Morgunblaðið - 26.07.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.07.1938, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur ,26. júlí 1931. M 0 R G UNBLAÐIÐ Heimsókn krónprinshjdnanna. nAXH. AP ÞW3B3TJ SBSU. teygja tindana npp í himinblám- hnn. Þannig er ísland, landið, sem þið munuð kynnast nánar næstu daga. Þjóðin sjálf, sem þið einnig munuð kynnast, hefir tekið svip- mót af landinu og náttúru þess. Þjóðin öll vill taka vel á móti yður, konunglegu gestir, og við færum fram þá ósk, að íslensk náttúra megi einnig opna yður faðminn í sinni sólbjötu suánar- dýrð. Yið vitum að ferð yðar hingað til landsins eykur kynni yðar af landi og þjóð og við vonum að þau kynni megi styrkja bræðra- böndin milli frændþjóðanna. Jeg bið yður, góðir gestir, að rísa úr sætum yðar og drekka skál íslensku krónprinshjónanna, um leið og vjer þökkum þeim komuna hingað, færum vjer fram þá ósk, að ferðin megi verða hin ánægjulegasta. Friðrik ríkiserfingi þakkaði með nokkrum orðum og flutti alúðarkveðju frá foreldrum sín- um, konunginum og drotning- unni. Var síðan hrópað ferfalt húrra fyrir þeim. Fönn að Geysi og Gullfossi. Stórkostlegt Geysisgos. f gærmorgrun var dumbungs- veður fyrst og leit ekki vel út. Laust fyrir klukkan 8 fóru hin- ir tignu gestir í Hótel Borg að klæða sig og skömmu síðar komu þangað bílarnir, sem áttu að fara með ferðafólkið austur að Gullfossi og Geysi. Klukkan 9 var lagt á stað og óku krónprinshjónin í farar- broddi í spánnýjum bíl, sem lög reglan á, og hefir merkið RE 1. Bifreiðarstjórinn var Viggo Ey- ólfsson, sem var bifreiðarstjóri konungshjónanna þegar þau voru hjer á ferð. Hinar bifreið- arnar komu svo í halarófu á eftir. Þegar komið var á Kamba var veður farið að birta og út- sýn þaðan sæmileg til Eyja- fjallajökuls og yfir láglendið, en Vestmannaeyjar sáust ó- glögt. Þó þótti fólkinu mikið til útsýnisins koma og dáðist mest að hinum fjölskrúðugu lit- brigðum í fjöllunum. Komið var við hjá Kerinu í Grímsnesi sem allra snöggvast, en síðan haldið beina leið tii Geysis og komið þangað á há- degi. Þar stóð á borðum fr.-.m- reiddur matur, og settust 60 manns að borðum. Var nú mik- ið um það talað hvort Geysir mundi fást til þess að gjósa, og voru flestir vongóðir, og við- búnir að hlaupa upp frá borðum hvenær sem hann færi að hreyfa sig. En enginn þurfti að gera sjer það ómak, því að Geysir bærði ekki neitt á sjer. Var vatnið í skálinni alveg rólegt, og eimdi ósköp sakleysislega upp af því. Þó hafði Geysir vei*- ið mataður um morguninn á 200 kg. af sólskinssápu, eða meira. Sumir sögðu jafnvel að honum hefði verið gefið benzín að drekka til þess að fjörga hann. Þegar fólk hafði snætt, var gengið upp að Geysi og beðið þar lengi. Sýndist sitt hvorum, sumir sögðu að hann mundi gjósa einhverntíma dagsins, aðrir sögðu að hann mundi alls ekki gjósa. Leið nú óðum á tímann, sem ákveðið var að eyða þarna og fóru menn að gerast órólegir. En þegar klukk- una vantaði 20 mínútur í þrjú* spýtti Geysir alt í einu úr sjer dálítilli stroku. Mun það gos hafa verið 15—20 metra hátt. Síðan kom hvert smágosið á fætur öðru, skvettur og læti og undirgangur, og gekk svo langpj hríð. Freyðandi sápulöður vall út af börmunum