Morgunblaðið - 14.04.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.04.1938, Blaðsíða 7
fhntudftgur 14. aprfl 1958. 7 Qagbófc. L O. O.F.5«nP4148’/i=M.A* Veðurútlit í Reykj&vík í dag : SV- eða V-kaldi. Smáskúrir. Veðrið í gær (miðv.d. kl. 17): Vindnr er nú SV-V um/alt land, víðast fremur hægur. Á A-Iandi er veður bjart,, en dálítil rigning %ða skúrir í öðrum landshlutum. hm V-bluta landsins er hiti kom- jnn niður í 3—5 stig, og mun einn ig kólna austanlands, en þar er enn alt að 15 st. hiti. Loftþrýst- ing er há um Atlantshafið og Bretlandseyjar, en frem'ur lág fyr- ir tiorðan land. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Mánagötu 4. Sími ' 2255. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Lyfjabúðinni Iðunn. Messað í fríkirkjunni í Reykja- vík: Skírdag kl. 2, síra Árni Sig- urðsson (altarisganga). Föstudag- urinn langi kl. 5, síra Árni Sig- urðsson. Páskadagsmorgun kl. 8 síra Árni Sigurðsson. Páskadag kj. 2, síra Árni Sigurðsson. Ann- an páskadag kl. 2 barnaguðsþjón- usta (Á. S.) og kl. 5. Ragnar Benediktsson stud. theol. prjedik- •ar. . ■ Messað í„ Laugarnesskóla á föstudaginn langa kl. 5. Á pásk.a- ■dag kl. 5. Sr. Garðar Svayarsson. Áðventkirkjan. Skírdag opínber biblíulestur kl. 9 síðdegis. Föstud. langi messað lcl. 8.30 síðdegis. 0. J. Olseny' ': ’ Messur í IJtskálaprestakalli: Föstud. Janga á Hvalsnesi kl. 11 f. h. Útskáhun kl. 2. Keflavíkfkl. 5: Páskadag: Keflavík kl. 1. Ú|- skálum kl. 5. Annan páskadag Hvalsnesi kl. 2, Sr. Ikríkur Bryn- jólfsson. \ Hjörtur Nielsen fyrvergndi brvti á fertugsafmæli n.k. laug- -ardag, H. M. S. Hastings, breska her- skipið verður sýnt almenningi í •dag kl» 2—6 e. h. og á laugardag- inn á sama tíma. Hjálmtýr Sigurðsson fvrv. kaup- inaður, Sólvallagötu 33 er sextug- ur í dag. Reykjavíkurbúar hafa sýnt vax- nndi áhuga fyrir „Skírn, sem seg- ír sex!“ Þessi leikur, sem ritaður «r af einu helsta skáldi Norð- manna, virðist eiga sjerstaklega vel við skapferli íslendinga. Gam- ansemin, sem logar eins og eldur um alt leikritið, er temprað að miklum vitsmunum, sem senda á- horfandann liugsandi, en brosandi heim. Engir leikhúsvinir ihunu sjá sig úr færi með að sjá þenna prýðilega leik. K. F. U. M. og K. í Hafnarfiði. Samkomur um bænadagana verðu sem hjer segir, kl. 8l/2 báða dag- ana: Skírdagur, almenn samkoma. Föstudagurinn langi, stud. theol. Ástráður Sigursteindórsson talar. Fólk er beðið um að koma með passíusálmana. Allir velkomnir. Nýtt leikfang. Nýja leikfanga- gerðin á Skólavörðustíg 18 hefir látið gera nýt-t barnaspil, sem bygt er á Sama kerfi og „ludo“. Eh „ludo“borðið á hinu nýja leik- fangi er eett saman úr myndum frá ýmsum stöðum á íslandi. Eru það alls 29 myndir. Með spilinu fylgir kort af íslandi og eru stað- irnir, sem eru á borðinu, merktir inn á kortið. Leikfangið hefir þess vegna nokkuð fræðslulegt gildi. Leikfangagerðin sýnir framleiðslu sína í sýningarglugga Jóns Björnssonar & Co. þessa dagana. Atkvæðagreiðsla um fjárlögin (2. umr.) fór fram í gær. Allar breytingartillögur fjárveitinga- nefndar voru