Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.08.1938, Blaðsíða 5
Fimtudagur 4. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 5 --------- JiotgmsMaMð------------------------------ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgiSarmatSur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiSSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuiSi. í lausasölu: 15 aura eintakiS — 25 aura metS Lesbök. f Verstu giæpmannaflokk ar New York yfirunnir FORMAÐUR FRAMSÓKNAR LÝSIR LÁNTRAUSTINU Tímadag'blaðið hefir undan- farið látið sjer einkar tíð- rætt um umhyggju 3ína fyrir fjarverandi mönnum. Fyrir skemstu rauk það upp á rit- ■stjóra Morgunblaðsins fyrir þann fáheyrða ,,ódrengsk'ap“, að ráðast á Eystein Jónsson, eftir að hann væri kominn á ■stað til útlanda. Samræmið hjá J>eim vísu og drengilegu mönn- um, sem að biaði þessu standa var nú raunar ekki meira en jþað, að í sömu mund rjeðist það daglega mjög ákaft á Pjet- ur Halldórsson borgarstjóra, þótt staddur væri erlendis. Að ógleymdu því, að bæði fyr og ;síðar og sömu dagana, hafði það ýmsa framliðna menn úr Sjálfstæðisflokknum milli tann- .anna. Þó eru þessi víxlspor, sem hjer hafa verið nefnd, hreinasti hjegómi hjá því, að blaðið notar sjer fjarveru húsbóndans, ■sjálfs formanns flokksins, skap- ara hans og helsta talsmanns frá öndverðu, til þess að ó- merkja þau ummæli, sem þetta blað sjálft hefir flutt eftir hon- um, alveg athugasemdalaust. Hinn 20 apríl síðastliðinn skrif- ar Jónas Jónsson í Tímadag- hlaðið um fjárhagsástandið hjer á landi í sambandi við lántökur erlendis. Hann segir þar, að aðal-lánardrottnum okkar, Bretum, muni vera fullkunnugt, hvernig til hagi í atvinnulífi okkar og fjármál- um. Honum finst það ekkert merkilegt, þótt ensk stjórnar- völd sjeu, að fenginni þeirri vitneskju, ófús á að lána hingað meira f j e. Ályktarroð Jónasar Jónsson- ar í þessari umræddu grein, sem birtist í Tímadagblaðinu 20 apríl síðastliðinn, eru þessi: „Neitun stjómarvaldanna þýðir ekki annað en það, að þeim þykir ekki örugt að lána hing- að meira fje en komið er, að óbreyttum kringumstseðum“. — (Leturbr. hjer). 1 sambandi við skrif Tíma- dagblaðsins þessa dagana, er vert að minnast þess, að þessi grein formanns Framsóknar- flokksins birtist aðeins örfáum •dögum áður en ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi frumvarp um 12 miljón króna lántökuheim- ild erlendis. Og í öðru lagi er vert að festa það í huga, að Jónas Jónsson varð fyrstur manna til að kveða upp úr um það, að lánstraustið væri þrot- ið, vegna þess að lánardrotnum litist svo á ástandið hjer, að ríkinu væri ekki trúandi fyrir meira lánsfje eins og sakir stæðu. , Nú heldur Tímadagblaðið því fram að stjórnarandstæðingar hafi í frammi hið mesta ábyrgð- arleysi, eð'a jafnvel fullkomin landráð, þegar þeir benda á alveg hið sama og Jónas Jóns- son gerir í hinum tilfærðu um- mælum hjer að framan. Og Tímadagblaðið er ekki í vafa um það tvent, að Sjálfstæðis- menn lýsi fjárhagsástandinu eins og þeir gera, til þess að spilla fyrir lánstraustinu og að hinir útlendu lánveitendur láti þessi „óþjóðhol!u“ skrif Sjálf- stæðismanna algerlega stjórna gerðum sínum. Til þess 'að skýra hve mikil heimska er hjer á ferðinni, má taka dæmi: Erlendur lánar- drottinn á hjer fje hjá einstöku firma. Keppinautar þessa firma segja honum að fjárhagur þess sje slæmur. Mundi hann leggja meira upp úr þessari umsögn keppinautanna en yflrlýsingu skuldunauts sjálfs um að fjár- hagurinn sje eins og keppinaut- arnir hafa lýst honum? Jónas Jónsson er formaður þess stjórnmálaflokks, sem einn fer með völdin á Islandi. Vill Tímadagblaðið halda því fram, að formaður flokksins, hafi af ásettu ráði verið að spilla fyrir lánstrausti landsins með umræddri grein? Og hvers vegna birtir þá Tímadagblaðið sjálft greinina, sem til þess ætti að vera rituð, að spilla láns- trausti landsins? . Tímadagblaðið er hjer komið í augljósa sjálfheldu. — Annað hvort verður það að lýsa orð Jónasar IJónssonar dauð og ómerk. Eða þá, að það verður að