Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 1938Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 18.02.1938, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.02.1938, Qupperneq 3
Föstudagur 18. febrúar 1938 MORGUNBLAÐIÐ Nýi varðbátur- inn Óðinn Ðæjarstjórn skipar nefnð í mjólkurmálið Mynd af nýja varðbátnum „Óðni“, tekin nýlega á Pollinum á Akureyri, þar sém báturinn var smíðaður. — Stærð bátsins er um 70 smálestir og er hann allur smíðaður úr eik. Báturinn hefir meðal annars útbúnaðar rafmagns dýptarmæli (ekkólóð). Vjelin, ^em er 6 cylindra, er 240 hestafla. og er gert ráð fyrir að bátur- inn gangi 10 sjómílur. Talstöð er og í bátnum. Áhöfn verður 10 manns. — Alþingi: Kosning í fastanefndir FUNDIR voru í gær í Sameinuðu Alþingi og báðum deildum. Á dagskrá var kosning í fastanefndir. Alþýðuflokkurinn tók Hjeðinn Valdimarsson úr öllum þeim nefndum, sem hann hafði áður verið í og situr Hjeðinn ekki í neinni nefnd nú. Nefndarkosningar fóru þannig: I SAMEINUÐU ÞINGI. Fjárveitinganefnd: Pj etur Ottesen, Jakob Möller, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Pálma- son, Helgi Jónasson, Skúli Guð- mundsson, Ásgeir Ásgeirsson, Þorbergur Þorleifsson og Bjarni Bjarnason. Utanríkismálanefnd: Ólafur Thors, Jóhann Þ. Jósefsson, Garðar Þorsteinsson, Bergur Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Ás- geir Ásgeirsson og Jónas Jóns- son. Varamenn: Magnús Jóns- son, Thor Thors, Bjarni Snæ- björnsson, Gísli Guðmundsson, Páll Zóphóníasson, Pálmi Hann- esson og Emil Jónsson. Neðri deild: Fjárhagsnefnd: Ólafur Thors, Stefán Stefánsson, Skúli Guð- mundsson, Sveinbjörn Högna- son og Finnur Jónsson. Samgöngumálanefnd: Gísli Sveinsson, Eiríkur Einarsson, Sveinbjörft Högnason, Þorberg- ur Þorleifsson og Vilmundur Jónsson. Landhúnaðarnefnd: Jón Pálmason, Pjetur Ottesen, Bjarni Ásgeirsson, Steingrímur Steinþórsson og Emil Jónsson. Sjávarútvegsnefnd: Sigurður Kristjánsson, Sigurður Hlíðar, Bergur Jónsson, Gísli Guð- mundsson og Finnur Jónsson. ISnaðarnefnd: SiguPður E. Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Bjarni Ásgeirsson, Pálmi Hann- esson og Emil Jónsson. Mentamálanefnd: Pj etur Halldórsson, Þorsteinn Briem, Bjarni Bjarnason, Pálmi Hann- esson og Ásgeir Ásgeirsson. Allsherjarnefnd: Thor Thors, Garðar Þorsteinsson, Bergur Jónsson, Gísli Guðmundsson og Vilmundur Jónsson. Efri deild: Fjárhagsnefnd: Magnús Jóns- son, Bernharð Stefánsson og Jón Baldvinsson. Samgöngumálanefnd: Árni Jónsson, Páll Hermannsson og Páll Zóphóníasson. Landbúnaðarnefnd: Þorst. Þorsteinsson, Páll Zóphóníassoh og Jón Baldvinsson. S jávarútvegsnefnd: Jóhann Jósefsson, Ingvar Pálmason og Sigurjón Á. Ólafsson. Iðnaðarnefnd: Bjarni Snæ- björnsson, Jónas Jónsson og Jón Baldvinsson. Mentamálanefnd: Guðrún Lárusdóttir, Jónas Jónsson og Sigurjón Á. Ólafsson. Allsherjarnefnd: Árni Jóns- son, Magnús Jónsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Ingvar Pálmason og Páll Hermannsson. Tvft innbrot í fyrrl nótt Tvö innbrot voru framin í fyrrinótt við Skúlagötu. — Var, brotist inn