Morgunblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. jan. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Hú smæ^raskóli i Reykjav»k Sjálfsfæðismenn hafa (víveg is fliilt stiáliH ú Alþingi I bæði skifflin slrand- aði það á and»löðu sfljárnarliða Atveim síðustu biníjum hafa J>ingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flutt frumvarp ,,um stofnun húsmæðra- kennaraskóla Islands og húsmæðraskóla í Reykja vík eða nágrenni hennar“. 1 hvorugt skiftið fekk frumvarpið náð hjá stjórnarflokkunum og dagaði það því uppi í þing- inu. En Sjálfstæðismenn munu halda áfram að flytja fru^mvarpið á Alþingi, uns því er trygður framgangur. Þetta frumvarp er samið að tilhlutun kvenfjelagasambands Islands og stendur öll kvenþjóðin á landinu að baki því. Kven- fjelagasambandið skipaði árið 1935 þrjár konur í nefnd, til þess að undirbúa málið, og áttu sætj í nefndinni Jónína Sigurðardótt- ir, hótelstýra, Akureyri, frú Rjagnhildur Pjetursdóttir, Reykja- vík og frú Margrjet Friðríksdójtir, Seyðisfirði. Samkomuhús Sjálfstæðismanna í Eyjum Frumvarpið felur í sjer mörg og merkileg nýmæli, og þg,r sem frúin á lista kommúnista við bæjarstjórnarkosningarnar hjef í bænum virðist ekkert vita um þetta merkilega mál, þykir rjett að fræða hana og aðrar hennar líka um efni frumvarps- ins. SKÓLINN. I gr. frumvarpsins segir: ,,í Reykjavík eða nágrenni hennar skal setja á stofn hús- mæðraskóla og í sambandi við hann húsmæðrakennaraskóla íslands. Húsmæðraskólinn skal veita konum þá kunnáttu, sem nauð- synleg er hverri húsmóður og gerir hana færa um að gegna vel stöðu sinni. Húsmæðrakennaraskóli ís- lands, sem skal vera framhalds deild húsmæðraskólans, skal veita konum þá kunnáttu, sem gerir þær færar um að takast á hendur kenslu við húsmæðra- skóla landsins eða við störfum, þar sem þörf er á svipaðri kunn áttu“. FYRIRKOMULAG Skólinn er þannig hugsaður að hann geti verið heimangöngu skóli fyrir stúlkur úr Reykja- vík. Heimavistir fyrir um 50 nemendur eiga að vera í skól- anum, svo og íbúð fyrir for- stöðukonu, fasta kennara og þjónustufólk. Námstími húsmæðraskólans er hugsaður 5 mánuðir, auk þess tvö námskeið á ári hverju. Námstími húsmæðrakennara- skólans verði 2 ár, og ætlast til að 10—12 nemendur geti sótt skólann árlega. Skólanum er ætlað að hafa alt að 5 ha. land til umráða, þar sem hafa má garðyrkju, ali fuglarækt og annan búskap. —i- Kenslan verður verkleg og bók- leg. Garðyrkjukensla fer þar fram, kensla í meðferð mjólk- urkúa, svína og alifugla o. fl. Sjeð skal fyrir því, að skól- inn hafi aðstöðu til rannsókna 'á hagnýtingu ýmsra innlendra fæðuefna. og njóti aðstoðar rannsóknastofnana ríkisins í þeim efnum. Þá er ætlast til að skólinn njóti aðstoðar Háskól- ans og Landsspítalans um ýms- ar námsgreinar, svo sem heilsu og lífeðlisfræði, meðferð ung- barna o. fl. STJÓRN SKÓLANS. KOSTNAÐUR. Ráðgert er, að ein forstöðu- kona stýri báðum deildum skól- ans og skipi atvinnumálaráðh. hana, eftir tillögu skólaráðs. — Henni til aðstoðar verði kenslu- kona, sem aðallega sjer um hús- mæðraskólann, svo og aðrir kenslukraftar, eftir því sem þörf krefur. Skólaráð, er skipað sje þrem konum, skal hafa umsjón með skólanum og vera í ráðum með forstöðukonunni um öll vanda- mál skólans. Skólaráð skal þannig skipað, að ein konan verði tilnefnd af kvenfjelaga- sambandi íslands, ein af bæj- arstjórn Reykjavíkur og ein af kenslumálaráðherra, og skal hún vera formaður skólaráðs. Ætlast er til, að ríkissjóður leggi fram % af stofnkostnaði skólans og Reykjavíkurbær V3. Ot á þekju. Þannig hafa konurnar hugs- að sjer þenna skóla. Þær hafa samið frumvarp um skólann, sem Sjálfstæðismenn hafa — Teikninf af hinu nýja samkomuhúsi Sjálfstæðisflokksins í Vest mannaeyjum. Gunnlaugur Hall- dórsson arkitekt teiknaði húsið. 800 manns á vígsluhátíðinni í kvöld Hið nýja og veglega sam- komuhús Sjálfstæðisflokks- ins í Vestmamiaeyjum, sem flokk- urinn hefir látið byggja, verður vígt í kvöld, og er búist við að um 800 manns sæki vígsluhátíð- ina. Vígsluliátíðin liefst með sam- eiginlegu borðhaldi klukkan 6. Verða þar margar ræður fluttar. Síðan verður dansað fram eftir nóttu. Bins og áður hefir verið get- ið hjer í blaðinu, er samkomuhús þetta hið vandaðasta í alla staði og útbúið eftir nýjustu tísku. Teikninguna gerði Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. — Kostn- aður við bygginguna var á- ætlaður 120—130 þús. kr., en mun hafa farið eitthvað fram úr á- ætun, m. a. vegna þess, hve bygg- ingarefni hefir hækkað í verði. I húsinu er einn stór salur, sem tekur um 600 manns, en auk þess er minni samkomusalur, sem tek ur um 200 manns. VÍGSLULJÓÐ, SUNGIN VIÐ VÍGSLU SAMKOMU- HÚSS VESTMANNAEYJA I KVÖLD. Þessa traustu, háu hÖll hefir reist hinn sterki vilji. Anda og handa. átök snjöll eyða vanda, ryðja völl. Samtak margra flytur fjöll, framtak sjálfstætt brúar hylji. Þessa traustu, háu höll hefir reist hinn sterki vilji. Ileilsar framtíð húsið uýtt, heiðrar samtíð glæstu minni. Hefir verki áfram ýtt öflug dáð og snilli prýtt. Inni bjart og inni hlýtt, öllum fagna salakynni. Heilsar framtíð Imsið nýtt, heiðrar samtíð glæstu minni. Hjer er fagurt sjónarsvið, sólspor hlý til beggja handa. Hjer skal vorhug leggja Kð, lyfta menning, efla frið. Stöndum örugg hlið við hlið, hiklaust mætum öllum vanda. Hjer er fagurt sjónarsvið, sólspor hlý til beggja handa. Vakið menn og vakið fljóð! Vinnum heil svo meira birti. Syngjum glaðvær sigurljóð, sjálfstæð kyndum andans glóð. Vinnurn landi, vinnum þjóð, verjumst því að aftur syrti. Vakið menn og vakið fljóð! Vínntim heil svo meira birti. Hallfreður. FEtAMH. Á SJÖTTH SÍÐU islenskur sjö- maður hverfur i Hull Degar togarinn „Sviði“ var seinast í Hull, síðastlið- inn miðvikudag, hvarf einn af skipverjunum, Gísli Ásmunds- son. Fór togarinn frá Hull án þess að Gísli kæmi á skip. Óttast er að Gísli hafi fallið í höfnina í Hull og druknað. Gísli var ókvæntur, en læt- ur eftir sig aldraða móður. — Hann var 33 ára gamall og bjó á Hverfisgötu 5, í Hafnarfirði. H.f. Akurgerði í Hafnarfirði sem gerir út „Sviða“ barst í ;ær skeyti frá Hull, þar sem frá því var skýrt að Gísli, eða iík hans, hefði enn ekki fundist. Hvað er Kommúnistaflokkurinn og hverjirstjórna honum? ii. Isamnefndum bæklingi stjórnar Alþýðusambands íslands segir: „Eftirlitið og undirróðurinn fyrir alþjóðasamband komm- únista innan Kommúnistaflokksins hafa fyrst og fremst menn, sem sendir hafa verið af flokknum til Moskva og þar verið aldir upp mánnðum og árum saman í blindri trú á al- þjóðasamband kommúnista og skilyrðislausri hlýðni og undir- gefni við fyrirskipanir og aga þess. Slíkir menn hjeðan að heiman eru á hverju ári með meiri eða minni leynd sendir austur í Moskva, og margir þegar starfandi hjer heima í flokknuim sem agentar alþjóðasambandsins. — Ef „lína“ eða fyrirskipanir þess mæta einhverri mótspyrnu eða gagnrýni í flokknum, er hlutaðeigandi maður tafarlaust kærður í Moskva og honum stefnt þangað, að viðlögðum brottrekstri, og haldið þar þangað til hann hefir játað „villur‘‘ sínar, „hægri“ eða „vinstri“, og beygt sig undir valdboð yfirboðar- anna þar eystra“. Skíðaferðir KR-inga um helg- ina. KR-ingar fara á skíði að skála sínum í dag kl. 2, í kvöld kl. 8 og á mtirgun kl. 9 f. h. Þeir, sem ætla í dag kl. 2, verða að til- kynna þátttöku sína á bifreiða- stöð Steindórs. Frekari upplýsing- ar um ferðirnar í kvöld og á morgun verða veittar í síma 2130 kl. 5—7 á skrifstofu fjelagsins í KR-húsinu. C-listinn er listi Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. G-ermanía hjelt skemtifund s.l. miðvikudgg við góða aðsókn, í Oddfelhvhiisinu. Erich Schwinn hjelt fyrirlestur um „Miinchen und die Bayrischen Alpen“ og sýndi fjölda af ágætum skugga- mvndum.' Fyrirlestrinum var vel tehið. Yið kaffidrykkju og dans skemtu sjer meðlimir og gestir þeirra hið besta fram yfir mið- nætti. Enskur togari kom í gær vegna bilunar á ljósavjel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.