í stórfossuní; Alt í einu hættu lætin, og alt vatnið sogaðist úr skálinni nið- ur í hverinn. Var nú enn biðí© nokkra hríð. Þá heyrast dynkir og dunur og upp úr hvernum þeytist ógnarstrókur með ógur- legum krafti. Var það með tígu- legustu Geysisgosum, serci sjest hafa. Krónprinshjónin stóðu einna fremst af áhorfendum, sem skiftu mörgum hundruðum, og urðu þau orðlaus af undr- un. En aðrir hrópuðu og klcppí uðu Geysi lof í lófa, og þá brosti Ingiríður prinsessa < og klappaði líka. Er nú ekki að fjölyrða um það, nema að þarna komu þrjú stór gos, hvert á eftir öðru með stuttu millibili. En á eftir var eins og Geysir ræskti sig og skirpti á báðd-'1 bóga af tómri vonsku. Og seinast klykti hann út með gufugosi. Var það allra kunnugra manna mál, sem þarna voru, að aldrei hefði þeir sjeð önnur eins gos. En ókunn- ugir áttu engin orð til að lýsa undrun sinni og aðdáun. Sögðu sumir ferðalangar, sem þarna voru, að það margborgaði ferða- kostnaðinn til íslands að fá að sjá aðra eins sjón. Frá Geysi var nú haldið að Gullfossi. Þótti Ingiríði prins- essu stórmikið til hans koma, og hann vera ægifríður. Gekk hún með manni sínum eftir tæp- ustu sillum og út á ystu snasir til þess að sjá fossinn sem best. Eftir það var drukkið kaffi í veitingaskálanum og síðan hald- ið rakleitt að Ljósafossi. Fór að rigna ofurlítið þégár 'éöm niður með Tungufljóti, og var rigning öðru hvoru það sem eft- ir var dagsins. Varð því frem- ur stutt viðdvöl hjá Ljósafossi, en krónprinshjónin gengu út á stífluna og horfðu um stúnd á, vatnið þar sem það leysist úr læðingi og brýst fram í fossa- föllum. Veisla í Þrastalimdi. Frá Ljósafossi var farið að Þrastalundi. Þar hafði bæjar- stjórn Reykjavíkur búið gestun- um veislu. Forseti bæjarstjórnar, Guðmund ur Ásbjörnsson bauð krónprins- hjónin og aðra gesti velkomna. Hann minti á, að konungur hefði fyrir tveim árum lagt horn- steininn að orkuverinu við Ljósa- foss, sem gestirnir hefðu nú skoð- að. En þetta væri mesta mann- virkið, sem nokkurn tíma hefði verið reist hjer á landi. Kvað hann orkuverið við Ljósafoss vel mega skoðast sem táknmynd þeirr ar góðu kynningar, sem við Is- lendingar hefðu haft af forfeðr- um krónprinshjónanna. Á tíð lang afa þeirra hefðum við fengið stjórnarskrána. En á stjórnartíð núverandi konungs okkar hefðum við öðlast viðurkenningu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Þess- ar stjórnarfarslegu umbætur hefðu svo aftur verið undirstaða þeirr- ar framtakssemi, sem framfarir síðustu áratuga ættu rót sína að rekja til. „Það er ekki að undra, að vjer fögnum komu yðar konunglegu tigna og óskum þess af einlægum hug, að ísland megi bröSa við yð- ur þá stuttu stund, er dvol yðar varir hjer“. Að endingu bað hann krónprins hjónin lengi lifá og var tekið und : ir það með dynjandi húrrahrópum. | Síðan bað hann gesti að minn- ast konungshjónanna og var það gert með níföldu húrrahrópi. í Krónprinsinn þakkaði móttök- urnar með nokkrum orðum og : lýsti því, hve dagurinn hefði ver- | ið fagur og ánægjuríkur. Hann bað Reykjavíkur bæ lengi lifa og var tekið undir það með ferfðldu húrrahrópi. ■ Að veislunni Iokinni var hald- ið til Reykjavíkur og fóru krón- prinshjónin og föruneyti þeirra þegar um borð í Dronning Alex- andrine. Lagði hún síðan á stað í norðurferðina og verður á ísa- firði í dag, en til Siglufjarðar og Akureyrar kemur hún á morgun. Islandsför krónprins- hjónanna Khöfn í gær F.