Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 2
MORGU NbLA'ylÐ Fimtudagur 4. ágúst 1938. 2 Píus XI páfi Gyðingar mega ekki stunda lækningastörf í Þýskalandi London í--gær. FÚ. Læknum af GySingaættum er bannað að stunda læknisstörf í Þýskalandi frá 30. sept. sam- kvæmt opinberri tilskipun, sem birt var í dag. Innanríkisráð- herrann, dr. Frich, getur þó veitt undanþágu, en þó því að eins, að hlutaðeigandi læknir hafi tekið þátt í heimsstyrjöld- inni og stundi aðeins sjúklinga af sinni eigin þjóð. ITÖLSKUM SKÓLUM LOKAÐ FYRIR GYÐINGUM London í gær. FÚ. Samkvæmt fregn frá Róma- borg verður bömum Gyðinga bönnuð vist í ítölskum barna- skólum framvegis. Börn, sem eiga ítalska foreldra, sem ekki eru af ariskum uppruna, fá skólavist áfram. Gyðingar, sem fæddir eru erlendis fá ekki að stunda nám framvegis við í- talska háskóla. Bardagar halda áfram milli Rússa ogjapana Rússar hafa 1 miljón manna unúir vopnum I Sfberíu Loffárásir Rússa á bæi I Kúreu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gser. Bardagarnir milli Rússa og Japana á landamær- um Siberíu og Mansjuko halda áfram. Jap- anir skýra frá því að 60 rússneskar flug- vjelar hafi gert loftárás á borginu Kojm í Koreu í gær. í dag hafa geysað heiftarlegir bardagar. Tvær rúss- neskar stórskotaliðs herdeildir rjeðust í morgun á Chang- ku-Feng. TalsmaSur japönsku stjórnarinnar hefir látið svo ummælt að árásir þessar muni vera ákveðnar af yfirvöldunum þar eystra án vilja og vitundar stjórnarinnar í Moskva. Yfirvöldin í Moskva mótmæla því, að Rússar hafi gert nein- ar árásir, og kenna Japönum um að þeir hafi byrjað árásimar. Segjast þeiy hafa hrint öllum árásum Japana og mikið mannfall hafi orðið í liði þeirra. Alþjóðafrjettastofan skýrir frá því, að japanskur her sje á leiðinni frá vígstöðvunum í Kína að landamærum Mansjúko. Talið er, að Rússar hafi nú 1 miljón manna undir vopnum á Síberíulandamærunum og Japanir % miljón hermanna á sínum landamærum. Flýr páfi frð Þýskt hnattflug London í gær. FÚ. Pýsk flugvjel, sem er í hnatt- flugi til undirbúnings við- skiftaflugferðum kringum hnött inn, er komin til Azoreyja, og mun fara þaðan bráðlega áleið- is til Lissabon. Flugvjelin lagði af stað frá Berlín 15. júlí og er nú 24 klst. á eftir upphaflegri áætl- un. Stofnun búnaðar- og bænda- sambands fyrir Norðurlönd, er áformuð var og rædd á bænda- móti „Landboernes sammen- slutning" í Odense, hefir verið frestað til næsta hausts. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Heyr3t hefir að Píus páfi sje að hugsa um að fará land- flótta frá Ítalíu, vegna deilu þeirrar, sem risin er milli hans og Mussolinis, út af hinni nýju stefnu fascista, sem miðar að því, að halda ítalska kynstofn- inum hreinum. Páfi kallaði Mussolini í þessu sambandi eft- irlíkjara, sem líkti eftir lítil- sigldrar þýskrar aðferðar. ítölsk blöð hafa ráðist á páfa fyrir þessi ummæli og sagt að markmið Mussolinis væri ekki annað en að halda aríska stofn- inum á Ítalíu hreinum, án þess að gera Gyðingum neitt mein. Mælt er að kaþólskir virð- ingamenn hafi í kyrþey rann- sakað möguleikana á því að páfi settist um stundarsakir að í í’rakklandi. Vatnavextir valda tjóni í Noregi --- svonefndri Mosnesbygð á J. vesturlandi í Noregi, hafa orðið stórkostlegir vatnavextir og valda miklu tjóni. — Hafa vatnsflóðin rifið hús og brýr á brott og eyðilagt akra og garða. Bygðin er alveg einangruð eins og sakir standa, en íbúarnir reyna eftir föngum að bjarga húsum sínum og munum. FÚ. Chamberlain forsætisráðherra lagði af stað til Skotlands í gær í sumarleyfi. Áður en hann fór ræddi hann við Halifax lávarð og Malcolm MacDonald utan- ríkismálaráðherra. (FÚ). Símskeyti frá Varsjá herma, að öll borgin hafi verið búin undir ófrið. Rússneskir kafbátar og flugvjelar sveima með ströndinni. Gasgrímum hefir verið útbýtt meðal almennings. Foringi rússneska herráðsins, Schaposchnikof er lagður af stað í flugvjel til Khabarowsk með skipanir til Bluchers frá Stalin. I Frakklandi er litið svo á, að ótrúlegt sje að Rússar leggi út í ófrið við Japani að svo