Morgunblaðið - 14.04.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1938, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. apríl 1938. í þýska ríkinu (Austurríki með- talið) eru meira en 100 f jallstindar, sem eru hærri en 3000 metrar. Hæsta fjall ríkisins er Gross- glo.ckner, suður af Vínarborg, sem er 3800 metra hátt. * Hollenskur trjesmiður hefir húið til gítar úr eintómum eldspýtum. Hinn hagi smiður heitir líaimund Spinger og á heima í Oldeherkapp í Fríslandi. Hann notaði 16.000 eldspýtur í gítarinn og var sex mánuði að smíða hann. * Manntal hefir nýlega farið fram í Berlínarborg og kom í ljós að íbúatala höfuðstaðarins er nákvæm lega 4.308.040. * Kvikmyndahús í stórborgum er- lendis byrja mörg sýningar sýnar fyrir hádegi á daginn, og þessi siður hefir einnig verið í Róma- borg. Nú hefir kenslumálaráðherra Mussolinis bannað allar kvik- myndasýningar fyrir hádegi, og ástæðuna fyrir þessu banni segir hann vera þá að fólk fái höfuð- verk af því að fara í bíó svo snemma dags. * « — Af hverju eruð þjer með bóm- ull í eyrunum ? — Það skal jeg segja yður. Jeg hefi fyrir vana að slá með fingr- urium í borðið og mjer er bölvan- leg við það hljóð. * Herbergisþernan: Hvenær á að vekja herrann í fyrramálið. Gesturinn: Klukkan 8 með kossi, gæskan. Herbergisþeman: Jeg skal segja næturverðinum frá því. Frá Prag: Bruno Hitler skrif- stofumaður í Prag hefir kært yf- irboðara sína fyrir að hafa sagt sjer upp vinnu að ástæðulausu. Hann skýrði rjettinum frá því, að kaupmaður, sem er Gyðingur, hafi hringt upp firmað, sem hann starfaði fyrir, og að hann hafi svarað: „Hitler talar. Hvað get jeg gert fyrir yður?“ Kaupmaður- inn kvartaði undan þessu og Bruno var sagt upp. Dómarinn feldi úrskurð með Hitler, sem skýrði frá því að hann væri ekkert skyldur Adolf. * MÁLSHÁTTUR: Ráðrík er syndin í hinum rang- láta. Jfauns&anuc Fermingarhattar í fallegu Úr- vali, 10, 12 og 14 krónur. — Hattastofa Svövu og Lárettu Hagan, Austurstræti 3. Fermingarkjólablóm, slæður, Hattastofa Svönu og Lárettu Hagan, Austurstræti 3. Hveiti í 7 pd. ljereftsp. kr. 1.75 2.25 2.50 2.50 2.95 0.50 Bílskúr óskast til leigu nú þegar. Uppl. í síma 4144, milli kl. 5—6. Hænsnahús og íbúðarhús á- samt 180 hænsum til leigu í ná- grenni Reykjavíkur. Uppl. í síma 3799. Hveiti í 10 pd. — Hveiti Alexandra — Hveiti Svan — Hveiti, Gold medal í 5 kg. pokum Alexandrahveiti í lausri vigt pr. kg. Enskt hveiti, gott, nr. 2 —--------0.40 Gerhveiti í 10 pd. pk. — 2.75 Smjörlíki pr. st. — 0.70 Plöntufeiti ---------0.85 Lyftiduft í/2 — 1.25 Ný egg — — — 1.40 Sýróp dökt og Ijóst, dós— 0.85 Flórsykur ^2 kg. — 0.50 Kókósmjöl — — — 1.00 Verslið þar sem vörurnar eru góðar og ódýrar. Þorsteinsbúð. Grundarstíg 12. Sími 3247. Fæði kostar ekki nema 60 krónur á mánuði í nýu matsöl- unni, Vesturgötu 22. %Ke'nj£a- Kenni akstur og meðferð bif- reiða. Steingrímur Gunnarsson. Sími 3973 og 1633. Silkisvuntuefni og slifsi eru altaf best og ódýrust í verslun Guðbjargar Bergþórsdóttur, Laugaveg 11. LEGUBEKKIR, mest úrval á Vatnsstíg 3. Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — (Grettir). Kaupum, flöskur, glös, dropa- glös, bóndósir. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 1. Sækjum. _______...................... Kjötfars, Miðdagspylsur, Kindabjúgu ódýrast og best í Milnerskjötbúð, sími 3416. Ódýr borð, ný og notuð, margar stærðir og gerðir. Klæðaskápar, Stofuskápar o. fl. Ódýra húsgagnabúðin, Klapparstíg 11. Sími 3309. ÍfiÉ Hreingerningar, loftþvottur Sími 2131. Vanir menn. © Hreingerning í fullum gangi. Vanir menn að verki. Munið að hjer er hinn rjetti Guðni G. Sigurðsson málari, Mánagötu 19. Símar 2729 og 2325. Heimatrúboð leikmanna-------- Bergstaðastræti 12 B. Sam- komur báða bænadagana kl. 8 e. hád. Hafnarfjörður Linn- etsstíg 2. Samkomur kl. 4 báða bænadagana. Allir velkomnir^ ! Filadelfia, Hverfisgötu 44. Á skírdag kl. 8^4 e.h. heldúr Carl ; Andersson fyrirlestur um heim- sókn sína til Getsemane og á. föstudaginn langa kl. 5 e. h. um Golgata; kl. 8V2 vitnisburð- arsamkoma. Arthur Gook heldur sam- komur í Varðarhúsinu kl. 4 og- 81/2 í dag og föstudaginn langa. Allir velkomnir. | Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Húsmæður, athugið: Rjettu hreingerningarmennirnir eru Jón og Guðni. Sími 4967. Fermingargjafir. Hanskar, Töskur, Belti, Kragar, Blóm, Slæður og Vasaklútar í fjöl- breyttu úrvali. Hanskagerð Guðrúnar Eiríksdóttur, Austur- stræti 5. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29, Sjálfblekungaviðgerðir. — Varahlutir í sjálfblekunga á- valt fyrirliggjandi. Allar við- gerðir á sjálfblekungum. Rit- fangaversl „Penninn", Ingólfs- hvoli. Látið grafa nafn yðar á reykjaplpuna yðar. Það fáið þjer gert ódýrt í Pennaviðgerð- inni, Austurstræti 14, 4. hæð. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppseining og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Ilafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum L O. G. T. St. Framtíðin 173. Aukafund- ur í dag kl. 41/2- Inntaka. St. Dröfn nr. 55. Fundur í: kvöld kl. 814. 1. Upptaka nýrra fjelaga. 2. Kosning fulltrúa á Umdæmisþing. 3. Ýms reglu- mál. 4. Upplestur. F. æ. t. 5.. Stud. theol. Ástráður Sigur- steindórsson flytur ræðu í til- efni dagsins. Hafið sálmabæk- ur. 3—4 stofur og eldhús til leigu 14. maí. Sími 2521. 2 stofur og eldhús til leigtt:; í góðum kjallara. Sími 2521. KOL OG SALT simi 1120 4« FAITH BALDWIN: EINKARITARINN. 24. „Hann er góður piltur og mjög áhugasamur“. „Hann kom inn á skrifstofu til Miss Murdock í morgun. Þau virðast vera góðir kunningjar“. „Já, hann hefir verið bálskotinn í henni frá því að hann leit hana sínum írsku augum í fyrsta sinni“. „Einmitt það. Það er reyndar ekki hægt að lá hon- tnn það“, sagði Fellowes og fór út, en Sanders horfði á? eftir honum, hugsi á svip. Hvað sem hann kann að hafa hugsað, þá ljet hann það ekki uppi. Hann ypti sínum grönnu öxlum og hjelt síðan áfram við vinnuna. Fellowes bölvaði í hljóði, þegar hann kom aftur inn á skrifstofu sína. Það var augsýnilega satt, sem Jame- son hafði sagt. Hann fjekk ekki að hafa Önnu lengi. Varð það ekki O’Hara, varð það einhver annar. Það var ókosturinn við að hafa laglegar stúlkur fyrir einkaritara. Þær voru varla orðnar æfðar í starfinu, þegar þær tóku grautarskeiðina fram yfir ritvjelina. Það var ekkert rjettlæti í því. Hann hafði einmitt hugsað sjer að Ieggja hinni duglegu Miss Murdock ábyrgðarmiklar skyldur "a herðar. En það var víst ekki ómaksins vert. Ef til vfll var betra að