Morgunblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. janúar 1938.
!l
SnæfellingamútiQ
verður haldið að Hótel Borg laugardagimi 8. jan. og hefst
með borðhaldi kl. 7 e. m.
Listar til áskriftar liggja frammi í Skóbúð Reykja-
víkur, Aðalstræti 8 og Tóbaksversl. London, Austurstr.
14. Aðgöngumiðar seldir á sömu stöðum.
R AFSIIÐ A.
Nokkrar leiðbeiningar um notkun rafmagns-
eldavjela, svo og upplýsingar um verð á rafmagni
til almennrar heimilisnotkunar, fást ókeypis á skrif-
stofu Rafmagnsveitunnar.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Gjðí Jðns Sigurðssonar.
Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar!í,
skal hjer með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr
tjeðum sjóði, fyrir vel samin vísindaleg rit, viðvíkjandi
sögu landsins og bókmentum, lögum þess, stjórn eða
framförum, að senda slík rit fyrir lok desembermánaðar
1938 til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á Alþingi
1937 til þess að gera að álitum, hvort höfundar ritanna
sjeu verðlauna verðir fyrir þau, eftir tilgangi gjafarinn-
ar. — Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna
verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkendar með ein-
hverri einkunn. Þær skulu vera vjelritaðar, eða ritaðar
með vel skýrri hendi. Nafn höfundarins á að fylgja í lok-
uðu brjefi með sömu einkunn, sem ritgerðin hefir.
Reykjavík, 31. des. 1937.
Þorkel! Jóhannesson. Matthías Þórðarson.
Barði Guðmundsson.
Til afgreiðslu í dag.
Síhækkandi tollar gera vöruna dýra. Gjörið því inn-
kaup yðar nú þegar á Sykri, Kaffi, Hveiti, Rúgmjöli, Hrís-
grjónum, Hrísmjöli, Haframjöli, Kartöflumjöli, Fóðurvör-
um o. fl.
Sfg. Þ. Shjaldberg.
(Heildsalan).
BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU.
Stöðvun Strætisvagnanna
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
og var formanni fjelags-
ins, Hirti B. Helgasyni,
falið að gera ákveðnar
kröfur til Strætisvagnaf je-
Iagsins út af þessum skuld
um.
Hjörtur mun hafa krafist
þess að fjelagið greiddi sam-
tals þúsund krónur á viku upp
í hinar eldri skuldir og skyldu
greiðslur þessar hefjast mánu-
daginn 20. desember. Hefir
Strætisvagnafjelagið staðið í
skilum með hinar tvær áföllnu
vikugreiðslur.
TILBOÐ
STRÆTISVAGNA-
FJELAGSINS
Tilboð það sem Strætis-
vagnafjelagið lagði fram í
gærkvöldi en „Hreyfill“
hafnaði, var á þá Ieið, að
Hreyfill skipaði sjerstakan
mann sem hefði aðgang að
f járhirslum fjelagsins og
sæi um kaupgreiðslur til
bifreiðarstjóra. Með því
hefðu bifreiðastjórar for-
gangsrjett að fjárreiðum
f jelagsins.
Tilboð þetta var gert með því
skilyrði, að vinna hjá Strætis-
vagnafjelaginu hefðist aftur í
dag.
NEITUNIN
Orsakirnar til þess að Hreyf-
ill hafnaði þessu tilboði eru, að
með því er gengið fram hjá
kröfu, sem fjel. gerði til Stræt-
isvagnafjelagsins í samningum
um kjör bifreiðarstjóra, sem
ekki var að fullu lokið fyrir
áramótin. Þessum samningum
var þó að mestu lokið, en Stræt
isvagnafjelagið vildi ekki fall-
ast á að gera það að skyldu
að allir bifreiðarstjórar fjel.
gangi einkennisklæddir. Fram
til þessa hefir það verið fjelag-
inu í sjálfsvald sett, hverjum
það fæli að ganga í einkennis-
búningi, en búningana greiðir
fjelagið.