Ú. Kaupmannahafnarblöðin í dag birta langar frá- :agnir um komu krónprinshjón mna til Reykjavíkur. Blöðin :egja, að útvarpsfi’ásögnin um comu þeirra hafi verið skýr og rreinileg og heyrst ágætlega. Ný mynd, „Heimsókn hamingj- unnar“, er sýnd í Nýja Bíó í lcvöld, og leikur Claudette Col- bert, hin vinsæla kvikmyndaleik kona, aðalhlutverkið. Drengur hrapar i Borgarnesi. Höfuðkúpan brotnar Asunnudagskvöldið um kl. 8 voru tveir drengir að klifra í klettum í sunnanverðu Borgar- nesi. Voru þeir að eeilaet eftir jurtum, sem þar vaxa í klettasill- um. Annar drengurinn fjell fram yfir klettabrún, þar eem er 10— 12 metra standberg niður í sjáv- arurð. Hann heitir Steinar Ingi- marsson og er 8 ára gamall, son- ur Ingimundar Einarssonar í Borgarnesi og Margrjetar Guð- mundsdóttur. Drengurinn sem með honum var hljóp og sagði frá slysinu. Þegar komið var að Ingimar, þar sem hann lá í urðinni, var hann með- vitundarlaus. Var hann borinn heim til sín. Læknirinn í Borgar- nesi, Þórarinn Guðmundsson var nú sóttur. Þar var og staddur Björn Gunnlaugsson læknir hjeð an úr Reykjavík. Er þeir skoð- uðu drenginn, fundu þeir að höf- uðkúpan var sprungin. Ráðlögðu þeir að reyna skyldi að koina honnm sem fyrst hingað á spítala. Laxfoss var á leið til Reykja- víkur er þetta gerðist. Jafnskjótt og hann kom hingað var hann sendur uppeftir að sækja dreng- inn, og var hann fluttúr á Lands- spítalann í fyrrinótt. Fjelag fslenskra mjólkurfræðinga Laugardaginn 23. júlí s.l. komu saraan hjer í Reykjavík nokkrir menn, er mjólkuriðnað stunda hjer á landi. Ákváðu þeir þar að stofna með sjer fjelag, sem heitir: „Fjelag íslenskra mjólkurfræðinga". Tilgangur fjelagsins er samkv. 3. gr. fjelagslaganna: a) að efla mjólkuriðnað í landinu, auka neyslu á mjólk og mjólkurvör- um og stuðla að hagkvæmum rekstri mjólkuriðnfyrirtækja. b) að vera ráðgefandi aðila í þeim málum, er mjólkuriðnaðinn snerta. c) að koma á skipulagi um nám þeirra manna, er stunda vilja mjólkuriðnað. I stjórn fjelagsins voru kosnir: formaður Sigurður Guðbrandsson mjólkursamlagsstjóri, Borgarnesi; meðstjórnendur Sigurður Pjeturs- son gerlafræðingur, Reykjavík og Pjetur M. Sigurðsson mjólkur- stöðvarstjóri, Reykjavík. Fyrir fimtudagskvöld verða þeir, sem ætla að taka þátt í för Verslunarmannafjelagsins, að Hvítárvatni, Hveravöllum og í KerJingarfjöll, að vitja fai’miða sinna, á skrifstofu fjelagsins í Ingólfshvoli. Greinin um Paganini, sem hirt- ist í Lesbókinni síðustu, er eftir Theodór Árnason fiðluleikara. Fjell nafn hans niður í prentun- inni. DAGDEGA LÍBINU @_______________________________S) \T eðrið var alveg ákjósanlegt, þega» » krónprinshjónin stigu á land, biaejalogn og líklega um 15 stiga hiti. Fólkið dreif að úr öllum áttum, svo að sjaldan hefir verið annar eins mann- fjöldi saman kominn í Reykjavík. Oj- allir vildu fá „dýrðina að sjá“. Krón- prinsessan hefir aldrei komið hjer til iands. Mönnum var auðvitað sjerstak- lega hugleikið að fá að sjá hana. Húo er ekki einungis fyrsta