Morgunblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 5
I í»riðjudagur 4. janúar 1938. — JRlcrrgtœMafitd Útg-ef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtiarmaSur). Augl3)singar: Árni Óla. Ritstjörn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstrœtl 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuöi. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura metS Lesbök. KOSNINGAUNDIRBÚNINGUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Samlal við Ben. íorsela í. S. í. Það bregður nýrra við i und- arbúningi bæjarstjórnarkosn- Jnganna, er Alþýðuflokkurinn er á eftir öðrum með fram- boðslista sinn. Hefir hann löng- um haft lista sína til á undan öðrum, og fjekk hjer á árum áður A-lista nafn sitt vegna þess. En nú er öldin önnur. Hver höndin upp á móti annari í flokknum, og óvíst um framboð hans, þó eigi sjeu nema örfáir dagar þangað til framboðs- frestur er útrunninn. Ástæðurnar fyrir tregðu þeirri, sem er á kosningaundir- 3búningi Alþýðuflokksmanna eru alkunnar. Forráðamenn flokks- ins eru enn ósammála um, hvaða leiðir þeir skuli velja ;sjer. í Vestmannaeyjum og á Norðfirði hafa komið fram sameiginlegir listar Alþýðu- og .Kommúnistaflokksins. Þar er samfylkingin komin á. Hjer í Reykjavík yfirvega þeir Al- þýðuflokksbroddar hvort þeir ■eigi enn að slá samfylkingunni á frest, eða nú þegar, við bæj- arstjórnarkosningarnar, að fleygja sjer og flokki sínum í faðm Moskvamanna. í alt sum- ar og haust hafa staðið stymp- ingar innan flokksins um þetta, sem kunnugt er. Hefir málgagn Alþýðuflokksins snúist í þessu .„eins og vindhani á bust“, seg- ir hinn málhreifi formaður ’Framsóknarflokksins. Alþýðu- flokksburgeisarnir telja á hnöppum sjer ,,Skal!“ „Skal ekki!“ „Skal!“ En kommúnist- :ar bíða átekta eins og veiði- maður með stöng, sem veit, að iþað er ekki nema tímaspurs- mál, hvenær laxinn bítur á, og verður dreginn á þurt. * Aðstöðumunur kommúnista 'Og Alþýðuflokksins er auðsær. 1 20 ár hafa íslenskir sósíalist- ar flutt íslenskri alþýðu boð- skap sinn um væntanlegt sælu- TÍki sósíalismans, ef þeir hefðu tækifæri til að hafa áhrif á •stjórn landsins. Lykillinn að því .sæluríki átti svo 4 ára áætlun- 'in að vera, er gefin var út 1934, þar sem koma skyldi skipulagi á alla framleiðslu og atvinnu- hætti þjóðarinnar, útrýma at- vinnuleysinu, rjetta við fjárhag þjóðarinnar og bæta með ári hverju kjör allra fátæklinga í landinu. Síðan hefir atvinnuleysið •Rukist, fjárhag landsins hrak- að, fátæklingum fjölgað, fá- tækraframfæri aukist, líðan þjóðarinnar versnað, „sælurík- íð“ orðið svikin tóm. En verst hefir þó ástandið orðið í þeim bæjarf jelögum, þar sem sósíal- istar hafa verið einráðir í bæj- arstjórn. Þar hefir „plága sósí- alismans“ tvöfaldast. En við hlið Alþýðuflokksins hefir Kommúnistaflokknum skotið upp, flokki, sem býður upp á annað „sæluríki“, í rússneskri mynd. f síðastliðnum mánuði fóru fram kosningar hjá húsbænd- um íslenskra kommúnista, ráð- stjórnarherrum Rússlands. — Fóru kosningar þessar fram með þeim hætti, sem kunnugt er, að einn kommúnisti var í kjöri í hverju kjördæmi. „Kjós- endurnir höfðu um það að velja, að kjósa þenna eina, eða að sitja héima, Þ. e. a. s. kosn- ingaboðskapur Stalins hljóðaði á þá leið, að þeir, sem greiddu frambjóðendum hans atkvæði, gætu átt von á því að fá styttri vinnutíma, en Rússar hafa átt við að búa undanfarin ár, rjett til þess að fá sumarfrí og rjett til ellistyrks á efri árum. Máttu þeir vænta þessara fríðinda fyr- ir það að greiða atkvæði þess- um eina frambjóðenda, sem í kjöri var. Þannig er hið „rússneska lýðræði“, sem kommúnistar veg sama sem heimsins mestu fyr- irmynd. Það er ámóta frelsi, sem íslenskum kjósendum er ætlað, ef kommúnistar kæmust hjer til valda. Það er slíkt og því líkt stjórnarfar sem Alþýðu- flokksburgeisarnir eru að hugsa um að aðhyllast, núna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, er þeir hugleiða að leggja flokk