Morgunblaðið - 18.02.1938, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.02.1938, Qupperneq 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Föstudagur 18. febrúar 193® Nýleg vísa eítir Þuru í Garði. Þegar Þura fjekk útsvars- seðilinn sinn, þá endursendi hún hann til hreppsnefndarinnar og skrifaði eftirfarandi vísu aftan á liann: Svei þjer attan! Svei þjer framan, sveitarst j órnardót. Bruð þið vaxnir aliir saman af einni djöflrót? * Margar sögur mætti segja um blótsemi okkar íslendinga og ljót- an munnsöfnuð, sem getur þó stundum komið all-spaugilega út. „Þegar það hvín í andskotanum þá er djöfullinn vís“, er haft eftir karli undan Eyjafjöllum. „And- skotinn“ var hinn tignarlegi Holts núpur; þegar í honum hvein þótti það vita á óveður. * Lögregian í París tók nýlega fastan þjófaflokk í París,sem „vann“ verk sitt á mjög einkenni- legan hátt. Það komst þannig upp um þjófaflokk þenna, að kvöld eitt er kaupmaður nokkur kom heim til sín seint að kvöldlagi heyrði hann hljóðfæraslátt og gleðskap í íbúð sinni. Kaupmað- urinn gerði lögreglunni strax við- vart. Lögregluflokkur kom á staðinn og stóð þjófaflokkinn að því að stela öllu verðmæti úr íbúðinni. Á meðan Ijeku þjófarnir vals á grammófón. í rjettarhöldunuin skýrði foringi þjófaflokksins svo frá, að það væri venja sín að leika á grammófón er hann væri að stela úr íbúðum. Sagðist hann gera það vegna þess að fólk grun- aði síður að innbrotsþjófar væru á ferðinni þegar hljóðfærasláttur heyrðist úr íbúðunum. * Nýlaga birtu flest blöð í Ame- ríku og Englandi mynd af brúðhjónum, sem nýlega voru gef- in saman í Miami á Florida. Brúð- gminn er 75 sentímetrar á hæð, en brúðurin 2 metrar. Þau kynt- ust á fjölleikahúsi, þar sem brúð- guminn er 75 sentimetrar á hæð, vaxinn karlmaður í heimi, en brúðurin sýndi sig sem stærsta leikkona heimsins. Á hinni um- ræddu mynd af brúðhjónunum sjest stærðarmunurinn mjög greini lega því brúðguminn nær konu sinni ekki nema rjett upp fyrir hnje. * Spánksa rauðliðablaðið E1 Dilu- vio hefir látið þá ósk í ljós að blaða mennirnir, sem drepnir voru við Teruel, fái ekki að hvíla í friði í gröfum sínum, vegna þess að þeir dvöldu innan landamæra Franeos. ¥ Eldur kom upp í stórhýsi á Manhattan á döigunum. Einn slökkviliðsbíllinn, sem var á leið til eldsvoðans, tafðist góða stund við það að eldur kom upp í vjel bílsins og urðu slökkviliðsmenn- irnir fyrst að slökkva eldinn í sínum eigin bíl áður en þeir gátu smxið sjer að eldsvoðanum, sem þeir áttu að glíma við. * Kvikmyndafjelögin í Bandaríkj- unum greiddu s.l. ár 19.7 miljónir króna í skemtanaskatt. Það mundi sjálfsagt lyftast brúnin á Eysteini ef liann ætti von á slíku. Ibúðir stórar og smáar, og her- bergi, Leigjendur einhleypa og heimilisfeður, Stúlkur í vist, Kaupendur að hverju því, sem þjer hafið að selja. Muni sem þjer viljið kaupa. Nemendur í hvaða námsgrein sem er. Smá- auglýsingar Morgunblaðsins eru lesnar í hverju húsi. Lítið herbergi með ljósi, hita og ræstingu óskast strax. Til- boð merkt: „Agent“, sendist Morgunblaðinu sem fyrst. Tveggja herbergja sólrík í- búð óskast 14. maí. Þrent full- orðið í heimili. Uppl. til mánu- dags í síma 3488, kl. 10—2. *%aufts&€yuuc Athugið: Hattar, Húfur og aðrar karlmanna fatnaðar vör- ur, Dömusokkar