Morgunblaðið - 26.05.1938, Page 2

Morgunblaðið - 26.05.1938, Page 2
2 MORGUNBLAP1!© Fimtadagur 26. maí 1938. Samningar Henleins og dr. Hodsa hata strandað Gðring biður um varnar- bandalag Nnrðurlanda Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ,Essener National Zeitung' sem Göring notar sem sitt málgagn, lætur í Ijósi ósk um aS Norðurlönd geri með sjer vamarbandalag. „Að öðrum kosti hvílir það á herðum þýsku þjóðarinnar einnar að varðveita jafnvæg- ið milli þjóðanna við Eystra- salt“, segir blaðið. ★ Síðan heldur það áfram: . „Ef landvarnir á Norður- löndum eru veikar, freistar það Rússa. Rússar eru enn að leitast við að ná fótfestu í Eystrasaltslöndunum. Það sem kallað hefir verið,,Russ- lands Drang zum Ostsee- raum“, gi.ldir enn. Rússar eru að reyna að umlykja Eystrasaltslöndin, ekki aðeins úr austri, heldur ííka vestri frá Norður-At- lantshafinu. Þetta yajkir fyrir þeim, er þeir nú eru að reyna að knýj.a Norðmenn til þess að leyfa sjer að hafa flugvjela- baekistöð á Svalbarða. Mr. Chamberlain var að „búaííl ófriðarhættu“ — segfa Þfóðverjar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Pýsk blöð halda áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Breta, sjerstaklega yfir Mr. Chamberlain, fyiir afskifti hans af málurn Þjóðverja og Tjekka síðastliðinn sunnudag. Þau ráðast einnig á Reuterfrjettastofuna fyrir að halda því fram, að ástandið hafi skánað á mánudag- inn, vegna hinnar einbeittu framkomu Breta. Blöðin segja að þau hafi alls ekki orðið þess vör, að ástandið hafi skán að. Þvert á móti haldi Tjekkar áfram að rejma á þolrif Þjóðverja. Þjóðverjar segja að Bretar hafi síðastliðinn sunnu- dag reynt að gera sjer mat úr stríðshættu, sem þeir hafi búið til. Tjekkar hafi boðið út herliði og reynt að egna Þjóðverja gegn sjer, en siðan hafi Tjekkar og Bretar kepst um að snúa sannleikanum við. Það hafi verið Þjóð- verjar, sem ekki hafi tapað stjóm á sjer. „Hamburger Fremdenblatt“ kastar fram þeirri spuraingu hvort Mr. Chamberlain hafi þurft að styrkja aðstöðu sína heima fyrir með því, að efna til sjónhverf- inga og búa til stríðshættu, til þess eftir á, að láta bera sig á gullstól sem bjargvætt. afj Breski berinn fær bestu ffug- vjelarnar ,Tr<f a ■ o m : fir — segir Mr. Chamberlain. u! London í gær. FÚ. £V, K M r. Chamberlain sagði í '1 breska þinginu í gær, að stjórain hefði í smíðurn or- ustuflugvjelar, sem tækju öll- um öðrum flugvjelum fram. Hann sagði, að ef rejma þyrfti á Ioftflota Breta nú þeg- ar, myndi hann reynast fylli- iega fær um hlutverk sitt, og bætti því við, að nýjustu vjeÞ arnar væru þær bestu af sinni tegund. K. R. vann III. fl. mótið. í gær- kvöldi fór fram úrslitaleikur milli K. R. og Vals í III. aldursflokki og vann K. R. með 2 mörkjum gegn 0. u>. , j . ( Hjónaefni. Þann 14. þ. m. opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sig- ríður Guðmundsdóttir frá ísa1 firði og Asólfur Bjarnason frá Vestmannaeyjum. Þingstúkufundur er í dag og hefst kl. l1/^. Á