sinn niður sem sjálfstæðan flokk í íslensku stjórnmáialífi, 0£ gerast liðsmenn í hersveit- um Stalins. STRÆTISYAGNARNIR. Stöðvun strætisvagnanna kem- ur bæjarbúum vitanlega mjög' illa. Að vísu bætir það úr skák, að Steindór liefir tekið að sjer að halda í bili uppi ferðum á nokkrum hinna venjulegu stræt- isvagnaleiða. En bæði er, að með þessu er ekki sjeð fyrir öllum þörfum, og svo eru vagnar Stein- dórs ekki miðaðir við þessar ferðir og því ekki fullnægjandi til langframa. Póstmálastjórnin verður því á- samt bifreiðaskipulagsnefndinni, en þessir aðilar hafa hjer úrslita- ráðin, að sjá um, að ferðunum verði hið allra fyrsta komið í viðunandi horf. Ef gamla strætis- vagnafjelagið getur staðið við skuldbindingar sínar verður að sjá um, að það geri það. Sje það aftur á móti ófært til þess, verður að gefa öðrum, sem til þess kunna að vera reiðubúnir, færi á að taka við þessum ferð- um. Það er ótvíræð skylda póst- málastjórnarinnar og skipulags- nefndar að sjá um, að ferðir falli ekki að óþörfu niður. Krafa al- mennings er, að þessir aðilar, sem fenginn er rjettur til að ráð- stafa þessum málum, lilaupist ekki frá skyldum sínum, þegar á reynir. EINN merkilegasti íþróttavið- burður ársins er opnun Sundhallarinnar til almennings- þarfa og fyrir skólana, sagði for- seti í. S. í., Benedikt G. Waage, er vjer spurðum hann um það helsta, sem gerst hefði á árinu á sviði íþrótta og líkamsræktar. En ennþá þyrfti að gera ýms- ar e'ndurbætur á sundmálum bæj- arbúa, sagði Ben. G. Waage. T. d. þyrfti að stækka sundlaugarn- ar að mun og byggja útilaugar inni í bænum, aðra við Sundhöll- ina og hina í Yesturbænum. Ætti að vera tiltölulega auðvelt að byggja slíkar útilaugar, þegar Hitaveitan er komin. A sundmálin verður ekki svo minst, að ekki sje getið hinna fjölda mörgu nýju og góðu: sund- meta, sem sett liafa verið á ár- inu. Er í rauninni furðulegt, hve sundfólki voru hefir farið fram síðan Sundhöllin var opnuð — þe'nnan stutta tíma. Fyrst á árinu (í janúar) hjelt í. S. í. 25 ára afmæli sitt hátíð- legt að Hótel Borg. 1 marga daga á eftir voru haldnar íþróttasýn- „Yfirnáttúrleg fyrirbrigði" heitir grein í Jólalesbók Mbh. eft- ir W. M. Hurst. Kveðst höf. ekki trúa á slíkt, „en þó hafa tveir svo merkilegir atburðir hent mig um ævina“ ■— segir liann — „að jeg finn enga skýringu á þeim“. Annað er það, að hann er á ferð um landshluta, þar sem hann hef- ir aldrei komið áður. En alt í einu fer hann að kannast við sig, og verður þetta betur og betur, svo að hann getur jafnvel sagt hvað framundan er. Atburður þessi er auðskýrður. Hurst fær samband við framliðinn, og þá að öllum líkindum einmitt við þessa formóður sína, sem hann segir að átt hafi heirna í því landi fyrir mörgum mannsöldr- um. Hún lítur nú aftur fornar slóðir með aUgum þessa niðja síns, en hann fær aftur þátt í kunn- ugieika hennar á þessum stöðum. Atburðir af þessu tagi eru ekki mjög óalgengir, en að þeir eru taldir yfirnáttúrlegir er af slíkum ástæðum, sem komu Islendingum 17. og 18. aldarinnar til að telja yfirnáttúrlega atburði rafljós þau sem eldgosum eru samfara. II. Sambandsendurminningar af þessu tagi, sem Hurst segir frá, hafa átt meginþáttinn í að skapa endurburðartrúna, þá trú, að sá sem endurminningarnar virðist eiga, hafi lifað áður og dáið, en fæðst svo aftur. Endurminningar slíkar eru nokkurskonar vakandi ingar, svo sem leikfimi, glíma, snnd o. fl. Yar þetta afmæli til þess að hleypa miklu fjöri í alla íþróttastarfsemi í bænum. Komu sænsku íþróttainann- anna taldi Ben. G. .Waage merk- isviðburð fyrir útiíþróttirnar. Aldrei hafa verið sett jafn mörg og glæsileg met í frjálsum íþrótt- um og þetta ár, sem nú er að líða. Svíamótið á sinn þátt í því, að svo mörg og glæsileg met voru sett, því þá fengu íþróttamenn vorir sjer yfirleitt betri menn til að keppa við. Annars var aðstaða til úti- íþrótta afar erfið s.l. sumar vegna óhagstæðrar veðráttu. Skíðalandsmótið í Hve'radöliim var