Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 3
Fimtudagur 4. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Tveir danskir vlsindamenn rannsaka ísl. rúnir Margt af rúnunum að læra HJER er á ferð cand. mag Anders Bæksted og dr. phil. Inger M. Boberg, í þeim erindum, að rannsaka íslenskar rúnir og þvíumlíkt. Var Bæk- sted magister hjer líka í fyrra sumar. Hann er meðritstjóri að hinni miklu rúnaútgáfu Dana, sem dr. Lis Jacobsen og Erik Moltke gefa út. — Þar eiga að koma út allar danskar rún- ir. Jeg komst ekki hjá því, sagði Bæksted magister, við vinnu mína við útgáfu þessa, að kom- ast í kynni við íslenskar rúnir. Er þar miklu að kynnast? Það er talsvert, og þetta er merkilegt rannsóknarefni fyrir okkur Dani, meðal annars vegna þess að íslenskar rúnir eru óskyldar hinum dönsku. Þær eru af hinum norska stofni. Og þær eru allar frá miðöldum. Engar íslenskar rúnir eru til úr heiðni. En svo hafa líka verið notaðar rúnir hjer á landi sam- hliða latínuletri alt fram undir aldamótin 1800. Hvar hafið þjer kynst ís- lensku rúnunum? Talsvert hefi jeg fundið í handritum í Kaupmannahöfn og svo er íslandslýsing Kaalunds og Rúnafræði Finns Jónssonar. En jeg hefi ekki ennþá kom- ið því í verk að athuga hand- ritin í söfnunum hjer. Byrjaði jeg á rannsóknum mínum hjer á landi í fyrrasumar, athugaði rúnasteina Þjóðminjasafnsins og ferðaðist hjer um Suðurland. Á Þjóðminjasafninu er merki legt safn rúnasteina. En er mikið að sjá af slíku út um land? Það er talsvert, meira en menn eiga von á og mest er það legsteinar. Jeg skoðaði t. d. í fyrra einn lítinn, fallegan leg- stein með rúnum á austur á Núpstað. Og í sumar hefi jeg FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. FISKURINN SEM FRANCO TÓK ’E* iskur sá, sem sendur var hjeð an með norska skipinu Skuldu er liðsmenn Francos tóku og fóru með til Ceusta, var seldur og borgaður. Eftir síðustu frjett- um liofir hélmingur farmsins verð ið settur á land í Cuta, en hinn helminginn á að far'a með til Cadiz, að því er heyrst hefir. Farmurinn mun hafa verið vá- trygður hjá ensku firma fyrir ó- friðarhættu. Fjármálastefna Eysteins Jónssonar - sem leiðir til glötunar hid mikla enska ISLENSKA þjóðin hefir án efa aldrei verið stödd á eins alvarlegum tímamótum og nú, og ekki er ósennilegt, að úr því verði einmitt skorið í nán- ustu framtíð, hvort þjóðin verði sjálfstæð í framtíðinni, eða öðrum háð að meira eða minna leyti. Þessvegna gengur glæpi næst framferði Tímamanna um þessar mundir, þegar þeir eru að reyna að telja þjóð- inni trú um, að alt sje í stakasta lagi og ástandið miklu betra en var á uppgangsárunum, er Jón Þorláksson fór með stjórn fjármálanna. Blaðamenska Tímamanna hefir lengst af görótt verið. En þegar ábyrgðarleysið kemst svo langt, að fólkinu er talin trú um, að stefn- an í atvinnu- og fjármálum, sem nú er farin, sje hin eina rjetta og henni heri að fylgja, þá er beinlfnis verið að stuðla til þess, að þjóð- in glati sjálfstæði sínu. Tímamenn eru ákaflega ólm- ir í samanburð á f jármálastjórn sinni og fjármálastjórn Jóns Þörlákssonar. Þeir telja, að fjármálastjórn J. Þ. hafi ver- ið svo ábyrgðarlaus og glanna- leg, að framhald hennar hefði leitt til fullkomins ríkisgjald- þrots. Aftur á móti sje núver- andi fjármálastjórn svo gætileg og hyggindin þar svo mikil á öllum sviðum ,að frá henni megi ekki víkja, ef þjóðin eigi að komast klakklaust út úr erfið- leikunum. Þessi skrif Tímamanna eru svo fáránlega einfeldnisleg, að furðu gegnir að til skuli vera leiðandi stjórnmálamenn, sem þannig skrifa. Vildu ekki Tímamenn íhuga