Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 4. ágúst 1938, (9 & ÚI\ DAGIíEGA LrÍBINU ~e> e> íslenska kvenþjóðin verður aö ráða það við sig, hvort hún ætlar alveg að yfirgefa peysnfötin og annan þjóðleg- an klæðnað, eða ekki. Helst er útlit fyrir að sú sje meiningin. A. m. k. hjer í höfuðstaðnum. Peysufötin eru talin óhentug og þxmglamaleg fyrir þær, sem í þeim ganga. En það er jeg alveg viss um, að mörg kona, sem er á ljettasta skeiði, myndi hugsa sig vel um, áður en hún forsmáði þjóðbúninginn, ef hún vissi hve peysan eða upphluturinn fara henni vel. Sumt íslenskt kvenfólk er þannig, að þegar það fer í hinn „útlenda bún- ing“, sem kallað er, þá er bókstaflega eins og það missi af sjer þann höfð- ingssvip og virðuleik, sem er mesta prýði íslenskra kvenna. Það er blátt á- fram eins og þær tíni sjálfum sjer, all- ur glæsileiki og höfðingsskapur þeirra sje rokinn út í veður og vind. Allir þekkja glögg dæmi þessa. En hvemig þetta getur átt sjer stað, hver er fullnægjandi skýring á hinum mikla mismun. Það er annað mál. ★ Farþegi, sem hingað kom með ,,Kungsholm“ frá Ameríku um daginn. hefir sagt mjer frá því, að fararstjóri eða leiðbeinandi skemtiferðafólksins á skipinu hafi haldið „fræðandi“ fyrir- lestur um Island. Þessi fararsttjóri hef- if oft verið hjer áður. En ekki var þekkingin á högum okkar Islendinga meiri en það, að hann sagði, að aðal- útflutningsvörur okkar væru landbún- aðarafurðir, þar á meðal og ekki síst fjallagrös. Kóna ein jhjer í hænum, sem ekki lætur nafns síns getið, hefir beðið blað- ið að koma þeim tilmælum til bakara bæjarins, að þeir tækju upp þann sið að baka brauð úr „hýðishveiti". Segir hún að nokkrar nágrannakonur hennar ; ,eu famar að baka þessi brauð heimahúsum, vegna þess að þær fái ekki brauðin í bakaríum. Þær vilji ekki annað hveitibrauð, enda sje það bragð betra, en brauð úr hýðislausu hvejti — og hollara. ★ Jeg var hjer um daginn að minnast á trjágróðurinn í görðunum hjema í Reykjavík. Um hann og hirðing hans og smekk fólks á slíkum efnum má margt segja. Eitt af því, sem menn reka augun í er það, hve margir hugsa auðsjáanlega um að fá sem hæstar trjáplöntur í garða sína, eins og trjen sju þeim mun fallegri sem þau em hæn-i. En þetta er hinn mesti misskilningur. Hæð trjánna þarf að vera í rjettu samræmi við laufkrónur þeirra og greinastóð. Há rengluleg trje, með of- urlitlum laufguðum brúsk í toppinum eru aldrei falleg, ef þau standa ein sjer eða með allmiklu millibili, og verða aldrei falleg. Því trje, sem þannig eru, þegar þau eni gróðursett, þrífast ldrei í þeirri skakviðrasömu veðráttu, sem er hjer í Reykjavík. Affarasælast er fyrir menn, að fá sjer litlar trjáplöntur til gróðursetningar. Og hafa þær svo margar, að einungis þær, sem best dafna verði látnar lifa. En alt smælki og úrhrak megi fai-a sína leið, og garðurinn hafi samt nægi- legan trjágróður eftir. ★ Aðkomumaður, sem hjer var nýlega og kom auga á Þjóðleikhúsið, spurði hvaða bygging þetta væri. Aður en hann fjekk það upplýst kvaðst hann hafa haldið að það væri sambygð gas- stöð og bálstofa. * Jeg er að velta því