ómerkja sín eigin ummæli um þá, sem lýst hafa fjárhagn- um á sama hátt og Jónas Jóns- son. Auðvitað gerir Tímadagblað- ið hvorugt. Enda mundi það Iitlu máli skifta fyrir lánstraust landsins. Því lánstraust lands- ins fer eftir því, hvernig fjár- hagsástandið er, ekki eftir því hvernig því er Iýst. Heiðarlegur skuldunautur segir satt til um hagi sína. Það hafa Sjálfstæð- ismenn gjert og í þessu máli hefir formaður Framsóknar val- ið sömu leið. En ekki verður það talið til hollustu, að Tíma- dagblaðið notar fjarveru Jónas- ar Jónssonar til þess að gera hann að ábyrgðarlausum og ó- þjóðhollum manni í augum les- anda sinna — fyrir að segja satt til um lánstraust landsins! Umræðuefnið í dag: Hin mikla síldveiði. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss er væntanlegur að vestan og norðan snemma í dag. Brúarfoss fór frá Grimsby í gær kvöldi, áleiðis til Kaupmanna- hafnar. Dettifoss er á leið til Hull frá Hamborg. Lagarfoss kom til Kaupmannahafnar í gærmorgun. Selfoss er í London. V/firvöldin í Bandaríkjum ^ Norður-Ameríku eiga í stöðugum ófriði við glæpa- manna flokka, sem hafa ó- trúlega mikil völd í landinu ennþá. Hin síðari ár hefir yfirvöldunum tekist að út- rýma verstu bófafjelögunum og glæpaflokkunum. En þó er ennþá ærið starf fyrir hönd- um þar til glæpamönnum verður útrýmt með öllu. Hjer í þessari grein verður að- allega rætt um þau glæpafjelög sem nefnd eru „racketeer“ og þann mann, Thomas Edmund Dewey, sem manna best hefir gengið fram í því að útrýma glæpamannaflokkum og koma glæpamannaforingjunum undir manna hendur. ★ „Raeketeering1 ‘ er tiltölulega nýtt afbrot, sem ekki þektist fyr en um og eftir 1920. „Raeketeer- ing“ er þannig framkvæmd, að menn eru neyddir til að greiða fje til þess að fá að vera í friði fyrir glæpamönnum og um leið og þeir láta undan hótunum bófanna eru þeir undir „vernd“ bófaflokksins. Bófarnir velja ávalt fórnardýr sín meðal heiðvirðra borgara, sem reki iðnfyrirtæki, byggingariðn, veitinghús o. s. frv. Neiti sá, sem fyrir hótuninni hefir orðið, að greiða má hann ganga að því vísu að fyrirtæki hans verði gert gjaldþrota — og þykir oft gott að sleppa með það. Venjulega fer „raeketeeringin" fram með þeim hætti, að forstjóri eða eigandi fyrirtækis fær heim- sókn af velklæddum og kurteisum manni, sem býður honum að ganga í fjelagsskap sem verndi fjelaga sína gegn „racketeering' ‘-bófum. Ef maðurinn gengur að því verð- ur hann að greiða stóra fjárupp- hæð og síðan árlegt tillag, sem fer eftir því hve fyrirtækið geng- ur vel og gefur mikið af sjer. Smám saman hækka fjárframlög- in til bófaflokksins þangað til þau eru orðin svo há að fyrirtækið fær ekki risið undir þeim hærri. Bófarnir sjá altaf til þess að taka ekki svo há „gjöld® að fyrirtækið beri þau ekki Sjerstaklega þykj- ast bófarnir vel settir ef þeir vita um að fyrirtækið’ hefir svikið í tollum eða sköttum. Þegar svo stendur á komast fyrirtækin aldrei úr klóm bófanna. Neiti nú einhver að greiða bófa- fjelögunum skatt, er úti um hann og fyrirtækið. Ef til vill fær hann nokkurra daga frest og aðvörun um, að sjálfsagt sje það best fyrir hann að ganga í „fjelagsskapinn". Þegar það ekki dugir má hann búast við ef tirfarandi: Verka- menn hans gera verkfall, vjelar eru eyðilagðar, einnig vörubirgðir hans og hráefni. Sendingar frá og til fyrirtækisins eru stöðvaðar eða þær eru sendar í alt annan stað en þær áttu að -fara. Veitingahús- eigandinn má búast við að rúður sjeu brotnar í veitingahúsi hans, matföng og drykkir skemdir með eitri, þannig að viðskiftavinirnir Thomas Edmund Dewey, lögfræðingur- inn ungi, sem tekist hefir að vinna bug á mesta ðrhraki stórborgarinaar verða veikir, eða argasti skríll fyllir veitingasalina dag eftir dag svo engum ærlegum manni er þar líft. Við og við kemur það fyrir, að þeir sem ekki láta undan bófa- flokkunum eru myrtir á hinn ægi- legasta hátt. Þetta gera bófarnir til að skapa fordæmi og sýna að ekki þýðir annað en láta að vilja þeirra. ★ Fjárhæðir sem bófaflokkar neyddu út úr heiðarlegu fólki með þeim