Morgunblaðið - 18.02.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1938, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. febrúar 1938 MORGUNBLAÐIÐ Nýi varðbátur- inn Óðinn Ðæjarstjórn skipar nefnð í mjólkurmálið Mynd af nýja varðbátnum „Óðni“, tekin nýlega á Pollinum á Akureyri, þar sém báturinn var smíðaður. — Stærð bátsins er um 70 smálestir og er hann allur smíðaður úr eik. Báturinn hefir meðal annars útbúnaðar rafmagns dýptarmæli (ekkólóð). Vjelin, ^em er 6 cylindra, er 240 hestafla. og er gert ráð fyrir að bátur- inn gangi 10 sjómílur. Talstöð er og í bátnum. Áhöfn verður 10 manns. — Alþingi: Kosning í fastanefndir FUNDIR voru í gær í Sameinuðu Alþingi og báðum deildum. Á dagskrá var kosning í fastanefndir. Alþýðuflokkurinn tók Hjeðinn Valdimarsson úr öllum þeim nefndum, sem hann hafði áður verið í og situr Hjeðinn ekki í neinni nefnd nú. Nefndarkosningar fóru þannig: I SAMEINUÐU ÞINGI. Fjárveitinganefnd: Pj etur Ottesen, Jakob Möller, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Pálma- son, Helgi Jónasson, Skúli Guð- mundsson, Ásgeir Ásgeirsson, Þorbergur Þorleifsson og Bjarni Bjarnason. Utanríkismálanefnd: Ólafur Thors, Jóhann Þ. Jósefsson, Garðar Þorsteinsson, Bergur Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Ás- geir Ásgeirsson og Jónas Jóns- son. Varamenn: Magnús Jóns- son, Thor Thors, Bjarni Snæ- björnsson, Gísli Guðmundsson, Páll Zóphóníasson, Pálmi Hann- esson og Emil Jónsson. Neðri deild: Fjárhagsnefnd: Ólafur Thors, Stefán Stefánsson, Skúli Guð- mundsson, Sveinbjörn Högna- son og Finnur Jónsson. Samgöngumálanefnd: Gísli Sveinsson, Eiríkur Einarsson, Sveinbjörft Högnason, Þorberg- ur Þorleifsson og Vilmundur Jónsson. Landhúnaðarnefnd: Jón Pálmason, Pjetur Ottesen, Bjarni Ásgeirsson, Steingrímur Steinþórsson og Emil Jónsson. Sjávarútvegsnefnd: Sigurður Kristjánsson, Sigurður Hlíðar, Bergur Jónsson, Gísli Guð- mundsson og Finnur Jónsson. ISnaðarnefnd: SiguPður E. Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Bjarni Ásgeirsson, Pálmi Hann- esson og Emil Jónsson. Mentamálanefnd: Pj etur Halldórsson, Þorsteinn Briem, Bjarni Bjarnason, Pálmi Hann- esson og Ásgeir Ásgeirsson. Allsherjarnefnd: Thor Thors, Garðar Þorsteinsson, Bergur Jónsson, Gísli Guðmundsson og Vilmundur Jónsson. Efri deild: Fjárhagsnefnd: Magnús Jóns- son, Bernharð Stefánsson og Jón Baldvinsson. Samgöngumálanefnd: Árni Jónsson, Páll Hermannsson og Páll Zóphóníasson. Landbúnaðarnefnd: Þorst. Þorsteinsson, Páll Zóphóníassoh og Jón Baldvinsson. S jávarútvegsnefnd: Jóhann Jósefsson, Ingvar Pálmason og Sigurjón Á. Ólafsson. Iðnaðarnefnd: Bjarni Snæ- björnsson, Jónas Jónsson og Jón Baldvinsson. Mentamálanefnd: Guðrún Lárusdóttir, Jónas Jónsson og Sigurjón Á. Ólafsson. Allsherjarnefnd: Árni Jóns- son, Magnús Jónsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Ingvar Pálmason og Páll Hermannsson. Tvft innbrot í fyrrl nótt Tvö innbrot voru framin í fyrrinótt við Skúlagötu. — Var, brotist