o. fl. Karl- mannahattabúðin. Handunnar hattaviðgerðir sama stað. Hafn arstræti 18. Frímerkjabækur fyrir íslensk og útlend frímerki. Límpappnv frímerkjaumslög o. fl. — Gísli Sigurbj örnsson, Frímerkj a versl- un, Lækjartorg' 1, opið 1—Sþa e. h. Divan til sölu með tækifær- isverði. Upplýsingar í síma 3632. Gellur er Ijúffengur matur. Fást daglega austast á Fisksölu- torginu. Sími 4127. )Sigurður Gíslason. Piano óskast til kaups. Uppl. í síma 2626. Rafsuðuplata, tveggja hellu, 1800 og 1200 watt, til sölu með tækifærisverði. Uppl. síma 2626 Kaupum flöskur og glös og£ bóndósir. Bergstaðastræti ld (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum- Jeg undiritaður lóga Öllum óþarfa dýrum og greftra, síðantu Tunga hætti. Næst í síma 2751.. Guðmundur Guðmundsson, —- Rauðarárstíg 13 F. Hárgreiðsla. Geng út í bæ,. tek heim ef óskað er. Ásta Sig- urðardóttir. Sími 4293. Útgerðarmenn! Dragnót (Franklins) sem ný, til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar á Laugaveg 86. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. —- Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli»Sigur- björnsson, Lækjartorg 1. Opið 1—3i/2. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Útsala — alt á að seljast. Jurtapottar. Nýtísku kaktusk- er. Kaktusar. ísl. leirmunir, Blómavasar og skálar. Kaktus- búðin, Laugaveg 23. Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — (Grettir). Sokkaviðgerðin, HafnarstrætL 19. gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af~ greiðsla. Sími 2799. Sækjurxv sendum. Fæði kostar ekki nema 60> krónur á mánuði í Nýju mat— sölunni, Vesturgötu 22. Sti&hfnnifKfae Friggbónið fína, er bæjarins* besta bón. KOL OG SALT sími 1120 4 ANTHONY MORTON: ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 65. — Það er þó al'taf skoðun. En jeg er yður þakklát- ur fyrir þá hjálp. sem þjer hafið veitt okkur. Þeir röbbuðu fram og aftur um málið um stnnd, og síðan fór Manneing, liarðánægður með sjálfan sig. Á heimleiðinni leit hann iixn til Gerry Long. Hann sat uppi í rúminu og leið vel eftir ástæðum. En hann vorkendi sjálfum sjer og var um leið fokvondur út í sjálfan sig. Mannering sagði honum, að nú væri ekki annað að gera en gleyma öllu saman. — Jeg veit, að jeg hefi farið frámunalega heimsku- lega að ráði mínu. En hvernig fæ jeg nokkurntíma fullþakkað þjer fyrir alt, sem þú hefir igert fyrir inig 1 — Hver veit uema þú fáir tækifæri til þess, sagði Mannering og brosti. Eftir þetta fór Mannering heim til sín. Hann fann Overdon-perlurnar og stakk þeim í vasa sinn og ók síðan til Algate. Á leiðinni í bifreiðinni breytti hanu algerlega um útlit sitt, svo að enginn skyldi þekkja liann, þó að hann rækist á kunningja. Hann fór inn í litla rakarastofu í High Street. Þar tók glaðlegur, sköllóttur karl á móti honum og vísaði honum inn í hliðarlierbergi. — Góðan dag, Mr. Mayle, stundi hann. Hann var alt of feitur og- átti þessvegna erfitt um mál. — Eins og venjulega, Mr. Mayle ? Og Mannering kinkaði kolli brosandi. Sá feiti og sköllótti hló, svo skein í hvítar og sterk- legar tennurnar. Mannering beið þolinmóður eftir því að hann byrjaði á verkinu. Hann vissi af reynslu, að það þýdddi ekki að reka á eftir Harry Pearce, sem var margt annað til lista