilu þeirri, sem risið hefir milli þessara að-
ila og haft hefir í för með sjer að engir strætis-
vagnar hafa verið á ferðinni í Reykjavík síðan á
nýársmorgun.
Deilan reis upphaflega út af því að Bifreiða-
stjórafjelagið Hreyfill taldi að Strætisvagnafje-
lagið væri komið í vanskil út af áföllnu vikukaupi,
kr. 225, sóm greiðast áttu á gamlársdag. Eru það
vikulaun þriggja manna.
Framkvæmdastjóri Strætisvagnafjelagsins, hr. Ólafur Þor-
grímsson telur þó, að hjer sje ekki um vanskil af hálfu Strætis-
vagnafjelagsins að ræða, heldur hafi Hjörtur B. Helgason, for-
maður ,,Hreyfils“, sagst ætla að sækja launin, en ekki sótt þau
á tilsettum tíma.
Steindór hleypur í skarðið.
Til þess að hægt yrði að halda uppi áætlunarferðum í út-
hverfin, Skerjafjörð, Seltjarnarnes, Sogamýri og Klepp,
varð það að samkomulagi milli Björns Bl. Jónssonar for-
manns skipulagsnefndar fólksflutninga með bifreiðum og
Ólafs Þorgrímssonar annarsvegar og Bifreiðastöðvar
Steindórs hinsvegar, að Steindór tæki að sjer þessar ferð-
ir til bráðabjrgða.
Bifreiðastöð Steindórs getur þó ekki tekið að sjer ferðir
Strætisvagnafjelagsins innanbæjar, m. a. vegna þess, að á bif-
reiðar Steindórs vantar þann hurðarútbúnað sem nauðsynlegur er
Jes Zimsen
látinn
Jes Zimsen kaupmaður andað-
ist í gær á Landakotsspítala eft-
ir fárra daga legu. Er þar fall-
inn í valinn einn af vinsælustu
og bestu borgurum þessa bæjar.
Verður hans nánar minst hjer
síðar.
Bæjarbruni
í Fljötshlíð
I búðarhúsið á Ásvelli í
1 Fljótshlíð brann til
kaldra kola í fyrrakvöld.
Eldurinn kviknaði út frá
olíugasvjel, sem verið var
að kveikja á.
Bóndinn á Ásvelli, Þorvaldur
Kjartansson, brendist mikið á
andliti og höndum við tilraun'ir,
sem hann gerði til þess að slökkva
eldinn. Var liann fluttur í sjúkra-
hiisið á Stórólfshvoli og líðnr
honum ekki mjög illa. (FU)
HINAR ELDRI
SKULDIR
Þegar Ólafur Þorgrímsson
frjetti á nýársdagsmorgun, áð-
ur en vinna átti að hefjast hjá
Strætisvagnafjelaginu, að
stöðva ætti bifreiðar fjelagsins
út af vanskilum á hinum um-
ræddu kr. 225, kallaði hann
Hjört. B. Helgason ásamt fleir-
um á fund með sjer og lagði
hinar umræddu 225 krónur
fram á þessum fundi. En for-
maður ,,Hreyfils“ neitaði þá að
taka á móti peningunum, og
lýsti yfir því, að verk-
fallið myndi hefjast þá um dag-
inn, eins og ákveðið hefði ver-
ið, vegna þess að stjórn Hreyf-
ils liti svo á tað ekki hefði ver-
ið staðið í skilum með þessa
greiðslu á rjettum tíma, og
væri því eldri skuldir Strætis-
vagnafjelagsins við bifreiða-
stjóra, sem hjá því starfa falln-
ar í gjalddaga.
Þessar eldri skuldir eru nokkr-
ar þúsundir, og hafa staðið í
þrjú ár.
I nóvember í vetur var
haldinn fundur í Hreyfli
um þessar eldri skuldir
FRAMH Á FJÓRÐU 8ÍÐU.
Hjeðinn Valdimarsson
vill verða eftirmaður
Guðmundar Ó.
Sögulegur fundur í trúnaðar-
mannaráði Dagsbrúnar
FYRIR nokkrum dögum var haldinn fundur í
100-manna trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar.
Þar skyldi tilnefna „frambjóðendur“ í stjórn
Dagsbrúnar.
í Dagsbrún ríkir sii regla, sem kunnugt er, að stjórnarkosning
fer fram skriflega, en „broddar“ fjelagsins tilnefna ákveðna menn
í stjórn, og eru nöfn þeirra manna prentuð á kjörseðilinn. Fjelags-
menn kjósa á skrifstofu fjelagsins, og stendur kosningin yfir í
marga mánuði.
Þeir fjelagsmenn, sem ekki
vilja aðhyllast „frambjóðendur"
þá, sem standa á kjörseðlinum,
verða að skrifa nöfn þeirra
raanna, er þeir vilja kjósa. Starfs-
menn fjelagsins geta svo haft
gætur á því, livort fjelagsmenn
eru lengur eða skemur í kjör-
klefanum. Þeir sem eru þar með
lengra móti, eru taldir hafa taf-
ist þar við að skrifa önnur nöfn
á listann, en þar eru prentuð.
Þeir geta því húist við að falla
í ónáð hjá mönnunum, sem hafa
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÚÐU
c
H. N. Andersen, stofnandi risa-
fvrirtækisins danska Ö. K.
(Austur-Asíu fjelagsins) andað-
ist á gamlársdag í Kaupmanna-
höfn.
Andersen var einn mikilvirk-
asti og virtasti danskra kaup-
sýslumanna. Hann var kvæntur
konu af íslenskum ættum (Boga-
ætt).
Framboð til
bæjarstjórnar
á Akureyri
Akureyri mánudag.
Sjálfstæðismenn á Akureyri
inmra hjóða fram til hæjar-
stjórnarkosninga á Akureyri í
samvinnu við flokk óháðra horg-
ara og verður listinn nefndur
„Listi Sjálfstæðismanna og ó-
háðra borgara“.
Eftirtaldir menn verða efstu
menn listans: Jón Sveinsson, Ax-
el Kristjánsson, Brynleifur Tobí-
asson, Indriði Helgason, Arnfinna
Björnsdóttir og Jakob Karlsson.
Stúlka hverfur
á Akureyri
Akureyri mánudag.
Ottast er um afdrif ungrar
stúlku, sem hvarf á Akur-
eyri á nýársdag og ekkert liefir
spi;rst til síðan.
Stúlkan var á dansleik á gaml-
árskvöld, en hvarf svo á nýárs-
dagsmorgun. Slætt var við bryggj
urnar á Akureyri í dag, en ekk-
ert fanst.
Nafn stúlkunnar er Valgerður
Haraldsdóttir. Hún var 24 ára að
aldri.
Eimskip. Gullfoss fór til út-
landi í gærkvöldi kl. 8. Goðafoss
kom til Hamborgar í fyrradag.
Brúarfoss er í Kaupmannahöfn.
Dettifoss er í Hamborg. Lagar-
foss er í Kaupmannahöfn. Sel-
foss er í Reykjavík.