Morgunblaðið - 18.02.1938, Page 6
<
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 18. febrúar 1938
Umræðurnar um mjólkur-
málið í bæjarstjórn
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Þessir voru tilnefndir og hlúttt
kosningu: Gunnar Thoroddsen,
Guðrún Guðlaugsdóttir og Ársæll
Sigurðsson.
Jakob Möller hafði framsögu í
málinu. Hann sagði m. a.:
Eftir þeim tillö,gum, sem fram
eru komnar, virðist það vera sam-
eiginlégt álit flokkanna, að stefna
Bijólkurverðlagsnefndar sje röng,
sú, að einblína á hækkun útsölu-
verðs mjólkurinnar, til að vega á
ipóti auknum framleiðslukostnaði,
Úg með því að auka neyslu mjólk-
urinnar muni nást sami árangur
fyrir framleiðendur, en neytendum
óneitanlega hagkvæmari.
En það sem greinir afstöðu
Sjálfstæðismanna frá hinum tillög-
unum er það, að við tökum afstöðu
gegn mjólkurskipulaginu, og þá
einkum gegn því, eins og frá því
var igengið á síðasta þingi, þar sem
ákveðið er að verð mjólkur skuli
vera það sama af öllu hinu víð-
áttumikla verðjöfnunarsvæði, án
tillits til þess, hvort hægt er að
koma mjólkinni óskemdri hingað
sem neyslumjólk.
Með þessu fyrirkomulagi eykst
Verðjöfnunarþörfin, eftir því sem
mjólkurframleiðslan vex í fjar-
sveitum, og af því leiðir sífeld til-
hneiging skipulagsmanna til hækk
unar á útsöluverði. En af því
leiðir aftur, að mjólkurneyslan
fer, að öðru jöfnu, minkandi.
Þessir agnúar eða rjettara sagt
svikamylla er skipulaginu að
kenna. En draga má.úr óheilla-
afleiðingum þessa til bráðabirgða,
ef takast mætti að auka mjólkur-
neysluna, sem er hjer þegar óeðli-
lega lítil, nemur ekki y2 lítra á
mann á dag. Er enginn efi á, að
anka má hana að mun, ef rjett er
að farið. Því förum við fram á,
að verðið verði lækkað aftur, dreif
ingarkostnaður verði minni og
mjólkurmeðferðin betri.
Leggjum við því til, að skipuð
verði 3 manna nefnd, sem vinni
að þessu í samvinnu við mjólk-
ursölunefnd, sem hefir í höndum
þau g.ögn, er með þarf til að rann-
saka málið“.
Aðrir, sem tóku þátt í umræðum
þessum, voru: Guám. Ásbjörns-
son, Guðrún Jónasson, Guðin. Ei-
ríksson, Ilelgi H. Eiríksson, Jón
A. Pjetursson, Soffía Ingvarsdótt-
5r, Hjeðinn Valdimarsson, Ársæll
Sigurðsson og Björn Bjarnason.
Hjéðinn Valdimarsson er 1. vara-
maður A-listans og kom því á fund
vegna fjarveru St. Jóh. Stefáns-
sonar.
Jón A. Pjetursson var sá eini,
sem reyndi að mæla skipulaginu
hót, nfma hvað frú Soffía Ing-
varsdóttir hjelt því fram, sem
s’vakti kímni áhevrenda, að henni
þætti samsölumjólkin óaðfinnan-
leg. En Jón ympraði á því, að
. verðhækkun mjólkur væri eðli-
leg, vegna tíðarfarsins í sumar og
hækkaðs framleiðslukostnaðar. En
að skipulagið fæddi af sjer hækk-
un útsöluverðs, fjekk hann sig
ekki til að viðurkenna,' enda vildi
hann ekki mótmæla skipulaginu.
Aftur á móti lýsti Hjeðinn því
yfir, að Framsóknarmenn hefðu
svikið lieykvíkinga um þá lækkun
á mjólkurverði, er Framsókn lof-
aði, er Alþýðufl. fjelst á skipu-
lagið.
Hjeðinn vildi halda því fram, að
afstaða Sjálfstæðismanna í mjólk-
urmálinu væri látalæti, því Sjálf-
stæðismenn vildu hugsa hæði um
framleiðendur og neytendur.
Guðm. Ásþjörnsson benti honum
á, að það væri vissulega
engin látalæti hjá rauðliðum, að
þeir með því skipulagi sem þeir
hjer hafa framfylgt, hafa gert
mjólkina dýrari og verri en hún
ætti og þyrfti að vera, og þeir
hefðu með oddi og egg unnið að
því að eyðileggja mjólkurfram-
leiðslu Reykvíkinga, sem nam er
skipulagið hófst 2% milj. lítra á
ári og igaf bæjarhúum 1 milj. kr.
atvinnutekjur árlega.
Jón A. Pjetursson mintist laus-
lega á breytingartillögu Guðm.
Eiríkssonar í mjólkurverðlags-
nefnd, er miðaði að því að draga
úr fyrirhugaðri hækkun Framsókn
armanna, og sagði, að ef Guðm.
