Morgunblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 2
iiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiii: MORGUNBLAnIÖ Miðvikudagur 18. maí 1938. tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiniiiiiiiiiiiiiimmiiitiinniiu a Þýski yfirhershöfð- [ inn fangi Hitlers ( Neðanjarðarlest í Lonöon von Fritsch. von Fritsch, sem var yfirmað- ur þýska landhersins, þar til í febrúar síðastliðnum, er hann og von Blomberg voru látnir fara, >,hefir fengið fyrirskipun um það, að vera um kyrt í höllinni í Hannover. Hann hefir orðið að gefa £ei*u- og samviskuloforð um að hreyfa sig þaðan hverg.i á brott og honum sagt að honum beri að ekoða sig sem fanga þýska ríkisins fyrst um sinn. (FÚ.). Ekkert land milli Grænlaiids og Spitzbergen —. segir Lauge Koch Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Lauge Koch símar að engar eyjar og ekkert land sje á milli Spitzbergen og Norður- Grænlands. Fata morgana eyj- arnar, sem hann var að leita að, eru ekki til. Lauge Koch fór í flugvjel sinni yfir svæði á Peary-landi, sem aldrei hafa verið rannsök- uð áður. Hann leiðrjetti nokkr- ar villur, sem eru á landabrjef- um. Frederich-Hyde fjörðurinn er lengri en álitið hefir verið fram til þessa. Á milli hans og BÖggviIds-fjarðarins er aðeins mjór tangi. Norðúrhluti Pearylandsins er þannig næstum aðskilinn frá öðrum hlutum landsins. Getur vikur orðið útflutningsvara? Ný húsagerð - vikursteypa ÞESSA dagana hefir Jón Loftsson byggingavöru- kaupmaður sýningu í skemmuglugga Har- alds og verður ýmsum starsýnt þar á. Er þar um að ræða nýtt byggingarefni, vikursteypu til húsa- gerðar. En það er mjög þýðingarmikið fyrir oss að fmiia sein hentug- ast byggingarefni í landinu sjálfu, og verður að gefa rœkilegan gaum hverri þeirri nýbreytni, sem fram kemur á því sviði. Það eru nú rúmlega 50 ár síðan farið var að nota vikur erlendis til einangrunaf, pg hafa kostir j hans til þess verið svo miklir, að önnur efni hafa ekki útrýmt hon- um. Er því mikið notað enn í dag af vikri til þess að steypa úr hon- um einangrunarplötur. Jón hefir undanfarið gert til- raunir með hvernig útveggir íbúð- arhúsa yrðu tryggast og best gerð- ir úr vikurplötum Er farið að tíðkast að klæða útveggi erlendis úr vikursteini, með vatnsheldri múrhúð að utan, en sá agnúi er á því talinn, að múrhúðin geti sprungið fyrir áhrif hita Og kulda og verður þá veggurinn á þeim stöðum hvorki vatns- eða stormþjettur, þar sem veðráttan er eins og hjer, liarðviðrasöm. Jón hefir fundið lausn á þessu máli með því að hlaða veggina tvöfalda úr vikurhellum með vatns þjettu sementslagi nokkru utar en í miðjum veggnum. Er þetta vatnsþjetta múrlag til öryggis, svo að vatn og vindur nái aldrei að þrýstast lengra inn í vegginn en að millilaginu, þótt utanhúss- húðunin, sem einnig er vatns- þjett, kunni að bila. Með þessu i móti, að hlaða veggina tvöfalda, þurfa samskeyti hellanna í innri og ytri vegg aldrei að standast á og leiðist því ekki kuldi eftir þeim gegnum vegginn. T þriðja lagi verður styrkur veggjanna mikið meiri með þessari aðferð, en þess er líka sjerstök þörf hjer. Er Jón nú að byggja hús á Snæ- fellsnesi með þessari aðferð. Fljótlegt er að hlaða úr hellun- um og þær eru ljettar í meðför- um. Ekki þarf nein mót og tæp- lega járnbinding ef um einlyft DansKar hernaðarfiug- vjelar til Islands Khöfn í gær. FÚ. Yfirmaður danska loftflotans skýrir svo frá, að í sumar sje fyrirhugað að danski loft- flotinn fari æfingaflugferðir til Fær.eyja, íslands og Grænlands, meðal annars með það fyrir aug um að rannsaka möguleika á að koma upp föstu flugsam- bandi milli Danmerkur og Grænlands. Að ,ofan: Vikurnáman, Með vatns- krafti eru vikurhrannirnir sprengd ar fram, og svo skolar vatnið lausa vikrinum ofan í gil, Að