Morgunblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. jan. 1938. Minningarorð um frð Guðrúnu Vel á minsl! —-... Efflr Sncöíu-IIatla " Hitaveitan er einstæð í öllum heiminum. Útlendingar, sem heyra getið um þessa fyrirhuguðu framkvæmd, setja app stór augu. Þeir eru í fijótu bragði afar van- trúaðir á, að slíkt sje gerlegt, enda hafa ekki slíkar hitaveitur kotnist á í jarðhitalöndum, eins og Japan og Italíu. Hitaveitan litla frá Laugunum hefir sannfært útlendjnga, sem hafa kynt sjer málið, um, að hjer sje um verufeika að ræða. En það er skemtileg tilhugsun fyrir Reyk víkinga, að verða fyrstir manna til að nota jarðhita til upphitun- ar í stórum stíl. Það er í fyrsta sinn, sem íslendingar verða for- göngumenn annara þjóða um stór- feldar verklegar framfarir. ¥ tgerðarfyrirtæki rauðliða liafa gengið á mestu t’rje- fótum. Allir þekkja bæjarútgerð- ina í Hafnarfirði og útgerð Finns á ísafirði. En það er fleira en þessi skipaútgerðarfyrirtæki, sem gefa slæma raun. Jónas Jónsson var gerður út af sósíalistum 1916. Ilann Iiefir altaf mótmælt þessu þangað til nú, að hann reynir að slæðast eftir ó- skilaatkvæðum frá Alþyðuflökkn- um. En dómur sósíalista um ár- angur þessarar útgerðar er þann- ig: „Alt er betra en íhaldið og Jónas“. Hjeðinn var aftur á móti gerð- ur út af Framsóknarmönnum. Dómur „reiðaranna“ er sá, að hann hafi verið harla giftulítill í starfi sínu. * parnaður opinbers fjár, hefir verið „leiðin, sem ekki má nefna“ síðan núverandi stjórnar- flokkar settust að völdum. Jafnvel gætnustu menn þessara flokka, eins og Jón Árnason, hafa lýst því yfir, að þeir hafi ekki trú á sparnaði. Nú koma fulltrúar stjórnar- flokkanna fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar, og þykjast ætla að rjetta við fjárhag Reykjavíkur. Þeir hafa með löggjafarstarfi sínu orðið þess valdandi, að útgjöld bæjarins hafa stóraukist, jafn- framt því sem tekjustofnar hans hafa stórminkað. Ef Sjálfstæðismenn væru ekki við völd, væri alt komið hjer í sömu rústir og á ísafirði og Hafnarfirði. * að er von að bitlingahjörðin í ,,utanbæjarflokknum“ s.jái Þlóðugum augum eftir hverjum eyri, sem fer til þurfamanna bæj- arins. Ásamt sósíalistum hafa Tímamenn stjórnað landinu svo, að fleiri og fleiri hafa orðið að leita á náðir þess opinbera um framfæri sitt. Hátekjumennirnir á Tímalistan- mm láta engan dag líða svo, að ekki sje talið eftir þurfamanna- framfærið í bænum. Og nú eru þeir jafnvel farnir að telja eftir kosningarrjett fátæklinganna. * að er óhætt að fullyrða, að mönnum um allan heim hef- 5r Ijett við þau tíðindi, að „hrein- gerningunni‘‘ væri lokið í Rúss- landi. Slíkur óhugnaður stendur af frásögnunum um ógnaröldina þar í landi, að heilbrigðir menn fyllast viðbjóði við þau tíðindi. Þessvegna Ijetti mönnum við fregnina um, að Stalin ætlaði nú að gefa sjer tóm til að þvo blóð- ið af höndum sjer. En dýrðin stóð ekki lengi. Mið- stjórn Kommúnistaflokksins hefir lýst því yfir, til að fyrirbyggja allan misskilning,' að „hreingern- ingunni“ sje alls ekki lokið. Stal- in heimtar: Meira blóð ! .V. Hjeðinn Valdimarsson hefir látið Alþýðublaðið birta heilmiklar bollaleggingar um. út- komuna á síldarbræðslu Kveld- iilfs síðastliðið ár. Fyrsta villan í öllum þessum útreikningi er sú, að Hjeðinn miðar alt við Finn og síldarverksmiðjur ríkisins. Úr því Finnur lætur ríkið tapa