Morgunblaðið - 26.05.1938, Síða 3
Flmtadagur 26. mai 1S58.
MORGUNBLAÐIÐ
8
Skeiðar- Tveir leiðangrar til þess að
árhlaupiO kanna Skeiðarárhlaupið
Myndin er tekin úr bók dr. Niels Nielsen, Vatnajökuil og
sýnir Skeiðarárjökul og umhverfi. Dökku reitirnir á Skeiðarár-
sandi sýna framrás hlaupsins 1934. Svörtu strykin í jökulrönd-
«ni sýna þá staði, þar sem flóðið sprengdi fram jökulinn. Merkin
I, II, III: Lómagnúpur, Jökulfell, Skaftafell.
Vatnsflóðið nú einnig
vestar á sandinum
Vöxtur í Súlu og Núpsvötnum
Igær barst Morgunblaðinu svohl jóðandi
skeyti frá Oddi Magnússyni bónda á
Skaftafelli í Öræfum:
Hlaupið í Skeiðará er enn ört vaxandi. Breidd vatns-
flóðsins um símalínu hjeðan að sjá, er nú yfir 3 kíló
metrar. Samfelt útfall frá Jökulfelli meira en kílómetri á
breidd. Mikil jökulhrönn fram á sandinum. Vatnsflóðið
vestur við sæluhúsið virðist einnig í hröðum vexti. Öræf-
ingar eiga 160 fjár á Skeiðarársandi og er það í hættu.
Einhverjum kynni að þykja það einkennilegt, að fje skuli
vera á Skeiðarársandi. En Öræfingar reka altaf fje á sandinn á
vprin; þótt gróður sje þar ekki mikill, er þar kjarngott og vænt
fíeð, sem gengur á sandinum.________________________
Flugleiðangur til
mynda og filmtöku
Landleiðangur til eld-
stöðvanna í Vatnajökli
T VEÍR leiðangrar verða gerðir út hjeðan
til þess að ganga úr skngga nm hvort
hiaupið í Skeiðará stafar af eldsum-
brotum í Vatnajökil.
Annar leiðángurinn verður farinn í flugvjel,
og verða þátttakendur í honum Agnar Kofoed-
Hansen flugtnaður, Pálmi Hannesson rektoí,
Steinþór Sigurðsson magister og Vigfús Sigur-
geirsson ljósmyndari.
Hinn leiðangurinn verður farinn iandleiðina
austur á Vatnajökul og verða þátttakendur í hon-
um Jóhannes Áskellsson jarðfræðingur og
Tryggvi Magnússon verslunarstjóri, auk fylgdar-
manna úr Fljótshverfi.
Leiðangrar þessir verða farnir að tilhlutan íslensku
stjórnarinnar og kostaðir af ríkinu og Menningarsjóði.
Morgunblaðið átti tal við
Mannes Jónsson bónda á Núp-
staö síðdegis í gær, og sagði
'hann, að vatnflóðið væri nú
eánnig komið vestan til á Skeið-
arársandi og vöxtur kominn í
fiíúlu og Núpsvötnin.
Snemma í gærtmorgun var
©fcki sjáanlegur neinn veruleg-
ur vöxtur í Núpsvötnum, en
þegar íeið fram á morguninn
var vöxturinn sýnilegur.
Hannes fór austur iað Lóma-
gnúp, til þess að athuga bet-
ur viðhorfið þar eystra. Skygni
var ekki gott í gærmorgun,
þoka og rigningarsúld, svo að
eácki sást nema ógreinilega
austur á Skeiðarársand. En
þegar leið á daginn birti til og
hafði Hannes sæmilegt yfirsýn
úr Núpnum.
Var þá kominn allmikill
vöxtur í Núpsvötnin og þau
sýnilega i örum vexti.
fríannes sá nú, að mikið vatn
rann fram um miðbik Skeiðar-
ársands og einnig vestan til á
sandinum.
En mest virtist vatnsflóðið
vera um miðbik sandsins, sjeð
frá Hannesi.
Þár sem flóðið rennur fram
sandinn, er síminn vitanlega í
hættu. Enn er ekki vitað hve
mikil brögð eru að skemdum
á símanum. í síðasta Skeiðarár-
hlaupi sópaðist síminn burtu á
5 km. svæði. Sæluhúsið, sem er
austan til á sandinum sópaðist
þá einnig burtu.
Stafar hlaupið af
eldsumbrotum?
Enn verður ekki sagt með neinni
vissu um það, ltvort vatnsflóð
þetta stafar af eldsumbrotum í
jöklinum. En það mun nú alment
álit sjerfróðra manna, að hin
reglulegu Skeiðarárhlaup stafi af
eldsumbrotum í jöklinum.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
I i algleymingi
| T gærkvöldi barst Morg-1
| unblaðinu svohljóðandi |
| skeyti frá Oddi Magnússyni |
i bónda á Skaftafe'lli: |
| Skeiðarárhlaupið er í full- |
| um krafti. I dag hefir flóðið f
| fjaráð miðsvæðis undan jökl- §
| inum, en aftur vaxið mjög i
i mikið við Jökulfell. Þar 1
i steypist nú fram feikna mik- i
i ið flóð og flytur með sjer 1
| heljarmikla ísjaka, seni kooia |
| roggandi hjer austur *néð |
i Skógarhlíðinni á 6 til 8 mtr. |
i dýpi. — Hlaupið austan við |
| sæluhúsið færist í aukana og i
| er jökulhrönn þar komin |
| fram fyrir þjóðbrautina á i
| sandinum. |
TiiiniiiiiiiiiiiiiimnmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHÍimi
Sandskeiðið
flugvðllur
Sandskeiðið verður að
líkindu,m notað sem
flugvöllur að sumri til.
