Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 4. ágúst 1938.
Starf sem allir þrá og þakka
Nýtisku flug
Einhverntíma mintist Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason skólastjóri á
J>að í áramótahugleiðingu, er
hann flutti í Ríkisútvarpið, að
margt starfið væri unnið, af ýms-
um mönnum út um hinar dreifðu
hygðir landsins, sem væri mikils
vert og merkilegt menningarstarf,
unnið af áhuga og trúmensku. En
fáir vissu um þá menn sem slík
störf ynnu, nema þá aðeins ná-
grannarnir. Væri æskilegt, bætti
hann við, að slíkir menn og störf
þeirra væru meira kynt alþjóð, en
hingað til hefði verið gert. Eitt-
hvað þessu líkt minnir mdg, sem
línur þessar rita, að fyrnefndur
maður kæmist að orði.
Þessi ummæli Vilhjálms virtust
mjer rjettmæt og sönn og þau
urðu meðal annars til þess, að
hvetja mig að minnast að ein
hverju starfs manns nokkurs, sem
jeg tel vel þess virði, að minst
sje opinberlega. Því jeg tel þetta
starf, sem um er að ræða, jafn-
framt því, sem þa& er merkilegt
í menningarlegu tilliti, einnig
brautryðjandastarf. Maðurinn, sem
jeg á hjer við, er hr. fiðluleikari
Theodór Arnason, nú til heimilis
á Flateyri við Önundarfjörð.
Theodór er að vísu þjóðkunnur
maður, sem fiðluleikari og söng-
mentaður — einnig sem einn af
bestu núlifandi þýðendum. En
starf hans, í þágu söngmentunar
úti um land, hin síðari árin, er
að sama skapi lítt kunnugt út á
við.
Til Ólafsfjarðar kom Theodór
sumarið 1933 og dvaldi þar um
þriggja ára skeið. Hafði hann
undanfarna vetur haft á hendi
söngkenslu í Hjeraði austanlands
— og hóf söng og „músík*‘ -kenslu,
þegar á fyrsta hausti, er hann
dvaldi í Ólafsfirði. Tókst honum
að ná saman nokkrum ungum pilt-
um, og skapaði á þann hátt Karla-
kórinn „Kátir piltar", hinn fyrsta
sem þekst hafði í Ólafsfirði. Bætt-
ist fljótt í hóp „Kátra pilta“, þá
leið á veturinn, svo að næsta
haust voru þátttakendur milli 20
og 30. Þegar á fyrsta starfsári
Rórsins ljet hann til sín heyra op-
inberlega, og síðar oft — ásamt
öðrum kór blönduðum er Theodór
æfði. Fór Theodór nokkrar söng-
ferðir með kóra sína, til Dalvík-
ur, Hríseyjar, Siglufjarðar og Ak-
ureyrar.
Óhætt má fullyrða, að starfs-
dvöl Theodórs Árnasonar í Ólafs-
fi'rði, um þriggja ára skeið, hafi
haft mikla þýðingu fyrir’sönglíf
þessarar sveitar í heild sinni. Nýr
áhugi manna vakinn í þessum efn-
ua, nýr söngsmekkur skapaður,
og skilningur almennings glædd-
nr, fyrir menningarlegu gildi,
sönglífs í áveitinni. Enda var
söngstjórinn sjermentaður maður
í sinni grein, og er að mínum
dómi sjerstakur snállingnr sem
söngstjóri.
Líklega er það einsdæmi í sögu
sönglífs fslendinga, að örlögin hafi
gefið útkjálkasveit þau tækifæri,
að mega njóta leiðsagnar söng-
mentaðs hæfileikamanns um þrjú
ár samfleytt — til eflingar söng-
lífi sínu. Jeg sagði áður að dvöl
Efn flugvjelin, „Mereury“,. flaug fyrir nokkrum dögum yfir Atlantshaf, frá London til New York-
„Mercury“, sem er sjóflugvjel, er sett ofan á „bakið“ á annari sjóflugvjel, „Maia“, sem síðan flýgur
af stað. Þegar komið er nokkuð áleiðis (Maia flaug frá London til írlands) losar Mercury sig frá, og
flýgur áfram, en „Máia“ snýr við. Með þessu sparast bensín á tvennan hátt: Flugleið „Mercury“ verð-
ur styttri, og bensíneyðslan minni, þar eð hún þarf ekki að hefja sig til flugs af sjónum.