lagt en kunna að klippa og raka. Flick Leverson, hilmarínn, sem nú var í fang- elsi, liafði vísað Mannering á hann. Hann útbjó alla mögulega biininga og hjálpaði viðskiftavinunum að klæðast í þá. Hann spurði aldrei neinn að neinu. Treysti því að fá vel borgað, og reifst aldrei, þó að hann yrði stundum að vinna fyrir ekki neitt. Meðal manna af þeirri tegund, sem skiftu við liann, gat maður verið blankur annan daginn og flugríkur hinn. En einhvernveginn var það svo, að þessir menn voru á sína vísu heiðarlegir. Hann þekti Mannering, sem var nógu vel dulbúinn til þess að þekkjast ekki við fyrstu sýn — þekti hann undir nafninu Mr. Mayle. Ilann lánaði honum igúnrmí- kxxlui'nar og gerfitennurnar, sem hann notaði, þegar haim fór til Dickers Grayson með þýfi sitt. En Mann- ering var búinn að sjá það, að það var auðveldara að dulbúa sig en leika vel sjálft hlutverkið. * * Það var orðið áliðið dags, þegar Mannering komst þangað sem Grayson vann. Grayson var brosandi og vingjarnlegur. Hann vissi, að Mannering kom' með góðan varning, og engin þræta þurfti að vera um kaupin, ef hann bauð sæmilegt verð. Þeir höfðu átt nokkur skifti saman og báðir verið ánægðir. Mannering tók gúmmípoka upp úr vasa sínum, hvolfdi perlunum úr honum á skrifborðið fyrir fram- an Grayson, án þess að sýna á sjer nokkur svipbrigði. Brosið stífnaði á vörum Graysons. Hörkusvipur kom í augun, þegar bann sá þýfið. — Ilvar hafið þjer náð í þær?, spurði hann. Grayson handljek perlufestina. Hann kunni að meta það verðmæti, sem hann var með í höndunum. — Overdon-perlurnar, tautaði hann, og röddin var næstum blíð og kjassandi. — Hugsið bara um sjálfan yður — og viðskiftin, sagði Mannering og stökk á fætur. Nú var tími til þess að sýna Grayson, að haun var ekki hræddur við 1 hann. — Annars---------Ilann stóð með kreptan hnef-- ann og bretti efri vörina upp, svo að sást í óhreinar- gerfitennurnar. En Grayson reyndi með brosi og blíðum orðum að> sefa hann. — Jeg liefði ekki átt að spyrja, hvar þú hefðir- fengið þær, sagði hann, vitandi það, að hann hafði brotið óskrifað lögmál. — En það hefir töluvert verið talað um þessa perlufesti í blöðunum. — Það getur vel verið. Eu jeg kom hingað til þess- að fá tilboð í þær! Mannering skemti sjer hið besta á bak við grímuna. Hann kunni vel við áhættuna, sem fylgdi því að heimsækja Grayson. En hann varð að gæta vel að sjer- að falla ekki út xir hlutverkinu. Hann þurfti hvort: eð var að æfa sig í því að leika „baróninn". Grayson tautaði eitthvað fyrir munni sjer og sagðit síðan: — Það er hættulegt að versla með þær. — Þjer gætuð geymt þær, þangað til slúðrið er hætt’ — Það gætuð þjer líka. Mannering rjetti liöndina út eftir perlufestinni.. Hann kunni lagið á Grayson, og vissi, að það þýddi ekkert að láta hann vita, að rnaður þyrfti hans með. — Auðvitað get jeg það. Og jeg get líka fundið annan kaupanda. Komið með hana! Grayson lagði feita og ljósrauða höndina ofan á perlurnar. — Verið þjer nú rólegur. Þjer megið ekki gleyma því, að öll áhættan kemur á initt bak. Jeg býð 500. Mannering þekti Grayson út og inn. — .3000! sagði hann. — Jeg er enginn miljónamæringur, flýtti Gray- son sjer að segja. Svo brosti hann alt í einu einsvog

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.