Morgunblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. maí 1938. j = jFftotgtœMafód “= Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Ritstjðrar: J6n Kjartanason og Vv.Ii.yv Stefkniavon (t6yr»n»r*iniir) $ Augiysingar: Árni Óla. Ritstjörn, augiynlngar of afrrelSala: Auaturatriett « — Slati 1600 Áskriftargjaid: kr. 1,00 6 mknuCl. f lausasölu: 15 aura elntaklB — 11 aura aeeB i.eebök FRAMSOKN OG hURFALINGARNIR MENN fara að klóra sjer í höfðinu og vita ekki al- mennilega, hvaðan á þá stend- ur veðrið. Er þetta Framsókn? Er þetta „hin milda hönd“? Er þetta samúðin með öllum þeim, sem bágt .eiga? Er þetta hin „göfuga lífsskoðun“ hinnar „friðsamlegu þróunar“? Menn eiga svo bágt með að koma þessu saman. Að það skuli ein- mitt vera Framsóknarmennirn- ir, sem vilja endilega taka af þurfalingunum þann rjett, sem þeir eins og aðrir vildu veita þeim fyrir örfáum árum. En svona er það. Jón Árna- son framkvæmdastjóri S. í. S. og Guðbrandur Magnússon for- stjóri Áfengisverslunarinnar hafa báðir skrifað um það í Tímadagblaðið, að svifta beri þurfamenn kosningarjetti og kjörgengi við bæja- og sveita- stjórnarkosningar. Jón Árnason er svo hrifinn af þessari frjáls- legu tillögu, að hann heimtar einkarjett á henni, gengur al- veg fram hjá Guðbrandi, og segir með þó nokkrum drýgind um: „J.eg veit ekki til að aðrir Framsóknarmenn hafi borið fram þessa tillögu“. En óþarft er að deila um það, hvor þessara ágætu manna hefir barist betur fyrir þessari nýju mannúðarhugsjón. Jón Árnason segist ekki vilja svifta þurfalinga rjettindum, nema í : sveitastjórnarmálum. Þeir eiga að hafa fullan kosningarjett og kjörgengi til Alþingis vegna þess að þeir eru ekki þurfaling- ar ríkisins. En Jón segir það með öllu óverjandi, að þeir, sem „þyggja sveitastyrk, hafi kosningarjett og kjörgengi til ■ sveita- og bæjastjórna“. Þessi hugsun er ljós, það sem hún nær. En kærir Jón Árna- son sig nokkuð um að hugsa hana til enda? Þurfalingar bæj : arfjelaganna mega ekki hafa . áhrif á stjórn þeirra. En þeir geta verið kjósendur til Al- þingis eða alþingismenn. Þetta telur Jón Árnason rjett og sann - gjarnt. En treystir hann sjer til, ■ a,ð „færa hugsunina út“? Til þess að vera sjálfum sjer sam- kvæmur, ætti hann jafnframt : að krefjast þess, að „þurfaling- ar“ landsins yrðu sviftir kosn- ingarjetti og kjörgengi til Al- ’ þingis, þótt ekkert væri því til fyrirstöðu að þeir væru kjós- endur, oddvitar eða borgarstjór : ar í sveitum og kaupstöðum. Hjer í blaðinu var í gær birt, eftir öruggri heimild, skrá um 5 eða 6 bitlinga, sem einn og sami stjórnargæðingurinn hef- ir notið að undanförnu. Þessi bitlingaskrá er ekki einsdæmi. Allir vita að þótt Framsókn hafi haft „ein laun fyrir eitt starf“ á stefnuskrá sinni, þá hefir flokkurinn hlaðið bitling . á bitling ofan á dygga fylgi- fiska sína. Á þennan hátt hefir fjöldi þingmanna stjórnarflokk anna orðið „þurfalingar lands- ins“. Jón Árnason yrði að sætta sig við að þessum mönnum yrði rutt úr kviðnum, ef tillaga hans yrði færð út í æsar. En hvers vegna barðist Fram sókn ekki gegn því, að þurfa- lingar fengju nokkurntíma kosn ingarjett? Það er ekki hægt að koma fram neinum rökum fyr- ir því, að þurfalingarnir hafi í dag neitt minni skilyrði til íhlut unar um opinber mál, en þeir höfðu fyrir fáum árum. Hitt vita allir menn, að með vax- andi atvinnuleysi undanfarinna ára hafa bæst í hóp þurfa- manna margir þeir, sem aldrei hefðu þurft að leita styrks, ef atvinnulífið hefði verið með eðlilegum hætti. Þess vegna kemur það úr hörðustu átt, þegar tillögur um rjettindasvift.ingu koma frá flokki, sem ekki á minni sök á ófarnaði vinnandi manna en Framsóknarflokkurinn. Hinum ágætu Framsóknar- mönnum virðist sjást yfir það, að þurfalingarnir verða að fá mat og klæð.i og húsnæði, alveg eins, þótt þeir sjeu sviftir kosn- ingarjetti og kjörgengi. Stefnan