krónprinse*#»( konungsríkisins fslands, heldur er hún liíka fyrsta krónprinsessan sem nokkuws tírna hefir fæti stigið á þetta land. ★ En flestir urðu frá. að hverfa, áu þess að hafa sjeð hina tignu gesti. Að- eins þeir sem næst stóðu urðu fyrir þeirri ná'ð. Því eftir ræðuhöldin vor* krónprinshjónin drifin inn í lokaðan bíí og ekið með þau í dauðans ofboði upp- á Hótel Borg. Menn eru ekki ánægðir með þetteu Flestir líta svo á, að krónprinshjóni* sjeu hingað komin, ekki einungis til þess að kynnast stórmenni landsins, heldur og ölium almenningi, eftir því sem tök eru á, og það er enginn vafi á því, að þau hefðu fengið miklu alúð-i legri móttökur ef þau hefðu ekið í opn- um bíl, eða þá blátt áfram farið gang- andi þessa stuttu leið frá höfninni að Hótel Borg. Og eins og yeðrið var þetta kvöld, var þetta síður en svo frágangs- sök, hvor kosturinn, sem tekinn hefði verið. ★ Mikill mannfjöldi safnaðist nú fyr- ir framan Hótel Borg og beið þess með óþreyju, að krónprinshjónin birtust þar, enda voru hinir stóru gluggar á fyrstu hæð opnir út að götunni. En aftur urðu menn fyrir vonbrigðum. Eftir að mann- fjöldinn hafði beðið þarna lengi var ekið með króuprinshjónin heim til for- stisráðherra í sama lokaða bílnum, án þess að aðrir en þeir, sem næst stóðu dyrunum á Hótel Borg, kæmi auga á þau. ★ Múmi trúa því ekki, að það geti ver- ið að skapi krónprinshjónanna, að þau voru svona vandlega fa.lin sjónum al- mennings. Þeim hefði áreiðanlega ver- ið vel fagnað, ef mönnum hefði gefist kostur á því. Því þótt Islendingar sjeu tómlátir og seinteknir, svo að á orði er haft, þykir þeim sæmd í því, að rík- iserfingjamir gera þeim heimsókn. Það eru þessvegna leiðinieg mistök, að móttöku krónprinshjónanna var hagað, svo sem hjer hefir verið bent á. ★ Hjer í blaðinu var fyrir skemstu skorað á Jón Eyþórsson, að nefna þá menn hjer í bænum, sem fögnuðu því, að ekki veiddist síld, vegna þess aö með bví móti mætti losna við ríkig- stjómina. Jón Eyþórsson gafst í gær úpp við, að nefna þessa menn. Hann sagði, að tveir menn ónefndir, hefðu eitthvað verið að tala um þetta í stræt- isvagni. Á þessum tveim ónefndu mönn- um byggir Jón svo frásögn í útvarpið, sem hlustendur skildu á þá leið, að þessi hugsunarháttur væri almennur í Reykjavík. ★ Jón Eyþórsson á' að vera hlutlaus í útvarpinu. Jón Eyþórsson vildi ekki viðurkenna, að hann væri að biðja afsökunar á frum hlaupi sínu. En honum er það þó fyrir bestu, að yfirklór hans í gærkvöld verði skilið á þá lund. Útvarpið á að vera hin mesta menningarstofnun, en hún get ur ekki verið það, nema starfsmenn hennar gæti fullrar ábyrgðar í viðræð- um sínum við almenning þessa lands. Hjer í blaðinu hefir stundum veriö minst á misfellur við þessa stofnun, og þó ekki um skör fram. En starfsmenn útvarpsins hafa „gott af“ að vita, aS .starfi þeirra sje fylgt með athygli. Ekkert gefur eins mikið öryggi gegn misnotkun hverskonar opinberrar að- stöðu, eins og aðhald almenningsálits- int'. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer: Hvort Irinn, sem ætlaði til Californíu, en álp- aoist austur yfir Atlantshaf, hafi ekki gert þetta í einhverskonar írafári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.