Eiríksson hefði aðeins greitt at-
kvæði gegn hækkuninni, hefðu hin
ir 3 Framsóknarmenn aldrei sam-
þykt neina hækkun.
En er Guðm. Eiríksson skýrði
frá meðferð nefndarinnar á þessu
máli, fjellu þessar staðhæfingar
Jóns Axels alveg niður.
Komst Guðm. að orði á þá leið,
að hann teldi rjett að beita áhrif-
um sínum til þess að draga úr ó-
hæfunni, í stað þess með máttlausu
minnihluta atkvæði sínu að
horfa upp á, að óhæfan yrði meiri.
Ársæll Sigurðsson upplýsti, að
Páll Zophóníasson hefði skýrt svo
frá, að samkvæmt útreikningum
hans mætti lækka útsöluverð
mjólkurinnar um einn eyri fyrir
hverja 1000 lítra, sem salan í hæn-
um ykist á dag, án þess að fram-
leiðendur bæru minna iir býtum.
Frú Guðrún Jónasson lýsti skað-
ræði því, sem stafaði af því, hve
mjólkin væri gömul og slæm, sem
blandað væri saman við betri
mjólkina. En Helgi H. Eiríksson
minti m. a. á, hvílík fásinna það
væri, að Framsóknarmeirihlutinn
hefði ekki hækkað útsöluverðið,
þó einn fulltrúi Sjálfstæðismanna
í nefndinni hefði greitt atkvæði
gegn því. Þeir hafi ekki verið
feimnir við það Framsóknarmenn
að gera það sem þeim hefir sýnst
í mjólkurmálinu.
Sundráð Reykjavíkur stendur
fyrir fyrsta sundmótinu á þessu
ári, sem fer fram í Sundhöllinni
dagana 15. og 17. næsta mánað-
ar. Þeir, sem ætla að keppa, eiga
að hafa tilkynt T. S. t. það brjef-
lega fvrir 8. mars.
Niræðuf verður i dag:
Jón Jónsson frá Melum
}ón Jónsson frá Melum á Kjal-
arnesi, nú til heiilis í Páls-
húsurn á Bráðræðisholti, er 90 ára
í dag. Jón er fæddur að Norður-
Gröf á Kjalarnesi 18. febrúar
1848. Ólst hann þar upp til full-
orðinsára. Tók hann þá við búi
eftir föður sinn og bjó þar í 8 ár.
Fyrstu 2 árin með systur sinni,
Kristínu. Árið ^.1874 giftist Jón
Kristbjörgu Sigitrðardóttur frá
Káranesi ,í Kjós, og árið 1880
fluttú þau búferlum að Melum á
Kjalarnesi. Þar bjuggu þau í 16
ár, en þá brugðu þau búi og flutt-
ust til Reykjavíkur árið 1894 Þau
hjónin eignuðust 10 börn og 9 af
þeim komust til fullorðinsára.
Jón misti konu sína, Krist-
björgu, og dóttur sína, Margrjeti,
þá 19 ára að aldri, í taugaveikis-
faraldrinum, er geysaði hjer í
Reykjavík árið 1898.
Næstu 2 árin bjó Jón með syni
sínum, Jóni„ en árið 1900 tók hann
sjer ráðskonu, Ólöfu Hansdóttur
að nafni, er hún föðursystir Sig-
urjóns Pjeturssonar á Álafossi og
þeirra bræðra. Hafa þau búið
saman í samfleytt 37 ár. Ólöf er
núna 82 ára að aldri.
í þau 16 ár er Jón bjó að Mel-
um, stundaði hann sjó, jöfnum
höndum við búskapinn, svo sem
venja var, þar sem ómegð var
mikil. Jón var og er mikill mað-
ur vexti, hár og þrekinn, oig
rammur að afli hefir hann verið
á sínum bestu árum, enda hefir
það komið sjer vel fyrir margan
alþýðumanninn, er þurft hefir að
nota þrek sitt og þor í lífsbarátt-
unni. Jón er stillingarmaður mik-
ill, prúðmenni hið mesta og trygg
lyndur með afbrigðum, hann er
þjettur bæði á velli og í lund.
Rúmlega tvítugur byrjaði Jón
formensku á opnum bátum og
skipuhl. Mun hann fyrst hafa
verið fökmáður fyrir Kblbein í
Kollafirði. Var hann fyrir skipum
hjá Kolbeini í 10 ár. Frá Bakka-
koti á Seltjarnarnesi reri Jón í
mörg ár, þá er útgerð Seltirninga
stóð í rnestum blóma. Jón reri
líka í mörg ár frá Bieringstanga á
Vatnsleysuströnd og var þar þá
mikil útgerð eða um 20 skip, en
á fiskleysisárunum var aflinn ekki
altaf að sama skapi mikill og út-
gerðin. Eitt árið til dæmis hafði
aflahæsta skipið 80 fiska í hlut
að vertíðinni lokinni. Þegar þil-
skipaútgerðin bvrjaði í Reykja-
vík var Jón í mörg ár á skútum.