samþyktar. Jens Sæmundsson trjesm. er sextugur í dag. Hann hefir verið búsettur x Reykjavík síðastliðin 30—40 ár, og munu margir vinir hans og kunningjar senda honum hugheilar óskir á afmælisdaginn., 88 ára verður á morgun, föstu dag, ekkjan Margrjet Þórðardótt- ir, Elliheimilinu Grund. Leikhúsið. Skírn, sem segir sex verður sýnd á annan í páskum kl. 8. Aðgöngumiðasalan fer fram kl. 3—6 á laugardaginn. Kolviðarhólsnefndin. í grein- inni um í. R. og Kolviðarhól hjer í blaðinu í gær fjell nafn Þórar- ins Ai’nórssonar úr, þar sem skýrt var frá hverjir væru í nefndinni, sem fjelagið hefir kosið til áð ann- ast stjórn og umsjón á „Hólnum“. En nafn Ásgeirs L. Jónssonar mis- prentaðist. Kennaralaunin. Útaf umræðum á Alþingi, sem skýrt var frá hjer í blaðinu í gær, urn laun kennara, ljet einn af lesendum blaðsins þess getið í gær, að býjunarlaun kenn- ara við Kennaraskólann væru kr. 28Ö á mánuði, en hækkuðu á 15 árum i kr. 360. Eru laun þessi, að því er hann skýrði frá, lægri en núverandi barnakennaralaun hjer. Om hænsnarækt héitir ritling- ur, sem kominn *er • á bókamark- aðinn, eftir Stefán Þorsteinsson. Kver þetta er bygt 4 tveim út- varpserindum, sem höfundur flutti á vegum Búnaðarfjelags Islands vorið 1937. Myndir fylgja, les- málinu til skýringár. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá ónefndum 1 kr. S. B„ Blöndu- ósi 10 kr. Til Strandarkirkju afh. Mbl.: G. Þ. 10 kr. F. G. 1.25. S. G. 10 kr. Ónefndur 2 kr. J. J. S. 2 kr. A. S. 1 kr. Þ. J. 35 kr. S. B„ Blönduósi 10 kr. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfel 1 ssveitar, Kjalarness, Kjós- ar, Reykjaness, Ölfuss og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar nes. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Til Rvíkur: Mosfells- sveitar, Kjálarness, Kjósar, Reykjaness, Ölfuss og Flóápóstar. Hafnarf.jörður. Seltjarnarnes. Lax foss frá Borgarnesi og Akranesi. Bílpóstúr úr Húnavatnssýslu. Ný bók. Hulda, sem löngu er orðin þjóðkunn fyrir sögur, ljóð og æfintýri, hefir sent frá sjer nýja bók. Heitir hún „Fyrir miðja morgunsól“, og, eru það 11 æfin- týri: Þegar veturinn varð and- vaka, Vörðurnar, Sunnudagur kisu, Snati lærir að syngja, Huldu skipið, Fjallið, sem altaf var að kalla, I Bláhrauni, Pei’lurnar, Síð- hetta, Fjalldrapinii angar og Svanur. — Það er nýstárlegt að bækur komi út á þessum tíma árs, og væri vel, að liægt væri að dreifa meira úr bóltaútgáfunni en verið hefir. Bókarinnar verður getið nánar síðar. Jónas Jónasson bóndi í Ytri Njarðvík verðúr 80 ára föstudag- inn 15. apríl. » Eimskip. Gullfoss kom til Leith um miðnætti í fýrrinótt, fór það- an í gærkvöldi. Goðaföss er í Hainbörg. Brúarfoss er í Réykjá- MORGUNBLAIIÐ . vík. Dettifoss fór frá Vestmanna- eyjum í fyrrakvöld, áleiðis til Grimsby. Lagarfoss fór frá Leith í gær, áleiðis til Austfjarða. Sel- foss kemur hingað í kvöld. Útvarpið: Fimtudagnr 14. apríl. 9.45 Morguntónleikar: „Elías spámaður“, óratóríum, eftir Mendelssohn (plötur). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Friðrik Hallgrímsson). 