Morgunblaðið - 05.06.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA^IÐ Sunnudagur 5. juní 1938. Skifting Tjekkoslovakiu nevöarúrræöi „The Times" ræOir um lesti og kosti tilldgunnar kiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiuiiiiiiiiiiimjiitfiiiin 1 Hvítasunnumyndir kvikmyndahúsanna. Frá frjettaritara vorwn. Khöfn í gær. Ritstjóra grein í Lundúnabiaðinu ,,The Times“ í dag, ræðir um möguleikana á skiftingu Tjekkóslóvakíu og telur í því sambandi upp helstu gallana á því fyrirkomu- lagi, og £>á fáu kosti, sem sjeu á slíkri tilhögun. iTillaga hefir sem kunnugt er, komið fram um það, að leysa vandamál Tjekkóslóvakíu með því að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal þýsku, pólsku og ungversku þjóðbrotanna sem búa í l'Tjekkóslóvakíu, um það hvort þau vilji samein- ast ættþjóðum sínum. Ýmislegt mælir á móti slíkri atkvæða- greiðslu, segir ,,The Times“ því úrslitin yrðu sjálfsagt þau, að ómögulegt yrði að skifta Tjekkó slóvakíu þannig að landamærin yrðu eins og þau ættu að vera, því vitanlega yrði að búa til ný landaimæri. Núverandi landamæri hafa mikla hernaðarleg’a þýðingu fyrir Tjekkóslóvakíu. Tjekkóslóvakía hefir nú komið landvörrí- um sínum í gott horf miðað við núverandi landamæri og fjár- mál ríkisins mega teljast góð Loks bendir blaðið á það, að Sudeten-Þjóðverjar eru ,að mestu leyti iðnaðarstjett landsins. Af þeim ástæðum, sem að framan greinir, þykir ólík- legt, segir ,,The Times“, að stjórn Tjekkóslóvakíu gangi af fúsum vilja að skiftingu ríkis- ins, eftir þjóðbrotum. Ef §kift- ing Tjekkóslóvakíu yrði ofan á, myndi landrými og íbúatala minka svo að Tjekkóslóvakía yrði á stærð og að íbúatöiu ríki á stærð við Belgíu. Samt sem áður mundi Tjekkó slóvakía ef til vill vinna við þetta fyrirkomulag í framtíð- inni. Skifting Tjekkóslóvakíu myndi leiða til þess að íbúar landsins yrðu ánægð þjóð af einum kynstofni og nábúalönd- in hefðu ekki ástæðu til' að skifta sjer af málefnum lands- ins. Þetta er róttæk lækning, en alt útlit er fyrir, að gera þurfi róttækar ráðstafanir. Berlín 4. júní F.Ú. Frá Budapest er símað, að þar gangi orðrómur um það að Benez forseti Tjekkóslóva- kíu, eigi nú daglega löng sím-. töl við Stalin frá Prag til Moskva og taki við ráðlegging-' um af honum. Þá segir einnig að það fylgi sögunni að marg- ar herdeildir Rauða hersins standi vígbúnar við landamærj in og að flugvjelar sjeu reiðuj búnar að flytja þúsundir manna Tjekkum til hjálpar, sem látn- ar yrðu falla til jarðar með fallhlífum. Voroshiloff marskálkur á að hafa komið til Prag . Fregnir þessar eru sagðar hafa verið útbreiddar af ung- verskum kommúnistum í því skyni að auka Tjekkum hug- rekki. Breskt skip verð- ur fyrir Ioftárás í Alicante Lonófön 4. júní F.Ú. Breska olíuskipið, „Mary Ann“ fimm þúsund smá- lestir að stærð, varð fyrir sprengju í dag þegar flugvjelar uppreisnarmanna gerðu loft- árás á Alicante. Það kviknaði í skipinu, en áhöfnin komst lífs af, að undanteknum vjela- manni, sem druknaði. Flugvjelar uppreisnarmanna gerðu loftárás á Barcelona snemma í morgun og aðra á hádegi í dag. Engar frjettir hafa borist þaðan um tjón af völdum þessara árása. Ein af fiugvjelum uppreisnarmanna sem þátt tóku í árásinni í morgun, var skotin niður og kviknaði í henni um leið. Þrjár flugvjelar uppreisnar- manna viltust í gærkvöldi í grend við Madrid og lentu á flugvelli stjórnarinnar. Ein þeiiTa komst í burtu en tvær voru teknar. Stjómin heldur því fram, að hún hafi stefnt stigu fyrir fram- sókn uppreisnarmanna suð- austan við Teruel. í ffjett frá uppreisnarmönnum er sagt frá því, að stjórnin sje að víggirða mikilvægar stöðvar um 25 míl- ur frá Morella. Schussnigg kvænist án pess að vera við hjóna- vigsluna Frá frjettaritara vorum. Khöfn 'í gær. SCJHUSSNÍGG fyrverandi kanslari Austurríkis og f uggerczeinin greifainna voru gefin saman í hjónaband í kirkju einni í Vínarborg í fyrradag án þess að Schuss- nigg væri viðstaddur, því hann er, sem kunnugt er, í haldi hjá nazistum og hefir verið síðan Austurríki var innlimað í Þýskaland. Bróðir Schussniggs, Arthur að nafni, mætti sem fulltrúi hans við hjónavígsluna í kirkjunni og stóð við hlið brúðurinnar meðan á hjóna- vígslunni stóð. Er hjónavígslunni var lokið afhenti Arthur Schussnigg brúðurinni brjef frá brúðgum- anum. Póststimpillinn