einn af mestu íþróttavið- burðum ársins. Skíðamót þetta liefði þó orðið enn glæsilegra, ef kvefpestin hefði ekki geysað í bænum um þær mundir. Skíðaskálar hafa verið bygðir víðsvegar um land á árinu, t. d. á Isafirði, Siglufirði og víðar. Þá hafa margir skíðaskálar verið reistir hjer í nágrenninu, eins og kunnugt er. f þessn sambandi draumur, og sá sem athugar nógu gaumgæfilega, mun komast að raun um, að hann á í draumi fjölda af svipuðum endurminn- ingum, sem styðjast ekki við neina viðburði í vökulífi hans. Getur þetta orðið mönnum góð hjálp til þess að át-ta sig á sam- bandseðli draumlífsins. III. Hinn atburðurinn, sem Ilurst segir frá, er ekki eins auðskýrð- ur, enda víkur þar nokkuð öðru- vísi við, og frásögnin er ekki nógu nákvæm. Talsverðar líkur virðast þó til þess, að einnig þar komi til greina einmitt þetta sama samband hans við formóð- ur sína. Hún hefir vitað um þennan háska, sem niðja hennar var búinn, og með tilstyrk munks ins svæfir hún hann eða dáleið- ir, svo að hann missir af feigð- arlestinni. Er þar þá fagurt dæmi þess, hvernig þekking á því, sem dreg-ur til, eða verða vill (to mellon), getur orðið til þess að afstýra slysi: Mellon verður ekki sama sem esomenon; sbr. grein mína um spádóma, sem kom fyrir ekki alllöngu í einhverju blaði. Mintist jeg þar, ef jeg man rjett, á þá algengu en röngu trú, að ef menn geti sjeð fyrir óorðna viðburði, þá verði af því að á- lykta, að menn berist í rauninni fyrir straumi örlaganna, þannig að þeir fái þar engu um þokað. Á jólanóttina 1937. Helgi Pjeturss. 5 1937 G. Waage má geta þess, segir forseti f. S. I. , að skautaíþróttin hefir ekki verið iðkuð eins og skyldi vegna óhagstæðrar veðráttu. Sýnir það, að nauðsyn er á að bygður verði sem fyrst skautaskáli lijer í bæn- um. Þá mintist forseti á aðra helstu íþróttaviðburði ársins, eins og Skotamótið, sem hefði sýnt, að knattspyrnumenn vorir eru: á rjettri leið og í mikilli framför. II. fimleikalandsmót í. S. í., sem haldið var í maímánuði, sóttu 202 þátttakendur frá 12 fjelögum og skólum. Eina utanför íslenskra íþrótta- manna á árinu var för „Ár- manns“ á norræna kappróðra- mótið í Kaupmannahöfn. Þetta var að vísu engin sigurför, en íslenskir ræðarar munu hafa mik- ið gagn af henni í framtíðinni vegna þess lærdóms, sem ræðar- ar Ármanns öfluðu sjer í för- inni. í ^tuttu viðtali er þess enginn kostur, segir forseti I. S. I., að minnast neitt verulega á alla þá íþróttaviðburði, sem skeð bafa á árinu, og er því lijer að framau aðeins stiklað á þeim helstu og þýðingarmestu. Yerður þó ekki við það mál svo skilið, að elcki sje minst á það, að á árinu var byrjað að vinna að hinu fyrir- hugaða íþróttasvæði Reykjavík- ur. Yeitti bæjarstjórn 30 þús- und krónur í þessu skyni á ár- inu. Vænta íþróttamenn þess, að enn verði á næsta ári veitt ríf- leg upphæð til þessa merkismáls, svo hægt verði að halda vinn- unni áfram. íþróttahve'rfi Reykjavíkurbæj- ar er ekki aðeins eitt stærsta framtíðarmál íþróttamanna hjer í höfuðstaðnum, heldur íþróttn- manna á öllu landinu. Að síðustu má geta þess, íið Alþingi hefir nú liækkað árleg- an styrk ríkissjóðs til í. S. í. úr 5 þúsund krónum upp í 8 þús. kr. Eru íþróttamenn afar þakk- látir fyrir þá fjárveitingu, sem um leið er viðurkenning á störf- um í. S. í. Að lokum mintist Ben. G. Waage á þrjá íþróttafrömuði, sdm látist liafa á árinu, en það eru þeir Páll Erlingsson sundkenn- ari, sem ljest 9. apríl, Guðmunfl- ur Björnson landlæknir, sem ljest 7. maí, og Axel V. Tulini- us, sem andaðist 8. des. Þjóðin á þessum íþróttaliöfðingjum mik- ið að þakka fyrir starf þeirra £ þágu íþróttamálanna. Hjónaband. Á gamlársdag voru gefin saman í hjónaband af sr. Friðrik Hallgrímssyni ungfrú Hulda Olgeirsson og Rafn Jóns- son tannlæknir. Heimili þeirra er í Garðastræti 34. Ríkisskip. Esja var á Seyðis- firði kl. 6 í gær. Súðin er í Vest- mannaeyjum. Auðráðin gáta i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.