fyrir mjer; hvort maður geti fengið blöðrur á tunguna af því að sleikja sólskinið. MiURmmSSÍffiTOí Fjatnr Mafztisson Etnutr B. GnBmtmdsnon Gnðlanfnr Þorláksson Rímar 3602, 3202, 2002. Avstnrstratl 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—6. Baráttan við glæpamenn New York-borgar. Minningarorð um Sigríði Guðmundsdóttur FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. mannauna. í þessu sambandi má geta þess, að samkvæmt skýrslu New York Prison Association 1937, hafa verið samþykt lög þess efnis, að vitni þurfi ekki að segja til nafns síns þegar hætta er á að þau verði fyrir hefnd glæpamanna. ★ Fyrsti glæpamannaflokkurinn, sem Dewey tókst að éyðileggja, vár „The loan Shark raeket“ (okpr lána-flokkurinn): Iílóðsugur í mannsmynd, lánuðu fólki sem .yar í vandræðum, peninga gegn okur- vöxtum. Þeit' sem eiuu sinni vofu komnir í klær þessa glæpaflokks sluppu sjaldan þaðan aftUr.-;Okr- ararnir sáu til þess, að menn sukku æ dýpra og dýpra í skuldáfeninU og dæmi eru til að okrararnir reikn uðu sjer alt að 1040 prósent í vexti! Árstekjur þessa eina glæpa ' f'i \ ’ flokks voru áætlaðar 10 miljonir dollara. Samkvæmt lögum New Yorks-ríkis er okur „misdemean- or“ (þ. e. minniháttar glæpur), safnaði Dewey mörgum málum greni hans í Ilot Spring Arkans- as og sannaði á hann 90 sið- ferðisbrot. Áðstbðármenn Luciano ’s ýorú; dæmdir í alt að 7% árs fangelsi en hann sjálfur í 30—50 áúa fan^elsi (óákveðin hegning). ★ i Með þessu hafði Dewey slegið því föstu að hægt var að útrýma -glæpaflokkunum. Síðan hann tók við embætti sínu hefir hann á kært 52 „raeketeer“-glæpaflokka og 52 hafa hlotið hegningu, Dewey gætir þess ávalt að hafa sannanir í höndum og hefir enn ekki tapað neinu máli. ★ í Fleiri sögur mætti segja um hinn unga, efnilega lögfræðing, Thomas Edmund Deweý, í starfi hans við að útrýma hinu ógeðs- lega úrhraki þjóðfjelags síns. Eins og nærri má : géta, hefir hann íeignast marga óviiíl og þó fleiri ivini. Allar líkur benda til þess að Dewey verði stilt upp sem fylkisstjóraefni í New York-ríki í kosningum, sem fram eiga að fara í haust, og verði svo, er hon I gegn hverjum einstökum1 í ökur- glæpaf jelaginu áður en hann dróg ^um talinn sigurinn vís. þá fyrir lög og dóm. Vitnin stóðu' í röðum í rjettarsalnum og állír hinir ákærðu, 28 talsins, vofú dæmdir til fangelsisvistar, alt að árum. ' Rannsóknir þær, sem Dewey ljet gera til að útrýma „racktper“- glæpafjelögunum leiddu í ljós að öll vændiskvennahús New York borgar höfðu lotið einni yfirstjórn síðan 1933. í eltingarleik sínum við foringja þessa ógeðslega fjelags skapar, gerði Dewey uppgötvun sem leiddi til stærsta sigurs hans í bardaganum við glæpamenn New York-borgar. Eftir að Arthur Flegenheimer (Dutch Schultz) hafði verið myrt- ur á drykkjukrá í Newark í nóy- ember 1935, varð eftirmaður hans New Yorks rackteer nr. 1“. Hann hjet Charles (,,Lucky“) Luciano, uggalegur og illur náungi. Að- stoðarmenn Dewey’s voru þess full vissir að hann væri aðalmaðurinn í fjelagsskap þeim, sem rak vænd- iskvennahús borgarinnar og fje- agsskapar, sem verslaði með eit- urnautnalyf. Bæði