Morgunblaðið - 28.07.1938, Síða 3

Morgunblaðið - 28.07.1938, Síða 3
Fimtudagur 28, júlí 1938, MORGUNBLAÐIÐ 3 Milli Akureyrar og Reykjavlkur á 1 klst. 27 mfn. Þýsku flugmennirnir f boði Ríkisstjórnar- innar. Pýsku flugmennirnir, Bau- mann, Ludwig og Spring- ob fóru skemtiferð í boði rík- isstjórnarijmar norður að Mý- vatni á mánudaginn. Á mánudagsmorgun var Ágnar Kofoed-Hansen flug- maður staddur á Akureyri, en þenna dag átti hann að fljúga með þá norður. Hann lagði á stað til Reykjavíkur í flugvjel sinni snemma morguns og flaug þvert yfir landið. Var hann ekki nema 1 klst. 27 mín- útur að fljúga hingað og mun það sú fljótasta ferð, sem far- in hefir verið milii Akureyrar og Reykjavíkur. Upp úr hádegi lagði hann svo aftur á stað norður með þýsku flugmennina og kom til Akureyrar kk rúmlega þrjú og snæddu þeir þar miðdegisverð. Síðan var stigið á bíl og ekið . áleiðis itl Mývatns. Á leiðinni skoðuðu þeir -Vaglaskóg og Goðafoss, og komu til Skútu- staða við Mývatn um kvöldið. Þar gistu þeir um nóttina. í fyrradag fóru þeir svo út í Slútnes og til Reykjahlíðar. Fengu þeir sjer bað í Stórugjá og þótti afar mikið til þess koma, því að aldrei höfðu þeir reynt það fyr, að fara niður í jörðina til þess að fá sjer heitt bað, sem komið er úr iðrum jarðar. Miðdegisverður var snæddur í Reykjahlíð, og síðan haldið til baka. f leiðinni var komið við hjá Laxárfossum. Fengu þeir sjer hesta á Grenj- aðarstað og riðu um nágrenn- ið sjer til skemtunar. Heldu svo áfram með bílnum að Goðafossi og voru þar í glamp- andi sólskini. En þegar til Ak- ureyrar kom, var skollin á dimm þoka. Veðurfregnir hermdu, að þoka væri um alt norðurland, en bjart yfir Breiðafirði. Afrjeð Agnar Ko- foed-Hansen því að leggja á stað og flaug í svarta þoku yf- ir Norðurland. En er til Breiða- fjarðar kom, komu þeir út úr þokunni í sólskin, og þótti þýsku flugmönnunum það fög- ur sjón, að horfa út yfir eyj- arnar í Breiðafirði. Var nú flogið yfir Kerling- arskarð, en þegar yfir það kom, skall á þoka að nýju. Gekk ferðin þó vel og var komið til Reykjavíkur um miðnætti. f gærkvöldi var þýsku flug- mönnunum haldið kveðjusam- sæti í Hótel Borg, og gengust fyrir því Flugmálafjelag fs- lands, Svifflugfjelagið og bæj- arstjórn Reykjavíkur. Flugmennirnri fara utan með Brúarfossi í kvöld. Þýskutlugleiðanfl- ursmennirnir fara heimleiðis í Kvöld með e.s. Brúarfoss Krónprinshjónin á Siglufirði og Akureyri. Þoka huldi landsýn alla norðurleiðina Frá vinstri: Ludwig, sem flaug listflugið á flugsýningunni, Baumann, foringi leiðangursins, og Springob. gær komu til Hjaíteyrar 12 þús mál síldar og 5 þús. mál til verksmiðjanna á SiglufirSi. Síldin er nú í Eyjafirði, við Flatey og í Skagafirði og víð- ar. Veiðiveður var ágætt í gær, nema hvað þoka tafði. Til Hjalteyrar komu í gær: Huginn III með 800 mál, Belg- aum 1750, Brimir 1750, Jarl- inn 1500, GAtlltoppur 2200, Ar- inbjörn Hersir 1800, Þórólfur 1500, og Færeyingur með 900 mál. Von var á fleiri skipum. Til Siglufjarðar komu í gær 20 skip. Hæðstan afla hötðu: Rifsnes 1000 mál, Venus 800, Sæfarinn 700. önnur skip voru með 70 mál eða meir, afgang af söltun. Síðasta sólarhring voru salt- aðar á Siglufirði 3771 síldar- tunnur. Als hafa verið saltaðar á landinu fram að deginum í gær 25442 tunnur, þar af 13453 tunnur á Siglufirði. Síldarverksmiðjan í Húsa- vík tók til starfa á mánudags- kvöld. Um hádegi á þriðjudag var hún búin að fá 2000 mál síldar. i' > :r: rz ,'jsning I 7 li ÁRAMÓT. Biskupskosning, vegna lausnar- beiðni dr. Jóns Helgasonar biskups, fer að líkindum fram í byrjun næsta árs. Dr. Jón hefir beðið um lausn frá 31. des. n.k. Margrjet Eiríksdóttir, píanóleikari, tieima í sumarleyfi. Ungfrú Margrjet Eiríksdóttir kom heim. með e.s. Goða- fossi í fyrradag. Hún hefir dvalið í London í nær tvö ár og lagt stund á píanóleik og píanókensln. Áður en ungfrú Margrjet fór til London, hafði hún lokið námi á Tónlistarskólanum hjéf og ' þótti mjög efnilegur nemandi. Og á píanótónleikum, sem Húii hjelt hjer rjett áður en hún fór, var henni ákaflega vel tekið. í London stundaði Margrjet fýrfet íiám í eitt ár hjá Mr. York Bower, sem er þektur píanóleikari og tónsmiður, en fór síðan, eftir áeggjan hans, á konunglega tón listaháékólann í London „Royal Academi of Music“. Þaf