stórfje, þá er óhugsandi annað en Kveld- úlfur tapi líka. Þannig hugsar Hjeðinn. En það er auðvitað ekk- ert víst, að reikna þurfi með sams konar tapi hjá Kveldúlfi og síld- arverksmiðjum ríkisins. * að er sjerstaklega óviðfeldið, að það skuli verai Hjeðinn Valdimarsson, sem fer að breiða sig svona yfir rekstur Kveldúlfs Allir vita, að það er einmitt Hjeð- inn, sem mesta ábyrgðina ber á því, að Kveldúlfur fjekk ekki leyfi til að reisa Iljaltevrarstöð- ina fyr en í ótíma var komið og besti sölutíminn liðinn lijá. Þeg- ar Iljeðinn jafnframt útmálar það tap, sem á Landsbankanum lendi vegna þessara tafa, tekur hann þessvegna á sig ábyrgðina af því tapi, hvort sem það verð- ur meira eða minna. Loks ætti olíusalinn að vita, að þótt síldarolía standi lágt í dag, getur hún bækkað von bráðar. Að minsta; kosti hafa viðskifta- menn Hjeðins stundum fengið full ar sannanir fyrir því, að olía get- ur hækkað býsna snögglega! * jeðinn Valdimarsson slær því föstu, að togarar Kveld- úlfs hafi tapað 100 þús. krónum. Annars hafai sósíalistar altaf gef- ið í skyn, að tapið á togararekstr- inum væri mjög orðum aukið, þeg ar þeir hafa verið að skjóta sjer undan því, að ]já útgerðinm nókkurt liðsinni. En sem sagt: Hjeðinn slær því nú föstu, að tapið á hvern tog- ara; sje 100 þús. Og hvaða álykt,- un halda menn svo, að Hjeðinn dragi af þessari útkomu? Jú, að annaðhvort verði að stöðva skip- in, eða kaupið að hækka! Skýrsla byggingarfulltrúa Ak- ureyrar yfir nýbyggingu húsa ár- ið 1937 telur íbúðarhús 16, verk- smiðjuhús 1, verkstæðishús 2 og geymsluhús 1. — Ný hús að öllu leyti eru alls 20. Endurbygð hús vegna bruna 2 og stækkuð hú.3 samtals 9. Nýjar íbúðir í þessum húsum eru 26. Áætlaður bygging- arkostnaður er samtals um 500,- 000.00 krónur. (FU) Frú Guðrún Einarsdóttir, ein hin merkasta kona þessa bæj- arfjelags, ljest að heimili sínu i Hafnarfirði þann 6. þ. m. Hún var fædd 1886 — því rúmlega fimtug. Um tuttugu og fimm ár eru !ið- in síðan jeg kyntist frú Guðrúrm Einarsdóttur fyrst. Náin samvinna hófst þó ekki þá, heldur nokkrum árum síðar, en varð því meiri og ánægjulegri sem lengur leið, er mjer skildist hvílík afburða kona hún var. Ef jeg ætti að skilgreina þá meginþætti í skapgerð Guðrúnar, sem jeg varð fyrst var við, þá væru það helst þessir: Hin glaða lund, skír og sjálfstæð hugsun, og einbeittur vilji. En allir þessir þættir voru bornir uppi af bjartri lífsskoðun. Engum manni, sem kyntist henni nokkuð, gat dulist glaðlyndi hennar. Hvar sem hún fór, hvort hún var á heimili sínu, í samkvæmi eða við erfið og þreyt- andi störf, þá var glatt í kring- um hana. Hvellur hlátur hennar stökti á brott öllum lífsleiða, og gerði störfin ljett, og samveru- síundirnar ánægjulegar. — Jafn- vel á sárustu sorgarstundum gat Imn verið glöð. Jeg minnist þess, er jeg og ann- ar maður komum á heimili henn- ar, á síðastliðnu sumri. Hún sat við líkbörur dóttur sinnar — ynd- islegrar stúlku tuttugu og þriggja ára, sem var það síðasta af þrem- ur börnum hennan — hin voru áður dáin eitt í bernsku, og sonur fyrir fimm árum, þá tuttugu og eins árs, yndislegur piltur. — Við sáum að hún hafði grátið, en er hún reis úr sæti sínu há og tíguleg, skein bros í gegnum tár- in — tók hún okkur með sinni al- kunnu alúð og gestrisni, eins og ekkert væri. Brátt kom það í ljós er maður átti tal við Guðrúnu, hvað hugs- unin