Morgunblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 5
lL.augardagrur 22. jan. 1938. MORGUNBLAÐIÐ V Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Ritstjórar: Jón KJartansson og VaRýr Stef&nsson (á.byrgOarœaOur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgrelOsla: Austurstrœtl 8. — Stml 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á m&nuOl. f lausasölu: 15 aura elntakiO — 35 aura ineO Lesbök „ÞAR SEM FÓLKI FÆKKAR" EINN af bæjarfulltrúum só- síalista í Hafnarfirði Ijet svo ummælt nýlega, að helsta bjargráðið fyrir bæjar- fjelag hans, væri að sameinast Reykjavík. Því miður eru víst litlar líkur til þess að Reyk- víkingar sjeu eins áfjáðir, að rugla reitum við Hafnfirðinga, eins og þar er högum komið. En þessi yfirlýsing hins hafn- firska sósíalista sýnir ljóslega, hvernig hann lítur annarsvegar á stjórn hinna ástkæru flokks- bræðra sinna á Hafnarfjarðar- kaupstað. Hinsvegar á stjórn hins hataða ,,íhalds“ á Reykja- víkurbæ. Nú er það að visu svo, að þótt bæjarfjelagið hafnfirska sem heild hafi ekki leitað samein- ingar við hinn nálæga „stóra bróður", þá hefir á undanförn- um árum legið látlaus straum- ur sunnan Hafnarfjarðarveginn, af hafnfirskum borgurum — flóttamönnum frá þessu sósíal- istiska sæluríki, beint inn í ,,í- haldshreiðrið“ reykvíska. — í Hafnarfirði hefir fólki fækkað. Sama er, að segja um ísafjörð. Hundruðum saman flýja menn þessa staði til að „sameinast . Reykjavík“. Þessi flótti fólksins úr sósíal- istabæjunum til Reykjavíkur, segir skýrar til um það en nokk- uð annað, hver munur er á ;stjórn bæjarfjelagsins, sem sótt zr til, og hinna, sem flúið er frá. Menn þyrpast þangað sem afkomuskilyrðin eru best, þangað sem atvinnumöguleikar eru fjölbreyttastir og mestar líkur til þess að hægt sje að tryggja sjer og sínum viðun- andi lífskjör. Menn skifta því • aðeins kjörum, að betra sje í boði en það sem horfið er frá. Reykjavík er ungur bær. En hann er bráðþroska. Á undra • stuttum tíma hefir tekist að reisa hjer allmyndarlega borg ■ með menningarbrag á nútíma 'vísu. Þeir menn eru til, sem sjá hjer aðeins rústir. En þeir sem eru svo skynviltir sjá líka fyrir sjer borgir, þar sem ekk- ert er nema rústir. Það sem *, slíkir menn kalla að reisa úr rústum, er í raun og veru að rífa til grunna. Nú sameinast þessir „skyn- villingar“ í sameiginlegt áhlaup á Reykjavíkurbæ. Ætlunin er að setja nýtt andlit á bæinn. Á öðrum stöðum hefir þeim tek- ist að móta drættina í ásjónu bæjarfjelaganna og hvað skín út úr þeim svip? Þáð sem kom fram í andvarpi hafnfirska só- síalistans. Þessi bæjarfjelög mæna vonaraugum á Reykja- vík. Höfuðstaðurinn hefir, þrátt fyrir alt, það yfirbragð, ao aðr- ir kaupstaðir landsins þrá það mest að líkjast honum. Hið „nýja andlit“ yrði sniðið eftir ásjónu Hafnarfjarðar, Isafjarð- ar og Seyðisfjarðar. En allir þessir staðir eiga sammerkt um það, að þeir þora ekki aS sjá íraman í sjálfa sig. Þess vegna er þeim ekki gerður verri ó- leikur en samanburðurinn við Reykjavík. Þeir vilja byrgja á- sjónu sína. „Andstæðingar íhaldsins“ hafa um langt skeið fengið að leika allar sínar listir á ísa- firði, Hafnarfirði og Seyðisfirði. Ef þeir fengju aðstöðu til þess mundu þeir stjórna Reykjavík nákvæmlega á sama hátt. Langar Reykvíkinga til að skifta kjörum við Hafnfirðinga, Seyðfirðinga, eða ísfirðinga? Ef þá langar til þess, er sjálfsagt í'yrir þá að kjósa „andstæðinga íhaldsins“ við bæj arstj órnarkosningarnar. Líti þeir hinsvegar svo á, að stjórn þessara bæjarfjelaga sje ekki f il eftirbreytni, heldur varnað- ar, munu þeir tryggja það, að ekki verði skift um stjórn bæjarmálanna. Sósíalistar hafa sýnt hvers þeir eru megnugir á stöðunum, „þar sem fólki fækkar“. Kosningarnar 30. þessa mán- aðar skera úr um það, hvort Reykvíkingar óski