á um- slaginu hafði verið þurkaður út, svo ekki sæist hvaðan það hafði verið sent. Alment er álitið að Schuss- nigg sje haldið sem fanga á Metropol-gistihúsinu, en þar eru aðalbækistöðvar Gestapo- leynilögreglunnar austurrísku. Schussríigg var kvæntur áð- ur, en kona hans fórst í bíl- slysi fyrir tveimum, árum og særðist Schussnigg þá einnig í því slysi. iiiiillilllliillilliiliillllllllllilllllllllill f™™"" " yvw„. , - . iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiir Herbert Marshall, Marlene í kvikmyndinni ,,EngilI“. GAMLA BÍÓ: Engillinn" Hvítasunnumynd Gamla Bíó er hin margumtal- aða Marlene Dietrich mynd „Engill“ og leika þeir Herbert Marshall og Melvyn Douglas önnur tvö aðalhlutverkin. Kvikmyndin „Engill gerist á vorum dögum í London og Par-i ís og fjallar um ástir nútíma- konu og karla. Marlene Dietrich er gjft Herbert Marshall, sem er em- bættismaður í utanríkisþjón- ustu Breta og verður að eyða mestum tíma í að vera á ráð- stefnum í Geríf, eða að ferðast milli stórborga álfunnar. Marlene eða Lady Maria Barker, eins og hún heitir í myndinni, kynnist enskum liðsforingja í París, og verður liðsforingi þessi mjög ástfang- inn í Marlene án þess að vita hver hún er. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 (111111111111111111 m 11111111111111111111111) 111111111111111 ■ 11111111111111111 r I „Bláa kápanM lil Norðurlands 1 i Áki Jakobsson var 2. þ. m. kos- irín bæjarstjóri á Siglufirði til eins árs, frá 15. þ, m. að telja, með 5 atkvæðum. Alfons Jónsson fekk fjögur atkvæði. (FÚ.). Úr óperettunni „Bláa kápan“. dag hefst leikför Tónlistarfjelagsins með óperettuna „Bláa kápan“ til Norðurlands. Eru þátttakendur 36 að tölu og verður lag't af stað í bílum kl. 7 f. h. í dag. Ráðgert er að hafa 3—4 leiksýningar á Akureyri, 1 á Húsavík og ef til vill 1 á Blönduósi í bakaléiðinni. « Er ekki að efa að Norðlendingar miuni fagna komu flokksius. því fáir gleðileikir hafa notið jafn almennra vinsælcja hjer á landi sem óperetta þessi, og jafnframt er þetta í fyrsta sinn, sem Tónlistar- fjelagið ferðast með óperettusýningar síríar út á land, en bað hefir sem kunnugt er gerst brautryðjandi á því sviði leiklistarinnar hjer á landi. Leikstjóri flokksins er Haraldur Björnsson og fararstjóri Olaf- ur Þorgrímsson lögfræðingur, og mun hann sénda Morgunblaðmu frjettir af ferðalaginu. í dag fer leikflokkurinn til Blönduóss og gistir þar, en kemur væntanlega til Akureyrar um miðjan dag á morgun. Dietrich og Melvyn Douglas Skal hjer ekki rakið frekar efni myndarinnar, en það er mjög áhrifamikið. Leikstjóri þessarar myndar er hinn frægi þýski leikstjóri Ernst Lutsitsch. Tveir leikarar koma fram í þessari mynd, sem eru þess vel verðir að minst sje á þá, en það eru þeir Edward Eversett Horton og Ernest Cossart. Horton kannast flestir við frá „Horfin sjónarmið“, þar sem hann ljek jarðfræðinginn og Ernest Cossart leikur af mik- illi snild enskan yfirþjón. „Engill“ er mynd, sem flest- ir kvikmyndaunnendur munu hafa gaman af að sjá. NÝJA BÍÓ „Bohemelíf“ Tenorsöngvarinn Jan Kie- pura og kona hans Mar- tha Eggerth hafa veitt reyk- vískum kvikmyndahúsgestum margar ánægjustundir í skemti legum kvikmyndum. Nú er nýasta kvikmynd þeirra „Bohémelíf“ komin og verður sýnd í fyrsta skifti á hvítasunnunni í Nýja Bíó. Kvikmyndin segir frá*lífi fá- tækra listamanna í París og baráttu þeirra til að ná frægð — og gleði þeirra og sorgum. Eins og vænta má, er mik- ið um söng og hljómlist í kvik- myndinni og er mikið af hljóm- listinni úr Hinríi heimsfrægu óperu „La Bohéme“ og syngja þau Kiepura og Martha Egg- erts heil hlutverk úr óperunni. Meðal leikenda í þessari kvik mynd eru þrír þektir þýskir skopleikarar, þeir Paul Kemp, Theo Lingen og Oscar Sima. Eru þeir allir bráðskemtilegir að vanda, svo áhorfendur munu veltast um af hlátri að til- tækjum þeirra. Efni myndarinnar er eins og áður er sagt listamannalíf í París. Fjórir listamenn, söngv- ari (Jan Kiepura), tónskáld, stjörnufræðingur og listmálari. Lifa þeir við hinn mesta aum- ingjaskap og óttast ekkert meira en rukkarana, en glað- værð þeirra er ótæmandi. Þessi mynd er talin ein ál- besta söngmynd Jan’s Kiepura. Til Hallgrhnskirkju í Saurbæ frá E. Gnðmundss. 6 kr., G. J. 5 kr., N. N. 5 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.