hefir henni gengið mjög vei og þykir eiga glæsilega framtíð fyrir sjer sem píanóleikari. Við árspróf, sem haldið var fyrst í þessum mánuði, voru 7 af 168 nem- endum valdir úr sem einkar efni- legir og var Margrjet ein af þeim. Einnig hlaut hún sjerstök verðlaun við prófið, bronse-medalíu. Loks mætti geta þess, að í als- herjar músík-samkepni, í London (Balham & Streatham Musical Festival) sem Margrjet tók þátt í. fekk hún fyrstu verðlaun í sínum flokki, medalíu úr silfri og bækur, og hlaut 94 st., en það hæsta, sem liægt er að fá, er 100 st. Listdómaranum fórust þannig orð um Margrjeti sem píanóleik- ara: „Fer glæsilega af stað. Hún liefir góð tök á að sýna dramatísk litbrigði. Ilún er miklum hæfileikum gædd og býr yfir mikluní þrótti og listrænum smekk“. Viðfangesefnið var Beethoven- sónata op. 31. nr. 2 í D-moll. Allir, sem fengu 1. verðlaun í samkepni þessari, Ijeku síðan á opinberum tónleikum, og Margrjet meðal annara. — blandaðist reykjar- strókum síldarverk- smiðjanna á Siglufirði og Hj altey ri Frá frjettaritara vorum. Akureyri í gær. Er Dronning Alexandrine fór frá Isafirði á þriðjudagskvöld var sami þokubakkinn í hafi og fyr um daginn. Sigldi skipið í svarta þoku alla nóttina og var hvergi landsýn fyrri en við innsiglingu Siglufjarðar kl. 8 að morgni. I Sigluf jarðarmynni mætti Drotningin allmörgum síld- veiðiskipum, sem höfðu verið á Siglufirði um nóttina að losa afla sinn. Reykjarstrókar dökkir eða hvítgráir stóðu beint upp úr öllum síldarverksmiðjureykháfunum upp í þokuþyknið er lá yfir firðinum og fjallatindum, því blæja- logn var. Klukkan 8V2 lagðist skipið við liafnarbryggjuna. Farþegar skips- ins undruðust hve fáment var á bryggunni. „Eru Siglfirðingar ekki vaknaðir?“, spurðu menn á þilfarinu, „þeir sem sagðir eru að vaka bæði dag og nótt á þessum árstíma“. En skýringin á fámenninu var önnur. Friðrik krónprins hafði skýrt svo frá að hann ætlaði að ganga í land kl. 914. Rannsóknir „Dana" hjer við land. Tíðindamaður Morgunblaðs- ins á Akureyri hitti þar í gær Kristján Schram skipstjóra. Hann er nýkominn austan frá Seyðisfirði, en þar fór hann í land af hafrannsóknarskipinu Dana, sem sigldi frá landinu fyrir nokkrum dögum heimleið- is að loknum rannsóknum hjer að þessu sinni. Kristján var með Dana sem kunnugur maður íslenskum fiskimiðum, til þess að leiðbeina við rannsóknirnar. Verkefni vís- indamannanna var meðal ann- gys að rannsaka sjávarhita til samanburðar á sjávarhita 5 undanfarinna ára. Segir hann, að sjávarhiti hafi reynst mun minni en vanalega, fyrir norð- ur og vesturlandi, 4^/2—7 gráð- ur í stað þess að hann er vana- Iega 7—9°. Aflamagn af rauðsprettu í Faxaflóa var rannsakað og reyndist mjög lítið, svipað og nú tíðkast í Norðursjónum. Þar sem fengust um 3000 rauð- sprettur 1 drætti fyrir 10 árum fengust um 30 til 40. Rækjur fundu þeir óvenju- lega stórar, stærri en Vest- fjarðarækjurnar. Þegar sá tími kom voru komnir á bryggjuna flestir Siglfirðingar sem vetlingi gátu valdið, nema það fólk sem var að vinnu á síld- arbryggjunum. Lögregluþjónar bæjarins, sjö að tölu, og skátar sáu um að autt var svæði við skiþshliðina og greiður gangur upp bryggjuna. Brátt komu bæjarfógeti Guðm. Hannesson og bæjarfulltrúar á- samt konum sínum til þess að fagna krónprinshjónunum. Bæjar- stjóri, Áki Jakobsson, var þar ekki, því hann þurfti að bregða sjer burtu úr bænum í dag. Guð- mundur Hannesson mælti nokkur orð til krónprinshjónanna af bryggjunni og síðan gengu þau og fylgdarlið þeirra ásamt bæjar- fógeta, bæjarstjórn og fleiri Sigl- firðingum til Hótel Hvanneyrar. í boði bæjarstjórnar. í veitingasölum hótelsins hafði bæjarstjórn framreitt kampavín handa hinum tignu gestum. Þar j helt bæjarfógeti ræðu, en að henni lokinni kom Karlakórinn Vísir inn í salinn. Undirbúningur kórsins undir söng þarna hafði enginn ver- ið, því að seint hafði verið ákveðið að syngja skyldi, og margir söng- mannanna voru fjarverandi á sjó. En þeir sem voru í síldarvinnu höfðu haft fataskifti í skyndi, áð- ur en söngurinn byrjaði. Halldór Kristinsson hjeraðs- læknis flutti ræðu þar sem hann beindi sjerstökum þakkarorðum til Friðriks krónprins fyrir þá vel- vild og þá sæmd sem hann hefði sýnt Sambandi íslenskra karla- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.