Morgunblaðið - 04.01.1938, Side 8

Morgunblaðið - 04.01.1938, Side 8
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. janúar 1938- J&Wjtsfíiini íc © Spennandi ástarsögur seldar meS gjafverði á Frakkastíg 24. Gsiseldavjel, sem ný, til sölu og sýnis á Brávallagötu 20. Verð eftir samkomulagi. 'TíwJ K Munið ódýru brauðin: Rúgbrauð 50 au. Normalbrauð 50 au. Franskbrauð 1/1 40 au. do. Yz 20 au. Súrbrauð 1/1 30 au. do. t/2 15 au. Vínarbrauð allar teg. 10 au. Allar kökur með sjerstak- lega lágu verði. Kringlur 1 kg. á 1 kr. Skonrok mjög smátt að eins 1 kr. kg. Tvíbökur sjer- staklega góðar 2 kr. kg. Fje lagsbakaríið, Klapparstíg 17. Sími 3292. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gunnar Guðmundsson. Laugaveg 42. Viðtalstími 1—4 e. h. Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — í(Grettir). Kaupum flöskur og glös og bóndósir. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl, 2—5. Sækjum. Fæði. Nokkrir menn og kon- ur geta komist að í fæði, gott og ódýrt. Mun ódýrara íyrir konur. Sjerborð. Laufásveg 14. ona ein í Hollandi, sem 1 hafði 8 daga gamalt barn á brjósti, drakk eina flösku af portvíni skömmu áð- ur en hún gaf barninu að drekka. Barnið misti meðvit- undina er það hafði drukkið móðurmjólkina. Önnur móðir, sem hafði 6 mánaða gamalt barn á brjósti, reykti 20 sigar- ettur á dag. Barn hennar varð tmáttlaust og átti bágt með svefn o. s. frv. I báðum tilfell- um fanst eitur það sem mæð- urnar höfðu neytt í blóði barn- anna. * Dýragarðurinn í New York hefir nýlega bætt við sig dýr- í/Wztfnninn'CW Fiskbúðin Bára, Þórsgötu 17. Sími 4663. St. Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8 e. h. Inntaka nýrra fjelaga. Önnur mál. Eft- ir fundinn fer fram áramóta- skemtun með eftirfarandi at- riðum: 1. Ræða. Kr. Þ. 2. Ein- söngur S. E. 3. Upplestur. G. G. 4. Gamanvísur G. E. 5. Flautusóló. Kr. Þ. Dans. Hús- inu lokað kl. 10.30 e. h. Ókeyp- is fyrir skuldlausa fjelaga. Friggbónið fína, er bæjarins oesta bón. um og þar á meðal einni kú. Það kom í Ijós, er kýrin hafði verið almenningi til sýnis nokk- ura daga, að mörg börn í borg- inni höfðu aldrei á ævi sinni sjeð þvílíkt dýr! ¥ Ungur maður í Melbourne komst að þeirri sorglegu stað- reynd á dögunum, að kærastan hans var orðin skotin í öðrum. Vonsvikni kærastinn tók þá til sinna ráða og stal loðkápu og fölskum tönnum, sem heitmey hans hafði átt til þess að hún gæti ekki litið eins vel út! * Pessi saga er frá „vilta vestr- inu“. Presturinn liafði hald- ið langa ræðu í kirkjunni nm kraftaverk og eftir messu kom gamall kúreki til hans og bað um nánari skýringu á kraftaverkum. Hann hafði ekki skilið ræðu prests ins til fulls. Presturinn hugsaði sig um dá- litla stund og fór svo að útskýra málið fyrir kúrekanum. Klerkur komst samt fljótt að því, að orð hans höfðu lítil áhrif. Alt í einu datt honum ráð í hug. Hann rak kúrekanum mikinn löðrung. — Fanstu nokkuð til? spurði prestur. — Jeg skyldi nú halda það, sagði kúrekinn. — Jæja, góði vinur, sagði þá presturinn, ef þú hefðir fekki fundið neitt til, hefði það verið kraftaverk! Árið 1890 byrjaði Kokicki Mi- kimoto, sonur fátæks kaupmanns í Japan, að búa til gerfiperlur. Nú er hann orðinn auðugur mað- ur og hefir m. a. unnið landi sínu gagn með því að veita því