Eftir sr. Ingólf
Þorvaldsson
Theodórs hefði haft mikla þýðingu
fyrir sönglíf Ólafsfjarðar. Jafnvel
kirkjusöngurinn, sem hann ekki
beinlínis starfaði að, naut óbein-
línis góðs af veru hans. Að Vísu
skal það tekið fram, að kirkju-
söngur í Ólafsfirði hefir öll mín
dvalarár í Ólafsfirði verið mjög
sæmilegur, og hin síðari árin mjög
góður. Enda stjórnandi hans Jón
Júl. Þorsteinsson kennari, dugleg-
ur maður sem ekki lætur þau
tækifæri ónotuð, er gagna mega
honum, sem stjórnanda kirkju-
söngsins. Og vafalaust hefir dvöl
Theodórs orðið honum styrkur, og
leiðsögn, sem hafði sín áhrif til
bóta. Hefir og Jón Júl. Þorsteins-
son gerst eftirmaður Theodórs sem
stjórnandi „Kátra pilta“, og virð-
ist vel horfa.
En það er annað, í þessu sam-1
bandi, sem vert er að athuga. Eins
og kunnugt er, er kirkjusöng í
sveitum landsins víða mjög ábóta-
vant, sem og eðldegt er, því víð-
ast hafa þeir menn á hendi söngr
stjórn í kirkjum sveitanna, sem
ekki hafa átt kost á nokkurri leið-
sögn að ráði. Organleikarar kirkn-
anna, eru margir hverjir menn, sem
aðeins hafa hlotið litla tilsögn í
að leika á „harmoníum“. Örlög
fátæktar og einangrunar hafa
hamlað því að meiri mentun í
þessum efnum var hægt að öðlast.
En vegna áhuga þessara manna,
fyrir söng og „músík“, jafnframt
velvildar þeirra og fórnfýsi í garð
kirkju sinnar, urðu þeir söngstjór-
ar sinna kirkna, enda ekki völ á
öðrum hæfari til slík starfs í
sveitinni. Yitanlega er fjarstæða
að krefjast góðs og þjálfaðs kirkju
söngs, þegar slík skdyrði eru fyrir
hendi. En þessum mönnum þarf
að hjálpa — og þar með bæta
kirkjusönginn. Enda munu vafa-
launt margir söngstjórar sveita-
kirknanna óska hjálpar í þessum
efnum. Að vísu hefir þing og
stjórn sýnt skilning og viðleitni í
þá átt, er bæta mætti kirkjusöng-
inn hjer hjá oss, með því að veita
árlega nokkra fjárupphæð í því
augnamiði. Og sá maður, hr. Páll
ísólfsson organleikari, sem um-
bótastarfið hefir með höndum, er
vafalaust hinn færasti til slíks
starfs, sem völ á. En gallinn
er sá, að alt of fáir organleik-
arar kirknanna í sveitum lands-
ins hafa notfært sjer hina boðnu
leiðsögn, eða getað notfært sjer
hana. Ástæðurnar eru vafalaust
annarsvegar kostnaðarhliðin, dvöl
þeirra í Reykjavík, hinsvegar erf-
iðleikar á því að komast að heim-
an, vegna heimilieanna o. s. frv.
í stuttu máli: Þótt skilyrði sjeu
fyrir hendi, fyrir organleikara
sveitakirknanna til aukinnar ment
unar í starfinu, hefir reynslan
sýnt, að allur þorri þeirra manna
getur ekki notfært sjer skilyrðin
vegna ofnangreindra orsaka.
En er þá ekki önnur leið til,
sem yrði heppilegri, gerði meira
gagn en sú, er að þessu hefir ver-
ið farin.