hætti sem að framan greinir ííámu tugum miljón dollara ár- lega í New York-borg einni. Fjár- hæðir þessar voru miklu meiri en sem töpuðust við innbrot og þjófn- aði. Tilraunir þær sem gerðar voru af því opinbera til að stöðva þessa glæpastarfsemi, komu sjaldan að gagni vegna þess að „racketeer“- bófarnir áttu vísan stuðning á- hrifamikilla stjórnmálamanna, lög- reglumanna og dómara. ★ Loks í marsmánuði 1935 ákváðu meðlimir „grand-kviðdómsins“ (á kæruyfirvöldin), að láta til skar- ar skríða, gegn þessum ófögnuði þjóðfjelagsins. Reiði kvikdómsins var vakin af hinum sífeldu klögumálum, sem honum bárust frá fórnardýrunum, sem höfðu lent í klóm „raeketeer“- glæpaflokkanna og er þeim tókst ekki að fá hinn opinbera ákær- anda, William C. Dodge, til þess að taka málið fyrir, tóku lcvið- dómendurnir sjálfir málið í sínar hendur. Þeir byrjuðu með því að vinna almenningsálitið á sitt band og blöðin studdu kviðdóminn. Þeg- ar kviðdómendurnir urðu þess varir að hinn opinberi ákærandi vann gegn þeim ljóst og leynt á- kváðu þeir að fara beint til fylk- isstjórans, Lemanns, og krefjast þess að sjerstakur opinber ákær- andi yrðið skipaður til að vinna í ,racketeering‘ ‘-málunum. Fylkis- stjórinn varð við kröfum kvið- dómsins og bauð ungum lögfræð- ingi, Thomas Edmund Dewey, stöðuna. Dewey rak velþekta og virta lög#æðiskrifstofu, sem hann vildi í fyrstu ekki yfirgefa. En hatur hans á „raeketeer“-glæpa- flokkunum var rótgróið og hann stóðst ekki freistinguna og tók við stöðunni. ★ Dewey vissi frá upphafi að hon- um var ekki ætlað að veiða nein hornsíli — smáþjófa, falsspilara, lögregluþjóna sem ljetu múta sjer eða þessháttar — heldur voru það villidýr sem hann átti í höggi við, sjálfir foringjarnir. Hann byrjaði með því að ráða til sín fólk, sem hann vissi að hægt var að treysta og sem hafði sjerstak hæfileika til að ráða fram úr þeim vandamálum, sem fyrir lágu. Hann valdi 1 alt 15 aðstoðar menn og einn kvenmann. Alt þetta fólk hafði lögfræðilega mentun. Því næst var um að gera að fá æðstu menn ríkisins í lið með sjer. Borgarstjórinn, La Guardia, og Valentine lögreglustjóri Ijetu hann fá til umráða heila deild af leyni- lögreglumönnum, „sem voru of ungir til að láta múta sjer eða gef- ast upp“. Tammany-hringnum tókst heldur ekki að koma í veg fyrir fjárveitingu til Dewey’s og hjálparmanna lians, sem nam 280.000 dollurum árlega. í þriðja lagi varð Dewey að tryggja sjer heiðarlega dómara til þess að stjórna undirbúningsrann- sóknum í þeim málum, sem hann tók fyrir. Honum tókst það prýði- lega, þar sem hann fekk hæsta- rjettardómarana P. J. Cook og Fred. Pesora. Loks varð hann að fá skrifstof- ur við sitt hæfi. Skrifstofur hans gátu ekki verið í hinum opinberu byggingum, þar sem njósnarar gátu leynst á hverju strái. Dewey leigði sjer þess vegna skrifstofu- húsnæði á 15. hæð í Woolworth Building, þar sem hann hafði einkalyftu, veggirnir einangraðir gegn hljóði og riiður allar mattar. Síminn var svo úr garði gerður að ekki var hægt að lilusta á samtöl. ★ Einn af verstu erfiðleikunum á vegi hans var að fá vitni. Enginn þorði að vitna gegn glæpaflokk- unum. Sömu hótanirnir, sem gerðu það að verkum að menn greiddu glæpaflokkunum skatt, voru not- aðar gegn þeim, sem báru vitni í þessum málum. Dewey byrjaði á því að senda út orðsendingu gegn um útvarpið 'og þar sem hann lofaði þeim sem orðið höfðu fyrir barðinu á glæpa mönnunum, fullri vernd. En eng- fcm gaf sig frarn. Margir voru hræddir við, að yfirvöldin myndu krefjast að þeir legðu fram bækur sínar og heimta skýringu á út- gjöldum sem þeir vildu halda leynd um. Stundum tókst Dewey að sann færa menn með því að tala rólega við þá, en stundum varð liann að grípa til hótananna, þar sem hann hótaði að draga menn til ábyrgðar fyrir skattsvik, eða lítilsvirðingu fyrir rjettinum, er þeir neituðu að svara. Besta sönnun þess að „rack- eteer“-glæpamenirnir óttuðust De- wey er það, að ekki eitt einasta vitni hefir orðið fyrir liefnd glæpa FRAMHALD Á 6. SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.