inn í Kassagerðina og í Bifreiðayfirbyggingaverk- smiðju Tryggva Pjeturssonar & Co. Eru húá þessi nálægt hvort öðru. Ekkert höfðu innbrotsþjóf- arnir upp úr innbrotunum. Borgarstjóri fór utan vegna hita- veitumálsins Abæjarstjórnarfundi í gær spurði Jón A. Pjetursson að því, hvort. Pjetur Halldórsson borgarstjóri hefði farið utan vegna hitaveitumálsins, en hann tók sjer far utan með Goðafossi á miðvikudag. Tontás Jónsson borgarritari er mætti á fundinum f. h. borg- arstjóra, skýrði frá, að svo hefði verið. Jón Axel kvartaði yfir því, að liann hefði of lítið fengið um þetta inál að vita, er liann mætti á síðasta bæjarráðsfundi, en Jak- ob Möller benti honum á, að það væri honum sjálfum að kenna. Hann liefði ekkert gert til þess að kynna sjer málið. Sigurður Jónasson reis þá upp og þóttist hafa heyrt í Englandi ýmsar slúðursögur um hitaveitu- lánið, að það ætti ekki að fást nema með miklum afföllum, svo gengi þess yr.ði um. eða neðanvi.ð 90. Stundum nefndi hann gengið 70—80. Og álíka þvætting ann- an bar hann fram. Bjarni Benediktsson benti Sig- urði á, að hann liefði ekki þurft að fara til Ettglands til þess að ná í þessar sögur, því þær væru hinar sömu o:g Sigurður- bar út hjer ura bæinn áður en hann sigldi. Sljákkaði þá í Sigurði. Jakob Möller sýndi Sigurði fram á, að alveg' væri óþarfi fyr- ir hann eða aðra að leggja eyrun við þessh. sögum, því upplýsing- ar, sem borgarstjóri gaf fyrir jól afsönnuðu þær. Um erindi borg- arstjóra til Eniglánds sagði Jak- ob ennfremur, að liann hefði far- ið til þess að binda enda á mál- ið. Þegar hann var í London í vetur, liefði staðið á leyfi ensku stjórnarinnar til lántökunnar, og það leyfi væri ekki enn fengið. Til að vinna með mjólkursölunefnd að aukinni mjólkurneyslu _ MJÓLKURMÁLIÐ var á dagskrá á bæjar- stjórnarfundi í gær. Urðu alllangar umræð- ur um málið, iitaf verðhækkuninni á mjólkinni, en snerust að miklu leyti um skipulag mjólkur- sölunnar. Mjög var það áberandi, að vinstriflokkarnir eiga erf- itt með, eða treysta sjer ekki til þess að mæla með skipu- lagi því, sem nú er. Fulltrúi Framsóknar, Sigurður Jónas- son tók þó ekki til máls. Sú rakalausa staðhæfiug vittstri blaðaima, að hækkuu mjólkur- verðsins hafi verið sett á fyrir tilstilli Sjálfstæðismanna, fjell alveg máttlaus niður á fundinum, þegar það upplýstist, sem alveg ómót- mælanlegt, að tillaga Guðm. Eiríkssonar um mjólkurverðið miðaði að því, að draga úr þeirri verðhækkun, er meirihluti mjólkurverolags- nefndar hafði ákveðið. Sjálfstæðismenn báru fram álvktun í málinu, er lá fyrir fund- inum, og var liún samþykt með samhljóða atkvæðum — 9, en and- stæðingaflokkarnir greiddu ekki atkvæði um liana. Ályktunin var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur ályktar að mótmæla þeirri hækk- un á útsöluverði mjólkur, sem kom til framkvæmda 13. þ. m. Ennfremur lýsir bæjarstjórnin sig andvíga núverandi skipu- lagi mjólkursölunnar, þar sem það hljóti að leiða af sjer hækk- un á útsöluverði, án