Mjer dettur einmitt sú leiðin í
hug, að ráðinn yrði sjerstakur
maður eða menn söngmentaðir
hæfileikamenn — er ferðuðust um
sveitir landsins, sem leiðbeinend-
ur um kirkjusöng og vakninga-
menn. Yrði sá maður, eða menn,
ef tveir væru t. d„ að vera styrktir
fjárhagslega af opinberu fje, en
jafnframt yrðu söfnuðirnir að
leggja eitthvað fram á móti, svo
sem dvalarkostnað leiðbeinandans,
þann tíma er hann stárfaði meðal
safnaðarins. Samvinna yrði vitan-
lega að vera góð milli leiðbein-
anda og viðkomandi prests og org-
anleilcara á hverjum stað. Ef að
starfinu yrði hagað líkt því, sem
jeg hefi hjer drepið á, er jeg
sannfærður um, að mikið myndi
ávinnast, til eflingar og bata
kirkjusöngnum í sveitum landsins.
En hvort sem þessi leið eða önn-
ur yrði farin, sem ráða mætti bæt-
ur á þeim vandkvæðum, sem eru
•í þessum efnum, þá er það engum
efa bundið, að eittlivað þarf að
gera og það hið fyrsta, til að
skapa betri og þroskaðri kirkju-
söng í landinu. Hygg jeg að slíkt
starf yrði ekki veigaminsti þátt-
urinn, til viðreisnar íslensku
kirkju- og safnaðarlífi.
Síðan útvarpsguðsþjónustur hóf
ust frá höfuðstaðnum, hafa kröf-
ur safnaðanaa út um landið vaxið
að mun til söngsins í heimakirlrj-
unum, og því er þörfin einmitt
ríkust nú, að gera alt sem mögu-
legt er til þess, að hinum vaxandi
kröfum safnaðanna í þessum efn-
um verði að einhverju fullnægt.
Jeg sagði áður, að jeg hefði
mikla trú á góðum árangri, sem
leiða myndi af starfi þess manns,
eða manna, er kynnu að starfa að
eflingu kirkjusöngs sveitanna —
og byggi jeg þar á fenginni
reynslu — sem er starf þess manns
og áhrif hans á sönglíf minnar
sveitar — sem jeg hefi hjer að
framan að nokkru getið. Og sann-
arlega yrði því fje vel og vitur-
lega varið, er færi til slíkrar starf-
semi — sem jeg tel mjög svo að
kallandi.
k
Islenska þjóðin á allmörgum
söngmentuðum hæfileikamönnum
á að skipa. Sumir þeirra hafa
þegar nóg að starfa, aðrir minna,
sumir enn minna. En hvort sem
þessum mönnum hefir auðnast að
tryggja sjer lífvænlegt starf —
og á þann hátt að njóta sín sem
mentaðir listamenn — eða ekld
þá er eitt víst, að allir eiga þeir
sameiginlega vilja og áhuga fyrir
því, að mega starfa og vinna þjóð-
inni sem mest og best gagn. Og
þjóðin hefir altaf þörf fyrir starf
hins mentaða listamanns. Jeg hefi
bent á, hve þörfin er rík fyrir
starf eins eða tveggja slíkra
manna, þeirra manna, sem að
myndi verða tekið opnum örum
í sjerhverri bygð landsins, þá er
þeir kæmu til starfsins.
Ingólfur Þorvaldsson.
*
Nýr iax,
Flakaður koli.
Saltfiskbúðin,
Hverfisgötu 62. Sími 2098.
Nýr lax,
Flakaður koli.
Hafliði Baldvinsson,
Hverfisgötu 123. Sími 1456.
Niðursuðuglös
margar stærðir nýkomnar
vmn
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
Útsala.
Það, sem eftir er af sumar-
kjólum og blúsum, verður selt
mjög ódýrt.
Saumastoía
Guðrúnar Arngrímsdóttur
Bankastræti 11. Sími 2725.
Best að auglýsa í
Morgrinb’aðinu.