eftir sams^ konar forsjá sinna mála. Þá og HWJB Eftir kosningarnar 1927 kom- ust núverandi stjórnarflokk- ar fyrst til valda. Undanfarið kjörtímabil liöfðu Sjálfstæðis- menn farið með stjórn landsins. Þeim hafði tekist að rjetta við fjárhaginn. Þegar stjórn Sjálfstæðismanna Ijet af völdum, birtust um það langar greinar í stórblöðum ná- grannaþjóðanna. Alstaðar kvað við sama tón: Það er öfundsverð þjóð, sem, kemur sjer úr slculd- um, þegar aðrar þjóðir stynja nndir sívaxandi skuldabyrði. I samræmi við það álit, sem Sjálfstæðismönnum hafði tekist, að skapa á landinu meðal ná- grannaþjóðanna, voru íslenskum viðskiftum opnaðar dyr, hvar sem var. Eftir 10 ára stjórn núverandi stjórnarflokka er svo gersamlega skift um, að þeir sem áður sótt- ust sem mest eftir viðskiftum við okkur, forðast nú eins heitan eld að skifta við Islendinga, og „il þess að loka dyrunum til fulls er gerð samfylking við þá menn, sem lýsa því yfir sem höfuð stefnuskráratriði, að gera þjóð- bankann gjaldþrota. Sænsk blöð flytja nú hvert á fætur öðru fregnir um það, að næst muni verða stungið upp á Lindhagen, borgarstjóra í Stokk- hólmi og Haile Selassie Abyss- iníukeisara til þess að hljóta frið- arverðlaun Nobels. (FÚ) Veglegur skóli fyrir • r reinar sjo- mannastj ettarinnar Ríki 0.8: bæjarfjelög' hafa á undanförnum árum veitt miklu fje tii eflin8;ar mentamálum b.ióðarinnar, svo sem til by.a:8:in8;ar nýrra skólahúsa o. fl., og skal bað ekki rakið hjer. Er það vissu le8:a þakkarvert, þótt hins- ve8:ar me8;i deila um það, hvort það nauðsynlega hafi ávalt verið látið sitja fyrir því, sem minna var aðkall- andi. Þannig mun það ekki orka tvímælið, að skólamál sjómanna stj ettarinnar hafa svo að segja algjörlega verið borin fyrir borð af því opinbera. Síðastliðin 7 ár hefir sleitulaust verið unnið að því að fá bætt úr húsnæðisskorti og öðrum vanbúna,ði Vjelstjóra- og Stýrimannaskólans, en enn sem komið er, hefir það starf lítinn áþreyfanlegan árangur borið. Má það teljast furðulegt, að jafn mikilvægu máli, sem mentun sjómannastjettarinnar skuli hafa verið svo tómlega tek ið. Er þó sjómannastjettin sú stjett, sem þjóðin á mest undir að sje starfi sínu vaxin, og illa er henni launað mikilvægt og dyggilega unnið starf, ef hún á að vera hornreka í slíkum málum sem þessum, og er þjóð- inni allri lítill greiði gjör, ef mentamál þessara stjettar verða anrækt eins og hingað til hef- ir verið gjört. * úsakynni Vélstjóra- og Stýrimannaskólans eru nilega þau ömurlegustu, sem nokkur skóli í menningarlandi •á við að búa. Er skólahúsið sjálft mjög úr sjer gengið og þrengsli svo mikil, að til vand- ræða horfir. Áhaldakostur skól- ans er svo rýr, að það hamlar jkenslu tilfinnanlega. Loftskeyta ólinn hefir ekkert húsnæði og er algjörlega á hrakólum. Mat- =iveinaskóli, sem mjög er nauð- synlegur, er ekki til. Nú er þó svo komið, að sjó- menn telja að ekki megi lengur svo til búið ganga öllu lengur. ,,Farmanna- og fiskimannasam- band íslands" tók þegar eftir að það var stofnað að beita sjer fyrir skólamáli sjómanna. Á fyrsta þingi sambandsins s. 1. ?umar var mál þetta til umræðu óg var samþykt að skora á Al- þingi að veita nú þegar ríflega f.iárupphæð úr ríkissjóði til ’iyggingar skólahúss fyrir allar gi einar sj ómannast j ettarinnar, m þurfa á sjermentun að h.alda.Þessa áskorun lagði stjórn sambandsins því næst fyrir Alþ. þegar það kom saman á s. 1. 'iausti. Ennfremur skrifaði sam- bandið ríkissjórn brjef um sama efni og fór þess á leit, að skipuð yrði nefnd til þess að velja heppilegan stað eða lóð Þorsteinn Árnason. Höfundur þessarar greinar. fyrir fyrirhugað skólahús. — — Kenslumálaráðherra skipaði skömmu síðar í nefndina húsa- meistara ríkisins, skólastjóra Stýrimannaskólans og Vjel- stjóraskólans og tvo menn úr stjórn F.F.S.