Morgunblaðið - 28.07.1938, Blaðsíða 5
Fimtudagur 28. júlí 1938.
----------JPtorgtmMaMd ----------------------------
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgöarmatSur).
Auglýsing-ar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuði.
í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura með Lesbók.
GOÐUR ÞEGN
Við, sem eldri erum, mun-
um öll eftir Jónasi pólití.
Hann var seinlegur maður og
faslítill, friðsemin sjálf og góð-
menskan. En „kemst þó hægt
fari“ segir máltækið. Hann
bætti það upp með samvisku-
semi og elju, sem á þótti skorta
skörungsskap og glæsimensku.
Við dauða sinn lætur hann eft-
ir sig 40—50 þúsund krónur
og ánafnar eigur sínar göfugu
málefni og þörfu. Slíkir menn
eru góðir þegnar.
Listin að lifa er vandlærð.
Hjer hefir óbreyttur alþýðu-
maður ávaxtað sitt pund svo,
að hollur lærdómur getur að
verið okkur, sem meiri þykj-
«mst. Það er vel á haldið, að
safna svona álitlegri fjárhæð
af lítiifjörlegum tekjum. En
"því er á þetta bent, að óvíst er,
hvort ’ nokkuð bagar þjóðlíf
>«kkar tslendinga meira, en tóm-
lætið og virðingarleysið fyrir
þeim þegnskap, sem lýsir sjer
í sjálfsafneitun og sparneytni.
Við íslendingar verðum ekki
um það sakaðir, að vi§ sjeum
ekki að eðlisfari framgjamir
'Og athafnasamir. En okkur
gengur ver að gæta fjár en afla
þess. Það er alveg heilbxngt að
gimast hverja þá nýjung, sem
til menningar horfir, En við
megum ekki vera svo bráðlátir,
að við látum okkur yfirsjást,
hver geta okkar er til að full-
nægja kröfunum. Við getum
■ekki, hversu fúsir sem við vild-
um, komist fram hjá þeiriú
staðreynd, að menningu okkar
xrerður ekki uppi haldið án „afls
þeirra hluta, sem gera skal“.
Þessvegna skulum við hætta að
•óvirða þá, sem „safna í
handraðann“. Því hver slíkur
íhandraði er orkuver.
Afskifti ríkisvaldsins af efna-
ihagsstarfseminni verða að vera
á þá lund, að þau hvetji hvern
eintakling til ráðdeildar og
sparsemi. En slík hvatning
verður að koma fram í því, að
ríkið sjálft gangi á undan í
þessum efnum. En hjer hefir
verið farin öfug leið. Ríkið hef-
ir látið greipar sópa um hand-
raða einstaklinganna. En um
■valdhafana verður það sagt, að
■ekkert hefir „við þá tollað“.
Þótt álögurnar hafi þyngst með
ári hverju, hafa útgjöldin
þyngst meira en að sama skapi.
Þess vegna er sá handraðinn,
sem mest hefir verið sópað í,
galtómur eftir altsaman.
En eftir því sem ríkisvaldið
sýnir minni nærgætní við
sparnaðarviðleitni almennings,
eftir því hrakar þeirri viðleitni.
Það er ekki til neins að þrefa
um það, að vitundin um það, að
meiri og meiiú hluti teknanna
verði tekinn af manm, hvetur
eklti til sjálfsbjargar. Og því
verður heldur ekki neitað, að
ríki, sem byggir afkomu sína
mjög á sölu á óhófsvörum, get-
ur ekki samtímis krafist sparn-
aðar af þegnum sínum, svo að
nokkur myndugleiki fylgi þeirri
kröfu.
Ríkið verður að haga starf-
semi sinni svo, að það sje um-
fram alt eftirsóknarvert að vera
góður þegn. Breytni valdhaf-
anna hefir altaf áhrif á breytni
þegnanna. Ríkisstjórn, sem ekki
virðir lög, tekur frá borgurun-
um virðingu fyrir lögunum. Rík-
isstjórn, sem er ljettúðug í
meðferð fjár, gerir borgarana
líka ljettúðuga. Óstjórn skap-
ar illa þegna.