verður að vera sú, að sparnað- ar og hagsýni sje gætt við út- hlutun framfærslustyrks. Ætti Framsóknarflokkurinn að styrkja Sjálfstæðismenn í þeirri viðleitni. Svo geta Fram- sóknarmenn karpað um það innbyrðis, hv.er faðirinn sje að hugmyndinni um rjettindasvift- ing fátæklinganna. KNATTSPYRNAN. ulltrúar knattspyrnufje- laganna hafa ekki getað komið sjer saman um að byrja samæfingar með úrvalsliði því, sem á að keppa við Þjóðverj- ana, sem hingað koma í lok næsta mánaðar. Flestir telja þetta illa farið að knattspyrnu menn vorir skuli vera svo inn- byrðis sundurþykkir, að þeir skuli ekk.i geta sameinast um mál, sem ætti að vera jafnmik- ið áhugamál allra. Tvö fjelög, K. R. og Víking- ur, hafa frá byrjun verið því fylgjandi að samæfingar úr- valsliðs byrjuðu sem fyrst. Hin tvö fjelögin, Fram og Valur, eða fulltrúar þeirra í knatt- spyrnuráði, hafa ekki viljað samþykkja að samæfingar byrj uðu. Hin síðarnefndu fjelög hafa bæð.i erlenda þjálfara og fulltrúar þeirra hafa haldið því fram, að ef byrjað væri að æfa bestu menn þeirra í úrvalsliði, myndi fjelagskapplið bera við það hnekki. Umræðuefnið i dag: Gerðardómurinn. MORGUNBLAÐIÐ 50 ára Gísli Guðmundsson kem- ur inn. Það munar alt af um hann, hvar sem hann fer. Glaður o.e: reifur, mik- ill að vallarsýn. Berserkur með barnshjarta. Þannie: er honum best lýst í þrem orð- um. En hvernig- hann ann- ars er útlits þarf jeg ekki að útskýra fyrir lesendum blaðsins hjer í bæ. Því allir, sem komnir eru til vits og ára, þekkja hann, þó ekki væri nema frá því að heyra hann synyja í kirkju á helg- um og við jarðarfarir. Hann hefir sune’ið yfir Reykvíkinevim í 48 ár. En það var ekki þessvegna, sem fundum okkar bar saman. Hann, á í dag- 50 ára starfs- afmælý í bókbandsvinnu- stofu ísafoldarprentsmiðju. — Hversvegna fórst þú eigin- lega í bókbandið? spyr jeg Gísla. — Jeg vildi það aldrei, segir hann. Pabbi var fátækur tómthús- maður og jeg þnrfti einhversstað- ar að vinna. Svo kom hann mjer til Isafoldar-Björns. Þá var jeg 14 ára. Faðir minn var duglegur. Hon- um fjell aldrei verk úr hendi. En mislingasumarið fór með efni hans. Um vorið átti hann 1200 krónur inni hjá Brydeverslun, og þá var hann að leggja kjöl að sexæring. En það sumar voru bor- in 4 lík út frá heimili hans. Þá dó móðir mín, yngsta systir mín, móðursystir mín og maður hennar. Eftir það sumar var pabbi skuld- ugur um annað eins og hann átti áður. Nágrannar pabba í Vesturbæn- um sögðu við liann, að þetta væri vitleysa af honum að ætla sjer að koma upp 3 börnum án þess að þiggja af sveit. En hann sagði, að slíkt skyldi sig aldrei henda. Börnin væru ekki ofgóð að vera svöng annað kastið. Við fengum lýsi og tólg’. Það gaf krafta — bræðingurinn blessaður. Við sáum aldrei smjör. Þá var skömm að þiggja af sveit. Nú er öldin önnur. Nú hall- ar hinn lati sjer á hrygginn og heimtar af bænum. — Hvernig var svo bókbands- vinnan í byrjun? — Eins og jeg sagði áðan, jeg vildi aldrei bókbindari vera. Jeg vildi vei’a smiður, eða helst sjó- maður, um það bað jeg föður minn oft. Samt tók jeg sveins- próf eftir 6 ár. Það var ekki fyr, því fyrstu árin var jeg að sýsla við svo margt annað á heim- ili Björns, við heyskap, kúahirð- ingu og svo var jeg fylgdarmað- ur hans á ferðalögum. Jeg man t. d. þegar Ölfusárbrúin var vígð. Það var svipur yfir þeirri sam- komu, ekki annar eins losarabrag- ur og oft vill verða nú. — Voru margir starfsbræður þínir á vinnustofunni ? — Þeir voru þar tveir útlærð- ir þegar jeg kom, Þórarinn heit- inn Þorláksson og Runólfur heit- inn í Norðtungu. Þeir voru báðir vænstu menn. En það var með Þórarinn eins og mig. Honum starfsafmæli „Skemtilegast af öllu er að vinna“ segir Gisli Guðmundsson Gísli Guðmundsson. þótti sem hann væri ekki á rjettri hillu. Hann var altaf við og við að teikna, þegar hann hafði ekki annað að gera. Svo sagði