Agnar-Kofoed Han-
sen skýrði Morgunblað-
inu svo frá í gær, að með
veghefli og valtara og
með því að setja niður
nauðsynleg merki, væri
hægt að gera góðan
flugvöll á Sandskeiðinu,
sem væri alt að 500 m.
á h vern veg. En með
því landrými geta stórar
flugvjelar lent þar.
•En þarna verður að sjálf-
sögðu ekki hægt að lenda nema
að sumri til.
Símalínuna verður að grafa
í jörðu á stdttu svæði.
Hafist verður handa um að
hefla og valta Sandskeiðið og
hefir vegagerð ríkisins lánað
veghefilinn og valtara alt að
tíu dögum til þess að vinna
þetta verk.
Er þetta gert m. a. með það
fyrir augum, að geta boðið er-
lendum flugvjelum sem hingað
kunna, að koma lendingarskil-
yrði.
Til mála hefir komið að gera
flugvöll í hrauninu við Hafn-
arfjörð. En það mál hefir verið
látið niður falla a. m. k. í bili.
Orður. Vigfús Einarsson, skrif
stofustjóri í atviimuniálaráðuneyt-
inu hefir verið sæmdur Komman-
dör-krossi Dannebrög’sorðunnar.
Alexander Jóhannesson, próf., dr.
phil. og Gunnar Gunnarsson rit-
höfundur hafa verið sæmdir ridd-
arakrossi Dannebrogsorðunnar.
Flugleiðangurinn.
Flugleiðangurinn verður tilbii-
inu strax og veður leyfir, eftir
daginn í dag. Flugvjelin fór til
Akureyrar í gær, en er væntan-
leg hingað aftur í dag. Eftir dag-
inu i dag er svo ráðgert að fljúga
austur, eða strax og veður leyfir
og skygni verður gott eystra. í
gær viðraði ekki þannig eystra,
að fæi't væri að fljúga.
Fl'ugleiðangurinn er ráðgerður
þannig, að flogið verður hjeðan
beina leið austur að Skeiðarár-
sandi. Verður flogið með Suð'ur-
ströndinhi.
Þegar svo komið er austur að
Skeiðarársandi verður flogið inn
yfir Skeiðarárjökul oy inn yfir
eldstöðvarnar í Vatnajökli. Verð
ur revnt að filma og taka mynd-
ir af vatnsflóðinu og svo auðvit-
að af eldstöðvunum, ef að þær
kynnu að sjást.
Þvínæst A^erðui' flogið til Horna
fjarðar, en þar er bensín fyrir-
liggjandi handa flugvjelinni. Ráð-
gert er að flugið austur taki 3—
31/ó tíma.
Ur Hornafirði verður síðan far
inn nýr flugleiðangur vestur og
fiogið yfir Skeiðarársand og norð
ur yfir jökulinn. Verður þá enn
reynt að filma og taka myndir
af hlaupinu og því sem mark-
vei'ðast her fyrir augu.
E. t. v. verður maður sendur
með film-útbúnað vestur að
Skaftafelli, svo að hægt verði að
ná sem bestum myndum af hlaup-
inu í nálægð.
Leiðangursmenn gera svo ráð
fyrir að koma hingað aftur með
flúgvjelinni, en fara svo nýjan
leiðangur hjeðan, ef eldsumbrota
verður vart í sambandi við blaup-
ið.
Landferðar-
leiðangurinn.
Þeir Jóhannes Askeisson og
Tryggvi Magnússon leggja af stað
hjeðan í dag og fara í bíl austur
í Fljótshverfi. Þangað koma þeir
í kvöld.
Stefáh Þorvaldsson bóndi á
Kálfafelli tefcur á móti leiðang-
ursmönnum þegar austur kemur.
Hann undirbýr leiðangurinn þar
eystra, útvegar hesta til þess að
flytja menn og farangur upp að
jökli og svo fylgdarmenn.
Ef alt gengur að óskum ættu
leiðangursmenn að komast upp að
jökli annað kAröld. Þeir ráðgera að
ganga upp jökulinn milli Há-
gangna og Geirvarta. Verða þeir
varla skemur en tvo daga upp að
eldstöðvunum og mega þá engar
tafir verða.
Það skildist tíðindamanni Morg
unblaðsins á Jóhannesi Áskels-
syni í gær, er hann átti við Jó-
hannes stratt samtal í síma, að
hann hafði hug á að hraða sem
mest ferðinni upp á jökul. Þang-
að vildi hann fyrir alla muni vera
kominn áður en eldurinn brytist
upp úr jöblinum, ef eldsnmbrot
verða í sambandi A'ið þetta hlaup.
Ekki gat Jóhannes neitt um
það sagt, hve lengi liann byggist
við að dvelja á jöklinram. Það
væri komið undir atvikum og því,
sem fyrir kynni að koma.
Að sjálfsögðu hafa þessir leið-
angursmenn meðferðis allan út-
búnað til jökulgöngu og dvalar á
jökli, hvernig sem viðrar og
hverju sem fram vindur.
Væri óskandi, að þessir 1 leið-
angrar hephuðnst vel,
Belgaum fór á veiðar í gær-
morgun.