þessi fjelög teygðu arma sína um öll Banda- ríkin. „Boss“ Luciano hafði lært af reynslu A1 Capone og AVáxey Gordon og gætti þess vel að svíkjá ekki skatt. (Þeir voru báðir dæmd ir fyrir skattsvik). Luciano greiddi skatta sína reglulega og gætti þess vel að láta ekki finna högg- stað á glæpaferli sínum. Jafnvel hið fræga gistihús Waldorf Astoria leigði honum eina af sínum bestu íbúðum. Aðstoðarmenn Dewey’s gátu ekki fundið nægar sannanir fyrir því að Luciano stæði í sam- bandi við glæpafjelögin. Það má 3ví geta nærri að Dewey varð á- nægður er vændiskvennahússtjór- ar komu til hans og fullvissuðu hann um að Luciano væri engiiui annar en foringi glæpafjelags þess sem rak vændískvennahúsin í New York og sem flestir þektu einung- is undir nafninu „The boss“ (for- inginn). Dewey náði Luciano í, 25000vinnukonur atvinnulausar! London í gær. FÚ Frá Austurríki berast fregn- ir um það, að öllum vinnu- konum í Austurríki undir 45 ára, sem eru af arískum upp- runa og starfi hjá Gyðingum, hafi verið skipað að segja upp vistum sínum. Er hjer um 25.000 stúlkur að ræða og talið vonlítið að hægt verði að útvega þe'm öll- um atvinnu þegar. Sumar þeirra hafa verið fluttar til Þýskaiands án þess þeim hafi verið tilkynt um ákvörðunarstað sinni. „Onlllðss*1 fer á föstudagskvöld, 5. ágúst kl. 10 til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Farseðlar óskast sóttir í dag. Skipið fer 12. ágúst til Leith og Kaupmannahafnar. sj8§®®mí@®§m fer á laugardagskvöld, 6. ágúst um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir á föstu- dag. Kerrupokar, með skinni og: skinnlausir, ávalt fyrirligffiandi. Magni h.f. Þinerholtsstr. 23. Sími 2088. ' dag verður til moldar borin frú Sigríður Guðmundsdóttir frá Læk í Ölfusi. Hún var fædd að Grímslæk í Ölfusi 27. júlí 1870. Foreldrar hennar voru þau hjónin Helga Pálsdóttir, Jónssonar frá Brúna- stöðum í Flóa og Guðmundur Eyj- ólfsson. Sigríður ólst upp frá for- eldrum sínum meðan þau lifðu bæði, en föður sinn misti hún, þeg- ar hún var 7 ára. Hjelt móðir hennar þá áfram búi, en giftist síðar Þorleifi Grímssyni frá Nesja- völlum í Grafningi, hinum ágæt- asta manni. Var móðir Sigríðar hin mesta dugnaðarkona, fróð og greind og mjög vel látin af öllum þeim, sem þektu hana. Mintist Sig- r'íður ætíð móður sinnar með mestu hlýju og virðingu. ■ Föður sinn mundi hún lítið, því að hún var svo ung, þegar hann dó. Tvítug að aldri giftist Sigríður eftirlifandi manni sínum, Jóni Símonarsyni frá Hraunahjáleigu í Ölfusi. Byrjuðu þau búskap að Bakka í Ölfusi og bjuggu þar í 8 ár. Þaðan fóru þau að Tungu í Grafningi og bjuggu þar í 2 ár, en fluttu síðan að Læk í Ölfusi og bjuggu þar í 18 ár, og voru þau síðan löngum kend við þann bæ. En til Reykjavíkur fluttu þau 1919 og bjuggiu þar síðan. Þau Sigríður og Jón eignuðust 16 börn, 4 þeirra dóu ung, 3 upp- komin, en 9 eru á lífi. Er það mikið og erfitt verk að koma upp svo stórum barnahóp, en með dugnaði og sjálfsafneitun leystu þau það starf prýðilega af hendi. Frú Sigríður var góð kona og umhyggjusöm móðir, sem var vak- in og sofin í því að hugsa um vel- ferð