Morgunblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 18. maí 1938. Í1E l MI L Í TÍ Ldtiö blómin tala. Blóm og Avextir. Hafnarstr. 5. Sími 2717. TOILET SOfiP Ef þjer hafið ekki reynt þessa handsápu, há fáið yður eitt stykki og dæmið sjálf um gæðin. Fæst víða. Heildsölubirgðir tteildversluBin Hekla Fallepr vöxtur nýtur sín best í prjóna- fötum. Landsins mesta úrval af prjónafötum. QJebía, Laugaveg 40. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIII — ii | Bakstur \ iMiunuintiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiit Brúðarkringla ASjálandi er það gamall sið- ur, þegar heimasætan gift- ir sig, að móðir brúðarinnar bak- ar forláta köku á brúðkaupsdag- inn, sem kölluð er brúðarkringla. Uppskriftin á kringlu þessari, sem á að vera sjerstaklega ljúffeng, er þannig: Efni: i/> kg. hveiti, 60 gr. ger, 2 sljettfullar tesk. sykur, 375 gr. smjörlíki, 4 egg, 125 gr. smjör, 125 gr. flórsykur, sykur og möndlur. Gerið er hrært í sundur með sykri og síðan blandað saman við hveitið, sykurinn, smjörlíkið og eggin. Deigið hnoðað, uns það er seigt og gljáandi og síðan breytt yfir það og látið bíða í 3 klst. Þá er deigið hnoðað og rúll- að í aflanga pylsu. Deigið barið flatt. —- Smjör og flórsykur er hrært saman og sett í rönd eftir endilöngu deiginn, sem síðan er brotið saman yfir smjörið, þann- ig að það verði aftur sívalt eins og pylsa. Eftir það er mynduð úr því kringla, sem sett er á smurða plötuna. Deigið er aftur látið bíða og lyfta sjer um 2 klst., síðan er kringlan stráð sykri og steyttum möndlum, sett í vel heitan ofn og bökuð við heldur mikinn hita í um % klst. Matreiðsla; Þegar sósan mishepnast Það hefir mikla þýðingu fyrir gæði matarins að sósan sje vel tilbúin, hæfilega þunn og kekkjalaus. Ef hún mishepnast, er það oft því að kenna, að ekki lief- ir verið hrært nógu vel í henni. Smjörið og hveitið verður að hrærast vel saman, áður en sósan er þynt út, „speðuð“ smátt og smátt. Ef sósan er ekki uppbök- uð og aðeins notað hveiti í hana, verður að hræra það vel út og jafna með köldu vatni, áður en hveitijafningurinn er settur út í sósuna. En lcomi þrátt fyrir alla varúð kekkir í sósuna, er oft hægt að bjarga því við, með því að hræra rösklega í henni með þeyt- ara eða gaffli. ★ Sósan verður að sjóða vel, eftir að hveitijafningurinn hefir verið settur út í hana, því að annars verður hráabragð af henni. En sje egg sett í hana, má hún ekki sjóða á eftir, því að þá skilur það sig frá. ★ Sósuna verður að krydda með mestu nákvæmni; best er að nota nýtt krydd í hana. í staðinn fyr- ir edik, sem haft er í sumar sósur, er ágætt að nota sítrónusafa, enda fjörefnaríkt. ★ Sósan má hvorki vera of þykk nje of þunn, e£ vel á að vera. Noti maður jafning í hana, er gott að láta suðuna koma upp í hvert skifti og hún er „speðuð", annars er ekki hægt að sjá, hve þykk hún verður. Verði hún full þykk, má þynna hana lítið eitt með mjólk, vatni eða soði, en hún missir bragð við það. Sjálfsagt er að búa sós- una til seinast, svo að hægt sje að bera hana fram um leið og hún er tilbúin. En þurfi hún að bíða um stund, er gott að láta sósu- pottinn standa ofan í öðrum potti með heitu vatni — þá myndast ekki skán á sósunni. Rakfusar Hversvegna eru „kaktusar“ jafn vinsælir og raun ber vitni? M. a. vegna þess að þeir eru skrítin og skemtileg blóm. En það verður að hirða vel um kaktusana. Kaktus má aldrei standa í köld- um herbergjum. Þeir þrífast í 10 gráðu hita, en sje hitinn minni, er það til hins verra. Það er líka nokkur vandi að vökva kaktus rjett. Hann má ekki fá nema lítið vatn — eða ails ekkert — á með- an hann „hvílist“, og vex ekki; en strax og hann fer að vaxa, sem venjulega sjest í toppinum á honum, á að vökva hann jafnóð- um og moldin í pottinum verður þur. MUNtÐ ----— að td þess að koma í veg fyrir að fötin, sem sett eru til geymslu fyrir sumarið, verði melnum að bráð, verður að bursta þau vel og viðra í sólskini. Bletti verður að taka úr, þar sem mel- urinn sækist sjerstaklega í blett- ótt tau. -------að til þess að sápuvatns- blettir festist ekki á gluggarúðun- um, er gott að strjúka rúðurnar utan og innan með köldu vatni, áður en byrjað er að þvo glugga- kistur og karma. -------að sjeu gluggarúðurnar rykugar, sparar það tíma og fyr- irhöfn að þurka þær með þurum klút, áður en farið er að fága þær. -------að alabasturskálar verða fallegar á því að fága þær með bóni. -------að hægt er að ná blettum af hin.um nýtísku stálhúsgögnum með spritti. . Nútíma konan heimtar Vitamín F í dagkremið. Allar konur geta lltlð vel út. Fyrstu skilyrðin eru: Falleg og lifandi húð, fallegt og hispurslaust göngulag og fallegar og vel hirtar hendur. En þetta fæst aðeins með rjettri meðferð á húð og fótum. Andlits-, hand- og fótasnyrting, alt í senn á 1*4 klst. Bjö*-g Ellingsen, Austurstræti 5. Sími 3467. LIDO-dagkrem í (úbum 1 kr. og krukkum 3,25 og 4,80. Berið það á húðina örlítíð raka. Ef þfer vissuð hve auðvelt er að hafa falleg gólf, án erf- iðis, þá mynduð þjer ekki láta bíða að kaupa NAGLALAKK Fagurt og hraust hár Höfum danskan sjerfræðing í meðferð á þurru hári — hár- roti, flösu og öðrum hársjúk- dómum. Hárgreiðslustofan Tjarnargötu 11. Simi 3846.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.