eftirfarandi tölur, sem aliar eru teknar úr landsreikningunum. Á árunum 1S24—1927, þeg- ar Jón Þorláksson fór með fjármálastjórnina, voru heild- artekjur ríkissjóðs 53.4 milj. kr. samtals öll árin. Af þessum tekjum voru greidd öll fjár- laga-útgjöld og að auki 6.8 milj. kr. af skuldum ríkissjóðs. Skuldir ríkissjóðs lækkuðu á þessum árum úr 18.1 milj. nið- ur í 11.3 milj. kr. Á þessu tímabili lækkuðu erlendar skuldir þjóðarinnar um 23,7 milj. kr. Á árinu 1934—1937, þegar Eysteinn Jónsson fór með stjórn fjármálanna voru samanlagðar heildartekjur ríkissjóðs 64.2 milj. kr. En á þessum sömu ár- um voru tekin lán, seldar eign- ir ríkissjóðs o. fl. sem nam 19.3 milj. kr. Skuldir ríkissjóðs munu nú vera um eða yfir 30 milj. kr. Á þessu tímabili hafa er- lendar skuldir þjóðarinnar hækkað um a. m. k. 30 milj. kr. Það má vera mikil trú á fá- fræði og heimsku fólksins, að láta sjer koma til hugar, að það trúi því, að betur hafi verið stjórnað á síðari kjörtímabil- inu en hinu fyrra. Tímamenn hafa löngum hald ið því fram, að Eysteinn Jóns- son væri að vinna kraftaverk í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Þegar svo óskað hefir verið; skýringa á því, í hverju kraftá- verkið væri fólgið, er svarið jafnan eitt og sama: Innfluth- ingshöftin. Enginn ágreiningur hefir ver- ið um það milli stjórnarflokk- anna, að ríkisvaldið yrði að hafa eftirlit með innflutningn- um. Jafnvel kaupmennirnir, sem Tímamenn eru altaf að sví- virða og rógbera, hafa hvað eftir annað lýst yfir, að þeir teldu höft í einhverri mynd ó- hjákvæmileg, eins og verslun- arástandið er í heiminum. Að- eins hafa kaupmenn krafist rjettlætis í framkvæmd haft- FRAMH. Á SJÖUNDU SÖ)U LjiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiHiiimiiiiiiiinfiiiiiiiiiiiiiii I Úr Eyjum Tiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii Frjettaritari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum símar, að þar hafi verið frámunalega góð tíð það sem af sje sumars. Fiskur sje nú nærri allur þurk- aður og fyrri sláttur langt kominn. ísfjelag Vestmannaeyja hefir látið stækka mjög íshús sitt og m. a. komið fyrir í því hrað- frystivjelum. Er byggingunni og breytingum nú lokið. Drag- nótaveiði hefir gengið frekar stirðlega undanfarið. Leituðu bátarnir austur með landi, en veiði brást þar alveg. Fuglatekja er nýbyrjuð og virðist ætla að ganga vel. ÍÞÓTTAMÁL Bæjakepni hófst í gær í Eyj- um milli Reykvíkinga og Vest- mannaeyinga. Komu 14 reyk- vískir íþróttamenn með Dronn- ir:g Alexandrine til að taka þátt í bæjakepninni. Þá eru og vænt- anlegur handknattleiksflokkur kvenna frá Hafnarfirði og ætl- ar hann að keppa á Þjóðhátíð Vestmannaeyja, sem hefst á laugardaginn. ÞJÓÐHÁTlÐIN Annars er umræðuefni Eyja- búa lítið annað þessa dagana en hin væntanlega Þjóðhátíð. — Komu á annað hundrað Reyk- víkingar með Dr. Alexandrine til Eyjá til þess að sækjá Jhá- tiðíha1 og von er á fleirum. skátaheimsókn II. ágúst Yfirforingi skátanna Baden Powell kemur hingað, kona hans og dóttir, ásamt 430 skátaforingjum Pann 11. ágúst, á fimtudaginn kemur, er von á hresku far- þegaskipi, Orduna, hingað. Með skipinu em 430 skátaforingjar enskir og sjálfur: skátahöfðinginn, Sir Baden Po’Well, kona lians og dóttir. Þessi mikli skátaleiðangur stend' ur hjer við 1% dag, kemur að morgni þess 11. og fer um iniðjan dse daginn éftir. 