Morgunblaðið - 18.02.1938, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 18. febrúar 1938
Tvær flug-
vjelarkomn
ar á (sjaka
Rússanna
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Tvær flugvjelar frá ís-
brjótunum „Taimyr“
og Murmanet lentu í gær á
ísjaka Papanins og fjelaga
hans, austur af Grænlandi.
Önnur flugvjelin sneri
aftur til „Murmanet", með
öll vísindaáhöld Papanins,
en hin varð eftir.
Er búist við að hún mun
innan skamms flytja Pap-
anin og hina þrjá fjelaga
hans um borð í ísbrjótana.
Roosevelt við-
búinn styrjöld
við Japana
London í gær. FÚ.
Doósevelt hefir mælst til
*-' þess að amerískir stjórn-
málamenn forðist að láta í jjós
opinberlega persónulegt álit
sitt um það, hvað Bandaríkin
eigi að gera í sambandi við
styrjöldina í Kína.
Þessi tilmæli eru framkomin
vegna þess, að dagblöð í Japan
háfa notað sjer ræður ýmsra
slíkra manna, svo sem Nye öld-
ungaráðsmanns og annara, til
þess að sýna að Bandaríkja-
menn þori ekki út í stríð gegn
Japönum.
Gyðingaofsóknir
i Ítalíu
London í gær. FÚ.
T Ítalíu var í dag birt stefnu
skrá ítölsku stjórnarinn-
ar með tilliti til Gyðinga. —
ítalska stjórnin ætlar sjer ekki
að taka upp ofsóknir gegn Gyð-
ingum, nje vísa þeim úr landi,
en hinsvegar ætlar hún sjer að
gæta þess, að völd þeirra og á-
hrif verði ekki hlutfallslega
meiri en tala þeirra rjettlætir.
Ný árásar-
tækni
London í gær. FÚ.
Cecil lávarður ljet svo um
mælt í lávarðadeild breska
þingsins í gær, út af því, sem
gerst hefir í Austurríki undan-
farið, að það væri að skapast ný
árásartækni í stað innrásarstríðs
í eldri merkingu þess orðs.
Sú tækni sje í því fólgin að
styðja hreyfingar innan „óvina-
ríkisins“ sem eru fjandsamleg-
ar stjórn þess, og koma þannig
af stað byltingu.
Mussolini getur ekki leng-
ur hjálpað Austurríki
-------Schusinigg----------------------------
sagði sjálfur frá:
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ÆR fregnir, sem Morgunblaðið hefir birt undanfarna daga
eftir breska stjórnarblaðinu „Daily Telegraph", um sam-
tal dr. Schussniggs og Hitlers í Berchtesgaden, eru álitnar runn-
ar beint frá dr. Schussnigg sjálfum.
„Daily Telegraph“ heldur í dag fast við þá fregn, að þýsk-
ar herdeildir sjeu enn hafðar viðbúnar við landamæri Austur-
ríkis, nálægt Salzburg, þrátt fsrrir að hún hafi hvað eftir ann-
að verið borin til baka í Berlín.
Þegar er hafist handa um að brjóta Austurr. undir járnhæl
nazismans. Fyrsta verk hins nýja innanríkismálaráðherra var
að fara til Berlínar, sennilega til þess að fá fyrirskipanir frá
Hitler, þótt opinberlega sje látið í veðri vaka, að hann hafi
farið í erindum austurrísku stjórnarinnar til þess að skýra Hitl-
er frá hvernig samningar hans og dr. Schussniggs hafa verið
framkvæmdir.
Jurue, einn af foringjum nazista var í dag tekinn í stjórn
„Föðurlandsfylkingarinnar“, flokks dr. Schussniggs.
Meðal fanganna, sem sýknaðir eru samkvæmt lögunum
um sakaruppgjöf, sem austurríska stjórnin samþykti í fyrri-
nótt eru morðingjar Dollfuss, og margir kunnir ofstopamenn úr
flokki nazista. (Alls hafa skv. Lundúnafr. FU, á þriðja þús-
und pólitískra fanga, þegar verið látnir lausir. Nokkrum þeirra
hefir samstundis verið vísað úr landi. I morgun var dr. Taus,
leiðtoga austurrískra nazista, er handtekinn var í síðastliðn-
um mánuði fylgt inn yfir þýsku landamærin).
Samkvæmt hinum sömu lögum um sakaruppgjöf, fær hin
svonefnda „austurríska sveit“ í Þýskalandi, en það eru pólit-
ískir afbrotamenn, sem orðið hafa að flýja frá Austurríki til
Þýskalands, heimfararleyfi. I þessari sveit eru þrjátíu þúsund
manns — þ. e. a. s. upp frá þessu verða 30 þúsund fleiri þjálf-
aðir nazistiskir áróðursmenn fleiri í Austurríki en áður.
■itiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiini
| Gagnrýni erlcndra blaða f
iiimiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Ofbeldisaöferöir
Austurríkísmenn
leita til Breta
Skyldur Þjóðabandalags-
ins gagnvart Austurríki
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Austurríski sendiherrann í London gekk í
dag á fund Mr. Anthony Edens og er
talið að hann hafi leitað stuðnings
hans til þess að vernda sjálfstæði Austurríkis.
Um alla Evrópu, nema í Þýskalandi og ítalíu,
vekur það, sem The Times kallar ,,diplomatiska
ránsferð Hitlers“, hina megnustu gremju. Frönsk,
tjekknesk, og rússnesk blöð óttast, að ekki líði á
löngu þar til Hitler beiti Tjekkóslóvakíu sömu að-
ferð.
ÖSIGUR MUSSOLINIS.