stór- lán hvað eftir annað. * Kennarinn: Hvernig getur mað- ur vitað hvort það er óleyfilegt eða ekki, sem maður gerir. Drengurinn: Alt, sem er veru- lega skemtilegt, er óleyfilegt. * Ný radiumnáma hefir fundist norðarlega í Kanada og þar vinna nú 105 manns við að vinna radium úr jörðu. Sagt er að 40.000 sjúk- lingar í heiminum þurfi á radium- lækningu að halda, en að ekki sje hægt að veita hana vegna skorts á radium. Nii vonast menn eftir að hægt verði að vinna svo mikið radium í þessari nýju námu, að hægt verði að fullnægja eftir- spurninni. Undírrituð les allar venju- legar námsgreinar með skóla- börnum. Til viðtals á Leifsgötu 12 kl. 4—5 og 8—9 síðd. — Sími 1310, Rósa Finnbogadótt- ir kennari frá Auðsholti. Saumanámskeið byrjar aft- j ur 5. þ. m. Saumastofa Guð- irúnar og Veru, Bergstaðastræti ‘9. Bókbandskensla. Lærið að: binda yðar eigin bækur. Rósa- Þorleifsdóttir. Listbókbindari.. Vonarstræti 12. Röska stúlku vantar á gott Iheimili í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar í Vinnufatagerð Islands. Sími 3666. ísenskar ágætar karlöllur í pokum og lausri vigt. Versl. Visir. EGGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangur um austurdyr). Unglingsstúlka óskast í vist nú þegar með annari. Upplýs- ingar Inglfsstræti 21 A. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19.--- Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. í}C&&ru&<yL Herbergi með húsgögnunr óskast helst í miðbænum. Til- boð óskast merkt: Foss. Herbergi til leigu fyrir reglu- saman og áreiðanlegan mann. Skálholtsstíg 7. Fæði fæst á sama stað. KOL OG SALT I simi 1120 4« ANTHONY MORTON; ÞEKKIÐ ÞJER BARÖNINN? 29. þýfið fyrir sig eða breytt um málróm. Hitt vissi Brist- ow með vissu, að T. Baron var þegar orðinn erfiður viðureignar. Scotland Yard fjekk um þessar mundir stöðugt tilkynningar um smáþjófnaði hjer og þar, og heldra fólkið í borginni varð fyrir töluvert miklu tjóni. Það eina, sem Bristow gat sagt með vissu, var það, að þjófnaðir þessir áttu sjer jafnan stað við veisluhöld eða dansleiki. Og þegar hann athugaði samkvæmin nánar með yfirboðara sínum, komst hann að raun um tvent, sem nokkru máli skifti. Þjófnaðurinn virtist fylgja Fauntley fjölskyldunni. — Lafði Fauntley og lávarðurinn, Lorna, John Mann- ering og greifafrúin af Kenton og fimm eða sex aðr- ir gestir, virtust ávalt vera viðstaddir, þegar þjófn- aður átti sjer stað. Ennfremur virtist ekki vera stol- ið nema verðlitlum skrautgripum. Dýrmætari stein- ar, eins og t. d. Liska-gimsteinninn, sem Fauntley lá- varður átti, voru látnir í friði. — Ke-ynið að afla yður allra fáanlegra upplýsinga um þjónustufólkið hjá þessu fólki, Bill, sagði Lynch. — Jeg fer að halda, að það sje húsþjófur, sem fær okkur í þenna eltingarleik við sig. Bristow sendi marga leynilögreglumenn af stað til þess að kynna sjer þjónustufólkið í þeim húsum, sem þjófnaðir áttu sjer stað í. Og eftir að hafa lesið all- ar skýrslurnar, komst hann að raun um, að ekkert af þjónustufólkinu virtist grunsamlegt. — Jæja, sagði Lynch. — Annaðhvort verður ná- unginn leiður á leiknum, áður en við handsömum hann, eða hann kemnr upp um sig einn góðan veður- dag. — Sú ke'nning verður varla til þess að greiða úr flækjunni, sagði Bristow. — En við getum víst ekki gert