Morgunblaðið - 18.02.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.02.1938, Qupperneq 7
Föstudagur 18. febrúar 1938 MORGUNBLAÐItí 7 Happdrætti Háskðia íslands Á þessú ári eru í fyrsta sinn í umferð allir miðar, er leyfi- legt er að gefa út samkvæmt happdrættislögunum. Númera talan er óbreytt, 25000, en D-miðum hefir nú verið bætt við A, B, og C af fjórðungs- miðum. öllum þessum miðum hefir nú verið úthlutað með- al 64 umboðsmanna og er því hætta á, að sumstaðar gangi númerin til þurðar. Flýtið yð- ur því að ná í happdrættis- miða. Frá starfsemi Happdrættisins 1. Draumanúmer. 1934 'tók málari einn á Akur- eyri að ganga m.jög fast eftir að fá ákveðið númer, sem annar mað- ur hafði þá. Haf'Si hann dreymt númerið mjög skýrt og ljet ekki laust fyr en hann fekk það. Á þetta númer vann hann tvisvar 1935i og aftur tvisvar 1936, en altaf lægsta vinning. Síðastliðið sumar kom númerið ekki upp, en A. hefir tröllatrú á því, að það eigi eftir að koma upp með stóran vinning. 2. Missti af 10.000 krónum. Stjómmálamaður fekk sjer miða 1934 og fekk engan vinning á hann. Arið eftir keypti hann ekki mið- ann og var hann seldur fátækum verkamanni, sem á 10 hörn, og fekk hann 10,000 króna vinning, á hann í fyrsta drætti, sem dregið \ar. 3. Það er hættulegt að sleppa númeri sínu. Embættismaður úti á landi hafði skift við umboðsmann í Reykjavík og skrifaði honum í nóvember 1936, a‘ð ef hann fengi ekki vinning á f jórðungsmiða sína í 10. flokki, vildi hann ekki hafa þá framvegis. Hann fekk ekki vinning í 10. flokki og hætti því við þá, en strax í 1. flokki 1937 kom einn af þessum miðum upp með 10,000 krónur. Miði þessi var þá ððrum seldur og var það tilviljun ein, að sá fekk þetta númer, því að hann valdi það ekki, en bað umboðsmanninn að taka það út úr miðabúnkanum. Ekki miisðr sá, sem fyrsf fær. TJmboSsmenn í Iteylcjavík eru: ■ Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Q-uðrvin Björnsdóttir, Túngötu 3,. sími 4380. • Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reyk.ja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pjetursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pjetur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmcnn í HafnnrfirtSi eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288.' Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310. Dagbók. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Allhvass SV. Dálítil rigning. Veðrið í gær (fimtud. ld. 17) : Emi er S-SV liláka iim alt land, alt að 12—13 st. hiti á N- og A- landi, annars 5—10 st. Hæðin fyrir suðaustan land hefir þok- ast vestur á bóginn. Lægð er yf- ir vestanverðu Grænlandshafi á hreyfingu NA, og mun vindur ganga meira til V hjer á landi. Næturlæknir er í nótt Páll Sig- urðsson, Hávallagötu 15. Sími 4959. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Stúdentafjelag Reykjavíkur hjelt fund á Garði í gærkvöldi. Á fundinum var rætt um endur- heimt Árnasafns og var Guð- brandur Jónsson prófessor frum- mælandi. Talaði Guðbrandur um Árnasafn og íslenska fornginpi, sem nú eru í höndum Dana. Að lokinni ræðu sinni bar prófessor Guðbrandur fram tillögu þess efnis, að fjelagið skoraði á Al- þingi að hefja nú þegar vinsam- lega samningaumleitanir við Dani um að þeir afhentu okkur Árna- safn. Ef ekki væri hægt að ná samningum á þessum grundvelli, þá athugaði Alþingi hvað hægt væri að gera til að ná safninu hingað heim. Tillaga þessi var samþykt með samhljóða atkvæð- um fundamanna. Síra Þórður Oddgeirsson, sókn- arprestur á Sauðanesi, er nú staddur í bænum. Hann mun dvelja hjer fram yfir næstu mánaðamót. Slökkviliðið var kvatt á Ný- lendugötu 22 laust fyrir klukkan 8 í gærkvöldi. Hafði kviknað í sóti í reykháf, en eldurinn var kæfður, er slökkviliðið kom á vettvang, og skemdir urðu engar. Björn Kristjðnsson Hamburg. Inn- og útflutnings verslun. Skrif stofa: Hamburg 8 Kl. Reichenstr. 