þar að kjósa full trúa á Stórstúkuþing. ir bílvegir færir nema Reykjaiieiði og Steinadalsheiði Nær allir bílvegir landsins eru nú orðnir færir. Þó er ekki enn farið lengra austur á bílum á Norðurlandi en að Húsavík, þar sem einn skafl teppir bílaumferð á Reykja- heiði. Segja kunnugir menn að ef sá skafl yrði mokaður, væri hægt að komast á bíl alla leið frá Reykjavík til Austfjarða. Þá eru he'idur ekki byrjaðar ferðir til Hólmavíkur, vegna þess að Steinadalsheiði, milli Gilsfjarðar og Steingrímsfjarð- ar er ófær. Fastar áætlunarferðir til Akj ureyrar eru byrjaðar svo og í Dali og á Snæfellsnes. Einnig er fært austur um alt Suður- land að Kirkjubæjarklaustri og fastar áætlunarferðir hafa ver- ið farnar um tíma til Víkur og í Fljótshlíð. Þingval'laferðir eru byrjaðar fyrir nokkru og er farin ein ferð á dag. ísland hefir viðurkent yfirráðarjett Itala Kruse, sendiherria íslands og Danmerkur í Róm, afhenti í fyrradag Ciano greifa, utan- ríkismálaráðherra Itala, yfir- lýsingu um, að skipunarbrjef sitt hafi verið stílað til korí- ungsins í Italíu og keisarans í Abyssiníu. IsTendingar hafa þar með við- urkent yfirrráðarjett ítala í Abyssiníu. Flugvjelin hefir flogið á ll.þús. km. Flugvjelin TF — ÖRN hefir flogiS á ellefta þús. kíló- metra, síðan hún hóf sig fyrst til flugs 2. maí s.L, eSa sem svarar 20 sinnum milli ystu annesja íslands frá austri til vesturs — eða fimm sinnum fram og til baka milli, Reykja- víkur og Orkneyja. Hún hefir verið á nær stöð- ugu flugi. Má nokkuð marka um það af ferðum vje'larinnar undanfama viku, en þá fór hún: Á miðvikudaginn tvær ferðir frá Reykjavík til Akureyrar (þrjár ferðir alls), á fimtudag- inn frá Akureyri til Reykjavík- ur og aftur til baka, á föstu- daginn til Sigluf jarðar; fór þar nokkur hringflug. Þaðan fór hún til Isafjarðar og fór þar í 8 hringflug með 32 far- þega. Isfirðingar eru miklir á- hugamenn um flug. Frá ísafirði fór flugvjelin samdægurs til Akureyrar. Á laugardaginn flaug hún til Hólmavíkur og sótti þangað stúlkubam, sem lent hafði í slysi og flaug með hana til Reykjavíkur. —- Frá Reykjavík var farið aðfaranótt sunnudags til Akureyrar. Á sunnudaginn var haldið kyiru fyrir til þess að hvíla flug- manninn og á mánudag fór fram vjelareftirlit. Á þriðjudag var flogið tvisvar til Sigluf.jarð- ar, fram og aftur. Hingað kom flugvjelin um miðjan dag í gær og fór aftur norður í gærkvöldi. Valur I. fl. Æfing í dag kl. 10 f. h. Horfurnar í Mið- Evrópu versua Frá frjeétaritara vorum. Khöfn í gær. SAMNINGARNIR MILLI HENLEINS OG DR. HODZA HAFA STRANDAÐ. SAMTÍMIS FARA HORFURNAR f MIÐ-EVRÓPU AFT- UR VERSNANDI. dr. Hodza og Henlein ræddust ekki við utaa framtíð Sudeten-Þjóðverja, eins og alment hafði verið talið, heldur um skilyrði Sudetta fyrir því að raunverulegir samningar gætu hafist. Menn eru alment mjög svartsýnir á það að samningamir verði teknir upp aftur. SKILYRÐI SUDETEN-ÞJÖÐVERJA. En skilyrði Sudeten-Þjóðverja fyrir því að samningar um hin raunverulegu