Morgunblaðið - 01.07.1938, Síða 2

Morgunblaðið - 01.07.1938, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagnr 1. júK 1938. Hore Belisha, hermálaráSherra Breta Hergagnasend- ingar Þjóðverja til Kína Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Til viðbótar við þá kröfu (sem þýska stjórnin hefir þegfar orðið við) að kaila heim þýska hernaðarsjerfræðinga, er starfað hafa með Chiang Kai Shek í Kína, krefjast Japanar þess nú, að Þjóðverjar viður- kenni stjórnina í Peking, sem er vinveitt Japönum eða nokk- urskonar leppstjórn þeirra. Einnig krefjast Japanar þess, að Þjóðverjar hætti að selja ’Kínverjum hergögn. En Þjóðverjar hafa frá því að styrjöldin í Kína hófst, selt Chiang Kai Shek hergögn og hafa þau verið send bæði sjó- leiðina um Hong Kong og land- leiðina um Rússland. Þjóðverj- ar.hafa fengið allmiklan gjald- eyri í aðra hönd. Þjóðverjar virðast hafa lof- að> því að draga úr vopnasöl- unni, en vilja þó ekki alveg missa af gulli Chiang Kai Sheks. En Þjóðverjar hafa neitað að viðurkenna stjórnina í Peking. SKÓLASKIPS SAKNAÐ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Blöð í Gautaborg skýra frá því, að menn sjeu farnir að óttast um skóla- skipið „Admiral Karpfan- ger“, sem er eým Hapag- línunnar. Fimtí^æiærlingar eru um borð. Skipið fór fram hjá Kap Horn í mars síðastliðnum og var á leiðinni frá Suður- Ástralíu til Evrópu. Síðan hefir ekkert til þess spurst. Frá Rauða Krossi fslands. Nýr formaður er kosinn, Gunnlaugur Éínarsson, læknir, en varaformað ur, Sigurður Sigurðson, berkla- yfirlæknir, í stað þeirra dr. Gr. Claessen og próf. Guðm. Thorodd ’^en, er báðir sögðu af sjer 30. júní. (Tilk. frá R. Kr. ísl. — PB.) verður Schuschnigg látinn Hundruð manns larast I jarð- skjálftum og mesta ofveðri sem komið hefir f Japan f 60 ár • Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. örg hundruð manns hafa farist og hálf miljón orðið heimilislausir í ofsaveðri, sem geysað hef- ir í Japan undanfarna tvo daga. Ofan á fellibyl og skýfall hafa í dag bætst jarðskjálftar í Tokio og Yoko- hama. Mörg hundruð hús hafa hrunið. Annað eins óveður og geysaði í gær og í fyrradag hef- ir ekki komið í Japan í undanfarin sextíu ár. Rigningarnar hafa valdið óhemju vatnavöxtum, og liggja stór svæði undir vatni. Hrísekrur hafa e.yðilagst og samgöngur stöðvast. Tokio er að heita má einangruð. Hundrað og fimtíu þúsund hús, sem liggja lágt, í To- kio, eru undir vatni. Á e,inum stað hafa sextíu lík verið grafjn undan húsi, sem hrunið hafði til grunna. Á öðrum stað hefir jarðhrun orðið 40 mönnum að bana. Jarðhrun hafa orðið á 107 stöðum. Tjón á mannvirkjum er metið á mörg hundruð miljón- ir króna. „sæta ábyrgö gerða^inna“ Ljet taka 13 manns af líftí ólöglega — segir sendimaður Hitlers. London í gær. FÚ. iirckel sendimaður Hitlers í Austurríki sagði við hlaðamenn í dag, að ekki væri nema sanngjarnt að dr. Schusch- nigg fyrverandi kanslari yrði kallaður fyrir rjett og látinn sæta áhyrgð gerða sinna. Hann sagði að dr. Schuschnigg væri 1 Vín- arborg. i ' « Það væri ekki á sínu valdi að skipa málshöfðun gegn Schuschnigg, en í stjórnartíð hans hefði Schuschnigg látið taka ólöglega af lífi 13 menn fyrir pólitískar sakir og myndu 30 aðr- ir menn hafa verið teknir af lífi á sama hátt, ef almenningsáljt- ið hefði ekki komið í veg fyrir það. IL Breski þingmaðurinn verður ekki kallaður fvrir.herrjett London í gær. FÚ. . ... £4. . . .»•*.. trm !' Nefndin, sem í gær var skip- uð i neðri málstofu breska þingsins, til þess að atktiga hvort gengið hefði verið 1%,, rjett þingsins og Mr. Sandys sem þingmanns, með því að skipa honum að mæta í rann sóknarrjetti í einkennisbún- ingi sínum sem liðsforjngi í breska hemum, hefir þegar skilað áliti sínu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að herstjórnin hefði ekki haft neina heimild til þess að kveðja Mr. Sandys á þennan hátt fyrir herrjett. Engin lagafyrirmæli eru þó, sem ná til mála sem þessa. Mr. Chamberlain, forsætis- ráðherra, sem tilkynti niður- stöðu nefndarinnar, skýrði frá því um leið, að það eina, sem nefndin hefði haft við að styðjast, væri úrskurður frá árinu 1641, þar sem tek- ið er fram, að þingmenn megi ekki nota sjerrjettindi sín á þann hátt, að það geti orðið til tjóns fyrir ríkið. Hore Belisha, hermálaráðherra, sagði að í brjefi því, sem honum