Morgunblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. jau. 1938. Rússarnir á isjakanum skamt frá Spitzbergen Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Isjaka rússnesku vís- indamannanna 4, sem flugu til Norður- heimskautsins, rekur hratt suðaustur á bóg- inn, vegna ofviðris, sem geisað hefir í Norðurís- hafi. Staða ísjakans er í bili á 78. breiddar- gráðu og 10. gráðu vest- lægrar lengdar (eða skamt vestan við Spitz- bergen). Murmanesk, rússneski ísbrjót- urinn, sem sendur var til þess að sækja vísindamennina, hef- ir orðið að gefast upp 200 km. frá jakanum, vegna geisivíð- áttumikillar ísbreiðu, sem stendur eins og klettur fyrir skipinu. * (Aths. Rússar eiga tvo leið- angra í Norðuríshafi, sem báðir eru í hættu staddir: Rússnesku vísindamennina fjóra, sem hjer greinir frá, og verslunarskipin tta, fyrir norðan Síberíu, norð austur af Kobelnoieyju, sem Morgunblaðið sagði frá eitt allra blaða í Reykjavík í gær). Kveikti i dyna> mifspren^fu i munni sjer Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Konur fjellu í yfirlið, er maður, sem enginn veit deili á, rjeði sjer bana á einni af f jölförnustu götunum í Stokk hólmi í gærkvöldi. Maðurinn stakk dynamit- sprengju í munn sjer og kveikti í henni. Sprengingin tætti í sundur höfuð hans. DANSKIR FISKIMENN BIÐJA UM STYRK. Danska fiskimannasamband- ið hefir farið þess á leit við stjórnina, að hún láti verja tveimur miljónum króna til þess að kaupa fisk og útbýta meðal gamalmenna og fátæk- linga, og er beiðnin rökstudd með því, að þar sje um sam- bærilegan stuðning að ræða við fiskimannastjettina, eins og þann sem bændum hefir verið veittur með kaupum á kjöti og mjólk til útbýtingar meðal fá- tækra manna. Auk þess sje fiskur þessu fólki engu síður nauðsyn, en landbúnaðarafurðir. C-listinn er listi Sjálfstæðis- manna í íteykjavík. Hiller bannar „Sluermer“ blað Gyðingahafarans Slreiebers Frá frjettaritara vorum. Berlín í gær: — Þýsk blöð hafa loksins mist þolinmæð- ina út af hinum taumlausa antisemitisma Júlíusar Streichers. I gær var útgáfa blaðs hans, „Der Stúrmer" argasta sorp- blaðs, sem út hefir komið, bönnuð. Stjórninni ofbauð síð- asta eintak „Der Stúrmers“, sem var óvenjulega ósvífið, jafnvel á „Stúrmers“ mælikvarða. M. a. var þess krafist, að refsað væri með lífláti kynþáttasvívirðu. í tilskipun stjórnarinnar segir, að blaðið skuli bannað þar til öðru vísi verður ákveðið. Alment er álitið að bannið eigi rót sína að rekja til hins nýja yfirmanns þýskra blaða (Reichspressechef) dr. Diet- richs, sem tók við embætti af dr. Funk, sem nú er atvinnu- málaráðherra. Er því talið að bannið sje endanlegt. Júlíus Streicher, ritstjóri „Stúrmers“ er fylkisstjóri (Gatileiter) Nazista í Núrnberg. Hann er einn af elstu stuðningsmönnum Hitlers og tók m. a. þátt í Hitlers-upp- Julius Streicher, reisninni 1923. Það er því talið, að bannið geti haft víðtæk ritstjóri „Stiirmers“ og einn af áhrif. elstu samstarfsmönnum Hitlers. Forsíðufrjettir i öðrum löndum Stórfeld njósnarastarfsemi Rússa afhjúpuð í Italiu FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN t GÆR. Lögreglan í Ítalíu hefir afhjúpað stór- felda njósnarstarfsemi Rússa í Ítalíu, sem teygir arma sína um þvert og endilangt landið. Njósnarstarfsemi þessi hefir verið rekin undir verndarvæng opinberrar sendi- sveitar Rússa í Ítalíu.. Njósnararnir greiddu, ef svo bar undir alt að því 400 þúsund lírur fyrir upplýsingar um ítölsk hernaðarleyndarmál. Foringi njósnaranna er verkfræðingur að nafni Gregorieff, og er sennilega frændi Stalins. Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi. Portúgal KOMMÚNISTAR í PORTÚGAL. Kalundborg í gær. FÚ ðalforingi kommúnista í Portúgal hefir verið tek- inn höndum og margir flokks- bræður hans, ásamt honum. Er búist við að fleiri kom- múnistar verði teknir höndum og að stjórnin hyggist nú að gera ráðstafanir til þess að ganga milli bols og höfuðs á kommúnistum og starfsemi þeirra. Bretland ENGAR NÝJAR SAM- KOMULAGSUMLEIT- ANIR. London í gær. FÚ. resk ráðherranefnd kom saman á fund í London í dag. Því er lýst yfir að Robert Vansittart, ráðunautur Edens í utanríkismálum, muni alls ekki fara til Rómaborgar á næst- unni, og ennfremur að breska tjórnin hafi ekki í hyggju að gera neinar nýjar tilraunir til þess að bæta samkomulagið nilli Breta og Itala, eins og akir standa. Spánn ÖRYGGI