Hjer hefir lengi ilt gengið.
Við erum komnir á vegamót.
Nú verður ekki lengra haldið á
sömu braut. Við þurfum að læra
á ný að meta fornar dygðir.
Aldrei á okkar tíð höfum við
fengið alvarlegri áminningu um
sjálfsafneitun og sparneytni en
einmitt nú. Þessvegna á að
minnast með lotningu hvers
þess manns, sem á undan geng-
ur í þeim efnum. Heiður sje
hverjum góðum þegn!
Umræðuefnið í dag:
Flugmiðstöð íslands.
K. F. U. K.
Sumarbústaðurinn í Straumi er
opinn til afnota fyrir fje-
lagskonur, eldri sem yngri, fleiri
í hóp eða færri, um lengri eða
skemri tíma, á hvaða tíma sem
er, eftir því sem óskað er.
Staðurinn er ákjósanlegur, grasi
grónar lautir innan um marg-
reytilega hraundranga, bjóða til
hvíldar og næðis um leið og upp
er lokið hinum furðulegasta æfin-
týraheimi innan um hulduborgirn
ar í hrauninu.
Fjelagssystur, sem þegar hafa
dvalið þarna í sumar, láta vel af
veru sinni þar, og telja sumarbú-
staðnum alt til gildis, einnig það,
hve nærri hann er og að hægt er
að kornast þangað án tilfinnan-
legs kostnaðar. Þær fjelagssystur,
sem vilja tryggja sjer dvalaifitað
í Straumi, hvort heldur til veru
um eiha helgi, einn dag eða leng-
ur, láti Svanlaugu Sigurbjörns-
dóttur, Laugaveg 1. vita, sem allra
fyrst. Hún mun fúslega gefa góð
ráð og leiðbeiningar viðvíkjandi
dvöl í sumarbústaðnum.
Fjelagssystur, sem allra flestar,
ættu að nota þetta tækifæri til
fyrirhafnarlítillar, ódýrrar og
góðrar sumardvalar og samveru-
stunda.
Guðrún Lárusdóttir.
Málverkasýningu hefir Eggert
Guðmundsson á Skólavörðustíg
43. Opin kl. 1—9.
MORGUNBLAÐIÐ
5
Flugmiðstöð Islands
í Reykjavík
Pegar ræddar eru framtíð-
arhorfur reglubundinna
fluR'ferða á íslandi, vaka á-
valt fyrir mjer áætlunar-
ferðir með landflugvjelum,
sem hafa marga kosti fram
yfir sjóflugvjelarnar, svo
sem minni þyngd, meira
burðarmagn, minni bensín-
eyðslu og meiri hraða. Þar
að auki þurfa þær ekki að
krækja fyrir ströndina.
Til þess að koma slíkum
áætlunarflugum í fram-
kvæmd, þarf að koma á flug-
miðstöð, o.e: mun það engum
vafa bundið, að hún verður
að vera í Reykjavík eða sem
næst henni.
*
A flugferðum mínum umhverf-
is Reykjavík og bílferðum hefi
jeg atliugað þetta og leitað a?Í
sljettu, þar sem hægt væri að
koma flugmiðstöð þessari fyrir.
Mjer hefir, eins og mörgum öðr-
um, t. d. hollensku flugmönnun-
um um árið, orðið starsýnt á
Vatnsmýrina, af því að þar væri
liægt að hafa a. m. k. 5 flugbraut-
ir, að jafnaði 1000 mtr. langar.
Svæði þetta er sljett og þyrfti
ekki annað en þurka það og
girða. Vinna þessi myndi skv. ná-
kvæmlega gerðum áætlunum verk-
fræðinga kosta uin 500.000 krónur.