Á þessu atriði strandaði í gær
kvöldi.
BÍÐUR
ÁTEKTA
Björn Bl. (Jónsson, sagði
Morgunblaðinu í gær, að skipu-
lagsnefnd fólksflutninga með
bifreiðum, myndi bíða enn um
stund, án þess að blanda sjer
í málið. 1 lögum um fólksflutn-
inga með bifreiðum væri gert
ráð fyrir að sjerleyfishafi til-
kynti póst- og símamálastjóra,'
sem hefði yfirumsjón með þess-
um málum, ef hann gæti ekki
fullnægt þeim kröfum, sem til
hans eru gerðar. Engin tilkynn-
ing í þessa átt hefði enn borist
til póst og símamálastjóra.
Björn Bl. Jónsson kvaðst þó
gera ráð fyrir að skipulags-
nefndin yrði að skerast í leik-
inn ef ekkert samkomulag ýrði
næstu daga.
FUNRUR FYRIR
ÁRAM.ÓT
Björn Blöndal skýrði Mgbl.
ennfremur frá því, að fimtu-
daginn 30. des. hefði póst- og
símamálastjóri haldið fund
með skipulagsnefnd fólksflutn-
inga með bifreiðum, ásamt for-
manni Strætisvagnaf jelagsins
o. fl. og hafi þar verið rætt um
hve margar bifreiðar Strætis-
vagnafjelagið gæti haft í um-
ferð. Hafa komið fram kvart-
anir um að fjelagið vanrækti
starfsemi sína, vegna þess að
bifreiðar þess hafi verið í við-
gerð.
Rannsókn, sem Björn Bl.
Jónsson, ásamt skoðunarmönn-
um bifreiða, Jóni Ólafssyni og
Viggo Eyjólfssyni framkvæmdu
leiddi í ljós, að Strætisvagna-
fjelagið gat haldið uppi sjer-
leyfisleiðum sínum í Reykjavík
og nágrenni, með því að taka
tvo vagna af Hafnarfjarðarleið
inni og Lö^bergsvagninn, og
hætta ferðum á þessum leiðum
í bili.
, Af þessum orsökum hefði því
ekki komið til stöðvunar ef
deilan við „Hreyfil" hefði ekki
risið.
STRÆTISVAGNA FJELAG
REYKJAVÍKUR H.F.
Strætisvagnafjelag Reykja-
víkur hefir átt í allmiklum
fjárhagsörðugleikum undanfar-
ið og á fundi fjelagsins 4. des.
voru kosnir tveir menn til þess
að rannsaka hag og rekstur
fjelagsins, Ásgeir Ásgeirsson
frá Fróðá og Egill Vilhjálmsson
kaupmaður.
Þessir menn hafa að undan-
förnu rannsakað möguleika
fyrir endurskipulagningu fje-
lagsins, þannig, að það geti
fullnægt þeim kröfum, sem til
þess eru gerðar samkvæmt
sjerleyfi þass.
Störfum þeirra er nú svo
langt komið, að boðað verður
tií fundar næstu daga og munu
þeir þá leggja þar fram til-
lögur sínar um endurskipulagn
ingu fjelagsins.
Jafnframt munu þe-ir hafa
haft samband við skipulags-
nefnd fólksfiutninga með bif-
reiðum um hæfilegan frest, til
20. janúar, til þess að koma
fjelaginu á r.ýjan grundvöll.
Nýácskveð|or
sjémttnna
FB. 31. des.
Óskum vinum og vandamönnum
gleðilegs nýárs. Kveðjur. Skip-
verjar á Surprise.
Gleðilegt nýár. Þökkum liðna
árið. Skipverjar á Júpíter.
Óskum vinum og vandamönnum
gleðilegs nýárs. Þökkum liðið ár.
