Morgunblaðið - 29.05.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1938, Blaðsíða 2
2 MORQlíNBLAriÐ « * «1111 I 3 B 3 1 a - Austun fki —i þung byrði I London í gær. FO. | | O amkvæmt grein, sem birt | I er í þýsku tímariti um | B | verslunarmál, hefir samein-1 | iag Austurríkis og Þýska- | | lands lagt Þýskalandi þunga \ | birði á herðar, frá sjónar- | | miði viðskiftanna. | Verslunarjöfnuður Þýska- 1 | lands útaf fyrir sig var hag-1 | stæður í apríl síðastliðnum, | | en verslunarjöfnuður þýska I i ríkisins að meðtöldu Austur- i 3 = | riki, var óhagstæður um 7 | | miljónir sterlingspunda. | Er sagt í þessari grein, að \ | þess verði ef til vill langt að | = bíða, að verslunarjöfnuðurinn | | verði hagstæður fyrir bæði 1 | Austurríki og Þýskaland. HmnmiiiiiiiHiiiiiiiiiiififiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiHiiiiu Sókn Japana I Suður-Kina London í gær. FÚ. FIMM hundruð manns biðu bana, og jafn margir særðust, í árás, sem gerð var á Canton í morgun, af japönskum flugvjelum. f tilkynninga, sem birt er í Tokio í dag, segir, að Japanir sjeu enn þá að vinna á á Lung-Hai víg- stöðvunum og að þeir hafi tekið þar Lan-Feng, Tan- Shan og Kweitei. Kínverjar halda því enn fram að þeir hafi náð Lan Feng aftur úr höndum Japana. AIMðubifreiðar Hitlers Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Hitler lagði í gær homstein- inn að nýrri bifreiðaverk- smiðju, hinni svo nefndu al- þýðubíla verksmiðju. — Verk- smiðjan á að framleiða alþýðu bíla, þ. e. bíla, sem alþýðu manna er ekki um megn að eignast, Þeir eiga að kosta 990 ríkismörk, og fást með afborgun. Þetta eru fjórsæta bifreiðar og geta farið alt að 100 km. á klukkustund. Þær eru mjög eyðslulitlar á bensín. Þegar Hitler komst til valda 1933, var það eitt af því fyrsta sem hann setti sjer að marki, að láta framleiða þessar al- þýðubifreiðar (Volkswagen). 1 stað þess að nú eiga ekki nema nokkur hundruð þúsund manns bifreiðar í Þýskalandi, er gert ráð fyrir að bílaeig- endur verði innan skamms orðnir 6—7 miljónir. Guðfræðikandídatarnir Sigur- björn Einarsson og Guðm. Helga- son flytja prófprjedikanir sínar í dómkirkjunni kl. 5 í dag. Snnimdagnr 29. maí 1938. Tiekkoslovakía: Annar hluti Hernaðarsamvinna Breta og Frakka Frá frfettaritara varum. Khöfn í gær. AMVINNA Breta og Frakka í lofthernaðarmálum er að hefjast. Yfirmaður franska loftflotans, Vuillemin, kemur til London á morgun, ásamt fimm háttsettum for ingjum. Opinberlega er látið í veðri vaka að þetta sje kurt- eisisheimsókn, en í raun og veru er þetta upphafið að hinni nánu hernaðarsamvinnu Breta og Frakka, sem sam- komulag varð um, er Daladier og Bonnet voru staddir í London í lok apríl. Það er búist við að hinir frönsku hershöfðingjar fari í kynnisför til bresku hernaðarflugstöðvanna í Englandi. „Daily Herald“ skýrir frá því, að innan skamms muni breskir flugmenn fara í heimsókn til Frakklands, til þess að kynna sjer franskar flugstöðvar, þar sem enskar flug- vjelar eiga að hafa bækistöðvar sínar í styrjöld. Bæði árásar og vamarflugvjelar Breta fá bækistöð í Frakklandi í ófriði. kosninganna Hættulegur áróður Hjóðverja Fré frf ettartíar* vrum. Khöfn i gxr. dag fer fram annar hluti bæjar- og sveitastjórnarkosninganna í Tjekkó- slóvakíu. Henlein hefir birt áskorun til Sudeten-Þjóðverja um að varast árekstra við Tjekka, svo að kosningarnar geti farið friðsam- lega fram. En nokkurs kvíða gætir í breskum blöðum um horfumar. „Daily Telegraph“ skýrir frá því, að þýsk blöð sjeu farin að gefa í skyn að Tjekkar láU kommúnista fá vopn, og að her Tjekka sje óþveg- inn skríll. Tjekluur eru hræddir um að markmiðið með þessum áróðri sje að telja fólki trú um, að ástandið í Tjekkósló vakíu, sje eins og glundroðinn á Spáni. „Berliner Tageb3att“ skrifar í dag, í sambandi rið þá fu!l- yrðingu í öllum þýskum blöðum, að Tjekkar virði einskis loforð sitt um að hindra að tjekknesfcar hemaðarflugvjelar fljúgi inn yfir þýsku landamærin: „Stjómin í Prag hefir mist ált taúin- hald og getur þess vegna ekki komið í veg fyrir bættúlega árekstra. Kommúnistar og Stauning Khöfn í gær. FÚ. Kommúnistar í Danmörku hafa gert nýja tilraun til þess að koma á stofn samfylk- ingu við jafnaðarmenn. Stauning forsætisráðh. Dana hefir vísað þessum samfylking- armálaleitunum á bug, m. a. með þeim rökum að svo fram-i arlega sem játning kommúnist- anna um hollustu sína við lýð- ræðið sje ærlega meint, þá sjeu þeir ekkert annað en klofnings- flokkur, en ef þetta lýðræðis- tal þeirra er ekkert annað en yfirdrepsskapur þá er iaílt tal um samfylkingu ekkert annað en pólitískar brellur. Hlutleysi Norðurlanda London í gær. FÚ. Igær gáfu skandfinavisku ríkin, Danmörk, ísland, Finnland, Noregur og Svíþjóð út sameiginlega jrfirlýsingu um hlutleysisreg'Jur þær, sem fylgjá' skyldi í þessum löndum, ef til hemaðar kæmi. Eru reglumar bygðar á Haag-sáttmálanum frá 1907, en hafa verið endur- skoðaðar með tilliti til nýrra tækja í hemaði, svo sem kaf- báta, flugvjela og útvarps. Þessar saaneiginlegu hlutleys- isreglur Norðurlanda höfðu verið boðað á fundi utanríkis- málaráðherra Dana, Svía og Finna í vetur. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Fann- ey Oddsdóttir á Mosfelli í Mos- fellssveit og Gunnar Daníelsson frá Höfn í Borgarfirði, til heimilis Laugarnesveg 69 í Rvík. Síra Hálfdan Helgason gaf brúðhjónin Fiskimjöl til manneldis i stórum stíl Hiutafjelag stofn- að til rekstursins P21. maí var stofnað hjer • blntafjelag til þess að not- færa sjer nýjung Guðm. Jónsson- ar verkfræðings um að framleiða fiskimjöl til manneldis í stórum stíl. Hefir Guðmundur unnið að því máli um alllangt skeið og gert tilraunir, sem gefa hinar bestu vonir nm, að hjer geti orðið um mikilsverða framleiðslu að ræða, eins og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu. Hlutafjelagið, sem nú er stofn- að, heitir h.f. Fiskur. Ern fjelags- menn alls 23, hlutafjeð 40 þús., en heimild í lögum fjelagsins um að auka megi hlutafjeð upp í 100 þús. kr. í stjórn fjelagsins eru: Björn Ólafs frá Mýrarhúsum, formaður fjelagsins, Guðm. Jónsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri og Kristján G. Gíslason stórkaupm. Undirbúningur er byrjaður að því að koma npp vjelum, og er búist við að starfrækslan geti hyrjað í ágiíst næstkomandi. Er ætlast til þess, að hægt verði að vinna úr 5 tonnum af fiski á dag, og verður mjöiið þá 1 tonn, sem framleitt verður daglega. Eins og áður hefir verið sagt hjer frá, byggjast vonir manna um framtíð þessarar framleiðslu á því, að nýr fiskur er hjer svo ódýr, að hægt verður að selja manneldisfiskimjölið víðsvegar um heim svo lágu verði, að það verði lægra en samsvaran’di verð er á nýjum fiski í viðkomandi löndum. London í gær. FÚ. Þýsk blöð birta á framsíðum eínum í dagr viðtal eem sagt er að sje við Englending, sem nýkominn sje frá Tjekkósló- vakíu til Þýskalands, og fja'll- ar það um vígbúnað þann, sem Tjekkar hafa til undirbúnings ófriði. Einnig birta þau nýjar fregnir um flug tjekkneskra hemaðarflugvjela inn yfir landamæri Þýskalands. Fyrir þetta hvortveggja gera þau svo harðar árásir á stjóm- ina í Tjekkóslóvakíu. Ein frjett hermir að tjekk- nesk flugvjel hafi flogið inn yf- ir landamærin við Gmúnd. —^ Eiga sjónarvottar að hafa full- yrt, að flugvjelin hafi aðeins verið í 150 metra hæð, og að maður er í henni var, hafi sjest halla sjer út úr henni og beina Ijó^myndavjel að ýmsum stoð- um í nágrenningu. Hafi flug-í vjelin sveimað um hríð yfir staðnum, en síðan flogið inn yf- ir tjekknesku landamærin með- fram jámbrautarlínunni. Berliner Tageblatt birtir grein frá frjettaritara sínum um viðbúnað mikinn sem nú fari fram í Tjekkóslóvakíu, og sýnir að þar er búist við að til ófriðar geti komið þá og þegar. Á veginum um Karlsbad eru hlaðin vígi hvarvetna og á hæð unum meðfram veginum, segir frjettaritairi að komið hafi ver- ið fyrir fjölda vjelbyssufylgsna og að flestar þjóðbrautir við landamærin hafi verið trygðar með dynamiti. Víða hafi trje verið feld þvers yfir vegi. Dr. Hodza, forsætisráðherra Tjekkóslóvakíu, hefir í dag átt viðtal við nokkna af leiðtog- um Sudetta, en þó ekki Hen- iein. Jarðarför Einars H. Kvaran Jarðarför Einars H. Kvaran rit höfundar var mjög fjölm,enn. ^ar hvert sæti skipað í Fríkirkj- tinni, enda þótt athöfninni þaðau væri útvarpað. Húskveðjuna að heimilinu á Sól- vallagötu flutti samverkamaður hans um mörg ár, sr. Kristinn Daníelsson, en í kirkjunni fluttu þeir ræður sr. Árni Sigurðsson og sr. Jón Auðuns. Gáfu ræður þeirra beggja mjög glögga og sfppa mynd af rithöfundinum og mapn vininum Einari Kvaran. ; Þessir sálmar voru sungtj,ij'j í' kirkjunni: „Þú Kristur ástviu ajls sem lifir“ eftir Valdimar Snævarr, „Þín náðin Drottinn nóg mjer er“, eftir Einar H. Kvaran, „Langt er flug til fjarra stranda“ eftir Jakob Jóh. Smára, og að síðustu Passíusálmurinn: „Vertu Guð faðir, faðir ininn“. Þórarinn Guðmundsson ljek ein leik á fiðlu og Páll ísólfsson ein- leik á orgelið. Fjelagsmenn í Leikf jelagi Reykjavíkur báru . kistuna í kirkju, en frímúrarar úr kirkju. 85 ára verður á morgun, mánu- dag 30. þ. m. húsfrú Soffía Magn- úsdóttir frá Holti í Garði, nú bú- sett, Brunnstíg 6 í Hafnarfirði. Soffía er ennþá ern og úng í anda, þrátt fyrir hinn háa aldur og ýms ölduhvörf í lífsbaráttunni. Hljómsveitin á Hótel ísland er nú á förum hjeðan. Leikur hún þar ekki lengur en til mánaða- móta, og er því sjerstaklega vand- að til hljómleikanna í dag í til- efni af því. Vigo, timburskip, er uýjtomið með farm til timhurverslunarinn- ar „Skógur“ og fleiri. saman. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.