Morgunblaðið - 26.05.1938, Síða 8

Morgunblaðið - 26.05.1938, Síða 8
MORG¥NBLAÐIÐ Fimtudagur 26. maí 1938. JCaups&afuu Habsborgarættin á ekki upp á. pallborðið hjá Hitler. Ný- lega var Otto af Ilabsburg lýstur í bann af nazistastjórninni og nú kefir sama stjórn látið lýsa eftir yngra bróður Ottos, Felix von Habsburg, fyrir þjófnað. Felix von Habsburg var nem- andi á liðsforingjaskóla í Austur- ríki, er Hitler tók Austurríki, og strauk hann þá úr landi og- tók með sjer verðmætan silfurborð- búnað, sem var 4700 schillinga virði. Hin nýju yfirvlöd halda því frani að skólinn, og þar með ríkið, hafi átt silfurborðbúnað þenna og lýsa prinsinn sem þjóf fyrir að hafa tekið borðbúnaðinn með sjer. Þýska lögreglan hefir sent lög- reglu flestra landa í Evrópu brjef þar sem hún skýrir frá þjófnaði prinsins og biður um að hann sje handtekinn. ★ agan á að hafa gerst á torgi einu í Moskva. Erlendur ferðamaður er að tala við leið- sögumann sinn um allan þann fjölda af mentuðuðm mönnum sem sjeu í Rússlandi. — Maðurinn sem burstaði skóna mína, sagði ferðamaðurinn, hafði einkennilega gáfulegt útlit. — Já, íbúð og herbergi til leigu. — Fyrirpurnum ekki svarað í síma Guðjón Sæmundsson, Tjarnar- götu 10 C. Gott herbergi hentugt fyrir vinnustofu óskast. Tilboð merkt „Vinnustofa", sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 28. þ. m. Sólrík forstofustofa til leigu strax. Eldhús getur fylgt út af fyrir sig. Laugaveg 67 A, uppi. svaraði leiðsögumaðurinn. Hann var áður dósent í verkfræði við háskólann. — Og maðurinn sem seldi mjer dagblaðið? — Hann var áður prófessor í lögum. —• Ham- ingjusama Rússland að eiga svona mörgum vel mentuðum og gáfuð- um mönnum á að skipa I jafn. auð- virðilegar stöður í þjóðfjelaginu. Eru engir heimskingjar í land- inu ? -—1 Jú, svaraði Ieiðsögumaður- inn og benti á Kreml — aðset- ursstað stjórnarinnar. ★ Frú A: Verðið þið í boðinu hjá Olsen á laugardaginn? — Frú B: Nei, hamingjunni sje lof. Við ætlum í ferðalag upp í sveit á laugardag og sunnudag. — Frú A: Já, .... við erum heldur ekki boðin. ★ MÁLSHÁTTUR: Hver gott vill gera, skyldi eng- an tíma til þess spara. I. O. G. T. St. Minerva. Fundur í kvöld kl. 8Kosning fulltrúa á Stór- stúkuþing o. fl. Fjölmennið stundvíslega. Æt. St. Minerva nr. 172. Vinning- ar í happdrættinu fjellu þann- ig: Nr. 1500: Málverk eftir Ás- geir Bjarnþórsson. Nr. 963: Eitt hundrað krónur. Nr. 916: Ljósmynd eftir Ólaf Magnús- son. Nr. 1122: Fimtíu krónur. Nr. 591: Ljósmynd eftir Carl Ó'lafsson. Nr. 722: Tuttugu og fimm krónur. Nr. 740: Ljós- mynd eftir Sig. Gu.ðmundsson. Vinninganna sje vitjað á Ljós- myndastofu Sig. Guðmundsson- ar, Lækjargötu 2. Silki- og ísgarnssokkarnir á 2.25 parið. Silkisokkar, góðir lit- ir. Versl. „Dyngja“. Kápu- og kjólatölur og hnapp- ar í góðu, ódýru úrvali. Versl. „Dyngja“. Satin í peysuföt. Georgette, munstrað í svuntur og upphluts- skyrtur, frá 11,25 í settið. Vír- dregin efni í Slifsi og Svuntur. Slifsi frá 3,95. Svuntuefni frá 4,65 í svuntuna. Versl. „Dyngja“. Sumarkjólaefni í úrvali. Versl. „Dyngja“. Dömubelti í úrvali. Versl „Dyngja“.______________________ Gúmmísmekkar — Matarsmekk ar — Barnabolir — Barnabuxur Versl. „Dyngja“. Úrval af kjólum og blúsum. Saumastofa Guðrúnar Arn- grímsdóttur, Bankastræti 11. Sími 2725. Sumarkjólatau frá kr. 2.00 m. Sirz, ódýrt. Ljereft. Kvensokk- ar, ísgams, bómullar og silki í miklu úrvali. Ýmsar smávörur, ódýrast í verslun Fríðu Eiríks- dóttur, Vesturgötu 21 A. Regnhlífar komnar. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Karhr a rykfrakkar á kr. 44.00, 49.50 og 59.50. Vesta Laugaveg 40. Fallegir sumarfrakkar og sum- arkápur kvenna. Svaggerar og dragtir, tísku litir, ágætt snið, mikið úrval. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Nýtísku silkiundirföt kvenna. „Motivsett“ frá kr. 9,85. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Kápuefni, dragtaefni og svagg- erefni eru nýkomin. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Kvenpeysur, mjög fallegar, drengjapeysur, ullarsokkar á drengi. Verslun Kristínar Sigurð- ardóttur. Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj- andi, einnig saumuð tjöld eft- ir pöntun. — Ársæll Jónasson — Reiða- og Seglagerðaverk- stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími 2731. Vjelareim&r fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Ksiupi gatmlan kopar. Vaid. oulsen, Klapparstíg 29. i Húsmæður. Athugið, Fisk- búðin, Barónsstíg 59, hefir á- valt nýjasta og besta fiskinn. Sími 2307. Látið grafa nafn yðar á reykjap.puna yðar. Það fáið- þjer gert Ódýrt í Pennaviðgerð- inni, Austurstræti 14, 4. hæð, © Hreingerning í fullum gangi. Vanir menn að verki. MuniÖ að hjer er hinn rjetti Guðni G. Sigurðsson málari, Mánagötu 19. Símar 2729 og 2325. Rjettu mennirnir við utan- og innanhússhreingerningar og: gluggaþvott eru Bárður og Ól- afur. Sími 3146. Otto B. Amar, löggiltur út varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Nýkomið mikið úrval af tölum, hnöppum, spennum og ýmiskonar smávörum. Verðið hvergi lægra. Vesta, Laugaveg 40. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19. gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- ;greiðsla. Sími 2799. Sækjum, Kaupi whiskypela, flöskur og soyuglös. Benóný, Hafnarstræti 19. sendum. Kopar keyptur í Landssmiðj- unni. Úrval af fallegum og ódýr- um kjólum og blúsum. Einnig ikjólakragar. Saumastofan Upp ’sölum, Aðalstræti 18. 'Sffltynnbncpw ÉHjálpræðisherinn. ^ Kveðjusamkoma fyrir adjutant og: i frú överby, kl. 8 1 Adj. Kjæreng stjórnar. Flokks- foringjar og allir hermenn aðstoða. Strengjasveit. Horna- sveit. Inng. 0,35 aurar. Útsvars og skattakærur skrif- ar Jónas Björnsson, Klappar- stíg 5 A. Húsmæður, athugið: Rjettu hreingerningarmennirnir eru Jón og Guðni. Sími 4967. Heimatrúboð leikmanna, Berg- staðastíg 12 B. Samkoma í kvöld kl. 8. í Hafnarfiði, Linn- etsstíg 2. Samkoma í dag kl. 4 e. h. Allir velkomnir. Hreingerningar, loftþvottur. Sími 2131. Vanir menn. Filadelfia, Hverfisgötu 44.---- Samkoma í dag, uppstigningar- dag kl. 5 e. h. Eric Ericson á- samt fleirum. Verið velkomin! Sjálfblekungaviðgerðir. — Varahlutir í sjálfblekunga á- valt fyrirliggjandi. Allar við- gerðir á sjálfblekungum. Rit- fangaversl „Penninn“, Ingólfs- hvoli. Friggbónið fína, er bæjarins b&sta bón. Siysavamafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekfð móti gjöfum, áheitum, árstillögum FAITH BALDWIN: EINKARITARINN. 51. „Ekkert!“ „Ef þú hefir heyrt eitthvað um Georgie, skaltu fara varlega“, sagði hún. „Við höfum allar reynt að fá hana ofan af þessu, en hún er sauðþrá. Jeg þoli ekki að sjá hana með þessum þorpara“, hjelt Lóla áfram, og Anna heyrði, að það var bæði viðvörun og vorkunn- semi í rómnum. Hún fór inn í svefnherbergið, sem Kathleen hafði með annari stúlku, sem var í ferðalagi um þessar mundir. Kathleen var sofandi og hún lá í sömu stell- ingum og hún var vön, þegar þær systurnar höfðu sofið í herbergi saman heima, með annan handlegginn rjett fyrir ofan hið yndislega og barnslega andlit. „Kathleen!