neð- an; Vikurhrúga, um 8000 tenings- metrar, rjett fyrir neðan gljúfrin. hús er að ræða, því að tilraunir, sem Gústav E. Pálsson verkfr. hefir framkvæmt, hafa sýnt, að burðarmagn hellanna límdra þann ig saman er furðu mikið. Vikur- inn, sem í þær er notaður, er mal- aður og eru komin 2—10 mm. í þvermál, en sement að 1/10 hluta. Með þessu byggingarefni ætti að vera hægt að koma húsi upp á ótrúlega stuttum tíma, þegar byggingamenn hafa fengið leikni í því. Má því gera ráð íyrir mik- ið minni byggingarkostnaði heldur en úr öðrum efnum, sjerstaklega ef unt er að afla vikursins með litlnm kostnaði. Er gert ráð fyr- ir að hlaða skilriimsveggi úr vik- urplötum og að nota einnig vik- urplötur að verulegu leyti í gólf og loft. Jón sækir allan vikur sinn vest- ur undir Snæfellsjökul. Þar FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. ekur á fullri ferð á aðra lest Frí frjet’ksritara vrum. Kh&fn í gær. SJ ö MAN NS a. m. k. biðu bana og 45 særðust í hinu mesta slysi, sem orðið hefir við neðan- jarðarbrautirnar í London, nálægt Charing Cross stöðinni um miðjan dag í gær. Neðanjarðarlest á hraðrj ferð ók á aðra lest, sem var á undan henni og var á hægri ferð, eða nær stöðvuð. Það er óupplýst ennþá, hversvegna lestin var nær stöðv- uð þarna. Áreksturjnn var svo mikill, að öftustu vagnar lestar- innar lögðust saman. Lestin var full af farþegum. öll Ijós sloknuðu. Ógurleg skelfing greip farþegana. Þeir óðu í blindni í kolsvarta myrkri eftir jámbrautarlín- unni í leit að næstu neðanjarðarstöð. Þeir höfðu ekki hug- mynd um að þarna voru stórhættulegar háspennulínur. En straumurinn var tekinn af og með því var forðað frá meira slysi en ella hefði orðið. Slys á neðanjarðarjárnbrautunum í London eru mjög fátið, og eru nú liðin meira en 30 ár síðan þau hafa valdið manntjónL Noregsfararnir sýna í kvöld Bæjarbúmn gefst kostur á því í kvöld að sjá úrvalsflokk kvenna úr Ármanni, sem fer til Noregs með Lyru á morgun. Sýnir flokkurinn listir sínar í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar kl. 9 í kvöld. Inngangur verður seldur á 2 krónur og ágóðanum varið í ferða- sjóð. Á undan kvennasýningunni sýn- ir úrvalsflokkur karla úr Ár- manni. KNATTSPYRNUMÓT III. FL. HEFST í DAG. Knattspyrnumót III. fl. hefst í kvöld með kappleik milli K. R. og Víkings kl. 7V2. Að þeim leik loknum hefst leikur milli Vals og Fram. II. flokks mótið hefst 24. maí. Brúarfoss lagði af stað frá Kaup mannahöfn í gær með 40 farþega áleiðis til íslands. Á meðal þeirra eru nokkrir ungir Danir, sem ráðn ir eru til landbúnaðarstarfa á Is- landi. Ásmundur Jóhannsson fast- eignasali frá Winnipeg er meðal farþega. (FÚ.). Henlein sem- ur við Prag- stjórnina Horfumar betri Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. að er búist við að beinir samningar milli st jórnarinnar í Prag og fulltrúa Sudet- en-Þjóðverja hefjist í þessari viku. „Times“ og „Daily Telegraph“ álíta að Henlein muni ekki ætla að sitja fast á kröfu|m þeim, sem hann lýsti í Karlsbad-ræðu sinni og hafa myndu í för með sjer sundurliðun tjekk- neska ríkisins. Mr. Winston Churchill er hinn bjartsýnasti á, að sudet- en-þýska deilan verði leyst með samkomulagi beggja aðila. I ræðu, sem hann flutti í gær, sagði hann að möguleikar á því að deilan yrði leyst vin- samlega væri meiri en nokkur hafi gert sjer vonir um fram til þessa. Ólafur Halldórsson læknir (son- ur Halldórs sál. Gunnlaugssonar læknis í Vestmannaeyjum) er staddur hjer í bænum. Hann hefir stundað lækningar á sjúkrahúsum erlendis síðastl. þrjú ár, en ætlar nú að setjast að í Eyjum. Knattspyrnnfjelagið Víkingur, I. og rii fl., æfing 1 kvöld kl. 9. Kristján Sveinsson, læknir, og frú lians, voru meðal farþegar á e.s. Lvra frá útlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.