SJÓMANNA VIÐ SPÁN. London í gær. FÚ. loftárás, sem gerð var á Tarragona á Spáni í gær, fjell sprengja ofan á breskt ;kip sem þar lá á höfninni, og biðu tveir hásetar bana, en sjö særðust. Auk þess er fimm manna af áhöfninni saknað, og síðustu frjettir herma að þeir muni hafa farist. Frakkland ENGIN GJALDEYRIS- HÖFT 1 FRAKKLANDI. London í gær. FÚ. hautemps og Daladier lásu upp yfirlýsingu um stefnu hinnar nýju stjórnar í Frakklandi, l'éfri Og neðri mál- stofum þingsins í dag, og var yfirlýsingunni vel tekið í báð- um deildum. Stjórnin telur það miklu máli skifta, að fjárlögin sjeu tekju- hallalaus og að þriggjavelda- sáttmálinn um gjaldeyrismál sje ekki rofinn. Stjórnin lýsir yfir, stuðningi sínum við Þjóða- bandalagið, og vináttu sinni við Breta. Gamelin hershöfðingi er nú frmaður landvarnaráðs. Noregur NORSKA STJÓRNIN í MINNIHLUTA. Oslo í gær. instriflokkur Stórþingsins hefir skrifað Stórþings- nefnd þeirri, sem hefir til með- ferðar frumvarp stjórnarinnar um tryggingasjóð atvinnuveg- anna. Þingflokkurinn tjáir sig mótfallinn tillögunum um þving unartillögu til tryggingarsj óðs atvinnuveganna, því að bæði líti flokkurinn svo á, að það sje miklum vafa bundið hvort fara skuli út á þessa braut, en auk þess þurfi málið víðtækari og nákvæmari athugunar við áður fullnaðarákvarðanir sjeu teknar um það. Flest blöð eru þeirra skoðun- ar, að ekki mun til þess koma að ríkisstjórnin geri þetta mál að fráfararatriði. NRP—FB. Kína - Japan ÓTRYGG YFIRRÁÐ JAPANA í SHANGHAI. London í gær. FÚ. íu yfirforingjar úr kín- j verska hernum hafa ver- ið teknir af lífi fyrir að gegna ekki skyldu sinni. Japanir í Tientsin bera á 'móti því, að þeir hafi bótað að fara inn í breska borgarhverfi^ og sækja þangað kínverskan flóttamann, ef hann yrði ekki látinn af hendi við þá. Segja þeir, að orðsending Japana hafi verið skakt þýdd á ensku. Kínverskur maður, sem átti sæti .1 borgaranefndinni, sem hefir það verk með höndum að afmá stríðsummmerkin í Shang- hai, var skotinn til bana í dag. Hann er þriðji meðlimur nefnd- arinnar sem fallið hefir fyrir hendi þeirra sem líta á nefnd- armenn sem svikara við ldn- verska lýðveldið. --------Falski------------j „majórinn" í Frakklandi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Þjóðverjar skemta sjer þessa dagana við bráðskemti- legt Köpernick-hneyksli, er gerst hefir handan við landa- mærin, í Frakklandi. Franskur stórsvikari, sem setið hafði í fangelsi, klædd- ist nýlega major-einkennis- búningi, og fór til þess að gera liðskönnun í virkjum Parísarborgar. — Þar sýndi hann fölsuð skilríki, og þeir sem betur áttu að vita, ljetu glepjast. Þarna kannaði „majórinn" lið virkjanna, sæmdi suma heiðurspeningum og aðra hækkaði hann í tign. M. a. skipaði hann svo fyr- ir, að nokkrar fallbyssur skyldu sendar til bræðslu! Svipað hneyksli kom fyrir í Þýskalandi eigi alls fyrir löngu í Köpemick, og af því draga sögur, eins og þessi nafn sitt. Fundur Sjálf- stæðisfjelag- anna ð morgun Sálfstæðisfjelögin í Reykja- vík, Vörður, Hvöt og Heimdallur, halda fund í Nýja Bíó á morgun. Þar verður rætt um hitaveitumálið og önnur1 bæjarmál. Borgarstjórinn verð- ur málshefjandi. Mun hann sýna fram á, að fullyrðingar blaða og smala andstöðuflokk- anna um hitaveitumálið er þvættingur og ósannindi. Auk borgarstjóra taka til máls á fundinum: Helgi Hermann Ei- íksson, Guðrún Jónasson, Jak- ob Möller, Gunnar E. Bene- diktsson, Guðm. Ásbjörnsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Bjarni Benediktsson, og Magnús Jóns- son. Fundurinn hefst kl. 1.30. Af sjerstökum ástæðum varða þeir, er sækja fundinn, að sýna í ' göngumiða við innganginn. Sjálfstæðiskjósendur geta feng- ið aðgöngumiða í Varðarhús- inu niðri í dag og til hádegis á morgun. Fjárveitinganefnd Alþingis er nu að koma saman hjer í bænum. Þessí tilhögun var upp tekin til þess að flýta fyrir afgreiðslu fjár laganna og veita nefndinni tæki- færi til þess að kynna sjer ræki- lega rekstur ríkisstofnana. Ekki taka allir nefndarmenn þátt í þessu starfi áðnr en þing kemur saman; munu þeir verða 7 sem vinna í nefndinni fyrst nm sinn. ’íþróttafjelag Reykjavíkur fer í skíðaferð á morgun að Kolviðar- hóli, ef veður og færð leyfir. Far- ið verður frá Söluturninum kl. 9 stundvíslega. Farseðlar sæltist í Stálhúsgögn, Laugaveg 11 fyrir kl. 6 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.