Morgunblaðið - 19.07.1938, Page 8

Morgunblaðið - 19.07.1938, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. júlí 1938. að vakti mikið umtal í vetur, að presti einum, Philipsen að nafni, í Gram á Suður-Jótlandi var stolið. Hálfsturlaður tugthús- limur fekk einfalda menn sjer til aðstoðar til þess að narra prestinn ofan í stóran kassa. Og síðan óku þeir með kassan út í skóg. En prestur slapp brátt úr prísund- inni — og ómeiddur. Nú þótti það saga til næsta bæj- ar hjer á dögunum, er sama presti var „stolið“ aftur, eða svo var það kallað. Mæðgur tvær, sem eru nágrann- ar hans, höfðu haft við hann makaskifti á akurspildum. En þegar því máli var lokið voru þær óánægðar með þau viðskifti og fanst að prestur liefði gabbað sig. Báru þær þungan hug til prests, og fóru ekki dult með. En þó var það einn góðan veð urdag, að dóttirin kom heim á prestsetrið og bað prest að koma heim til móður sinnar, sem lægi fyrir dauðanum. Og prestur brá skjótt við- En þegar þangað kom var gamla konan hin hressasta. Lokuðu þær prest inni, og ljetu skammirnar dynja yfir hann. Slapp hann úr klóm þeirra með því að klifra út um glugga. ★ Við síðustu áramót voru, að því er hagskýrslur sýna, 87 miljónir utvarpstækja í heiminum. ★ í New York er kauphöll ein sem verslar með hugmyndir fyrir skáld og kvikmyndamenn, og not- hæfa „brandara“. Sagt er að fyrir meðal birtingarhæfa fyndni sjeu greiddir þar 2 dollarar. ★ Samanlögð lengd járnbrauta í heiminum er talin vera 1.220.000 kílómetrar. í Ameríku eru menn farnir að setja sjálflýsandi efni á bílaj svo þeir sjáist betur í myrkri. ★ í Indlandi vildi eftirfarandi sorglegi atburður til nýlega. Kennari einn í sveitaskóla hafði lokað 7 ára gamlan dreng inni í kjallaraherbergi, vegna þess að hann hafði sýnt einhverja óþekt í skólanum. En er kenslunni var lokið gleymdi kennarinn að líta eftir drengnum, svo ekkert var um hann hirt fvrri en dagur leið að kvöldi og foreldrar hans komu til að svipast eftir honum. Er kjallaraherbergið var opnað var þar ófrýnilegt um að litast. Inn í lierbergið hafði stór slanga skriðið — og hún hafði gleypt drenginn. Slangan var skotin sam- stundis og rist á kviðinn. Það bætti ekki um hörmungar foreldranna er það kom í Ijós, að lítilsháttar lífsmark fanst með drengnum, er hann var tekinn út úr slöngunni. ★ Amerísk tískublöð ræða mikið um nýja uppfinningu, en það er mismunandi litur sígarettureykur. Segja tískublöðin að menn ættu eingöngu að reykja sígarettur með sama reyklit og fötin sem þeir ganga í! ★ Bandaríkjamaður einn, Mr. Health að nafni, er ákafur fylg- ismaður danslistarinnar. Hann heldur því fram, að ef allir menn kynnii að dansa, myndi verða eilífur friður í heiminum. ★ MÁLSHÁTTUR: Nýtt fat kann að auka fríðleik- ann. Vil kaupa möítul. Bókhlöðu- stíg 11. Sími 3855. Ikiblúsur, fallegt Úrval. — Versl. Kristínar Sigurðardóttur. Stærsta úrval af nýtísku silkiundirfatnaði kvenna, ung- linga og barna. Vönduð sett frá kr. 9.85. Versl. Kristínar Sig- urðardóttur. Sumarkjólaefni, Sumarkápu- efni, Dragtaefni og Svakker- efni. Nýjasta tíska. Einnig sloppaefni og silkikjólaefni ný- komin. Versl. Kristínar Sigurð- ardóttur. Fallegt úrval af sumarkápum og sumarfrökkum. kvenna. Á- gætt snið. Tískulitir — lágt verð. Versl. Kristínar Sigurðar- dóttur. Nýtísku Golftreyjur og prjónapeysur kvenna., mikið úr- val. Telpna- og drengjapeysui', háleistar, ullarsokkar á drengi, silkisokkar — afar lágt verð. Versl. Kristínar Sigurðardóttur. Slifsisborðar í miklu úrvali, nýkomnir. Versl ,,Dyngja“. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar, hjá Poulsen, Klapparstíg 29. I sumarfríið og sólskinið fáið þjer ódýra, hvíta og mislita kjóla hjá Guðrúnu Arngríms- dóttur, Bankastræti 11. Sími 2725. Flugnaslör fást í Hatta & Skermabúðinni, Austurstræti 8. Fullvissið yður um að það sje „FREIA“ fiskfars, sem þjer kaupið. Úrval af þýskum sumarkjóla- efnum nýkomið. Saumið sumar- kjólinn sjálfar. Kaupið í kjólinn hjá okkur og þjer fáið hann snið inn, mátaðan eða alveg saum- an, með stuttum fyrirvara. Alt- af fyrirliggjandi tilbúnar blús- ur og kjólar. Saumastofan Upp- sölum, Aðalstræti 18. Sumarkjólaefni. Frotti- og strigaefni, ódýr. Morgunkjóla- efni, Köflótt ullartau í kjóla og Svaggera. Flauel, svört og mis- lit. Pilsaefni. Peysufataklæði. Peysufatasatinið viðurkenda. Mjög fallegar slæður. Hárnet, sterk og góð. Slifsi og silki- svuntuefni margar tegundir. ís- garnssokkar. Silkisokkar, fleiri gerðir og margt margt fleira. Verslun Guðrúnar Þórðardótt- ur, Vesturgötu 28. Sími 1670. Nýkomin sumarefni, röndótt, rósótt, einlit. Fóðurefni í mörg- um litum. Millifóðurstrigi. Vatt. Silkitvinni. Smellur o. fl. Sauma- stofa Ólínu og Bjargar, Ingólfs- stræti 5. Sími 3196. Wtm wm. — F iðurhreinsun. — Við gufu- hreinsum fiðrið úr sængurfötum yðar samdæg- urs. — Fiður- hreinsun íslands Sími 4520. Kunststopning — Invisible mending. Ofin saman slysagöt á allskonar fatnaði. R. Stein- dórs'. Ránargötu 21. Bikum þök. Vanir menn. (Benedikt) Sími 4965. Otto B. Arnar, löggiltur út varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsefning og vi6 gerðir á útvarpstækjum og loft netum. I. O. G. T. St. Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra fjelaga. 2. Sveinn Jónsson flyt- ur erindi. 3. Frásögn af Þykkva. bæjarför (S. G.) o. fl. Friggbónið fína, er bæjarinfc be3ta bón. Lítið rólegt forstofuhe - bergi óskast 1. ágúst. Tilboð: auðkent „20“ sendist Morgun- blaðinu. Herbergi með húsgögnum,. helst í Vesturbænum, óskast fyrir þýskan stúdent, frá 1. sept. Uppl. í síma 1318. M.aður, sem hefir áreiðanlega vinnu, óskar að fá tvær stofur og eldhús 1. sept. Uppl. í síma. 3585, kl. 5—7 í kvöld. Hvort heldur er um „Ka- rikatur“-teikningar Stróbls* að ræða eða aðrar m.yndir, ^eta allir verið sammála um að innrömmunin er best ogr ódýrust hjá GUÐM. ÁSBJÖRNSSYNI, LauKaveg 1. EGGERT CLAESSEN hœstar j e ttar mál afl utningsmaCnr, Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangur um austnrdyr). EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? MARGARETPEDLER: DANSMÆRIN WIELITZSKÁ 2. * leggir hennar lokuðust utan um hinn litla líkama, með eigingjörnu og afbrýðissömu látbragði. En það var engin blíða í hreyfingum hennar. Með óþæginda- kend datt honum í hug, að hún væri eins og ránfugl með bráð sína. Hann sneri sjer þögull og hljóður út að gluggan- um aftur og var svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að hann heyrði ekki, þegar hurðin lokaðist á eftir Katrínu. Hvað hafði hún sagt? „Guð hefir tekið refsinguna í sínar hendur“. Hugh skildi vel, hvað hún meinti. Hann hafði orðið aðal-erfingi við dauða eldri bróður síns. En hann átti engan yngri bróður, sem gat tekið við af honum. Ef honum fæddist ekki sonur, myndi titill og óðalssetur ættarinnar falla í blut frænda hans, Ruperts Vallm- court, sem var viðfeldinn ungur maður, en sneiddur allri siðferðistilfinningu. En um það voru þau bæði, Hugh og Katrín, inni- lcga sammála, að Rupert væri síðastur allra verðugur