stöddu, þar sem ófriður myndi valda Rússum ýmsra erfiðleika bæði innanlands og utan, og auk þess myndi stjóm Stalins stafa hætta af því að ófriður brytist út. JAPANIR SÝNA MÁTT SINN London í gær. FÚ. Frá Mansjúkó berst fregn um það, að nokkur hundruð japanskar flugvjelar hafi flog- ið eftir endilöngum landamær- um Mansjúkó og Síberíu, án þess að nokkur þeirrá flygi inn yfir landamæri Síberíu og segj- ast Japanir hafa gert þetta til þess að sýna hvers þeir sjeu megnugir í lofti þar nyrðra, þrátt fyrir styrjöldina í Kína. LOFTÁRÁSIR RÚSSA I fregnum frá Japan og Kó- reu, er mjög mikið rætt um loft- árásir Rússa á borgir í Kóreu, nálægt landamærunum. Flug- vjelaflokkar hafa flogið langt inn yfir Kóreu og hefir það vakið mikla gremju í Japan og þó enn meiri loftárásir þær, sem Japanir segja Rússa hafa London í gær. FÚ. S pænska stjórnin heldur því fram, að hersveitir hennar, sæki fram 25 mílur fyrir suðr vestan Teruel. Mikið er barist á öðrum vígstöðvum á Norð- austur Spáni. Uppreisnarmenn segjast hafa stöðvað framsókn stjórnar- hersins fyrir sunnan Ebrófljót og hafi orðið mikið mannfall í liði hans. Flugvjelar uppreisnarmanna hafa haft sig þar mjög í frammi og segir Barcelonastjórnin, að sjö þeirra hafi verið skotnar niður á Ebróvígstöðvunum. gert á nokkra bæi á Kóreu við landamærin. í einni slíkri árás tóku þátt 90 flugvjelar. Stórskotaliðið hjelt einnig uppi skothríð á þennan bæ og annan bæ til skamt frá og eru íbúarnir nú að flytja þaðan. Þá segja Jap anir, að Rússar hafi sótt fram með 9 fallbyssum og 30 skrið- drekum í áttina til varnarstöðva Japana, en þegar þeir voru svo sem 150 metra frá ystu varnar- línustöðvunum, hafi þeir hörfað til baka og tekið til að treysta sínar eigin víggirðingra. FRIÐSAMLEG LAUSN DEILUNNAR? Evrópublöðin líta svo á, að þótt mikil hætta sje á ferðum, að bæði í Moskva og Tókíó, vilji menn ýaunverulega forðast stríð. Hallast blöðin að því, að nefnd verði skipuð þegar í stað til þess að finna varanlega lausn á deilum Japana og Rússa um landamæri Síberíu og Mansjúkó. Sum blöð ætla Rússa ekki fráhverfa skípun slíkrar nefndar. öll blöð leggja áherslu á mikilvægi þess, að málið verði leyst friðsamlega. Seinustu fregnir herma, að fyrirskipanir hafi verið gerðar um takmarkaða notkun raf- magns til lýsingar á götum og í húsum í Mansjúkó og Kóreu og einnig í Norður-Japan. Er þetta gert af ótta við loftárásir Rússa. NJÓSNIR t I MADRID v I Madrid er nú lokið stór- feldum njósnamálaferlum, sem staðið hafi í sjö vikur. Tuttugu menn og þrjár konur hafa ver- ið dæmd til dauða fyrir land- ráð, 110 hafa hlotið fangelsis- vist frá 6 og upp í 30 ár. Allir þeir aðrir sem ákærðir voru — um 200 að tölu — voru sýkn- aðir. FALLNIR ÍTALIR 1 gær var birtur í Róm nýr listi yfir fallna ítalska hermenn á Spáni. Nær listin frá 12.— 24. júlí. Eru þar taldir upp 232 liðsforingjar og hermenn, er fallið hafi, og 1600, er hafi særst. Skáldsaga Halldórs Kiljan Laxness, „Höll sumarlandsins“, kemur út í danskri þýðingu í Kaupmannahöfn innan skams. Runciman lávarður I Prao London í gær. FÚ. Runciman lávarður kom til Prag síðdegis í dag og voru fulltrúar ýmissa helstu ráðherranna mættir til þess að taka á móti honum. Ennfremur fulltrúar Sudeten-þýska flokks- ins. Viðræður Pragstjórnarinn- ar við fulltrúa þjóðernislegra minnihluta byrja í dag. Þing Tjekkóslóvakíu kom saman í gær, en þingstörfum var frestað að þingsetningu lokinni og mun þingið ekki koma saman fyr en samkomu- lagsumleitunum við þjóðernis- lega minnihl. er svo langt kom- ið, að hægt verði að leggja málið fyrir þingið. Samkomulag um skuldir Austurríkis London í gær. FÚ. Samkomulagsumleitunum, er staðið hafa yfir undanfarna tvo mánuði, milli Frakka og Þjóðverja, um greiðslu á lán- um, sem Frakkar veittu Aust- urríki er nú lokið. Náðist algert samkomulag um greiðslu skuldanna. Þýsk blöð fagna þessu samkomulagi og segja að allir samningar á sviði alþjóðlegra viðskifta sje spor í rjetta átt og sjerstakt fagnaðarefni á jafn viðsjárverð- um tímum og nú eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.