deilumál þeirra og Tjekka geti hafist, eru: 1) að tjekkneskl herinn við þýsku landamærin verði kallaður heim og varaliðsmennirair leystir frá herþjón- ustu, 2) að banninu verði afljett, sem lagt hefir verið á fundi og hópgöngur Sudeten-Þjóðverja. i1 1 ■ En tjekkneska stjórnin þorir ekki að leysa varaliðsmennina frá herþjónustu að svo stöddu. DAGLEGIR ÁREKSTRAR. Samtímis halda áfram að gerast atburðir, sem valda æsing- um í Þýskalandi. Margir þessir atburðir eru lítilvægir frá sjón- armiði áhorfandans, en upptalning þeirra í þýskum blöðum dag eftir dag, stuðlar að því, að æsa fólkið. Þýsk blöð halda því t. d. fram, að tjekkneskir hermenn hafi skotið á þrjá Sudeten-Þjóðverja án þess að gera þeím aðvart áður. En til allrar hamingju hæfðu skotin ekki. Stjórnin í Prag segist ekkert vita um þenna atburð. Ennfremur segja þýsk blöð, að tjekkneskar flugvjelar hafi sjö sinnum farið yfir landamæri Þýskalands og Tjekkóslóvakíu og flogið yfir þýskar landamæraborgir. Eiga þeir, að því er blöðin segja, .að hafa tekið myndir af gatnaskipun í borgunum. (Hefir þýski sendiherrann í Prag lagt fram mómtæli í u«m- ríkismálaráðuneyti Tjekkóslóvakíu út af því, að fjórar tjekk- neskar hernaðarflugvjelar hafi flogið yfir þýsku landamærin, ein og ein í senn. (Skv. FÚ). FIMTI DAGUR UMFERÐARYIKUNNAR. T dag er fimti dagur umferðar- ■ vikunnar. Þá daga, sem liðnir eru af vikunni, hefir furðu miklu verið áorkað til hins betra í um- ferðarmálum bœjaríns. Er þetta starf Umferðarráðinu því til sóma og má vænta hins besta af starfi þess í framtíðinni. Dagskráin í dag: 1. Myndir og skilti til sýnis í miðbænum. 2. Skrúðganga barna, í tilefni af umferðarvikunni hefst ki. 2^/s frá Miðbæjarskólanum. 3. Skátar og lögregluþjónar ann- ast umferðarkenslu á götum úti. Jafnframt úthluta þeir leiðarvísi í umferð. 4. Nokkrir hjólreiðamenn sýna fyrirmyndar akstur á götum bæjarins. Þá verða seld merki (rauður þríhyt'ningbr) tií þess að vega á móti n'okkru’ af kostuáði þeim, sem ITmferðarráðið hefir iagt í vegna þessa starfs, og munu bæj- arbúar að sjálfsögðu fúsir á að kaupa þessi mei'ki. Þar sem hjer yi?S hætist að tjekkmeskar hersveitir eru enn þá aðeins fáa -Wtetra. frá þýsku landamærunum, er skiljanlegt, að nokkur kvíði ríki meðal Þjóðverja, sem búa við landamærin. HEINLEIN HJELT LÍKRÆÐUNA London í gær. FÚ. í dag fór fram í Tjekkósló- vakíu jarðarför hinna tveggja Susdeten-þýsku bænda, . sem skotnir voru til bana af tjekk- neskum landamæraverði á fimtudaginn var. Fór hún fram að öllu 'leyti reglulega oig á frið samlegan hátt. 1 .-.sjíím,, Tjekkneska lögreglan . kom þar hvergi nálægt, heldur, var lögreglu og herliði skipað að halda sig innan dyra á meðan á jarðarförinni stæði, en reglu var haldið uppi af einkennis- klæddum Sudeten-Þjóðverjum. HitJer og Göring höfðu sent blómsveiga á kisturnap.v Henlein hjelt líkræðujm* Síra Friðrik llaligrímsgon er í sumarfríi og er væntanlegur eft- ir mánaðartíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.