barna sinna. Hún var ein ; f þeim konum, sem neyttu allrar orku sinnar í þágu heimilisins, til þess að annast uppeldi barna sinna. Hún var trúuð kona, og mun trú hennar oft hafa fleytt henni yfir erfiðléika jarðlífsins. Hún unni ijððúm og hafði gaman af ættfræði eins og móðir hennar, sem var mjög ættfróð. En lítill tími var til lesturs, því önnur- störf kölluðu jafnan að. Sigríður var gestrisin koná, sem vildi öll- úm gott gera, sem að garði bar. Var öft gestkvæmt á sunnudög- uni, þegar þau hjónin bjuggú á Læk, því að bærinn var í leið kirkjugesta, sem fóru til kirkju að Hjalla. Hin síðari árin var heilsa frú Sigríðar farin að bila, sem ekki var óeðlilegt, eftir langan og erfið- an vinnudag. Hún andaðiðst af hjartaslagi 22. f. m. Er það jafnan sviplegt, þegar dauðann ber svo skyndilega að garði, sem þar varð raunin á. En huggun má það vera manni hennar, börnum og öðrum. ættingjum og vinum, að hún þurfti ekki að bíða dauðans í þungbærrí sjúkdómslegu, heldur felck að kyeðja þetta líf án þjáninga. Vandamenn og vinir senda henni hlýjar kveðjur yfir landamæri lífs og dauða, með þökk fyrir hennar mikla og fórnfúsa starf. Vinur. RÚNARANNSÓKNIR DANSKRA YÍSINDAMANNA. ^atasm FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU. athugað Paradísarhellir undir Eyjafjöllum. Alt gólf hellisins er útkrotað af ýmiskonar rúnum og öðru letri. Mikið af þessu er ólæsilegt. Fánnur prófessor Magnússon hjelt að þetta væru minjar eftir útilegumenn. Síðan hafa menn hallast að því, að hjer væri um krot eftir smalamenn að ræða. Og eitthvað af þessu hafa gestir krotað, sem í hellinn hafa kom- ið. En mjer er nær að halda að þarna sjeu rúnir frá gömlum tíma, og alt fram á síðustu tíma, er rúnir voru hjer notað- ar. Við Hrafnkelsstaði, nálægt Útskálum sáum við líka rúna- stein ekki gamlan. Mjög er erf- itt að ráða rúnir hans. En í sambandi við hann er gömul sögn, sem er sjerstaklega skemtileg fyrir dr. Boberg. Já, segir hún. Steinninn er nálægt svonefndu Kistugerði. Fylgir sú sögn þeim stað, að þar sje fólgið fje í jörð. En þegar menn voru farnir að grafa eftir fjenu, sýndist þeim kiikjan vera að brenna, ruku frá greftrinum.En þetta var mis- sýning. En þegar þeir komu aftur á staðinn, var gröfin lok- uð. Það er einkennilegt, að- finna svona sögu hjer á Islandi, Því hún er nákvæmlega sam- svarandi sögum á öðrum Norð- urlöndum. En mag. Bæksted heldur á- fram: Það er mjög merkilegt að fylgja því eftir, hvernig rúnir hafa breyst með tímanum, eft- ir því hvernig þurft hefir að laga þær eftir málinu, og hvernig ný rúnatákn hafa myndast. En einmitt vegna þess, hve rúnir hafa lengi verið not- aðar hjer á landi, er hægt að fylgja þróun þessari óvenjulega. lengi. Á síðari öldum ber mest á rúnum hjer í trjeskurðinum. Þegar jeg minnist á hann dettur mjer í hug hve ömurlegt það er að hjer skuli ekki vera húsakynni fyrir þjóðminjasafn, sem er í samræmi við hið dýr- mæta safn, og þar sem gripir safnsins geta notið sín til fulls- Hvert farið þið næst til rúna- rannsókna? Næst er ferðinni heitið út á Snæfellsnes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.