1. Sími: 33 06 80. Símnefni: ISBJO. Privat: Hamburg-Rahlstedt Am Gehölz 43. Sími: 27 13 37. STEFÁN STEFÁNSSON: í kvöld sýnir Hljómsveit Reykjavíkur aftur „Bláu káp- una“. Yegna þess, að ekki var möigulegt að fá húsið, hefir ekki verið hægt að sýna óperettuna síðan á föstudag. Eftirspurn eft- ir aðgöngumiðum hefir verið miklu meiri að „Bláu kápunni“ heldur en að „Meyjaskemm- unni“ í sinni tíð. Sýnir það best vinsældir þær, sem þessi óperetta hefir aflað sjer hjer á skömmum tíma. Myndin: Oskar Guðnason sem Rambow greifi o,g Pjetur Jónsson sem von Biebitz-Biebitz. Rangæingafjelagið heldur fund í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 8l/2. Nýir fjelagar eru velkomn- ir á fundinn. Dansleik heldur glímufjelagið Ármann í Iðnó annað kvöid kl. 10 síðd. til ágóða fyrir skíða- skála fjelagsins í Jósefsdal. Bjarni Björnsson skemti í fimta skifti í Gamla Bíó í gær- kvöldi við mikinn fögnuð áheyr- enda. Segja margir, að Bjarna hafi aldrei tekist eins vel upp Bjarni ætiar að endurtaka skemt un sííia ienu sinni enn, á sunnu- daginn, og verður það í síðasta sínn. Jóhann G. Möller hefir tekið sæti á Alþingi í stajð Pjeturs Halldórssonar borgarstjóra, sem er í si.glingu. Trúlofun sína opinberuðu 16. þ. m. uugfrú Ingi bj örg Ásgeirsdótt- ir og Vilhjálmur H. Vilhjálms- son. Eimskip. Gullfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith. Goðafoss fór frá Vestmannaeyj- um í gær áleiðis til ílull. Brúar- foss er í Reykjavík. Dettifoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Lagarfoss er á leið til út- landa frá Seyðisfirði. Selfoss er í Reykjavík. Útvarpið: 20.15 Erindi: Höfuðstefnur í bók- mentum á 18. og 19. öld, IV: Raunsæisstefnan (Jón Magnús- son, fil. kand.). 20.40 Einleikur á fiðlu (Theódór Árnason). 21.05 Hljómplötur: Píanólög. 21.20 Útvarpssagan: „Katrín“ . eftir Sally Salminen (XIII). 21.50 Hljómplötur: Harmóníku- lög. | Verðlag á kartöflum Lágmarks söluverð á kartöflum til verslana er ákveðið: 11. mars - 30. apríl kr. 26.00 pr. 100 kg. 11. maí - 30. júnl - 28.00 - 100 - Smásöluálagning (við sölu í lausri vigt) má ekki | fara fram úr 40%, miðað við hið ákveðna söluverð | til verslana. — Heimilt er þó verslunum, er af ein- | hverjum ástæðum kaupa kartöflur hærra verði en | hinu ákveðna lágmarksverði, að haga smásöluálagn- | ingu sinni þannig, að hún sje alt að 40% af inn- | kaupsverðinu. Hið setta verðlag er miðað við góða og ógallaða | vöru. — Verðlagsnefnd Grænmetisverslunar ríkisins. Rúðugler. Útvegum við bæði frá Þýskalandi og Belgíu. Höfum það einnig fyrirliggjandi. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400. Rattæk|averslun Júlíusar Bjðrnssonar verðnr lokuð Irá kl. 1-4 e. fiiád. laugardaglnn 19. þ. mán., vegna jarðarlarar. Móóir mín Rannveig Gísladóttir andaðist í Farsóttahúsinn í Reykjavík 17. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðmundur Sveinbjömsson. ----------------------------------■------------- Jarðarför konu minnar, móður okkar og tengdamóður Halldóru Loftsdóttur fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 19. þ. mán. kl. 2 e.h. Guðmundur Helgason. Þórdís Guðmundsdóttir. Helgi Guðmundsson. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Júlíus Bjömsson. Loftveig Guðmundsdóttir. Gestur Gunnlaugsson. Valgerður Hannesdóttir. Guðlangnr Guðmundsson. Innilegustu þakkir vottum við öllum þeim mörgu, sem með gjöfum og armarí aðstoð auðsýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför dóttur okkar og systur Jóhönnu Filippusdóttur. Biðjum við algóðan guð að launa þeim, er þeim mest á liggur. Guðrún Pjetursdóttir, Filippus Jóhannsson og systir. Plöntiiriiar III. útgáfa er komin út. Verð kr. 9.00. Fæst hjá bóksölum. Békaw©r§l. §fgf. Eymu ndssowar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við jarðarför mannsins míns og fóstursonar Ágústs E. Hansen verslunarmanns. Svava Jóhannesdóttir Guðfinna J. Hansen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.