hafa karlmann eða eldri stúlku fyr- ir ritara, stúlku, sem var ekki trufluð við vinnu sína af ástsjúkum nngum mönnum. Ilann fann, að hann var órjettlátur. Það var ekki bægt að segja það með sanni, að Anna hefði upp- örfað O’Hara til þess að „hanga yfir sjer“, eins og Fellowes orðaði það með sjálfum sjer. En hvað sem því leið, var það staðreynd, að hann hafði hangið þar um morguninn, undanfania morgna, og myndi sjálfsagt gera það framvegis. Fellowes skildi ekki í því, hve mjög honum gramd- ist það. Það var ekki úr vegi að hafa augun hjá sjer og fylgjast með því, sem fram fór. Hann gat látið Ónnu fara aftur til Sanders, og þá varð það hann, sem fjekk ánægjuna af því að óska henni góðs gengis, ef hún færi. Alt fór í liandaskolum fyrir honum það, sem eftir var dagsins, og rjett áður en lokað var, kallaði hann á Önnu og sagðist hafa hætt við að vinna um kvÖldið og vonaði, að hím gæti farið í samkvæmið. Hún svaraði ltuldalega, að það myndi hún geta, og þóttist sjá einhvern ögrandi svip í augum hans. En hún gerði enga tilraun til þess að tala við O’Hara, fór í þess stað beina leið heim og eyddi kvöldinu í það að hugsa um, hvað gengið hefði að forstjóranum, sem annars skifti sjaldan skapi. Nokkrum dögum síðar kom ungur, ákaflega snyrti- legur og áhugasamur ungur maður þrammandi inn á skrifstofuna til Önnu. „Jeg heiti Richmond“, sagði hann formálalaust. „Jeg átti að koma til viðtals við Mr. Fellowes kl. ÍO^". Anna rfthugaði minnisbók sína og sá, að forstjórinn hafði góðan tíma. Sjálf vissi hún ekkert um þetta samtal. Hún stóð upp og fór inn til Fellowes. „Hjer er kominn maður, að nafni Richmond, sem segist hafa átt að tala við yður núna“. „Ágætt. Látið hann koma inn“. Að vörmu spori kom Anna inn aftur með hinn leynd- ardómsfulla nnga mann. „Miss Mackaye sendi mig hingað“, sagði RichmoncD strax og hann kom inn til Féllowes. „Fáið yður sæti“, tók Fellowes fram í fýrir lioiium,. og Anna flýtti sjer út, lokaði hurðinni vel á eftir sjerv og hjelt áfram að brjóta heilann um Féllowes; Nú fór málið að vandast. Miss Mackaye ? Maðurinir. kom þá frá ráðningarskrifstofu einkaritara. Litlu síðar þegar Richmond var að fara, heyrði húffii kveðjuorð Fellowes. *„Ekki strax, Richmond. Miss Mackaye sagði, að þjer væruð tiltölulega ánægður með þá stöðu, sem þjer hafið. Jeg læt yður vita“. Alla næstu viku komu ýmsir aðrir ókunnugir memi í gegnum skrifstofu Önnu, rösklegir piltar, eldri mað- ur og einn eldri kvenmaður. Önnu var það ljóst, að Féllowes var að semja viö væntanlega einkaritara. Hún var bæði reið og særð og fanst hún hafa full— gilda ástæðu til þess. Ef forstjórinn var óánægður með ’ hana sem einkaritara', hversvegna sagði hann það þ£i ekki við hana sjálfa. Hversvegna beitti hann þessari lúalegu aðferð — því að hún var sannarlega lúaleg. Hvaða syndir hafði hún á samviskunni? Þetta var órjettlátt af honum, hugsaði hún, er hún fór heim. um. kvöldið, með vaxandi höfuðverk af heilabrotum. Henni- var þungt um hjartaræturnar og fanst sem hefði verið setið á svikráðum við hana. Ef til vill hafði hún náð takmarlci sínu með of hægu: móti. Hún var annars hugar heima fyrir og kuldaleg við Ted, þegar hann kom, og mót venju hvassorð við •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.