annað betra en bíða, nns hann leggur út í meira stórræði. — Það er jeg einmitt að gera, svaraði Lynch þur- lega. Mannering skemti sjer ágætlega. Honum var vel til Williams BristoW. Alt, sem hann lieyrði um hann frá mönnum, sem hann hafði sam- band við, eins og Rauða Flanagan, Flick Everson, Levy Schmidt og fleirum, virtist benda til þess, að hann væri besti maður. En það var prakkarinn í hon- um sem hafði fengið hann til þess að gera honum þenna grikk í búð Levys, og Gyðingurinn hafði feg- inn viljað hjálpa lionum, því að með því móti fekk hann tækifæri til þess að fá góðar vörur fyrir lítið verð. Mannering hafði fljótt sjeð, að Levy var ágætur liilmari og hafði náð í marga góða menn og sjer gagn- lega gegnum hann. Honum hafði reynst erfiðara að selja þýfið en ná í það. Hann var fæddur fjárhættuspilari, og hin rólegu ár, sem hann hafði dvalið nppi í sveit, voru fyrir hann eins og draumur nú. Það var að vísu nokkur svölun að hætta stórri upphæð á hest og láta hann svo um alla fyrirhöfnina, en það var ekki nógu spennandi. En bið nýja spil hans vantaði ekkert í þá átt. * * Nú var persónulegt frelsi hans komið undir hans eigin snarræði, og tekjnr hans undir nákvæmni hans og varfærni. Nú átti hann öflugan mótstöðumann, þar sem var alt þjóðfjelagið og lögregla þess. Hann hafði rækilega hugsað málið Erfiðleikarnir voru miklir og áhættan, en launin líka eftir því. Ráðið var, að fá lögregluna til þess að berjast við einskonar skugga. Ef hann gat ekki skapað tvær per- sónur, sem voru hvor annari óháðar, voru líkindi til þess að hann myndi fyr eða síðar reka sig á. En gæti hann fengið Bristow og Lynch til þess að eltast við „skugga“ hans, meðan hann sjálfur gat rólegur verið að verki, var honum borgið. * * Honum var ljóst, hve mikið lögreglan vissi á þessu stigi málsins. Auðvitað hafði hún grun á einhverjum manni, sem var í þeim hópi, sem þjófnaðurinn átti sjer jafnan stað. Og hann var eklti í nokkrum vafa um, að þeir settu hinn leyndardómsfulla T. Baron í samband við livarf Kia- og Kenton-skartgripanna. Það var meira að segjaj ekki ósennilegt að leynilögreglumaður yrði látinn njósna um allar ferðir Fauntley-fólksins, án þess að- það vissi um það sjálft. Það yrði líklega nauðsynlegt að taka aðra stefnu,. þó ekki yrði nema um tíma. En það var aðeins eitt, sem Mannering hafði á- hyggjur út af. Honum datt ekki í hug að taka neitt tillit til Fauntleys lávarðar, því að hann hafði grætt öll sín auðæfi í stríðinu, og liann hafði enga samúð með slíkum bröskurum. En öðru máli var að gegnaj með Lornu! Mannering var ekki vel ljóst, hvernig tilfinningar lians voru í hennar garð. Að vísu hafði lionum litist betur á hana strax í fyrsta skifti og hann sá hana en> nokkra leikkonu. En hann var bitur. Hann var liættur að hugsa um Maríu Overdon nú, en hin eitraða kald- hæðni, sem hryggbrot hennar hafði valdið í huga hans; var afar rótgróin, og hann var sanníærður um, að hún: hefði orðið orsök þess, að hann gæti aldrei orðið ást- fanginn í nolckurri konu framar. En hvernig var þá hugur hans til Lornu? Hann hafði ákveðið að hafa heimili Fauntleys, sem bakhjall, en alment var það álitið, að það væri þegj- andi samþykt, að hann og Lorna ætluðu að eyða æfi-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.