I Englandi undrast menn hvað mest afstöðu ítala til þessarar
upphafs-innlimunar Austurríkis í Þýskalandi, og er alment talað
þar um sigur Hitlers og Mussolini.
„Manschester Guardian“ segir að afskiftaleysi Mussolini
leiði greinilega í Ijós hve gersamlega Italir sjeu magn-
lausir orðnir, vegna styrjaldarinnar í Abyssinu og á Spáni.
Segir blaðið að þegar Austurríki og Þýskaland sjeu loks orðin
eitt ríki, geti Þjóðverjar ráðið lögum og lofum í Suður-Tyrol og
sje Triest þá hætta búin, því að Þjóðverjar muni sækja fram til
Adríahafsins.
YFIRLÝSING ITALA.
London í gær. FÚ.
Hin fyrsta opinbera yfirlýsing frá ítölsku stjórninni var birt
í dag. í henni er sagt, að ítalska stjórnin líti á það sem gerst hefir
sem eðlilega þróun í sambúð Austurríkis og Þýskalands á grund-
velli sáttmálans frá júlí 1936.
Þjóðverja
London í gær. FTJ.
TIMES í London segir, að í sjálfu sjer sje ekkert athugavert
við það, að vinátta ríki milli Þýskalands og Austurríkis,
eða við það, að þau stofni með sjer toll-bandaíag. En þegar stjórn
annars ríkisins sje beitt öðru eins ofbeldi og augljóst sje, að Hitl- j
er hafi beitt Schussnigg, þá beri það ekki mikinn vott um vináttu
og menn hljóti að gruna að eitthvað felist á bak við sem ekki er
látið sjá dagsljósið.
Blaðið segir, að slíkt ofbeldi beri ekki vott um styrk, heldur
um veikleika og skerði virðingu fyrir þeim er því beiti.
FRÖNSK BLÖÐ
KVlÐIN
Frönsk blöð eru mjög kvíðin
út af því, sem er að gerast í
Austurríki. Þau líkja atburðum
síðustu daga við sigur Prússa
við Sadowa árið 1866, er Aust-
urríkismenn urðu að lúta í
lægra haldi.
Frönsk blöð segja að samein-
ing Þýskalands og Austurríkis
sje byrjuð. í henni felist mögu-
leikar til frekari útþenslu þýska
ríkisins til suð-austurs, og telja
blöðin að næsta skref Hitlers
verði að kúga T.jekkóslóvaka.
Grein í blaði Görings ,,Ess-
ener Nationalzeitung“ hef-
ir styrkt þessa trú,
en í þessari grein er
talað um það, ,,að atburð-
irnir í Austurríki hafi fært
draum Þjóðverja um Stór-
Þýskaland, nær því að
verða raunveruleiki“.
Þarna fær Pan-germanisminn
óhindrað að stinga upp höf-
inu.
BRETAR OG ROOSE-
VELT.
London í gær. FÚ.
reska sendinefndin, sem á
að ganga frá verslunar-
samningunum milli Bandaríkj-
anna og Englands, lagði af stað
í morgun frá Southamton áleið-
is til Washington.
ítalska stjórnin lýsir yfir vel-
þóknun sinni á því, sem gerst
hefir, og segir, að það sje fjar-
stæða að líta svo á, að vinátta
milli Austurríkis og Þýskalands
sje andstæð hugtakinu um sjálf
stæði Austurríkis.
BRETAR EKKI
SPURÐIR
Anthony Eden var spurður að
því í neðri málstofu breska
þingsins í dag, hvað væri hæft
í þeim orðrómi að Schussnigg
hefði snúið sjer til bresku stjórn
arinnar og beðið hana um að-
stoð til þess að hann gæti neitað
að verða við kröfum Hitlers. —
Eden svaraði því, að enginn fót-
ur væri fyrir þeirri frjett.
Hann sagði að sendiherra
Breta í Vínarborg hefði verið
tilkynt síðastliðinn föstudag að
þeir Hitler og Schussnigg
myndu ræðast við á laugardag-
inn, en að breska stjórnin hefði
hvorki verið beðin um aðstoð
nje ráðleggingar í því sam-
bandi.
Eden sagði enn fremur, að
breska sendiherranum í Berlín
hefði verið falið að tilkynna
þýsku stjórninni að breska
stjórnin teldi það miklu máli
skifta, að sjálfstæði Austurríkis
væri á engan hátt skert.
Hitler mun skýra frá því
frá sínu sjónarmiði, hvað
þeim dr. Schussnigg fór á
milli í ræðu sinni í þýska rík-
isþinginu á sunnudaginn.
dr. Schussnigg mun (skv.
FÚ) skýra sitt sjónarmið fyr-
ir austurrísku þjóðinni í ræðu
23. þessa mánaðar (næst-
komandi miðvikudag).
SKYLDUR
ÞJÓÐABANDA-
LAGSINS
Enn fremur sagði Eden, hefði
Þjóðabandalagið ákveðnar
skyldur gagnvart Austurríki,
en breska stjórnin teldi ekki
eins og sakir stæðu, að ástæða
væri til að leita til Þjóðábanda-
lagsins út af málum Austurrík-
is.
Þegar Eden var spurður að
því, hvort breska stjórnin hefði
snúið sjer til ítala og Frakka.
sem ásamt Bretum stóðu að
Stresa-yfirlýsingunni 1934, um
hann, að hún hefði snúið sjer til
sjálfstæði Austurríkis, svaraði
frönsku stjórnarinnar.
Sextugsafmæli á í dag frT
Jakobína Torfadóttir, Laugave
43 R.