Alþýðublaðið - 10.06.1958, Blaðsíða 4
4
Alþýðublaðið
Þriðjudaginn 10. júní 1958<
''SiMS
BLESSAÐ REGNIÐ. Þetía er
jgott fyrir jörðina. — Þessar setn
ingar voru á hvers manns vörum
á sunnudaginn. Og það var eins
og trén og garðarnir, ja, jafnvel
njálfar gráar göturnar, staðfestu
Jíetta með brosi framan i veg-
farendur. Jörðin var þyrst og
bún svalg drjúgum. Þetta er okk
ur gleði. En livað þá um bænd-
esrna, sem undanfarið hafa litið
yfir engi sín með kvíða, því að
)þau hafa verið gulhvít á að lita
eftir kuldana og þurrkana?
MAÐUR, sem kom austan yiir
■fjall í gær, sagði mér, ao það
var eins og hann hefði getað
séö grasið grænka, eins og litur-
->nn hefði breytzt í éinni svipan
— og á mánudag var grænt yfir
-að líta. — Nú þurfum við að fá
hlýindi um sinn og regnskúrir
við og við, en ekki of mikið, því
að þá förum við aftur að þrá sól-
jskin og blíðu.
DRYKKJUSKAPUR manna á
íþróttavellinum fer í vöxt. —
Þrisvar í sumar hef ég fariö til
að sjá knattspyrnukappleiki og
Ræðir þar fiskveiðitak-
mörkin viS H. C, Hansen
Blessað regnið.
Við sáum grasið grænka.
Drykkjuskapur á íþrótta-
vellinum.
12 og 14 hæða hús.
Enn vaxandi bygginga-
framkvæmdir.
í öll skiptin hefur ölvun verið
áberandi mikil. Ég man varla
eftir því fyrir nokkrum árum,
að menn sæjust ölvaðir á íþrótta
vellinum, enda skil ég ekki til
hvers menn eru að koma þangaö
undir áhrifum áfengis. Þaö þarf
að fjarlægja þá menn með
skömm, sem þarna eru að flækj-
ast ölvaðir.
ÉG HEF séð, að lögregluþjón-
ar gera það, en yfirleitt eiga
gestir á íþróttavellinum sjálfir
að stugga við þessum ölóða lýð,
því að köll hans eru oft ógeðs-
leg, slangur hans veldur ónæði
— og svo eiga drukknir menn
sízt heima á íþróttaleikvöngum.
En ef til vill er það einn vottur-
inn um vaxandi drykkjuskap
okkar íslendinga og lamað sið-
ferðisþrek, að menn skuli láta
sjá sig ölvaða á leikvöngum.
EKKERT virðist draga úr
byggingaframkvæmdum, —• Á
sunnudag fór ég um Hálogalands
hverfið. Þar' hafði risið upp á
fáum dögum átta hæða stórbygg
ing og enn hærra átti hún að
fara, ég held upp í tolf hæðir.
Þarna var unnið af miklu kappi,
dynjandi músík kvað við út úr
gímaldinu og ungir, starfandi
menn sungu undir við raust. —
Þetta sýndi starfsgleði og írarn-
tak, enda heitir fyrirtækið, sem
er að byggja húsið Framtak.
ÞÁ ER SAGT að prentarar
séu að hefja byggingu fjórtán
hæða húss þarna skammt frá. —
Það verður hæsta byggingin í
Reykjavík og vonandi gengur
hún ekki síður en aðrar bygging-
ar, sem þeir hafa reist eða látið
reisa. Þegar ég stóð þarna upp
á hæðinni fór ég að hugsa um
það, hvort þessar miklu bygg-
ingar væru heppilega staöséttar.
Mér finnst að þær standi of hátt.
Hefði ekki verið betra að stað-
setja þær í lægðinni við Suður-
landsbraut? Þegar fjórtán ha;ða
bygging er risin þarna uppi gnæf
ir hún við himin og hætt við
að þar verði nokkuð áveðurs,
eins og gamall maður, sem þarna
var að vinna sagði við mig.
EN HVAÐ VIL ÉG vera að
sletta mér fram í þetta. Við skul
um treysta því að sérfræðingar
bæjarins hafi meira vit á þessu
heldur en við leikmenn í þeim.
fræðum.
Hannes á horninu.
Nauitngiryppki,
sein auelýst var í S5.s 86. og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins
1957, á húséigninni Norðurhlíð við Sundlaugaveg, hér
í bænum, eign Ásthildar Jósefsdóttur, fer fram eftir
kröfu Guðjóns Steingrímssonar lidl., Sigurgeirs Sigur-
jónssonar hrl., Guðmundar Péturssonar hdl., og bæjar-
gjaldkerans í Reykjavík, á eigninni sjálfri föstudaginn
13. júní 1958 kl. 3,30 síðdegis.
BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK.
sem auglýst var í 82., 84. og 86. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1957, á húseigninni Snælandi í Blesugróf, hér í
bænum, talin eign Hreiðars Jónssonar, fer fram eftir
kröfu tollstjórans í Reykjavík, bæjargjaklkerans í
Reykjavík og Hafþórs Guðm.undssonar hdl. á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 12. júní 1958, kl. 3,30 síðd.
BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK.
s
«©ÁMAN
S
S
s
S
s
\
\
S
N
V
S
\
'\
\
i
\
i
s
\
i
\
\
\
\
\
\
i
s
i
\
\
s
\
s
,-,ÞEIR FISKA, SF.M
RÓA“,
Við og við voru á ferðinni
menn, sem líklega myndu nú
á dögum vera taldir með lista
mönnum, sérstaklega ef þeir
væru útlendir. Þeir sógðu sög
ur, skemmtu með kveöskap,
en beztir þóttu þeir, er
skemmt gátu með eftirherm
um, sérstaklega ef þeir
hermdu vel eftir prestura, —•
hreppstjórum eða öðrum
heldri mönnum. SUkir menn
voru allsstaðar hinir mestu
aufúsugestir og 1 hávegum
hafðir. — Einn inaður hafði
nokkurn veginn fasta áætlun
á hverju ári, meðan hans
naut við. Hann hét Runólfur,
venjUlega nefndur Bréfa
Runki; hann flutti bréf og
smásendingar manna á milli,
og var mörgum kærkominn
gestur. Hann fluttí iréttir um
aflabrögð o. fl. með.sjávar-
síðunni; en hann gat stund-
um verið skemmtilega ónota
legur í tilsvörum. — Einu
sinni kom hann sunnan með
sjó sem oftar, og bar þá svo
við, að allir voru í landi, í
góðu veðri, því að brim ham
laði róðrum. Þegar tii hans
sást koma eins og leið liggur
úr Selvogi, berandi stóran
poka eir.s og vant var, þyrpt-
ist að honum fjöldi manna,
sem voru bráðlátir eftir bréf
um og fréttum, og hver spurn
ingin rak aðra. — Hvað er að
frétta? Er að fiskast suður
með? og margar aðrar spurn-
ingar, og varð utan um hann
þröng nokkur. Þá sagði Runki
nieð mestu hægð. en út úr
honum skein þó meiiifýsin: —*
„Þeir fiska, sem róa'‘, og var
þetta svar oft haft aci orðiaki
síðar. En það skildu menn
vel, að hann sag'ði þetta í
þeim tilgangi að sneypa menn
fyrir að vera 1 landi í blíðu-
veðri. Varð út af þessu og
fleiru, er hann sagði, hin
mesta kátína, og karlinum
veittur beini, þyrstum og veg
móðum.
Á hverri vertíð komu nokkr
ir menn, er „gengu með skip
um“, sem kallað var: voru
hvergi skipráðnir, en fengu að
róa við og við, til viðbótar
skipshöfnum. Voru meðal
þeirra bændur úr nágrenni,
sem ekki áttu heimangengt
alla vertíðina, og svo einnig
nokkrir gamlir menn, sem. áð-
ur hcifðu verið góðir liðsmenn
og róið í veiðistöðinni; þótti
það vera sjálfsögð skylda, að
lofa þeim að róa við og við
þó þeir væru orðnir þrotnir
að kröftum. Höfðu þeir oft frá
mörgu að segja, er mönnum
þótti fróðlegt og gp.nian að
heyra, því sumir þeirra voru
minnugir og fróðir um fiski-
mi.ð og fiskigöngur; mundú
eftir mör.gum mönnum og at-
burðum frá eldri tíma. Og síð
ast en ekki sízt, voru þeir
mörgum hugþekkit’, sem
höfðu verið eftirtökusamir á
vngri árum, og veit'c athygli
ýmsum veðurmerkjum j'<ví að
þau fræði, sem menn gátu
byggt veðurspár á, voru kær
komin. Þó að þau væru ekki
vísindaleg, voru þau oft at-
hyglisverð eigi að siður.
(Þorlákshöfn. — Sig.
Þorsteinsson).
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
>
s
s
s
s
s
s
er í fullom gangi á Laugavegi 63
og Vitatorgi.
Hvað vantar y©ur í garðinn?
Rósir; begóníur, anemónur,
höfuðklukkur, riddaraspori,
prímúlur, sporasóley, bog-
enía, malvas rúbínur, jarð-
arberjablómið, kornblóm,
valmúa, vanikúlus, eyrar-
rós, gullhnappar, margar
tegundir af steinhæðaplönt-
um, bóndarós, útlagi, burni-
irót, jarðarberjap^.öntur,
stórar.
Sumarblóm:
Apablcm, atísur, bellisar,
stjúpur vorsáðar), gullin-
lakk nemensía, georgínur,
petoníux, nellikkur, miðdags
blóimið, plusanteum, ljóns-
munnur, kebet, blómkál,
hvítkál og margt fleira.
Athugið að þetta fæst allt á
Laugavegi 63 og Vitaíorgi
Klippið auglýsinguna út og geymið
Sfaia bókara
við embætti mitt er laus til umsóknar. Umsóknir, er
greini menntun og fyrri stcrf, sendist skrifstofu minni
á Reykjavíkurflugvelli fyrir 1. júlí næstk. Lau-n sam-
kvæmt launalögum.
Reykjavík, 9. júní 1958.
flugmálastjórinn,
Agnar Kofoed-Hansen.