Í. Árangur af starfi þessarar nefndar var sá, að hún lagði til að skólinn stæði á Skólavörðuhæð. Taldi nefndin að sá staður hefði fleiri kosti til að bera en nokkur annar staður er völ var á, innan bæj- ar. Skömmu eftir að Alþingi kom saman hafði stjórn sambandsins tal af nokkrum þingmönnum um málið og var það til þess að þingmennirnir Sigurjón Ól- afsson og Jóhann Þ. Jósefsson fluttu í efri deild tillögu til þingsályktunar um byggingu stýrimanna- og vjelstjóraskóla í Rvík. Er tillagan á þessa leið: „Efri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninn iað undir- búa á næsta ári byggingu nýs skólahúss, er veiti nægilegt hús- rúm til kenslu fyrir nemendur í siglingafræði, vjelfræði, raf- magnsfræði, loftskeytafræði og matreiðslu fyrir sjómenn. Bygg- ing þessi fullnægi nútímakröf- um, sem gerðar eru til sams- konar skóla í nálægum löndum og að öðru leyti samkv. fylstu reglum, sem gerðar eru um ný- bygða skóla innanlands“. Eins og þesssi tillaga ber með sjer, er hjer ekki um að ræða byggingu fyrir hina líðandi stund, heldur byggingu sem stand,a á kynslóð fram af kynslóð, og sem auk þess á að vera táknmynd þess„ á hversu háu menningarstigi þjóðin stóð þegar skólinn var reistur og þess hversu þjóðin 1 heild met- ur og virðir starf sjómanna. Það er því nauðsynlegt að stað- urinn sem skólanuin verður val- inn sje vel athugaður og hann síðan reistur á þeim virðuleg- asta stað sem föng eru á. ¥ Skömmu eftir að nefnd sú sem áður er getið hafði lokið störfum var boðið að gefa lóð á Valhúshæð á Seltjarnarnesi undir fyrirhugað skólahús fyr- ir sjómannastjettina. Þótt þessi staður standi utan við bæinn hefir hann marga þá kosti til að bera sem ekki er hægt aS ganga fram hjá að taka til at- hugunar og verður ekki hjá því komist að fá úr því skorið í eitt skifti fyrir öll, hver staðurinn sje heppilegri: Skólavöi-ðuhæð tða Valhúshæð. Stjórn F.F.S.Í. boðaði til fund- ar í Stýrimannaskólanum í Rvík 30. des. s.l. til þess að ræða þetta mál. Voru þar saman komnir skipstjórar, stýrimenn, vjelstjórar og loftskeytamenn, og var málið rætt rækilega þar. Þótt þessi fundur hafi að vísu tjáð sig fylgjandi gerðum nefnd arinnar um staðarvalið með nokkrum undantekningum, lít- ur stjórn sambandsins svo á, að rjett sje að fá álit sjómanna alment á því hver staðurinn sje heppilegri. Stjórn F.F.S.Í. hefir því á- kveðið að láta fara fram at- kvæðagreiðslu innan fjelaga sambandsins og þeirra fjelaga í Reykjavík og Hafnarfirði, sem enn standa utan þess, um þessa tvo staði, sem líklegastir eru taldir. Þarf atkvæðagreiðsla þessi að ganga greiðlega og þyrfti álit fjelaganna að vera komið til stjórnar F.F.S.l. eigi síðar en um miðjan febrúar n.k. Tií þess að menn geti gert sjer fyllilega grein fyrir því hvað sker á milli, er nauð- synlegt að lýsa þessum stöðum nokkuð, og þá ekki hvað síst af því, að hjer koma tvö sjón- armið til greina. Skal þá fyrst athuguð Skóla- vörðuhæðin. Hún er eins og allir vita á háhæðinni í aust- urhluta bæjarins. Eftir þeim upplýsingum, sem nefndin fekk hjá húsameistara ríkisins, er einungis gert ráð fyrir opinber- um byggingum við hið fyrir- hugaða torg, sem þar á að koma.Lóð sú, sem nefndin benti á er í suðaustur horni við þetta torg, og er Barónsstígur að aust an og Eiríksgata að sunnan. í sömu röð við BarónsStíg yrði svo radio-höll í miðju og gagn- fræðaskóli til hinnar hliðar hennar. Öll þessi hús eiga að standa langt frá götu og hafa garða móti austri og suðri, en á hina hlið að vestan víðáttu- mikið opið torg og er kirkja fyrirhuguð á því miðju. Að vestan ög sunnan við torgið verður safn Einars Jónssonar svo og önnur söfn sem reist kunna að verða. •essi staður hefir óneitanlega marga kosti. Skólinn stæði hjá FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.