Kærar kveðjur. Skipverjar á Gull-
toppi.
Ágætustu nýársóskir. Þökkum
gamla árið. Skipverjar á Rán.
Óskum vinum og ættingjum
gleðilegs nýárs. Þökkum hið liðna.
Skipverjar á Belgaum.
Óskum vinum og vandamönnum
gleðilegs nýárs með þökk fyrir hið
liðna. Skipverjar á Venusi.
Gleðilegt nýár. Þökkum hið
liðna. Skipverjar á Brimi.
Gleðilegt nýár. Þökkum liðna
árið. Skipverjar á Garðari.
Gleðilegt nýár. Þökkum hið
liðna. Skipverjar á Karlsefni.
Hættulegt fkveikju-
æði unglinga ð
gamlárskvölú
Margt manna var á götnm
bæjarins á gamlárskvöld,
eins og venja er til, enda var
veður að þessu sinni sjerstaklega
hlýtt og gótt. Nokkuð bar á ó-
spektum hjá unglingum, en
hættulegastur leikur þeirra var
þó íkveikjuæði þeirra.
Gengu strákahópar um bæinn
og kveiktu í kössum og brjefa-
rusli. Var stór mildi, að ekki
hlutust eldsvoðar af þessum í-
kveikjum. Einu sinni varð að kalla
slökkviliðið út, en þá hafði
strákahópur kveikt í tómum köss
um í porti við hús Magnúsar
Benjamínssonar & Co. í Vallar-
stræti. Tókst slökkviliðinu að
kæfa eldinn, áður en til vand-
ræða kæmi eða kviknaði í hús-
inu.
Nokkuð var sprengt af púð-
urskotum víðsvegar um bæinn og
einn drengur varð fyrir slíku
skoti og meiddist nokkuð í and-
liti. Varð að flytja hann á sjúkra
hús. Reyndust meiðslin þó ekki-
hættuleg.
Dansleikir voru í öllum sam-
kvæmishúsum bæjarins og fóru
þeir yfirleitt sæmilega fram, þó
víða væri hávaðasamt.
Lögreglan liafði mikið að gera
alla nóttina, en telur þó að oft
hafi verið órólegra á skemtun-
um og á götunum en að þessu
sinni.
Einmuna veður-
blíða um alt land
Hvarvetna á landinu er um
þessar mundir sögð ein-
muna veðurblíða.
Á Suðurlandi hefir verið rign-
ingasamt undanfarnar vikur, en
tíðarfar mjög hlýtt. Víða í lág-
sveitum á Suðurlandi hefir skot-
ið upp gróðurnál og á nokkrum
stöðum eru nýútsprungin blóm í
görðum.
Á Vestfjörðum hefir einnig ver
ið rigningasamt undanfarið, en
tíðarfar afarmilt. Snjór er þar
hvergi nema á háfjöllum.
í Húnavatnssýslu er marauð
jörð og skaflar aðeins í háfjöll-
um. Fjenaður er hýstur í hjer-
aðinu, en mjög lítið er gefið. Bíl-
ar ganga viðstöðulaust um hjer-
aðið og alla leið til Borgarness.
í Skagafirði og Eyjafirði hef-
ir verið sumarblíða undanfarnar
vikur. Vindur hefir jafnan verið
sunnan og suðvestan með smá-
skúrum og veðrátta mjög hlý.
í Þingeyjarsýslum hefir einnig
verið langvinn, hæg sunnanátt
og hlýindi. Snjólaust er í sveit-
um, en snjór á heiðum og í fjöll-
um. Sauðfje er hýst, en mjög
lítið gefið. Bílar ganga alla leið
milli Akureyrar og Húsavíkur,
en Reykjaheiði er talin ófær bíl-
um.
Á Austurlandi er einnig sögð
einmuna veðurblíða og víðast
hvar alautt í bygðum. Víða geng
ur bæði sauðfje og hross sjálf-
ala. (FÚ)