Morgunblaðið - 26.05.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUN BLADIÐ Fimtudagur 26. maí 1938. KaupntBDB Kellogg’s AU Bran og Corn Flakes komiO aftwr. H. Benediktsson & Co. Rúðugler, höfum við fyrirliggjandi, útvegum það einnig frá Belgíu eða Þýskalandi. Eggert Kristiánsðon & €o. Sími 1400. Veggfóður mikið úrval nýkomið. GUÐM. ÁSBJÖRNSSON Laugaveg 1. Sími 4700. Höfum ffMbrejrlt Arval af Siiki- og Pergament- skermum. 9KERMABDBIN w1®§rI©8Ssí fer á ’augardagskvöld 28. maí vestur og norður. Allar vörur verða að af- hendast fyrir kl. 6 síðdegis á föstudag og fylgibrjef sömuleiðis. Farseðlar óskast sóttir fyrir sama tíma. LAUGAVEG 15. U8« 1188 fKOtÍSALT Jkáirfsu11 fer væntanlega á laugar- dagsvköld (28. maí) um Vestm.eyjar til Leith og Kaupm.hafnar. * r ! (> FTtJR GETUR ÞAÐ Farseðlar óskast sóttir fyr EKKI — — ÞÁ HVER7 ir föstudagskvöld. # BKJEF f Úr rauða bænum: Flestar kápur fara þeim vel Ilr. ritstj. yrir nokkrum árum dvaldi jeg á Isafirði og þá þekti jeg vel þau hjón, Guðrúnu Stefáns- dóttur og Ásgeir Jónsson vjelsmið. Nú fyrir nokkru sá jeg, að bæjar- stjórn Isafjarðar auglýsti allar þeirra eignir til uppboðs, upp í bæjarskuld. Jeg vissi að eittbvað hefði hlotið að hafa komið fyrir þau, og fór jeg því að fá mjer upplýsingar um það. Fyrir tveim árum veiktist Guðrún og fór á sjúkrahús og var þar, þar til síð- astliðið sumar að dóttir hennar fór með hana suður á Landsspít- alann, til rannsóknar, og hefir hún dvalið á Suðurlandi síðan. Ásgeir fór til Hjalteyrar og vann þar síðastliðið sumar. Bæði fóru þau hjón allslaus frá Isafirði tæp- lega með fargjaldið, því fyr og síðar liefir Ásgeir tapað miklu af vinnulaunum sínum hjá vjelsmiðj- unni „Þór“. Guðrún er bæði dugleg og mynd- arleg kona og lagði alla sína krafta í að gera hús sitt sem vist- legast, eins alla sína þjenustu, enda er það orðið það í alla staði og ber langt af öðrum greiðastöð- uin Vestfjarða, og svo þar sem þetta hús er á albesta stað í bæn- um, þá finst mjer það ótrúlegt að ekki yrði hægt að koma því í sæmilegt verð, ef hægt yrði að fá, að hafa tíma til þess, og þar sem þetta er eina hótel bæjarins og mörgum ferðamönnum orðið ltunn- ugt að öllu góðu. Eftir. því sem mjer er sagt mun skuld þeirra, við bæjarsjóð, hafa verið eitthvað á þriðja þúsund krónur þegar þau fóru og þar sem gjöld þeirra hafa verið um tvö þúsund á ári mörg undanfarin ár, þá er ekki að undra, þó fólk eigi bágt með að standa í skilum, með slíkar upphæðir af lítilli greiða- sölu, og svo þegar þar vúð hætist veikindi og allir þeir erfiðleikar sem því eru samfara. Mörgum mönnum mundi hafa fundist það sanngjarnt og sjálf- sagt að tala við Ásgeir þar sem hann var í fjarveru, um skuldina, og þar sem bæjarstjórn vissi að Ásgeir átti í eign sinni mikið meir en fyrir skuldum, þá hefðu þeir átt að hjóða honum að taka veð í eigninni og reyna svo að hjálpa honum til að koma henni í pen- inga og fá þá sína skuld greidda. En þessi aðferð hefir þeim ekki fundist sjer samboðin, heldur fá þeir kröfuna lögfræðing til inn- heimtu og skipa honum að taka allar hans eigur lögtaki og hann talar við Ásgeir og segir honum þetta, rjett áður en lögtakið fer fram. Það lítur svo út að það sjeu samantekin ráð þeirra sem þarna ráða öllu, að vinna þetta svívirði- lega níðingsverk á þeim hjónum, gera þau að öreigum og taka af þeim alt sem þau eru búin að vinna fyrir með dugnaði og sam- viskusemi og besta sönnun þess, í hvaða tilgangi þetta er gert, er það, að nú hafa þeir látið hjóða npp alt innhú þeirra og velja til þess alversta tíma ársins, þegar enginn hefir peninga og fæst fólk er í bænum, enda hefir það verk þeirra borið þeim góðan árangur, ef það er satt, að það liafi alt farið fyrir einar þrjú hundruð krónur. Þetta er sú viðurkenning sem Isfirðingar veita þessum heiðurs- hjónum, fyrir 25 ára starf þeirra í bænum, og þarna eru þeir ein- ráðir þessir göfugu jafnaðarmenn, sem ekki þykjast lifa fyrir annað en einstaklingana, gæta hagsmuna þeirra og vernda gegn öllum rang-- indum og kúgnn, og