Hvað sem verða kann úr þess-
ari fyrirætlun, þá mun svo mikið
víst, að staðurinn, þar sem aðal-
flugvöllur á að vera, þarf að vera
sem næst bænum, sljettur, þelst
grasi vaxinn og um 1000 ímtr. á
hvern veg. Það mun ekki vera
nauðsynlegt að leggja steyptar
lendingarbrautir, heldur mætti
grasið haldast, og minkar, eftir
reynslu okkar í Þýskalandi, hey-
taka varla um meira en 20% við
það, að flugvjelar fara þar um
og lenda.
★
Um eitt atriði þarf að mínu á-
liti ekki að deila: gildi og þýð-
ing flughafnarinnar stendur og
fellur með því að vera sem allra
næst höfuðborginni, eða jafnvel í
henni sjálfri. Mwn hjer nægja að
benda á tvö dæmi: Svíar verða
nú $ð kosta 60 milj. kr. til þess
að geta fengið flugvöll sem næst
Stokkhólmi, og er hann þó 14 km.
frá miðbænum! Bæjarstjórp Ber-
línar hefir varið hundruðum milj-
óna til þess að hafa flughöfa-
ina áfram, þar sem hún hefir ver-
ið, á Tempelhofer Feld, þó að hún
hafi þurft að láta rífa heila bæj-
arhluta og breyta öllum sam-
gönguleiðum, sem liggja að flug
vellinum. En árangurinn kemur
nú þegar í ljós: Notkun þessarar
miðstöðvar evrópeisku flugsam-
gangnanna hefir farið fram úr
björtustu vonum, sem menn gerðu
sjer í þessu efni, og flughöfnin
sjálf er að verða að nýjum »iið-
depli bæjarins, sem algerlega ný
og stórfeld bæjarhverfi byggjast
upp við.
Á meðan bygðin í nánd við
Reykjavík er ekki orðin meiri en
nú, mun varla tiLsú borg í heim-
inum, sem hefir betri möguleika
til að byggja flugmiðstöð sína
Eftir
111111111111111111111111111111111111111111111111111111
| BrunoBaumann 1
| f oringj a þýskas vif-!
I flugleiðangursins [
| til Islands 1938. f
E =
...........
sem næst miðstöð allra annara
samgangna og opinberra fram-
kvæmda.
Því má heldur ekki gleyma,
að legan nálægt stærstu borg
landsins hefir allmikla þýðingu
fyrir útbreiðslu áhugans um flug-
mál, fyrir hringflug, íþróttaflug
og flugkenslu.
★
Aðalverkefni flugvallarins í
Reykjavík mun vera fólgið í því
að vera miðstöð allra flugsam-
gangna á íslandi. Hjer mun yfir-
stjórn flugsamgangna eiga aðset-
ur sitt. Hjer munu hinar daglegu
fyrirskipanir vera gefnar um all
an flugrekstur. Hjeðan og hingað
munu liggja geislar flugkerfis-
ins, sem nær yfir land alt.
Aðalflugleiðin mun liggja til
Akureyrar, með daglegum flug-
ferðum, jafnt vetur og sumar
Auk þess mætti fljúga frá Reykja
vík til minst 180 lendingarvalla,
sem nú þegar eru ákveðnir og
liggja allir nálægt mannabygð-
um. Til þessara flugferða þurfa
að vera fyrir hendi þrjár flug-
vjelar, ein fyrir dagleg áætlunar
flug og tvær fyrir sjerstök við-
fangsefni, svo sem sjúkraflutning,
póstflug, flug til smærri flug-
valla í afskektum sveitum o. þ. h.
Flugvjelar, sem koma til greina,
munu fyrst um’ sinn vera litlar
landflugvjelar, fyrir 3—4 far-
þega, auk flugmannsins. Dettur
mj.er hjer í hug flugvjelagerð sú,
sem jeg nota sjálfur hehma í
Þýskalandi sem ferðaflugvjel.
Tegund *ú er nefnd Me 108, smíð
uð af jáayrische Flugzeugxverke r
Augsburg. Vjcliin hefir fjögur
sasti, einn 200 ha. hreyfil og flýg-
ur 270 krn. á klukkustund, en eyð-
ir ekki meira en 25—28 lítrum af
bensíni á flugstund. Rekstur henn
ar er þrí édýrari en rekstur stórr-
ar bifreiðar, þó að kaupverðið sje
hærra. En það ætti ekki að korna
að sök þegar um farþegaflug er
að ræða, og myndi eitt sæti til
Akureyrar ekki kosta nema 75
kr. aðra leiðina.