'Skátaforingjarnir sem með skip mu koma eru allir enskir, flest kvenskátar. Með |ski|)iiiu er líka aðal stað- gengilU 8lr • Baden Powell, Sir Perey Evereít. Baden Powell hefir verið svo heilsutæpur upp á síð- kastið, að hann ætlar ekki að taka hjer þátt í neinum ferðalögum, nje hafa nein forystustörf á hendi. Það' cr jafnvel gert ráð fyrir að hann komi ekki hjer í land úr skipinu. Þetta mun vera 2. eða 3. kynn- isférð sem enskir skátaforingjar fará til útlanda. Er gert ráð fyrir, ef sæmilegt veður verður, að skátarnir fari að morgni þess 11. austur að Geysi óg Gullfossi, en þaðan til baka um Grafningsveg til Þingvalla. Þar verða svo varðeldar í Hvannagjá um kvöldið, og haldið síðan til Reykjavíkur. Ferðin austur hefir m. a. verið undirhúin . þannig, að bílar, sem ætlaðir eru í ferð þessa, eru núm- eraðir og veit hver farþegi í hvaða bíl hann á að vera. En í hverjum bíl verða tveir íslenskir skátar, sem verða leiðsögumenn og túlkar. Auk þess hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að allmargir ísl. skátar komist með ódýru móti hjeðan úr bænum til þess að vera við varðeldana í Hvannagjá um kvöldið. Þangað eru allir velkomnir. Á föstudaginn verður hinum ensku skátum fylgt hjer um bæ- inn, áður en þeir leggja frá landi. Ferðinni er heitið hjeðan til Þrándheims. Fyrir kynning á landi voru út á við er heimsókn þessi stórmerki- leg. 50 ára verður í dag, 4. ágúst, frú Ingibjörg Einarsdóttir frá Bjarnastöðum á Álftanesi, nú til heimilis Mesturbraut 20 Hafnar- firði. SllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIHIIIIIIIHIIIIllllUlini | Land- I | burður | 1 af síld I Meiri síld barst til Siglu- fjarðar á miðvikudag en dæmi eru íil á þessu sumri Frá því á þriðjudag og til kl. 8 á miðvikudag höfðu komið 60 skip til Siglufjarðar með samtals yfir 30 þúsund mál, Hægt er nú að skipa upp síld á 12 bryggjum á Siglu- firði, samtals 17000 málum á sólarhring, en þrærnar taka 60.000 mál. Síld var að kalla má fyrir öllu Norðurlandi í gær, en talin einna mest á Grímseyjarsundj og við Tjörnes. Nokkur ski| hafa tvíhlaðið á sama sólanj- hringnum. Vjelbáturinn ,,Jón Þorláksson“ fekk t. d. tvisvaif fullfermi á þriðjudag og einji sinni á miðvikudag. Veður var ágætt fyrir Norð- urlandi í gær og veiðihorfur taldar góðar í gærkvöldi. Um 30 skip biðu löndunar þar í gærkvöldi. Kunnugir telja að í þessari veiðihrotu, síðan fyrir helgina muni hafa komið á land alls á öllu landinu um 120.000 mál þangað til í gærkvöldi. Söltun síðastliðinn sólarhring var 3649 tunnur hjer á Siglufirði. Er söltunin tiltölulega lítil, vegna þess að síldin þykir mis- jöfn, sem komið hefir á land í Siglufirði þessa daga. Síldarútv-gsnefnd hefir ekki enn leyft au matjessalta síld frá Plúnaflóá. En ýmsir telja síld- ina þar vera fult eins góða og þá, sem austar veiðist nú. ÍÞRÓTTAFRÖMUÐIR LÁTA TIL SÍN TAKA. T Dróttakennarar og íþróttafröm- uðir sendir á Olympsleikana £ Berlín 1936 og samankomnir 22. júlí að Hótel Borg samþyktu eftir- farandi: 1. Að gefa verðlaunagrip til kepni í sunddýfingum og skal gripurinn ásamt reglugerð afhent ur Iþróttasambandi íslands. 2. Að kjósa þriggja manna nefnd til aðstoðar Olympíunefndinni, í sambandi við hugsanlega íþrótta- kennara — ef til kemur — á næstu Olympíuleika. 3. Að skora á íþróttasamband íslands að hlutast til um við f ræðsfum álastj órnina, að kunn- átta á íslenskri glímu sje gerð að skilyrði fyrir því að íþróttakenn- arar fái kensluleyfi við opinbera skóla, og að nemendum í skólum landsins verði gefinn kostur á ó- keypis kenslu í íslenskri glímu. I nefnd þá, sem að ofan getur, voru kosnir, . Jón Þorsteinsson, Konráð Gíslason og Valdimar Sveinbjörnsson. • (F.B.). „Norlahd“, enskur togari kom hingað í gær til að sækja íslensk; an fiskiskipstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.