þess að búrekstur bænda verði lífvættlegri, sökum minkandi mjólkurneyslu, er af verðhækkuninni stafar. Bæjarstjórnin telur kinsvegar brýna nauðsyn berá til að bæta úr ágöllum mjólkurskipulagsins í framkvæmdinni svo sem unt er, draga sem mest úr dreifingarkostnaði mjólkurinnar og bæta meðferð hennar og vinna að því, að mjólkurverðið verði lækkað vegna vaxandi mjólkurneyslu, svo hagsmuna mjólkurframleið- enda og neytenda sje sem best gætt. Ályktar bæjarstjórnin því að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna að því, að ráðstafanir verði gerðar í þessu skyni og skorar á mjólkursölunefnd til samvinnu í því efni“. Skíðanámsskeiði frestað vegna hláku Skíðanámskeið Skíðafjelags Reykjavíkur, sem átti að hefjast í dag, hefir verið frest- að. Ástæðan er hinar sífeldu rigningar. Nægur snjór er enn þá við skíðaskálann á Hellisheiði, og mjög mikill snjór á fjallinu; en vegna hlákunnar er skíðafæri orðið afar slæmt. Nemendur á fyrsta námskeiði fjelagsins, sem staðið hefir yfir síðan um síðustu helgi, hafa notið góðrar kenslu þrátt fyrir óhagstætt veður. Fiskiþingið Fiskiþingið hjelt fundi í fyrra- dag og í gær, og fundur verð ur lialdinn í dag kl. 4. Á fundinum í fyrradag voru lagðir fram reikningar Fiskifje- lagsins árið 1936 og 1937 og enn- fremur fjárhagsáætlun fjelagsins fyrir næstu tvö ár. Málum þessum var vísað til fjárhagsnefndar. Þá var og lagt fram brjef frá Farmanna- og fiskimannasambandi Islands um kaupa á tímaritinu Ægi. Yar því vísað til allsherjarnefndar. Á fundinum í fyrradag voru rædd þessi mál: Landhelgismál, hafnarbætur, síldarbræðslumál. Ollu var vísað til Sjávarútvegs- nefndar. Á fundinum í gær voru eftir- farandi mál tekin til 1. umræðu: Þátttaka í alþjóða hafrannsókn- um. Skoðun skipa og eftirlit þeirra. Talstöðvar í fiskibáta. Vitamál. Slysatrygging sjómanna. Á Fiskiþinginu er fundarstjóri Geir Sigurðsson og varafuudar- stjóri Benedikt Sveinsson, ritari er Kristján Jónsson og til vara Níels Ingvarsson. Tillögur komu og frá kommún- istum og frá Alþýðuflokknum. Tillagan frá kommúnistum fór í þá átt, að skora á mjólkurverð- lagsnefnd að breyta mjólkurverð- laginu í það sama og áður og skora á nefndina að rannsaka,hvað liægt sje að 'gera til þess að auka mjólkurneysluna og bæjarstjórn aðstoði nefndina í þeim aðgerð- um, en verðið lækki jafnóðum og salan eykst. Tillaga Alþýðnflokksintj var að mótmæla verðhækkuninni, og breyta verðinu í það sania og áð- ur. En verði nefndin við þessu, þá heiti bæjarstjórn því, að beita sjer fyrir aukinni mjólkurneyslu, en varar við hættunni af mink- andi neýslu. Þareð tillaga Sjálfstæðismanna gekk lenigst í málinu, var liún borin upp fvrst. En í hinum tillög- unum var þá ekkert, sem máli skifti umfram tillogu Sjálfstæðis- manna, og komu þær því ekki til atkvæða. Er ályktun Sjálfstæðismanna hafði verið samþykt, var kosið í nefndina. Komu fram 2 listar, en ekki fleiri nöfn en kjósa skyldi. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.