þess að vera höfuð ættarinnar. Og því höfðu þau beðið eftir því með brennandi eftirvæntingu, að sonur og erfingi fæddist. Hugh var gersamlega yfirbugaður af þessu óvænta áfalli. Til þessa hafði hann mætt fyrirlitningu systur sinnar á ráðahag hans, með uppgerðar kæruleysi; fund- ið huggun í ástaratlotum Díönu og blíðu. En nú var alt í einu eins og blæju væri lyft frá augum hans, og hann sá hjónaband sitt frá, sama sjón- armiði og Katrín. Hann fyltist gremju í garð konu sinnar. Hann var maður veiklundaður og reyndi því að finna einhvern, er hann gæti kent um, að liann hefði brugðist skyldu sinni sem Vallincourt. Og hann leitaði ekki til emskis. Hann fann Díönu, yndislega, fín- gerða veru, með rjóðar varir og hlíðleg, lokkandi augu. Hurðin inn í herbergi hans opnaðist aftur Hann sneri sjer við, gremjulegur á svip „Hvað er nú?“, spurði hann stuttur í spuna. f dyragættinni stóð hvítklædd hjúkrunarkona Hún leit á hamí rannsakandi augnaráði, þegar hún heyrði hinn hörkulega málróm. Sjálfsagt hefði hún verið meira hissa, ef hún hefði ekki fyrir skammri stundu staðið við sjúkrabeð hinnar ungu móður og heyrt sárs- aukafult óráðshjal liennar: „Jeg veit það vel. Þú óskar stundmn, að þú hefðir aldrei átt mig. Jeg er ekki nógu góð fyrir þig. Og Katrín hatar mig. Víst gerir hún það, hún vill spilla á milli okkar. En þú getur ekki hatað mig, þegar þú sjerð barnið mitt, Hugh? Barnið þitt — þinn eiginn son---------“ „Ungu frúna fengar til þess að sjá yður. Eiginlega þyrfti hún að hvíla sig, en hún er í of mikilli geðs- hræringu til þess. Hún hefir verið að búast við yður“. Það var greinileg ásökun í síðustu orðunum og Hugh varð þungbúinn á svip. „Jeg skal koma", svaraði hann jafn stuttur í spuna og áður og gekk á eftir henni upp stigann og inn í sjúkraherbergið. Hjúkrunarkonan dró gluggatjaldið ofurlítið til hliðar, svo að lítill sólargeisli gægðist inn og lenti á koddanum hjá Díönu, þar sem hún lá, lítil og grönn, undir snjóhvítri silkidýnunni. Hún lyfti höfðinu frá koddanum með eftirvæntingarfullu lát- bragði. „Hugh!“, eins og lágt vein kom nafn hans frá vör- um hennar. Hugh horfði á hana. Aldrei hafði hún verið fegurri. Svipur hennar var alvörugefinn, hreinn og göfugur eins og á Madonnu-andlifi. Hún rjetti fi’am höndina, og ástúðlegt bros ljek um, varir hennar. „Hugh — mon adoré!“ Á sama augabragði vaknaði ást hans á ný. Hami sett1- ist á rúmstokkinn Iijá henni og tók hana í faðm sinn. Með innilega ánægjulegu andvárpi hjúfraði hún sig lípp að honum og lagði höfuðið að brjósti hans. Rjett í þessu heyrðist veikt hljóð úr horninu við arinneldinn. Hugh hrökk við og leit af konu sinni á Virginíu gömlu, sem sat með barnið í fanginu og raul- aði vögguvísu frá Bretagne. í sömu svipan mundi hann alt. Díana, sem fann, að faðmlag hans slappaðist, leitr upp, kvíðafull og hrædd. Ilún horfði á hann rannsakr andi augnaráði, og þá skildi hún----------- ; „Hugh“! Blíðan var horfin úr rödd hennar; nú var- hún þur og hljómlaus. „Hugh! Getur það verið, að þú sjert reiður, af því það varð telpa?“ „Nei“, svaraði hann. „Jeg er ekki reiður yfir því.. „Jeg tek það sem rjettláta refsingu“. „Refsinguf', endurtók hún undrandi. „Já,. fyrir giftingu mína — giftingu okkar“. „Við bvað áttuf“, stamaði hún. Óttinn speglaðist í augum liennar, og hún greip dauðalialdi í handlegg Hughs. „Þjer er ekki alvara, Ilugh ! Þú, sem hefir altaf sagt, að Katrín væri hálf brjáluð, að kálla hjóna- ‘i’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.