var skír, og skoðunin sjálf- stæð og ákveðin, hvað sem um var rætt. Ilún fylgdi því jafnan er hún taldi sanngjarnt og rjett, og þoldi ekki að því væri misboðið er henni var kært. Hún var skap- festukona sem gat haldið fast á sínum málstað, ef í odda skarst, en ávalt með fullum drengskap. Og jeg fullyrði að luin vildi ekki gera öðrum annað en það, sem hún hefði kosið sjálfri sjer til handa. Hugsjónir átti frú Guðrúu margar og fágrar, en hún ljet sjer ekki nægja að eiga þær eins og’ helga dóma, sem ekki mátti snerta — nei, hún sparaði hvorki tíma nje erfiði til að gera þær að veruleika, og að þeim skap- andi mætti í þjóðlífinu, sem þær gátu frekast orðið. Sagt er að móðir frú Guðrún- ar hafi verið mjög trúuð og guð- rækin kona, má því ætla, að hún hafi sáð þeim fræjum í hjarta dótturinnar þegar í bernsku. Bendir alt líf og starf Guðrúnar til þess, að þau fræ hafi náð að festa rætur og bera ávöxt. Það liggur í augum uppi, að þau skapgerðareinkenni, sem hjer hefir verið minst á, borin uppi af öruggri trú á lífið og þroska- möguleika mannssálarinnar þessa heims og annars, hafi orðið hag- nýt, þegar út í fjelagsmálabar- áttuna kom. Þegar svo þar við bætast frábærir foringja hæfileik- ar. Eins og fyr er getið átti frú Guðrún margar hugsjónir og fagrar. Ein af þeim ;— og sú, er jeg ætla að henni hafi verið kær- ust — var málefni kirkjunnar. Guðrún Einarsdóttir. En þar var hún sem annarsstað- ar, sjálfstæð og heil. Hún fylti þann flokk kirkjunnar manna, sem telja varhugavert að kirkjan sje of háð ríkisvaldinu, þar sem löggjöfin gæti hvenær sem væri skorið henni enn þrengri stakk en orðið er og lamað svo starfs- krafta hennar, að liún verði því nær magnlaus. Kirkjan, er í eðli sínu frjáls, og á að vera það, sterk og vold- ug sjálfstæð stofnun, óháð öllum nema sínum eigin lögum. Þá — og þá fyrst er kirkjan þess megn- ug að verða það skapandi afl, sem þjóðfjelaginu má verða til ómetanlegrar blessunar. — Fyr- ir þessa hugsjón virtist Guðrún aldrei geta fært nógu m)*kla fórn. Um 15 ára skeið hefir verið starfandi kvenfjelag innan frí- kirkjusafnaðarins. Fyrstu árin veitti móðir Guðrúnar því for- stöðu, en brátt þrutu kraftar henn ar, og tók þá Guðrún við, og hafði forustuna ætíð síðan. Það mun algeiigást, þegar kvenfjelög eru stofnuð, þá sje það gert einhverju sjerstöku mál- efni til framdráttar, oftast mana- úðar- eða menningarmál. Þau mál eru konum jafnan hugstæðust, — eðli konunnar er að fórna. Nú er það svo, að sálarlíf ltonnunnar er með nokkuð öði-um hætti en karla. Karlmönnum hættir fremur við að lilusta á eina rödd, ef svo mætti að orði kveða, — rödd skyn- seminnar, en hjá konunum hljóma tvær raddir í senn, rödd heilans og rödd hjartans. Báðar eiga þær jafnan rjett á sjer, og skamt mundu menn komast, ef önnuv? hljóðnaði. En hjer liggur vand- inn, að taka tillit til beggja og samræma, svo báðar fái notið sin. En hjer, meðal annars, komu fram hinir frábæru hæfileikar Guðrún- ar. Sjálf átti hún funheitt hjarta og gat vel skilið tilfinningar ann- ara, og hún átti nóga greind til að meta það, sem skynsamlegt var. Þessvegna var stjórn henn- ar svo ágæt sem hún var. Hjer verður ekki rakið hið mikla og óeigingjarna starf kven- fjelagsins undir stfjórn Guðrún- ar, en það er auðsætt, þar sem saman fór sívakandi árvekni, kvenlegur næmleiki og smekkvísi, og stórbrotinn