þarna sýnir sig best hvað aumir og snauðir þeir eru af allri maunúð og orð þeirra einskis virði, en mesta skömmin er það fyrir þá að þetta er þeirra tryggasti flokksbróðir og stuðningsmaður, sem þeir eru að fara svona með, eins og Ásgeir hefir verið alla tíð. En nú fær hann að sjá hverjir þeir eru sem hann hefir dýrkað, enda veit jeg að þeim hjónum svíður sárt slík meðferð og það sannast hjer eins og oftar að það er farið verst með þá sem eru bestir. Jeg veit, að þetta hefir átt að framkvæma í því skjóli að sann- leikurinn komist aldrei fyrir al- menningssjónir, en það fýkur nú óðum í þeirra hestu skjól og útlit er fyrir að í framtíðinni verði þau hæði fá og smó. Margir af lesendum mínum, sem ekki þekkja til, gætu ímyndað sjer, að hjer væri um misyndisfólk að ræða, sem ísfirðingar mættu vera fegnir að losna við, en það er síður en svo. Ásgeir er mesta prúðmenni sem öllum er vel við sem kynnast honum, hann er þjóð- hagasmiður og talinn hesti smiður Vestfjarða og á mörgum öðrum sviðum hinn fjölhæfasti maður. Guðrún er vel gefin kona, lirein- lynd og glaðlynd, og jeg man það vel hve oft var glatt á hjalla í gamla daga á „Uppsölum“, eins og víða þar sem margt af góðu og skemtilegu fólki er samankom- ið. t hjálpsemi og ltærleika, við alla þá sem bágt eiga, hvort það eru menn eða málleysingjar, mun hún ekki eiga marga sína líka, enda segir hún að það sje sín sæl- asta gleði að gleðja aðra. Að endingu þakka jeg þeim hjónum fyrir alt gott og óska þess að allir þeirra erfiðleikar megi verða þeim til sannrar blessunar og betur rætist úr en áhorfir. XX. Bálfarafjelag íslands. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Fjelagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skirteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiöa þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu fjelagsins. Sími 4658. Minningarorð um Friðrik Jónsson Amorgun verður horinn til hvíldar eirm af elstu horg- urum bæjarins, Friðrik kaupmað- ur Jónsson. Friðrik heitinn fædd- st hjer í Reykjavík 22. maí 1860 og ólst upp 1)já foreldrum sín- um Jóni hávfirdómara Pjeturs- syni og konu hans Sigþrúði Frið- riksdóttur prests Eggerz. Hann gekk í lærða skólann og að af- loknu stúdentsprófi fór hann á Prestaskólann og tók guðfræði- próf. Eftir það gekk hann í versl- unarfjelag við Sturla Jónsson bróð ur sinn er hafði áður stofnað verslun hjer, og ráku þeir hana í fjelagi í mörg ár, og höfðu um nokkur ár útgerð. Samhliða þessu ráku þeir búskap, og ljetu þá mjög vinna að jarðabótum. Þótt þeir hefðu margt með hönduin, stóra verslun, mikið hú og útgerð, þá var samstarf þeirra bræðranna, „Sturluhræðra“, sem þeir voru nefndir í bænum, alveg með af- hrigðnm gott. Það er á vitorði allra eldri Reykvíkinga. Og öll þessi ár er eins og þar væri einn maður á ferð, svo var samúð þeirra og samhugi mikill. Friðrik var maður mjög fáskift- inn og ómannblendinn, en hann var mjög tryggur og vinfastur. Bekkjarbræður hans í skóla voru margir, Niels Finsen, Sig. Thor- oddsen, sr. Halldór Bjarnason, sr. Nikulás Daníelsson, Jón læknir Árnason o. fl., en ekki lifa aðrir af þeim en hinir fjórir síðast- nefndu. Friðrik mintist þeirra ætíð með gleði og innileik, var auðfundið, að honur.i þótti vænt um þá og vildi þeirra liag. En þótt hann væri fáskiftinn, þá var hann glaðlyndur og spaugsamur í kunningjahóp. En fyrst og fremst ljet hann sjer ant um heim iíi sitt, þar var hann óskiftur að verki, í senn ástríkur og um- hyggjusamur, og er því eðldegt að þeir, er næstir standa, sakni hans mjög. En það sem mest einkendi hann var listeðli hans. Hann hafði af- arnæmt auga fyrir því sem fag- urt er í náttúrunni, og hafði yndi af að festa það á ljereftið. Ilefir hann málað margar landslags- myndir og þær góðar. Hvergi lærði hann þó listmálningu, held- ur eru það meðfæddir hæfileikar sem hjálpuðu honum þar, enda hafa ýmsir af ættmönnum háns og forfeðrum haft listhæfileika. Friðrik lætur eftir sig konu og tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.