15.30 Miðdegistónleikar: Kirkju- leg tónlist (plötur). 19.20 Hljómplötur: Kirkju-kór- söngvar. 20.15 Erindi og upplestur: Meist- ari Jón Vídalín (Magnús Jóns- son prófessor). 20.55 Hljómplötnr; a) Píanókon- sert í d-moll, eftir Mozart; b) Symfónía pathetique, eftir Tsehaikowsky. Föstudagur 15. apríl. 9.45 Morguntónleikar: Kantötur eftir Bach (plötur). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Bjarni Jónsson). 17.00 Messa í Fríkii’kjunni (sjera Árni Sigurðsson). 20.00 Upplestur og tónléikar: ' , a) Orgelleikur í Dómkirbjunui1 (Páll ísólfsson). b) Kaflar úr guðspjöllunum. c) Kórsöngur (Útvarpskórinn). Laugardagur 16. apríl. 19.20 Strok-kvaxdett útvarpsins leikur. 20.15 'Upple.Jur og tónleikar: a) „í fótspor Páls postula“; minningar og hugleiðingar (Vilhjálmur Þ. Gíslason). b) Söngvar og hljóðfæraleikur, 21.30 Hljómplötur: a) Fiðlukon- sert í D-dúr, eftir Brahms; b) Ófullgerða sypfónían (h-moll), eftir Sehubert. TOGARAÚTGERÐIN: FRUMVARP SJÁLF- STÆÐISM ANN A. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. að fara fram á lagaheimild til þess að undanþiggja botnvörpu skipaútgerð útsvarsskyldu til bæjarsjóða þessara kaupstaða um 5 ára bil, enda ljetti og rík- ið undir með útgerðinni af sinni hálfu þanriig, að öilum þeim arði, sem útgerðírnar kynnu að fá á þessu árabili, mætti verja til lækkunar á skulduin óg annars þess, er efla mætti þessa atvinnugrein og koma henni aftur á rjettan kjöl. Samkvæmt þessu er farið fram á það í frumvarpinu, að ísl. botnvörpuskipafyrirtæki skuli um 5 ára bil, eða árin 1938—1942, að báðum árum meðtöldum, vera undanþegin tekju og eignarskatti til ríkis- sjóðs og útsvari til bæjarsjóða. Eins og kunnugt er, hafa ýmist fá eða engin af þessum fyrirtækjum greitt nokkurn tekju- eða eignarskatt um nokk urra ára bil. Útsvarsgreiðslur til bæjarsjóðs Reykjavíkur hafa verið tiltölulega litlar, en í Hafnarfirði hefir orðið að leggja töluverð útsvör á þessi fyrirtæki vegna erfiðleika bæj- arsjóðs, enda þótt reynslan hafi sýnt, að þau hafi engan veginn verið fær um að standa undir þeim. Helsta vonin um það, að þessi fyrirtæki komist aftur á rjettan kjöl, er sú, að verulega batni í ári fyrir þeipi, og virð- ist þá einsætt að leyfa þeim að verja arði sínum öllum til þess að efla fyrirtækin". Málverkasýning EYJÓLFS J. EYFELLS r 5 ■ 1 GOODTEMPLARAHÚSINU Opin í dag 10—7. Aðra daga 10—l#. Kaupmenn og kaupfjelög! Við höfum 50 mismunandi gerðir af dömuhönskum og nýtísku belti. Gerið pantanir yðar sem fyrst. 11.f. Magni Sími 2088. Pósthólf 434. Skrifstofur Stjórnarráðsins og ríkisfjehirðis verða lokaðar á laugardaginn fyrir páska. Skrifstofnr bæjarins verða lokaðar laugardaginn fyrir páska. Borgarst|órinn. Saltkföl í heilum og hálfum tunnum fyrirliggjandi. Eggert Krist)ánsson & €o. Sími 1400. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við and- lát og jarðarför Júlíönu Þórðardóttur. ■ F. h. aðstandenda Hilaríus Guðmundsson. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Ragnhildar Jónsdóttur frá Minna-Bæ. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.