hann við mig alt í einu, að nú ætti jeg að gylla þessa bók sem hann tók til. Og svo varð jeg að gylla, eins og jeg hafði sjeð hann gera. — Datt þjer aldrei í hug að legg'ja fyrir þig söng? — Mikil ósköp. Jú jeg held það nú. T. d. þegar varðskipið Heim- dallur var hjer síðast, þá var jeg kominn í lúðrasveit Helga Helga- sonar. — Ilvernig komstu þangað? — Það var nú ekki öðruvísi en jeg- var búinn að standa svo oft og lengi fyrir utan lmsið hans í Þingholtsstræti, kaldur og illa til fara, að liann sá þann kost vænst- an að bjóða mjer inn fyrir og láta mig liafa einn lúðurinn. Hljómsveitarstjórinn á varð- skipinu Heimdalli hjet Abraham- sen. Þeir Helgi Helgason og liann komu sjer saman um að lialda sameiginlega hljómleika í Iðnó. Þá var Iðnó nýreist, Þar A-oru æf- ingar haldnar. Hljóðfærin voru geymd þar milli æfinga svo hver þyrfti ekki að bera þau heim til sín. Einn af hornaleikurnnum úr Heimdalli átti að spila sólóna úr Prestakór Mozarts. Jeg kom einu sinni niður í Iðnó nokkru áður en æfing- átti að byrja. Tók jeg mig þá til og spilaði „sólóna“. Abra- hamsen var kominn og hlustaði á mig fyrir utan án þess jeg vissi af. Þetta varð til þess að hann liætti við að láta sinn mann spila einleik þenna og fól mjer það. Svo vel tókst þetta fyrir mjer á hljómleikunum, að Einar Bene- diktsson fór um það lofsamlegum orðum í blaði sínu á eftir. Eftir hljómleikana var haldin veisla fyrir báða lúðraflokkana. Þar lýsti Abrahamsen því yfir, að hann skyldi koma mjer til náms alt hvað liann gæti, ef jeg kæmi til Hafnar. En jeg sagði eins og var að jeg væri fatalaus og fá- tækur og gæti ekki farið. — Heyrðir þú svo aldrei neitt frá Abrahamsen? — Ekki get jeg talið það. Jeg frjetti að vísu lijá sonum Magn- úsar landshöfðingja, er hittu hann í Höfn, að hann hefði aldrei hitt hjá nokkrum manni aðra eins „miisik' ‘-gáfu og „Guðmundsson“ í Reykjavík. En jeg segi bara: Guði sje lof fyrir það, að jeg komst ekki áfram á þeirri braut. Því mjer hefði kannske orðið hált á því. — ? — Jeg meina vínið. Þú skilur. Það liefði máske orðið of mikið. Síðau jeg fór að vitkast hefi jeg alla tíð fyrst og fremst hugs- að um að vinna mitt verk vel, og A'era ekki síðri en aðrir. Verk mín eru nú lijá kónginum í Kaup- mannahöfn og páfannm í Róm. Það var Meulenberg biskup, sem bað mig að binda bók fyrir páf- ann. —- Hvernig var að vinna hjá Birni Jónssyni? — Hann var sem minn fóstur- faðir. Stjórnsamur var hann, vel- viljaður og hreinhjartaður. Hann sagði einu sinni við mig: „Gísli minn. Reyndu eftir fremsta megni að halda þjer frá víninu". Þú get- ur verið viss um, að jeg hafði ekki lyst á eftirmiðdagsbrennivíninu' þann daginn. Einu sinni var lítið að gera hjá honum. Þá stakk liann upp á því að jeg stöfnaði sjálfstæða bók- bandsstofu. Hann bauðst til að ganga í ábyrgð fyrir mig fyrir verkfærunum. Og hann hafði orð- að það við Morten Hansen að vera hinn ábyrgðarmaðurinn. En mjer var ómögulegt að hugsa til þess að fara að halda reikninga og skrifa hjá mönnum, og kann- ske þurfa að rukka kunningja mína, v Það eru ekki peningarnir, sem jeg hefi átt að fagna í lífinu, held- ur lífsgleði og góð lieilsa. Jeg hefi átt því láni að fagna að vera ald- rei latur. Því skemtilegast af öllu er að vinna. V. St. Fjelag ungra Sjálfstæðismanna, Heimdallur, heldur fund í Varð- arhúsinu kl. 8% e. h. Fundarefni er: 1. Atvinnuhorfur ungra manna, framsögumaður Bárður Daníelsson frá Kirkjubóli. 2. Afstaða skóla- fólks td stjórnmálanna, framsögu- maður Guðmundur Bl. Guðmunds- son og 3. Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna á komanda sumri, framsögumaður Kristján Guðlaugssori ritstjóri, forseti S. U. S. Líklega verður þetta síðasti fundurinn sem haldinn verður í bráð, þar sem sumarstarfsemi er nú að hefjast. Er þess vænst að fjelagar fjölmenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.