Sfcærri landflugvjelar myndu, a.
m. lf. fyrst um sinn, ekki geta bor-
ið sig, vegna þess að hjer koma
svo oft til greina viðkomur á
snjáum lendingarvöllum, sem þó,
eins og áður hefir verið bent á,
eru nægilega margir. En vjel af
tegund þeirri, sem jeg lýsti áður,
getur lent og liafið sig aftur til
flugs á grasfleti, sem er ekki
stærri en venjulegur knattspyrnu-
völlur.
Jeg vil hjer enn einu sinni svara
þeirri spurningu, sem svo
oft hefir verið lögð fyrir mig:
Ilvað verður þá um sjóflugvjel-
arnar? Jeg svara: Þær eiga að
vera til ásamt landflugvjelun-
um. — Það mun einmitt vera
eitt af viðfangsefnum flugmið-
stöðvarinnar í Reykjavík, að
tengja rekstur landflugvjelanna
við rekstur sjóflugvjelanna. Hin-
ar síðarnefndu eiga að annast
flug til afskektra fjarða, þar sem
enginn flugvöllur er fyrir hendi,
og koma farþegum eða flutningi
frá þeim stöðum sem allra fyrst
á aðalflugleiðina, sem er starf-
rækt með hinum hraðskreiðari
landflugvjelum.
Flugmiðstöðin í Reykjavík þarf
því að sjá um hvorttveggja, og
hún þarf að vera sem næst lend-
ingarstöðum sjóflugvjelanna, helst
þannig, að afgreiðslu- og geymslu
skálarnir geti verið notaðir fyrir
báðar tegundirnar.
Sjóflugvjelin mun því ekki vera
úr sögunni, heldur mun henni
vera vísað á sinn rjetta stað.
Hún á að fljúga til hafna, sem
landflugvjel kemst ekki til, en
ekki til staða, sem landflugvjel
nær til með 200 km. flugleið, en
sjóflugvjel ekki fyr en eftir 400
km. flug.
★
Með því að sameina flugrekst-
urinn þannig, mun vera hægt að
koma á áætlunarferðum um alt
landið, sem taka aðeins einn dag.
Þetta mætti gera tvisvar í viku, en
daglega ætti að fljúga a. m. k. milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta
verður mögulegt og jafnvel nauð-
synlegt, undir eins og fólk al-
ment hefir fengið tækifæri til
þess að viðurkenna kosti flug-
samgangnanna. En það mun ekki
líða langur tími þangað til!
★
Flugmiðstöðin í Reykjavík gæti
þó að mínu áliti ekki afgreitt
flug til xitlanda. Staðhættir leyfa
það ekki. Slík flug verða, vegna
legu íslands, oft að fara fram
sem „blindflug“, þar sem flug-
maðúrinn getur ektungis áttað
sig á stuttbylgjumerkjrfci, sem
eru send til hans frá flughöfn-
inni. Hann flýgwr þá blindandi,
getur ekki varað sig á fjöllum
og mishæðum í kringum flugvöll-
inn. Flugvðllur sá verður að liggja
þannig, að á margra kílómetra
umhverfi sje ekkert fjall, enginn
ósljettur blettwr. Hjer á Suftúr
landi er aðeins til einn staður,
sem fullnægir þessum kröfum:
melarnir milli ölfusár og Selvogs.
Þangað getur flugmaðurinn flog-
ið sunnan yfir kafið beint að
lendingdtstaðnum, án þess að sjá
nokkurn skapaðan hlut, ef hon-
um eru gefin áttavitamerki með
stuttbylgjum frá flugvellinum.
Jeg segi þetta vegna þess að jeg
hugsa að reglubundnar flugferð-
y-R AlVfTT & 8JÖTTTT 8ÍBUL