“ Hún bylti sjer, opnaði augun og deplaði þeim, eins og hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, er hún sá Önnu. Kathleen kveikti á lampanum fyrir ofan rúmið og Ijósið fjell á andlit hennar gegnum Ijós- rauðan silkiskerm. Önnu fanst hún hafa horast og líta illa út. Hún lokaði hurðinni inn í dagstofuna og settist á rúmstokkinn hjá Kathleen. „Jeg var hjá Dolly Davis“, sagði hún. Kathleen roðnaði. „Hvað sagði hún um mig?“, spurði hún fokvond. „Við höfum ekki tíma til þess að tala um það. Er það satt, að þú ætlir að strjúka með Georgie — Hýji þagnaði og mundi alt í einu eftir því að hún þekti ekþi einu sinni ættarnefn hans.- „Hvað um það ? Jeg get líklega gert það, sem mjer -sýnist?“ „Jeg geri ráð fyrir því. Hvert ætlið þið að fara?“ „Niður að ströndinni. Hann á von á að fá atvinnu í næturklúbb þar. Við erum að æfa saman dans“. „Kathleen, taktu vel eftir því sem jeg segi. Býstu við, að hann ætli að kvænast þjer?“ „Georgie liefir enga trú á hjónabandinu", sagði Kat- hleen þrákelknislega. „Hann segir, að það eyðileggi persónuleika manns. Hann trúir á samkomulag, sem byggist á ást og virðingu", hjelt liún áfram í hortug- um róm. En þegar hún mætti augnaráði Önnu, varð húu niðurlút. „Jeg held þó, að hann myndi kvænast mjer — seinna“. Anna fjekk hjartslátt. „Seinna!“ Það var auðheyrt að enn var hægt að bjarga Kathleen. Enn hafði þessi ræfill ekki algert vald yfir henni. Upphátt sagði hún ljettilega: „Dolly bjóst líka við því á sínum tíma, að hann myndi kvænast henni“. „Hann kærir sig ekki vitund um hana, hann vor- kennir henni bara“. „Hann vorkennir henni svo mikið, að hann lofar henni að borga skraddaranum fyrir sig og húsaleig- una, í stuttu máli sagt, að fæða sig og klæða“. „Það er ósatt!“ Augu Katlileen leiftruðu af reiði og ótta. „Jeg hefi heyrt allan þenna þvætting, mestmegnis frá henni. Hann hefir sagt mjer, að hann hafi einu sinni verið veikur og yfirbugaður. Þá hjálpaði hún honum. Hann var henni þakklátur, eins og sonur“, sagði Kathleen. „En hún eyðilagði vináttu þeirra með því að verða ástfangin í honum. Hún, sem er nógu gömul, til þess að geta verið móðir hans!“, bætti hizn við með fyrirlitningu. „Sagði hann þjer þetta? Og þú trúðir honum? Horfðu í augun á mjer, Kathleen!“ Kathleen gerði það nauðug og drýldinn svipur kom um hinn fríða munn.. „Hefi jeg nokkurntíma skrökvað að þjer, Kathleenft „Nei ....“ „Það geri jeg heldur ekki nú. Jeg hefi heyrt það, sem þú hefir lieyrt, og jeg hefi jafnframt sjeð það, sem þú ekki vilt sjá — fötin hans í íbúðinni, sem hann hefir lykil að og aðgang að, merki eftir fingur hans á. handlegg hennar. Ilann misnotar hana“, sagði Anna fyrirlitlega. „Hann gæti gert alt hvað sem vera skali fyrir peninga“. Kathleen tók andann á lofti. „Jeg legg engan trúnað á þetta!“ „JÚ, þú tnúr því víst, en vilt ekki liorfast í augu við sannleikann. En þú neyðist til þess. Guð veit, að jeg myndi ekki skifta mjer af ástaræfintýrum þínum undir eðlilegum kringumstæðum. En jeg get ekki horft upp á það, að þú eyðdeggir líf þitt fyrir þenna óverð- u ga náunga, þenna Alfons, þenna mann, sein misnotar kvenfólk. Mann!“, endurtók hún með fyrirlitninguv „Ránfugl væri betra nafn á hann. Jeg sldl ekki, hvers, vegna hann vill fá þig með sjer“. „Hann — elskar mig“, sagði Kathleen lágt. „Það gerir hann ekki. Hann þekkir ekki merkingu þess orðs“, sagði Anna. Það fór hrollur um hana og hún tók höndum fyrir augun. „Þegar jeg hugsa til þess, að hann kynni ef til vill að misnota þig, eins og------“ Dauðaþögn ríkti um stund. Það fór hrollur um Kathleen. „Hvað er að! Vertu róieg“, sagði Anna í bænarróm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.