í Kassagerðina og í Bifreiðayfirbyggingaverk- smiðju Tryggva Pjeturssonar & Co. Eru húá þessi nálægt hvort öðru. Ekkert höfðu innbrotsþjóf- arnir upp úr innbrotunum. Borgarstjóri fór utan vegna hita- veitumálsins Abæjarstjórnarfundi í gær spurði Jón A. Pjetursson að því, hvort. Pjetur Halldórsson borgarstjóri hefði farið utan vegna hitaveitumálsins, en hann tók sjer far utan með Goðafossi á miðvikudag. Tontás Jónsson borgarritari er mætti á fundinum f. h. borg- arstjóra, skýrði frá, að svo hefði verið. Jón Axel kvartaði yfir því, að liann hefði of lítið fengið um þetta inál að vita, er liann mætti á síðasta bæjarráðsfundi, en Jak- ob Möller benti honum á, að það væri honum sjálfum að kenna. Hann liefði ekkert gert til þess að kynna sjer málið. Sigurður Jónasson reis þá upp og þóttist hafa heyrt í Englandi ýmsar slúðursögur um hitaveitu- lánið, að það ætti ekki að fást nema með miklum afföllum, svo gengi þess yr.ði um. eða neðanvi.ð 90. Stundum nefndi hann gengið 70—80. Og álíka þvætting ann- an bar hann fram. Bjarni Benediktsson benti Sig- urði á, að hann liefði ekki þurft að fara til Ettglands til þess að ná í þessar sögur, því þær væru hinar sömu o:g Sigurður- bar út hjer ura bæinn áður en hann sigldi. Sljákkaði þá í Sigurði. Jakob Möller sýndi Sigurði fram á, að alveg' væri óþarfi fyr- ir hann eða aðra að leggja eyrun við þessh. sögum, því upplýsing- ar, sem borgarstjóri gaf fyrir jól afsönnuðu þær. Um erindi borg- arstjóra til Eniglánds sagði Jak- ob ennfremur, að liann hefði far- ið til þess að binda enda á mál- ið. Þegar hann var í London í vetur, liefði staðið á leyfi ensku stjórnarinnar til lántökunnar, og það leyfi væri ekki enn fengið. Til að vinna með mjólkursölunefnd að aukinni mjólkurneyslu _ MJÓLKURMÁLIÐ var á dagskrá á bæjar- stjórnarfundi í gær. Urðu alllangar umræð- ur um málið, iitaf verðhækkuninni á mjólkinni, en snerust að miklu leyti um skipulag mjólkur- sölunnar. Mjög var það áberandi, að vinstriflokkarnir eiga erf- itt með, eða treysta sjer ekki til þess að mæla með skipu- lagi því, sem nú er. Fulltrúi Framsóknar, Sigurður Jónas- son tók þó ekki til máls. Sú rakalausa staðhæfiug vittstri blaðaima, að hækkuu mjólkur- verðsins hafi verið sett á fyrir tilstilli Sjálfstæðismanna, fjell alveg máttlaus niður á fundinum, þegar það upplýstist, sem alveg ómót- mælanlegt, að tillaga Guðm. Eiríkssonar um mjólkurverðið miðaði að því, að draga úr þeirri verðhækkun, er meirihluti mjólkurverolags- nefndar hafði ákveðið. Sjálfstæðismenn báru fram álvktun í málinu, er lá fyrir fund- inum, og var liún samþykt með samhljóða atkvæðum — 9, en and- stæðingaflokkarnir greiddu ekki atkvæði um liana. Ályktunin var svohljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjavíkur ályktar að mótmæla þeirri hækk- un á útsöluverði mjólkur, sem kom til framkvæmda 13. þ. m. Ennfremur lýsir bæjarstjórnin sig andvíga núverandi skipu- lagi mjólkursölunnar, þar sem það hljóti að leiða af sjer hækk- un á útsöluverði, án þess að búrekstur bænda verði lífvættlegri, sökum minkandi