Morgunblaðið - 30.01.1938, Blaðsíða 5
Siumudagur 30. janúar 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
*
JPlorgtmMaMð-------------------------
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Ritstjórar: Jón KJartansson og Valtýr Steffinsson (AbyrgOarsaaBur).
Auglýslngar: Árni Úla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreltisla: Austurstrætl 8. — Slsai 1800.
REYKJAVIK EflA STALIHGRAD
Dagurinn í dag verður mæli-
kvarði á þroska okkar,
karla og kvenna. Innan 24 stunda
verður kveðinn upp úrskurður um
það, hvort við elskum landið okk-
ar, hvort við leggjum rækt við
minningar þjóðarinnar, hvort við
metum framtak og atorku, hvort
við í alvöru óskum að halda á-
fram sjálfstæðri þjóðartilveru,
hvort við metum frelsi og lýðræði
meira en ofbeldi'og einræðisvald.
Aldrei hafa slíkar kosningar
farið fram á Islandi. Aldrei fyr
hafa íslendingar átt úr því að
skera, hvort landið skuli áfram
heita eins og hingað til, eða livort
það skuli framvegis heita Sovjet-
ísland. Sá flokkur, sem sækir
fram í broddi fylkingar gegn
Sjálfstæðismönnum, hefir þetta
mýja heiti, Sovjet-ísland, sem upp-
haf og endi sinnar stefnu. Sovjet-
Ísland ekki aðeins að nafni, held-
nr og um allar framkvæmdir og
stjórnarfar. íslenski fáninn, sem
blaktað hefir við hún í tuttugu
ár yfir hinu endurheimta sjálf-
stæði íslensku þjóðarinnar, á að
hverfa eins og hver önnur úrelt
minning þeirra fávísu manna,
sem elskuðu þetta þjóðartákn.
'Hamar og sigð á rauðum grunni.
Það er liið nýja merki. Það má
meira að segja mikið vera, ef liöf-
uðborg íslands fái að halda sínu
gamla heiti. Reykjavík — hvað
er það á móti Stalingrad?
Og Stalingrad væri einmitt
•rjettnefni á borgina, ef Einar 01-
geirsson og Hjeðinn næðu hjer
völdum. Olafur Friðriksson hefir
sagt, að Stalin væri rjettur til að
kosta útgerð A-listans. Svona er
nú álit eins elsta sósíalistans á
Sslandi á samfylkingunni.
Einar Oigeirsson hefir skrifað
um sína hugljúfu framtíðar-
drauma í Þjóðviljann. Hann lýsir
:þar kosningum, eins og hann hugs-
ar sjer að þær fari fram að 10
árum liðnum. Þá er Kommúnista-
flokkurinn einvaldur. Hinir flokk-
arnir eru lagðir niður. Foringj-
ar Sjálfstæðismanna hafa verið
gerðir íitlægir!
Þetta er hugsunin, sem rauðu
flokkarnir gæla sjerstaklega við.
Hneppa fólkið í þá kúgunarfjötra,
að það megi sig hvergi hræra,
og gera sekan um landráð hvern
þami, sem þorir að láta uppi
nokkra aðra skoðun en þá, sem
valdhöfunum þóknast. Allir eiga
að sýna „skilyrðislausa hlýðni“,
<og ef þeir spyrja, mega þeir gera
það á eftir. Annars eru þeir rekn-
ir úr landi eða skotnir upp við
vegg!
tEr þetta það, sem koma skal?
Við getum auðvitað ypt öxlum
og sagt, að þetta geti aldrei kom-
ið fyrir hjer. En hví ekki? Við
munum öll 9. nóvember 1932.
Hverjir voru þar að verki? Voru
það ekki einmitt sömu mennirn-
ir, sem nú hafa gengist fyrir sam-
fylkingunni? Það var ekki þessum
mönnum að þakka, að friðsamir
borgarar bæjarins voru ekki
drepnir þann dag. Það var ekki
þessuni mönnum að þakka, að
lögreglan var ekki drepin.
Það er ekki til neins að hugga
sig við það, að þetta og þetta
geti ekki komið fyrir hjer á landi.
Við höfum reynslu fyrir því, að
til eru menn hjer á landi, sem
ekki láta það aftra sjer, þótt lífi
manna sje hætta búin. Þessir menn
eru að vísu ekki margir, en nú
hafa þeir tekið höndum saman,
studdir af erlendu stórveldi, sem
einskis lætur ófreistað að koma á
sínu: stjórnarfari út um löndin,
með hvaða hugsanlegu móti sem
er.
Reykjavík er höfuðstaður
landsins. Hún er höfuð landsins
og á að vera. Hjeðan verða að
koma þeir straumar, sem mestu
varða á hverjum tíma. Reykja-
vík er upphaf íslands bygðar.
Götuslóði Iugólfs Arnarsonar
heitir nú Aðalstræti.
Við íslendingar þekkjum upp-
runa okkar og sögu. Við liljót-
um að líta ýmsa hluti alt öðrum
augum en þeir, sem þekkja ekki
„arfhelg-i þess eða hins“, sem fyr-
irlíta slíkan hjegóma eins og
hverjar aðrar úreltar kerlingar-
bækur!
Frændþjóðir okkar á Norðiu’-
löndum hafa haft býsna náin
kynni af kommúnismanum, alt
frá byrjun. Framan af leit iit fyr-
ir að þessi stefna mundi ná mikl-
um tökum hjá nágrannaþjóðun-
um. En þegar kynningin óx,
sneru þær baki við Stalin og
Moskva.
Sama sagan hefir gerst lijer.
Kommúnisminn hefir náð miklum
tökum. En við íslendingar eigum
eftir að sýna það með frændþjóð-
unum á Norðurlöndum, að við
hristum hann af okkur áður en
hann nær kverkataki. Gerum það
í dag, góðir Reykvíkingar.
Kjósum C-listann!
ORÐ OG ATHAFNIR.
Tímamenn með Jónas Jónsson
í broddi fylkingar þykjast
í orði kveðnu vinna af alefli gegn
Moskva-valdinu, og hata kommún-
ista eins og pestina.
En vilja sinn í verki sýna þeir
með því, að fóðra kommúnista hjer
í bæ með því að veita þeim vöru-
innflutning, sem öðrum bæjar-
mönnum er neitað um.
Munið það Reykvíkingar.
KJósendur athugið þetta:
Kjósið C-listann
Kjósið snemma í dag
Kosningin hefst kl. 10 árd.
í Miðbæjarskólanum
Kosningaskrifstoía Sjálfstæðisflokksins
•* - -
• -yi ÍMRFQjTI V
C*listan§
er ■ Vaiðarhúsinn
Símar eru þessir:
Bílaaigreiðslan 112 5 (6 linur)
Vpplýsingaskrifstofa 14 0 0 (3 linur)
SJÁLFBOÐALIÐAR!
Sjálfboðaliðar við kosningarnar eru beðnir að mæta stundvíslega á til-
settum tíma, hver á sínum stað.
BÍLAR.
Þeir Sjálfstæðismenn, sem ætla að lána bíla við kosningarnar, eru beðn-
ir að koma með þá að Varðarhúsinu ( suðurdyr) til skrásetningar kl. 8 ár-
degis í dag.
FORINGJAR VARÐARFJELAGSINS.
Foringjar Varðarfjelagsins, fulltrúar þeirra og aðstoðarmenn eru beðn-
ir að mæta í ODDFELLOWHÚSIN kl. 8>/2 árdegis í dag.
LEIÐBEININGAR FYRIR KJÓSENDUR.
Kosningaathöfn Sjálfstæðismanna er í raun og veru innifalin í því einu,
að setja kross framan við listabóksta finn C á kjörseðlinum. (Sjá sýnishorn
af kjörseðlinum bls. 7). En heimilt er kjósanda að breyta nafnaröð á listan-
um, sem hann kýs. Setur hann þá t. d. tölustafinn 1 fyrir framán það nafn,
er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir f raman það nafn, er hann vill hafa
annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn, er hann vill hafa það þriðja
o. s. frv.
Kjósandi má EKKI strika við eða gera nein merki á þá lista, sem hann
ætlar ekki að kjósa. Ef hann gerir það, verður kjörseðillinn ógildur.
Ef kjósandi treystir sjer ekki til að greiða atkvæði sjálfur, sakir sjón-
depru eða óstyrkleika, getur hann valið einhvern úr kjörstjóminni sjer til
aðstoðar.
Muniö: Kfósið C- listann! Kfódð snernma!
listinn
er
listi Sj álfstæðismanna