framsóknarhugur, að öll starfsemi fjelagsins hafi orðið fríkirkjusöfnuðinum til ó- metanlegs gagns og blessunar. Þegar Guðrún var að vinna fyr- ir áhugamál sín, kom best fram kjarkur hennar og áræði; fanst mjer stundum, sem hún sæist þar lítt fyrir. En brátt sást, að svo var ekki, er það kom í Ijós, hversu ráðholl og ráðsnjöll hún var. Eitt dæmi af mörgum skal nefnt. Einarsdóttur Nokkrir karlmenn höfðu bund- ist samtökum um að koma í framkvæmd sjerstölíu málefni, en þar þurfti nokkurra átaka við. Þegar hún hafði frjett um þetta, sett sig inn í málið og brotið það til mergjar — sá var jafnan hátt- ur hennar — bauð hún aðstoð sína og síns stóra fjelags. Sam- ]).vkt hafði verið að koma í fram- kvæmd vissu atriði í þessu sam- bandi, og var henni og mjer fal- ið að sjá um undirbúning. Okk- ur greindi nokkuð á um þetta, en endaði þó svo, að hennar vilji náði fram að ganga, — sem bet- ur fór, því þetta hepnaðist betnr en nokkur gat búist við. Slík var Guðrún ávált. Eitt af mestu áhugamálum Guð- rúnar var bindindismálið. Sagt er, að 7 ára gömul hafi hún geng- ið í Góðtemplararegluna og starf- áð þar ætíð síðan með sínum al- kunna dugnaði. Síðastliðin 15 ái- var hún gæslumaður unglinga- siúkunnar „Kærleiksbandið“ hjer í bænum. Je^ hygg að það sje engin tilviljun að Guðrún valdist í þetta starf. Málið er í eðli sínu þannig, að hún, með sína björtu lífsskoðun, gat ekki látið þann lið uppeldismálanna sem hann væri henni óviðkomandi. Henni var full Ijóst, að hin uppvaxandi kynslóð- eru þær meginstoðir, sem þjóð- fjelagið hvílir á á hverjum tíma. Og til ]>ess að geta bygt upp traust og siðfágað þjóðfjelag, þarf efniviðurinn að vera ófúinn. Þess vegna varði hún kröftum sínum og tíma, svo langt og vítt sem hún náði, til að ala upp bind- indissama. æsku. Þegar lifið er yfir líf osr störf frú Guðrúnar, sjest, að þau hafa verið fórn og þjónusta fyrir fagr ar hugsjónir, sem miða að því, og þvi einu, að göfga og fegra mann lífið. Er hægt að skila fegurra cagsverki? Guðrún var gift Þórarni Gunn- arssyni, þau eignuðust þrjú börn eins og fyr er sagt. Sambúð þeirra var ávalt hin ástúðlegasta, og heimili þeirra sönn fyrirmynd. Minnist jeg með þakklæti og virð ingu þeirra mörgu ánægjustunda, er jeg átti á heimili þeirra. hjóna. Guðm. Einarsson. Skákmóti Hafnarfjarðar, hinu ellefta í röðinni, er nýlokið. í fyrsta flokki var teflt um skák- meistaratitil Hafnarfjgrðar og vann Sigurður T. Sigurðsson tit- ilinn með 4% vinning. Næstur honum varð Helgi Kristjánsson með 4 vinninga. Guðmundur Þor- láksson varð efstur í II. flokki og hafði hann 4 vinninga. Næst- ur honum varð Eggert ísaksson með 3 vinninga. Taflfjelag Hafn- arfjarðar sá um mótið eins og að undanförnu. Keppendur voru 11. Stjórn Taflfjelags Hafnarfjarðar skipa nú: formaður Jón Krist- jánsson, meðstjórnendur Sigurður T. Sigurðsson og Guðmundur V. Einarsson. íslenska söngkonan ungfrú Elsa Sigfúss hefir sungið inn á nokkrar nýjar grammófónplötui* og í tilefni af því skrifar .,Ber- lingslte Tidende“ ákaflega lof- samlega um söng hennar, og seg- ir, að hún haldi áfram sigurför sinni með liina óvenju fögru út- varpsrödd sína. (FÚ). Islensku málararnir Þorvaldur Skúlason og Svavar Guðnason eru í þann veginn að leggja af stað í námsför til Parísar, þar sem þeir ætla að dvelja um sinn. FÚ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.