mjólkurneyslu, er af verðhækkuninni stafar. Bæjarstjórnin telur kinsvegar brýna nauðsyn berá til að bæta úr ágöllum mjólkurskipulagsins í framkvæmdinni svo sem unt er, draga sem mest úr dreifingarkostnaði mjólkurinnar og bæta meðferð hennar og vinna að því, að mjólkurverðið verði lækkað vegna vaxandi mjólkurneyslu, svo hagsmuna mjólkurframleið- enda og neytenda sje sem best gætt. Ályktar bæjarstjórnin því að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna að því, að ráðstafanir verði gerðar í þessu skyni og skorar á mjólkursölunefnd til samvinnu í því efni“. Skíðanámsskeiði frestað vegna hláku Skíðanámskeið Skíðafjelags Reykjavíkur, sem átti að hefjast í dag, hefir verið frest- að. Ástæðan er hinar sífeldu rigningar. Nægur snjór er enn þá við skíðaskálann á Hellisheiði, og mjög mikill snjór á fjallinu; en vegna hlákunnar er skíðafæri orðið afar slæmt. Nemendur á fyrsta námskeiði fjelagsins, sem staðið hefir yfir síðan um síðustu helgi, hafa notið góðrar kenslu þrátt fyrir óhagstætt veður. Fiskiþingið Fiskiþingið hjelt fundi í fyrra- dag og í gær, og fundur verð ur lialdinn í dag kl. 4. Á fundinum í fyrradag voru lagðir fram reikningar Fiskifje- lagsins árið 1936 og 1937 og enn- fremur fjárhagsáætlun fjelagsins fyrir næstu tvö ár. Málum þessum var vísað til fjárhagsnefndar. Þá var og lagt fram brjef frá Farmanna- og fiskimannasambandi Islands um kaupa á tímaritinu Ægi. Yar því vísað til allsherjarnefndar. Á fundinum í fyrradag voru rædd þessi mál: Landhelgismál, hafnarbætur, síldarbræðslumál. Ollu var vísað til Sjávarútvegs- nefndar. Á fundinum í gær voru eftir- farandi mál tekin til 1. umræðu: Þátttaka í alþjóða hafrannsókn- um. Skoðun skipa og eftirlit þeirra. Talstöðvar í fiskibáta. Vitamál. Slysatrygging sjómanna. Á Fiskiþinginu er fundarstjóri Geir Sigurðsson og varafuudar- stjóri Benedikt Sveinsson, ritari er Kristján Jónsson og til vara Níels Ingvarsson. Tillögur komu og frá kommún- istum og frá Alþýðuflokknum. Tillagan frá kommúnistum fór í þá átt, að skora á mjólkurverð- lagsnefnd að breyta mjólkurverð- laginu í það sama og áður og skora á nefndina að rannsaka,hvað liægt sje að 'gera til þess að auka mjólkurneysluna og bæjarstjórn aðstoði nefndina í þeim aðgerð- um, en verðið lækki jafnóðum og salan eykst. Tillaga Alþýðnflokksintj var að mótmæla verðhækkuninni, og breyta verðinu í það sania og áð- ur. En verði nefndin við þessu, þá heiti bæjarstjórn því, að beita sjer fyrir aukinni mjólkurneyslu, en varar við hættunni af mink- andi neýslu. Þareð tillaga Sjálfstæðismanna gekk lenigst í málinu, var liún borin upp fvrst. En í hinum tillög- unum var þá ekkert, sem máli skifti umfram tillogu Sjálfstæðis- manna, og komu þær því ekki til atkvæða. Er ályktun Sjálfstæðismanna hafði verið samþykt, var kosið í nefndina. Komu fram 2 listar, en ekki fleiri nöfn en kjósa skyldi. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 41. tölublað (18.02.1938)
https://timarit.is/issue/104430

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

41. tölublað (18.02.1938)

Iliuutsit: