Morgunblaðið - 29.05.1938, Qupperneq 8
8
MORGHNBLAÐIÐ
Sunnudagur 29. maí 1938.
Lágvaxinn og rólyndur náungi
sótti um næturvarðarstöðuna
við verksmiðju eina.
— Jeg er hræddur um, sagði
forstjórinn, að þjer sjeuð ekki
heppilegur í þessa stöðu. Við þurf-
um á manni að halda, sem er stór
og sterkur og sem ekki lætur sjer
alt fyrir brjósti brenna. Hann
verður að vera tortrygginn og sofa
með opin augun ef svo mætti að
orði komast, og vaknað við minsta
hávaða. Við höfum not fyrir mann
sem er hættulegur ef því er að
skifta.
— Nú skal jeg sækja konuna
mína!, sagði manntetrið er hann
hafði hlustað á ræðu forstjórans.
★
—Hvernig gengur það með pilt-
inn, sem þú varst svo dauðskotin
í við fyrstu sýn á dögunum?
— Það var bannsettur svindl-
ari. Heldurðu ekki að jeg hafi
komist að því að húsbóndi hans
átti bílinn sem hann ók!
★
Johnny Weissmúller leikur
Tarzan aftur. Hann hefir ekkert
leikið síðan Metro Goldwyn Mayer
fjelagið seldi rjettmn til þess að
kvikmynda Tarzan fyrir þrem ár-
uni. Þessi ár hefir Johnny Weiss-
múller ekkert haft að gera nema
að hirða laun sín á hverri viku.
Ennúhefir M. G. M. keypt Tarz-
an-rjettinn aftur og Johnny fær
aftur að róla sjer í trjám frum-
skóganna sem Tarzan. Síðan 1918
hafa verið teknar 18 Tarzan-kvik-
myndir.
★
Nýjasta tíska hjá leikurum í
Hollywood er að taka börn, helst
drengi, til uppeldis. Nýlega aug-
lýsti Joan Crawford eftir töku-
barni og fekk vitanlega fjölda
tdboða. Meðal þeirra var 25 ára!
gamall maður, sem vddi gerast
uppeldissonur leikkonunnar, en
umsókn hans var ekki sint.
★ '
— I hvað eyðir þú kaupinu
þínu?
— 30% fara í húsaleigu, 30%
í föt, 40% í fæði og 20% í skemt- j
anir.
— En þetta eru 120%.
— Já, því miður.
'k
Demantasmyglari var handtek-
inn nýlega á landamærum Júgó-
slavíu og Austurríkis. Hann hafði
dúlbúið sig sem grískavi prest og
geymt demantana í fölsku skegg-
inu.
★
Ahorfanda að reiptogi varð að
orði:
„Er ekki miklu fljótlegra að
skera reipið með hníf, piltar ?“
★
— Jeg á fjórar dætur en engan
tengdason.
— Jæja, jeg á aðeins eina dótt-
ur, en aftur á móti hefi jeg átt
fjóra tengdasyni.
★
Kennarinn: Það er aðeins einn
nemandi í þessum bekk, sem ekki
segir ósatt.
Jón (segir lágt): Það er jeg.
Kennarinn: Sagðir þú nokkuð,
Jón?
Jón: Nei.
★
MÁLSHÁTTUR:
Kvinnan góð, kann hún flest að
bæta.
Stúlka vön saumaskap ósk-
ast nú þegar. Smart, Kirkju-
stræti 8 B. Sími 1927.
----i--------.---------------
Garðvinna, fljótt og vel af
hendi leyst; lögum lóðir. Van-
ir menn. Hringið í síma 2709,
frá kl. 12—3.
Útsvars og skattakærur skrif-
&r Jón S. Björnsson, Klappar-
stíg 5 A.
Húsmæður, athugið: Rjettu
hreingerningarmennirnir eru
Jón og Guðni. Sími 4967.
Sólrík stofa, með laugarvatns
hita, til leigu, Barónsstíg 25.
Ef vill aðgang að eldhúsi.
ÍUC&yntibruftw
Betania. Almenn samkoma í
kvöld k!i. 814. Frú Guðrún
Lárusdóttir talar. Allir vel-
komnir.
Heimatrúboð leikmanna, —
Bergstaðastíg 12 B. Samkoma
í kvöld kl. 8. Hafnarfirði, Linn-
etsstíg 2. Samkoma í dag kl. 4
e. h. Allir velkomnir.
d Hreingerning í fullum gangi. j Filadelfia, Hverfisgötu 44.
Vanir menn að verki. Munið a8; Samkoma í dag kl. 5. Kristín
Cyrol, hinn eini rjetti áburð-
ur á gúmmídúk, hreinsar veL
eg gerir hann gljáandi. Einnig-
ágætur á linoleum. — Munið-
ódýra bónið í lausri vigt. Þor-
steinsbúð. Hringbraut 61, sími
2803. Grundarstíg 12. Sími
3247.
Kaupi gíimían . Vald.
P^ntmen, Klapparstíg 29
Húsmæður. Athugið, Fisk-
búðin, Barónsstíg 59, hefir á-
valt nýjasta og besta fiskinn..
Sími 2307.
Hremgerningar, loftþvottur
Sími 2131. Vanir menn.
hjer er hinn rjetti Guðni G.
Sigurðsson málari, Mánagötu
19. Símar 2729 og 2325.
Otto B. Arnar, löggiltur út
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við
gerðir á útvarpstækjum og loft
netum.
Sokkaviðgerðin, Hafnarstrætl
19. gerir við kvensokka, stopp-
ar 1 dúka, rúmföt o. fl. Fljót af-
greiðsla. Sími 2799. Sækjurn,
sendum.
Geri við saumavjelar, skrár
og allskonar heimilisvjelar. H.
Sandholt., Klapparstíg 11. Sími
2635.
Sjálfblekungaviðgerðir. —
Varahlutir í sjálfblekunga á-
valt fyrirliggjandi. Allar við-
gerðir á sjálftílekungum.
OrkinI
P^PP\aS-D6~BVtANGA-VtMUjNH
Sæmunds og Eric Ericson, á-
samt fleirum, vitna. Allir vel-
komnir!
Friggbónið fína, er bæjarins
bfcsta bón.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj-
andi, einnig saumuð tjöld eft-
ir pöntun. — Ársæll Jónasson
— Re.iða- og Seglagerðaverk-
stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími
2731.
Úrval af kjólum og blúsum.
Saumastofa Guðrúnar Arn-
grímsdóttur, Bankastræti 11.
Sími 2725.
Vjel&reimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
sái&j
íbúöir stórar og smáar, og her-
bergi, Leigjendur einhleypa og
heimilisfeður, Stúlkur í vist,
Kaupendur að hverju því, sem
þjer hafið aS seíja. Muni sem
þjer viljið kaupa. Nemendur í
hvaða námsgrein sem er. Smá-
auglýsingar Morgunblaðsins eru
lesnar í hverju húsi.
Best að auglýsa í
Morgunb1 aðinu.
FAITH BALDWIN:
EINKARITARINN. 53.
Mig langar til þess, að þjer finnið“, sagði hann og
rödd hans varð djúp, „að jeg er vinur yðar“. „Að jeg
elska yður!“, hrópaði hjarta hans, „mun altaf elska
þig, Anna!“
Anna hafði engan að leita til.
Ekki gat hún talað við foreldra sína. Eða Ted? Hún
vissi, hvað hann myndi segja. Og ekki gat Betty Ho-
ward kjálpað henni, þó að hún væri góð vinkona henn-
ar. Henni fanst hún vera algerlega hjálparvana. Hún
gat ráðið fram úr ýmsum erfiðleikum á skrifstofunui
fyrir Fellowes. En hún gat ekki ráðið fram úr sínúm
eigin vandamálum. Hún fann, að hún gat ekki barist
ein, og þessi maður var sterkur og keilbrigður í hugs-
unarhætti. Hún gat -treyst honum. Og hún elskaði hann.
Hún byrjaði að segja honum alla söguna, stamandi,
rneð tárin í augunum. Og að lokum sagði hún honum
samtal sitt við Dolly, eða rjettara sagt nokkuð af því.
„Hún gaf mjer loforð sitt“, sagði hún. „Af því að
hún varð skelkuð. En ef hún sjer hann, eða heldur,
að jeg fari með rangt mál, veit jeg ekki, hvað hún
kann til bragðs að taka. Hún er mjög þrá, M,r. Fell-
owes“.
Fellowes hlustaði á hana með alvörusvip og sagði
síðan.
„Þjer verðið að koma henni úr þessum fjelagsskap.
Gætuð þjer ekki búið með henni í bænum, leigt íbúð
fyrir ykkur tvær?“
„Mjer hefir aldrei dottið það í hug“, svaraði Anna
hugsi á svip.
„En myndi hún fallast á það?“
„Já, það hugsa jeg. Við erum mjög samrýmdar. Ef
jeg gæti fengið íbúð og gert hana, eins og henni lík-
aði-----sagði Anna vongóð.
„En ef þjer gerið það, skuluð þ.jer ekki vera of
ströng við hana, nema viðvíkjandi þessum eina manni.
Hún er vön frjálsræðinu“.
„Jeg veit það. Bara, að hann færi burt úr hænum,
þá held jeg, að alt myndi lagast af sjálfu sjer“.
„Sjáum nú til. Reynið að fá að vita fult nafn hans.
Jeg á áhrifamikla vini í lögreglunni. Jeg hugsa, að
það megi auðveldlega koma því svo fyrir, að hann
fái aðvörun frá lögreglunni, um að hafa sig á burt
úr New York þegar í stað“.
„Ef þjer gætuð það — ef hann færi burt“, sagði
Anna og glaðnaði heldur yfir henni, „myndi Dolly
fara með honum“.
„Það væri ennþá hetra. Reynið að fá að vita nafn
hans í kvöld. Þjer getið síðan símað heim til mín og
látið mig vita“.
„Jeg er yður mjög þakklát“.
„Það megið þjer ekki vera. Jeg geri ekki nándar
nærri nógu mikið fyrir yður“.
Iljarta hans barðist af viðkvæmni. Hann hafði aldrei
sjeð hana frá þessari hlið áður, svona hljúga og skelk-
aða. En hún var honum enn kærari en áður fyrir
bragðið.
Þegar hún var farin, leit hann á hönd sína, sem
hann hafði ósjálfrátt kreft, og undraðist stórum, að
hann skyldi hafa getað stilt sig um að taka hana í
faðm sinn og hugga hana — og sjálfan sig.
Þegar Anna kom til Kathleen um kvöldið var hún
óþreyjufull og iðraðist eftir loforðið, var á verði gegn
Dolly, og öllu, sem hún hafði sagt; þóttist viss um, að
það væri ósatt. Anna fekk hana þó til þess að lofa
því að hitta ekki manninn í næstu tvo daga. Hún komst,
líka eftir því, að hann gekk undir hinu tilgerðarlegá
nafni, d’Argent, og fór út, td þess að segja Fellowes
það og lieimilisfang hans í síma.
Tveimur dögum síðar fór Mr. Georgie d’Argent
skyndilega úr borginni, án þess svo mikið sem 'að
senda Kathleen kveðju. En Anna fekk noklcrar línur
frá Dolly:
„Jeg skil ekki, hvernig þú hefir komið því til leið-
ar“, skrifaði hún. „Georgie og jeg förum burt frá New
York sitt með hvorri lest. Hann hefir lofað að hegða
sjer vel. Jeg sendi þjer sneið af brúðarkökunni —-
meðan hann er í þessu skápinu vill hann kvænast
mjer,/Og er feginn í tilbót. Jeg er búin að fá loforð
f.yrir atvinnu“, sagði hún að lokum „og' er í sjöunda
liimni“. Brjefið var undirskrifað með fjólubláu blekk
„Þín hamingjusama Dolly“.
Anna sýndi Kathleen brjefið. Hún las það, fleygði
því á gólfið og trampaði ofan á það.
„Hún er lævís eins og köttur“, sagði hún grátandL
„Hann getur ekki hafa elskað þig mjög heitt“, sagði
Anna, særandi af ásettu ráði.
En Kathleen flýði inn í svefnherbergi sitt og lokaði
sig inni.
Anna ljet hana í friði um tíma eftir þetta. En hún
talaði við foreldra sína og sagði þeim, að liún ætlaði
að flytja til borgarinnar. Þrátt fyrir tár Molly og
nöldur Murdoeks, hjelt hún fast við sinn keip.
„Kathleen líður ekki vel með þessum vinkonum sín-
um“, sagði hún. „Hún getur ekki verið heima, þar sem
það er miklu hentugra fyrir hana að búa í borginni.
En það er ekki gott fyrir hana að búa ein, svo að það
er best fyrir okkur að leigja saman. Þú mátt ekki
gráta, mamma. Jeg kem oft heim. Það er í raun og
veru betra fyrir mig að búa í New York, fyrst jeg
vinn svona oft á kvöldin“.
Seinna spUrði Molly af sinni gömlu skaípskygni-.
„Hefir Kathleen gert eitthvað af sjer?“
„Nei, góða mamma“; svaraði Anna. „En Ltin er ung,
og mjer líst ekki á þá kunningja, sem hún umgengst.
Hún flytur ekki heim aftur, svo að það er betra, að
við búum saman“.
Móðir hennar kinkaði kolli, hughraust að venju.