barst frá Mr. San- dys, hefði verið nákvæmlega skýrt frá því, hvar koma skyldi fyrir landvarnarbyss- um, hve margar þær skyldu vera, og hvaðan þær skyldu fengnar. Brjefið hefði borið með sjer, að þingmaðurinn hefði fengið vitneskju um at- riði, sem hvergi er að finna nema í leynilegum skjölum herforingjaráðsins, sem merkt eru „leynileg“ og eiga að vera undir lás. Brjefið hefði ennfremur borið með sjer, að þingmanninum var kunnugt um breytingar, sem gerðar hefðu verið á hjn um upphaflegu ráðstöfunum um tölu og gerð á landvarn- arbyssunum. Mr. Sandys hefði beðið sig að tilkynna sjer skriflega, hvort þéssar tölur væru rjettar. Hermálaráðherrann kvaðst hafa farið með þetta brjef til forsætisráðherrans og for sætisráðherrann boðið hon- um að leggja það fyrir dóms málaráðherrann með fyrir- mælum um, að rannsaka á hvern hátt uppljóstrunin um þetta atriði hefði átt sjer stað. Attlee hóf umræður út af úr- skurði nefndarinnar, og Sir Archibald Sinclair, leiðtogi frjálslynda flokksins, talaði á eftir honum. Þeir Iögðu báðir áherslu á það, að það væri óþolandi að þingmenn hefðu ekki fullan rjett til þess að gagnrýna ekki ein- ungis gerðir stjórnarinnar, heldur og herforingjaráðs- ins. Þingið hefði æðsta valdið. Winston Churchill, sem er tengdafaðir Mr. Sandys, sagðist hafa verið innanrík- isráðherra, þegar lögin um leyndarmál hins opinbera voru samin. Tilgangurinn með þeim hefði eingöngu verið sá, að vernda landvarn irnar, en ekki sá að skýla þeirri stjórn, sem vanrækti þær. Þeir, sem vissu hvernig háttað væri um landvarnir Breta, hlytu að hafa áhyggj- ur af ástandinu og stjórnin þyrfti ekki að halda, að er- lendum ríkjum væri ekki ennþá kunnugra um það en Bretum sjájfum. Búrckel ræddi við blaðamenn um ástandið í Austurríki yfir- leitt. Hann sagði meðal annars, að alls hefðu verið teknir fastir 3700 pólitískir fangar og væru um helmingur þeirra Gyðingar. Hann sagði að innan skams mundi verða gefin út lög, varð- andi Gyðinga, og að þeir yrðu epgum ólögum beittir, enda hefði verið farið að öllu lög- lega gagnvart Gyðingum í Aust urríki fram til þessa. Þýskar Junker- flugvjelar áSpáni London í gær. FÚ. Ifrjett frá spönsku stjórn- jnni er skýrt frá því, að 6 Junker-flugvjelar hafi í dag varpað sprengjum í grend við Tarragona og hafi allmargir menn særst. 10 Junker-flugvjel- ar segir stjórnin að hafi gert árás á Badalona, skamt fyrir utan Barcelona, og 36 manns farist, en 75 særst. Loks ,er sagt, að Denia hafi orðið fyrir loftárás í morgun, en ekkert manntjón orðið þar. Sagt er að 6 Junker-flugvjelar hafi tekið þátt í þeirri loftárás. HEFIR HÚN HERNAÐARLEGA ÞÝÐINGU? Spánska stjórnin hefir sent breska utanríkismálaráðuneyt- inu tilmæli um að óháð nefnd verði send til Blanes á Spáni, til þess að rannsaka hvort þar sjeu nokkur mannvirki, sem hafi hernaðarlega þýðingu. Blanes varð fyrir loftárás snemma í morgun og biðu 9 manns bana, en 34 særðust. Blanes er smábær á austur- strönd Spánar, um 50 km. fyrir norðan Barcelona. „Lyra“ fór í gær kl. 7 áleiðis I til Bergen. —Djoflaeyjan— ekki lengur fangaey London 30. júní. FÚ. ranska stjórnin gaf í dag út tjlskipun um það, að leggja skuii niður franskai" fanganýlendur í Guiana í Suður-Anierík«. Frægust þessara nýlendna er Djöfla- ey- . Verða engir fangar flutt- ir til þessara nýlendna hér eftir, en þeir, sem þegar erú komnir þangað, verða látn- ir vera þar út hegningae- tíma sinn. í greinargerð fyrir þéss- ari ráðstöfun segir, að dvöl- in í fangabúðunum hafi eng in betrandi áhrif á fangana og hjálpi þeim ekki á neinn hátt, til þess að verða nýtir menn að fangavistinni lok- inni. Auk þess bíði Frakkar eingöngu álitshnekki við það, að eina nýlendan jæirra í Suður-Ameríku skuli vera notuð sem fanganýlenda. Síldaiflotinn liggur aðgeröarlaus Engin síld hefir borist á land síðustu daga, enda ekkert veiðiveður. Flotinn ligg- ur allur við land á dreifðu svæði frá Aðalvík að vestan til Langaness að austan, símar frjettaritari vor á Siglufirði. I fyrradag fóru mörg skip út, en komu aftur samdægurs, þar sem ekkert var hægt að að- hafast og engin síld sást. — Skipin hreyfðu sig ekki í gær. Kuldi er afarmikill nyrðra og á næturnar snjóar í fjöll og niður í bygð. Allar verksmiðjur hafa nú stöðvast, þar sem ekkert er til að vinna úr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.