Morgunblaðið - 08.01.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.01.1938, Qupperneq 7
Laugardagur 8. janúar 1938. MORGUNBLAÖIÐ I Vegna fjölda áskorana | verður | Málverkasýning | FINNS JÓNSSONAR | Kirkjutorgi 4 $ . , , , $ opm í dag og a morgun (sunnudag 9. jan.) kl. | 10—10, og er það í síð- | asta sinn. | % Skriífarkensla Nýtt námskeið byrjar í næstu viku. Einkatímar líka fáanlegir. GUÐRÚN GEIRSD ÓTTIR. Sími 3680. 5 manna drossia til sölu með tækifærisverði ef samið er strax. Uppl. í sima 1195. lalkensla • • • j til lagfæringar á stami, lin- • 2 mæli, holgóm og fleiri mál- * J göllum, veiti jeg börnum, J • unglingum og fullorðnum. * • Ennfremur laga hásar og * • veiklaðar raddir. • • . • | Ólafía Jóhannesdóttir I 2 Eiríksgötu 13. Símá 3660. J Framleiðum og seljum í heildsölu: Skíðalúffur með skinni og skinnlausar, Svefnpoka, —- Kerrupoka, Skinnlúffur all- ar stærðir. MAGNI H.F. Sími 2088. Harmonika ifimmföld, ítölsk, til sölu. Upplýsingar á Frakkastíg 16 (uppi). Sími 3664. ma M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 10. þ. m. kl. 6 aíðd. til ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar; þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 e. h. í dag. Fylgibrjef yfir vörur komi fyr- ir kl. 3 í dag. SKipaafgr. Jas Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Qagbók. □ Edda 59381117 — 1. Atkv. Veðurútlit í Reykjavík í dag: A-kaldi. Úrkomulaust. Veðrið í gær (föstud. kl. 17): Vindur er milli NA og SA hjer á landi, víðast hægur. Dálítil snjókoma er víða um land, eink- um á A-landi. Frost 1—5 stig. Hæð er yfir NA-Grænlandi, en lægðir fyrir suðvestan og suð- austan land. Lítur út fyrir A- læga átt næstu dægur. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Messur í dómkirkjunni á morg- un: Kl. 11 síra Friðrik Hall- grímsson. Kl. 5 síra Bjarni Jóns- son. Messur í fríkirkjunni á morg- un: Kl. 2 barnaguðsþjónusta, sr. Árni Sigurðsson. Kl. ’5, tetud. theol, Ragnar Benediktsson prje- dikar, . , Bamaguðsþjónusta verður í fríkirkjunni x Hafnarfirði á morgun kl. 2, sr. Jón Anðuns. Bamagnðsþjónusta í Laugar- nesskóla á morgun kl. 10.30. Messað í Aðventkirkjunni á morgun kl. 8.30 síðd. O. J. Olsen. Skíðafjelag Hafnarfjarðar fer í , skíðaferð á morgun, ef veður leyfir. _ Hjónaefni. Á nýársdag opinber- uðu trúlofun sína frk. Sigríður Áskelsdóttir frá Hrísey og Helgi Geirsson frá Húsatóftum á Skeið- um, kennari í Hveragerði. Fyrsti róður á vertíðinni hjer við Faxaflóa var farinn í gær og öftuðu bátar sæmilega. Mest af aflanum var vænn þorskur. Ing'var Vigfússon blikksmiður á ísafirði átti áttræðisafmæli í fyrradag. Hann hefir dvalið á ísafirði í 40 ár, nýtur maður og merkisborgari. Ármenningar fara í skíðaferð í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. Farmiðar afhentir í Brynju og á skrifstofu fjelagsins. Snæfellingamótið hefst með borðhaldi kl. 7 í kvöld að Ilótel Borg. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Gunn- þórunn Víglundsdóttir frá Höfða og Þórsteinn Gíslason vjelstjóri, Hafnarfirði. Útvarpið: 20.15 Afmæliskvöld útvarpsins (dagskrá frá 20. des. 1937): a) Utvarpshljómsveitin. b) Erindi (Útvarpsstjórinn). c) Gamanleikur. d) Syrpa úr plötusafni út- varpsins o. fl. Minningarorð um Sveindísi Ásgerði Guðbjartsdóttur Fóðraöar lútfur handa dömum og ungl- ingum. Verð frá kr. 8.75. Margskonar fallegir HANSKAR. Hljóðfærahúsið. dag verður til moldar borin * í Hafnarfirði Sveindís Ás- gerður Guðbjartsdóttir, dóttir hjónanna Herdísar Guðmunds- dóttur og Guðbjartar Ásgeirs sonar bryta í Hafnarfirði. Svein- dís, eða Dídí, eins og hún var kölluð í daglegu tali, var fædd 24. júní 1918. Dídí sál. var tæplega búin að slíta bernskuskónum þegar hinn mikli óvinur æskunnar — hvíti dauðinn náði tökum á henni. Hún var þá aðeins 15 ára göm- ul, og vax: þá komin í 1. bekk Flensborgarskólans í Hafnar- firði, full af æskuþrótti og með fagrar framtíðarvonir í huga Hafði hún þá ásamt annari stúlku synt yfir Hafnarfjörð, sem þótti mikið afrek af aðeins 14 ára gamalli telpu. En það lá annað fyrir henni en að fá að njóta sín í íþróttum og námi með$l samtíða æsku sinnar, sem hún hafði svo mikla hæfi- leika til, heldur beið hennar erfið barátta við langvarandi veikindi, sem að lokum urðu henni að ofurefli. Dídí sál. ljest að Vífilsstaðahæli 31. des. 1937, 19 ára að aldri. Það væri ekki óeðlilegt að stúlka, sem deyr svo ung og verður að eyða bestu árum sín- um í sífeldri baráttu við veik- indi, skildi eftir sig djúp spor í þessum heimi, en svo var eigi með Dídí sálugu. Hún var óvenjuleg, eða okkur vinum hennar fanst hún vera fagurt dæmi um óvenjulegan þroska og skilning, og mun hún því á valt eiga djúp ítök í hug okkar. Dídí sáluga unni fögrum list um, og notaði sínar mörgu ein- verustundir til lesturs góðra bóka. Hún var tryggur fjelagi, og hafði góð áhrif á vini sína. Og munum við aldrei gleyma hinu indæla brosi hennar, sem ósjálfrátt kom okkur í gott skap. Stilling hennar var mikil, þegar hún þurfti að mæta hinni beisku alvöru þessa lífs. Jeg minnist þess, að jólakortið sem hún sendi mjer var þannig stílað, að hún hafði auðsjáan- lega búið sig undir að heilsa hinu nýja ári annars staðar en hjer á jörðu. Dídí sáluga ándaðist á gaml- ársdag og jeg veit, að hennar hefir beðið gleðilegt nýtt ár, þar sem hún er nú komin. Vertu sæl, Dídí mín, og þakka þjer fyrir allar samveru- stundirnar. Vinkona. Lokað í dag wegna vðrnupptalningar. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. ;f i ■ ?í i Húseignir. Þeir, sem ætla að kaupa eða selja húseignir með lausum íbúðum 14. maí n. k. ættu að snúa sjer sem fyrst til mín. Hef verið beðinn að selja fjölda húsa af öll- um stærðum. Hef ennfremur kaupendur að villum [Lárus Jóhannesson, hæstarjettarmálaflutningsmaður. Suðurgötu 4. Sími 4314. Umsóknir 'triii um námsstyrk samkvæmt ákvörðun Mentamálaráðs (kr. 10,000), sem veittur er á fjárlögum ársins 1938, sendist ritara Mentamálaráðsins, Ásvallagötu 64 Reykjavík, fyrir 10. febrúar 1938. Styrkinn má veita konum sem körl- Úm, til Kvers þess náms, er Menta- málaráð telur nauðsyn að styrkja. Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuð stór. Opin allan sólarhringinn. Morgunblaöií með morgunkaffinu Hjartkæra konan mín Guðrún Einarsdóttir andaðist að morgni þ. 6. janúar að heimili sínu, Gunnarssnndi 1, Hafnarfirði. Jarðarförin ákveðin síðar, Þórarinn Gunnarsson. Jarðarför minnar hjartkæru dóttur og systur Stellu Vilbergs fer fram þriðjudaginn 11. þ. m. og hefst með bæn í Landa- koti kl. 10 árd. María Éyjólfsdóttir og systkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför móður minnar Susie Briem f. Taylor. Sigurður H. Briem.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.