Auk sjómenskunnar stundaði Jón
alla algenga vinnu. Hrognkelsa-
veiði hefir Jón stundað fram á
síðustu ár eða á meðan heilsa ent-
ist, en fýrir mötgum árum varð
Jón fyrir áfalli, og bilaði heilsan j
svo, að dregið hefir úr vinnuþreki. |
Hið mikla þrek sem honum er i
gefið ásamt heitri trú hefir borið j
hann áfram, og er óhætt að segja. j
að margur ‘hefði verið búinn að I
leggja árar í bát, en hinn þrek-
mikli gamli maður ýtti á flot, er
veður leyfði og aflanum skifti
hann í fjörunni er að landi var
komið.
Vegna.áfalls þess, er hann varð
fyrir, hefir hann um 25 ár ekki
komist um bæinn. Hann hefir ekki
sjeð hafnarmannvirkin, sem hann
sem gamlan sjómann langar ef-
laust til að sjá. Hann hefir ekkert
sjeð af þeim nýju byggingum er
bygðar hafa verið í þessi 25 ár
annað en turninn á Landakots-
kirkjunni, sem hann sjer heiman
að frá sjer.
Jón hefir altaf haft fótavist og
næstum daglega fer hann út o:g
lítur til veðurs. Haun er enn vel
ern og- furðanlega Ijettur á fæti,
þrátt fyrir 90 árin, sem að baki
erti, en sjón og heyrn eru heldur
farin að daprast. Mikla ánægju
hefir Jón af útvarpinu og fylgist
hann vel með öllu sem gerist.
Vafalaust munu vinir hans
senda lionum hlýjar blessunarósk-
ir á þessum afmælisdegi hans og
óska honum sömu óskar er Roeke-
feller óskaði sjálfum sjer, að hann
mætti verða 100 ára. Vinur.
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiyi
1 Hafnfirðingar |
Hrossakjöt í buff
75 aura 1/> kg. |
Frosið kjöt
Saltkjöt
Hangikjöt §
Bjúffu
| Svið |
Hákarl, |
| Kjötbuð [
| Vesturbæjar|
Sími 9244. |
iiTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiinitimiiiÍf
Goliat.
Minningarorð um
Jón Snorra Árnason
Idag verður jarðsunginn hjer í
Reykjavík Jón Snorri Árua-
son trjesmiðameistari og kaup-
maður.
Jón var fæddur á Ilarastöðum í
Vesturhópi í Húnaþingi 20. febrl
1871. Faðir hans, Árni Snorrason,
hreppstjóri í Klömbrum, bjó fyrst
á Harastöðum og síðan í Gröf á
Vatnsnesi. Olst Jón upp hjá fokr
eldrum sínum, Árna og konu hans
Hólmfríði Jónsdóttur, þar til hann
fór til trjesmíðanáms til Magnús-
ar snikkara og verts í Flatey.
Lauk Jón trjesmíðanámi hjá hon-
um, og fór skömmu síðar til Isaj-
fjarðar og settist þar að.
Á Isafirði var Jón öll þroskar
ár sín, eða nál. 30 ár. Stundaði
hann þar húsasmíðar, en rak jafn-
framt verslun í allstórum stíl, að-
allega með byggingarvörur. Jafn-
framt rak hann húsgagnavihnu-
stófu og hafði í þjónustu sinni
bæði nemendur og sveina um lailgt
árabil. Var Jón á þeim árum einijt
af gildustu borgurpm ísafjarðarj-
kaupstaðar. Þekkja hann allir ís-
firðingar, sem nú eru miðaldra
menn ’eða eldri, og áreiðanlegá
flestir að góðu.
Jón varð, á þessum árum, f jái’1-
hagslega vel stæður maður. En
skömmu eftir fimt.ugsaldur misti
hann heilsu, dróst þá saman at-
vinnurekstur hans og fjárhagur
þrengdist. Seldi hann þá verslun
sína og eignir og flutti til Reykja-
víkur. Bjó hann hjer í Reykjavík
síðasta áratug æfi sinnar alger-
lega þrotinn að heilsu.
Jón var maður stórbrotinn í
»
lund, mikill vinur vina sinna og
skar ekkert við neglur sjer. Mun
hann því minnisstæður öllum, er
honum kyntust. Hann var fríður
maður sýnum, og liinn mesti vask-
leika- og kappsmaður, meðan heils
an entist.
Jón var tvígiftur. Fyrri kona
hans, lugibjörg, var dóttir hins
þjóðkunna smiðs, Einars á Tann-
staðabakka í Húnavatnssýslu.
Síðari kona hans, Valgerðuir
Sæmundsdóttir frá Hörgshlíð.
Sigurður Kristjánsson.
Háskólafyrirlestrar. M. Jean
Ilaupt, fiakkneski sendikennar-
inn, byrjar liáskólafyrirlestra
sína í kvöld. Verða. þeir fram-
vegis á föstudögum kl. 8.05—
8.50 e. h. Efni fyrirlestranna í
vetur er: „Franskt mannfjelag í
spegli bókmentanna“. Fyrsti fyr-
irlesturinn er almennur inngang-
ur og auk þess: Moliére og „Les,
Préeieuses" (Hofróðurnar),